Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.1981, Blaðsíða 32
Valur Aston Villa Eftir 7 daga Va Árr EKTA' NATTÚRUEFNI Korkur a golfm,ra Nýborgí# Ármúla 23 - Sími 86755 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1981 „Pabbi, pabbi“ „Pabbi, pabbi,“ kallaði lít- ill strákur og flaug upp í fangið á föður sínum, sem tók honum opnum örmum og knúsaði hann. Pabbinn var einn af sjómönnunum 11 sem björguðust af Tungufossi þegar skipið sökk suðaust- ur af Englandsströnd, en þeir komu allir til lands- ins í gærdag með flugi frá London. (íunnar SchcvinK Thorstcins- son. skipstjóri á Tunjcufossi. Kcfur Pctri syni sínum hjorjjun- arvcsti sitt vió komuna til Kcflavíkur i kut. Iljá honum stcndur Svana kona hans og Marjcrct dóttir þcirra. cn til hu'icri cru hjónin Ásta ok Ka»jn- ar Kja'rncstcd. Ljósni. Kagnar Ax«*tsson. Coldwater Seafood Corp. Ileíur flutning á ferskum físki með þotum til Bandaríkjanna Ríkisstjórnin: 25% hækkun á auglýsingum Ríkisútvarps RÍKISSTJÓRNIN hcimilaói á fundi sínum í eaT. 25% hu kkun á auKlýsinKat(>xtum sjónvarps (>K útvarps. frá <>k mcó 1. októhcr. í samtali viö MorKunblaðið sagði Hörður Vilhjálmsson, sett- ur útvarpsstjóri, að samkvæmt þessari ákvörðun myndi minútan í sjónvarpsauKlýsinscu hækka úr 5500 krónum í 6880 krónur. Verð auglýsinga í útvarpi væri mis- munandi og væri þar um fjóra gjaldflokka að ræða, eftir því á hvaða tímum auglýsingin væri lesin upp. Þeir væru 9, 14, 18 og 36 krónur hvert orð, eftir hækk- unina. Hörður sagði, að Ríkisútvarpið hefði farið fram á þessa 25% hækkun, en síðasta hækkun hefði verið þann 1. júní, en hún hefði verið 22% . Sagði hann þessar hækkanir í samræmi við ákvörð- un frá í desember á síðasta ári, sem miðaði að því að þær tekjur næðust, sem fjárlög gerðu ráð fyrir. COLDWATER Seafood Corp. í Bandarikjunum hefur ákveðið að hefja loftflutninga á ferskum fiski frá íslandi til Bandarikjanna i tilraunaskyni og verða flutt 45,6 tonn í hverri ferð með DC-8-þotum frá bandariska flugfélaginu Flying Tiger. Fyrsta ferðin verður farin nk. sunnudag, en þá á þotan að taka karfafarm frá Bæjarútgerð Reykjavíkur, næsta ferð er svo fyrirhuguð viku síðar. Morgunblaðið ræddi i gær við Guðmund H. Garðarsson, sem þá var staddur hjá Coldwater i Boston i Bandarikjunum. Hann sagði, að i fyrstu væri eingöngu ákveðnar tvær ferðir. Karfinn yrði flakaður hjá Bæjarútgerð Reykjavikur og gengið frá honum þar til útflutnings, brúttóþyngd farmsins yrði 45,6 tonn, en nettóþyngd 42 tonn. Guðmundur sagði, að fiskurinn færi allur til Boston, sumt af honum yrði unnið í verksmiðju Coldwater þar, en annað færi til aðila víðsvegar um Bandaríkin sem vildu ferskan fisk. Þá sagði hann, að þó í fyrstu væri eingöngu um karfa að ræða sem yrði fluttur vestur á þennan hátt, þá væri líka hugsað um aðrar fisktegundir. „Ef þessi tilraun gefur góða raun og ef aðstæður leyfa, þá verða frekari markaðsmöguleikar kannaðir," sagði hann. Þessi tilraun er gerð í samstarfi við Bæjarútgerð Reykjavíkur og Ingibjörg Thors, sem starfar sem sölustjóri hjá Coldwater í Boston, er nú stödd á íslandi í því skyni að fylgjast með að gengið verði frá fiskinum með þeim hætti sem bandaríski markaðurinn krefst. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að forráðamenn BÚR hefðu mikinn áhuga á þessum útflutningi. „Reyndar fluttum við ferskan fisk með flugvélum til Þýzkalands og Luxemborgar sl. vetur, en stærsti farmurinn var ekki meira en 18 tonn, þannig að þessi farmur verður langtum stærri." Byrjað verður að pakka karfa- flökunum í sendinguma i frysti- húsi BÚR á föstudag, en þá er Ingólfur Arnarson væntanlegur Raufarhöfn: Fólk farið að „flýja vegna atvinnu- leysis „FLÓTTI vinnandi fólks hcðan frá Raufarhöfn er þegar hafinn vegna hinna slæmu atvinnuhorfa vcgna stöðvunar vinnu hjá Jökli hf. Eins og er leitar fólk aðallcga vinnu á Kópaskeri og Þórshöfn vcgna haustslátrunar, scm aðeins stendur yfir í stuttan tíma. og austur á firði í síldar- og fisk- vinnslu.