Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 1
215. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar keðju- sprengja llppsala. 26. scptembor. AP. ItÚSSAR sprengdu tvær kjarn- orkusprenKjur með fjöKurra mínútna millihili i neðanjarð- arstiið á svæði norðvestur af Kaspíahafi. að þvi er fram kom á jarðskjáiftamælum i Uppsala. Skjálftarnir við sprengingarn- ar mældust 6,5 stig á Richter- kvarða. Sprengingarnar urðu kl. 05.00 og 05.04 að íslenzkum tíma í morgun. Rússar hafa ekki gert tilraunir með kjarnorkusprengju á þessu svæði frá 26. október 1