“ sagði Þorstcinn Ilalls- son. formaður Verkalýðsfélags Raufarhafnar, í samta.li við Morgunblaðið. Þorsteinn sagði ennfremur, að ekki væri mikið um beint atvinnu- leysi enn sem komið væri vegna þessa flótta og eins vegna þess að skólafóik væri nú flest horfið frá vinnu. Hins vegar væri því ekki að neita að ástandið væri slæmt, sérstaklega vegna stöðunnar hjá Jökli hf. Þar hefðu rúmlega 100 manns unnið að meðaltali í ágúst, en nú væru þar aðeins örfáir menn í vinnu. Sjómenn á togaranum Rauðanúpi og þeim smábátum, sem lagt hafa upp hjá Jökli hf., væru nú í landi og hefðu stopula atvinnu. Þá bærist nú engin loðna til Raufarhafnar og því væri fremur lítið um vinnu í fiskimjöls- verksmiðjunni. Það væri því brýnt að leysa vandamál Jökuls hf. eins fljótt og unnt væri í stað þess að halda áfram að velta vandanum á undan sér eins og gert hefði verið. Það væri eina lausnin á atvinnuvanda Raufarhafnar. Vegna þessa hafði Morgunblað- ið samband við Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, og sagði hann að unnið væri að lausn vandamáls Jökuls hf. á vegum ríkisstjórnar- innar og hefðu fundir um málið verið haldnir með fulltrúum Framkvæmdastofnunar og Lands- bankans, en ekkert frekar væri hægt að segja um málið á þessu stigi. Seyðfirðingar eiga skut- togara í smíðum í Noregi MORGÚNBLADIÐ hcfur fcngið staðfcst að fyrirtækið Gullhcrg hf. á Scyðisfirði. scm gcrir út skuttogarann Gullvcr NS cigi nú skuttogara í smíðum í Kristian- sund í Norcgi og á togarinn að afhcndast í nóvember 1982. Smiði togarans var samþykkt í Fiskveiðasjóði um mánaðamótin júní-júlí, en í samningi Gullbergs hf. við norsku skipasmíðastöðina er gert ráð fyrir því að Norðmenn- irnir sjái um að selja núverandi togara fyrirtækisins, Gullver, úr landi, en hann var byggður 1968. Gamla Gullver er 331 rúmlest að stærð, en nýi togarinn mun verða mældur lítið eitt stærri. Guðbrandsbiblía 400 ára 1984: Ákveðið að gefa hana út ljós- prentaða fyrir afmælisárið ÁKVEDID hcfur vcrið að minnast þcss að 400 ár vcrða liðin frá útgáfu Guðhrandshihlfu árið 1984. mcð þvi að gcía hana út Ijósprentaða fyrir afmadisárið. Vcrður mjog til útgáfunnar vand- að. ha-ði hvað varðar prcntun og hókhand, og vcrður rcynt að hafa hina nýju útgáfu scm Ifkasta frumútgáfunni frá 1584. Sam- komulag hcfur orðið um útgáfuna milli Kirkjuráðs. Stofnunar Árna Magnússonar, Biblíufélagsins og Lögbcrgs. hókaforlags Svcrris Kristinssonar. cn það foriag gaf út Skarðsbók Ijósprcntaða fyrr á þcssu ári. Guðbrandsbiblía sú, er út kom 1584 á Hólum í Hjaltadal, og kennd er við Guðbrand biskup Þorláksson, hefur löngum verið talin ein mesta gersemi íslenskra bóka. Áhrif útgáfunnar eru talin ómetanleg fyrir íslenska menn- ingu, og hefur því jafnvel verið haldið fram að íslenska væri ekki töluð í dag, hefði útgáfan ekki komið til. Upplag Biblíunnar var á sínum tíma 500 eintök, og var ;..Lf Titilsíða Guðbrandshibliu frá 1584. Biblian cr fagurlcga myndskrcytt. og fyrir miðju stcndur „Bihlia Það cr Óll Ilcilög Kitning Útlogð á Norramu. Mcð Formálum Doct. Martini. Luthcri. Prentuð á llólum af Jóni Jónssyni 1584.“ bókin dýr, talin kosta tvö til þrjú kýrverð. Síðan hefur hún þó marg- faldast í verði, og má minna á, að síðast er vitað var um sölu Guð- brandsbiblíu, var hún slegin á 7.500 pund á uppboði í London. Það var árið 1980. Guðbrandsbiblía hefur aðeins einu sinni komið út aftur, það var árin 1956 til 1957, er Ijósprentuð voru og gefin út 500 tölusett eintök. Nú verða líklega aðeins prentuð 500 eintök. Hug- myndina að útgáfunni nú átti séra Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum, er bar fram tillögu um útgáfuna á Kirkjuþingi í fyrra. Bókaforlagið Lögberg hefur einnig í hyggju að gefa út fyrir 1984 þýðingu Odds Gottskálksson- ar á Nýja testamentinu, er út kom í Hróarskeldu 1540. Verður þýðing Odds færð til nútímaleturs og -stafsetningar. Þá hefur einnig verið ákveðið að láta skrá og gefa út rit um Guðbrand biskup og útgáfu hans, einkum biblíuútgáf- una. Sjá nánar um útgáfu Guð- hrandshibliu á hlaðsíðu 5 i Morgunhlaðinu i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.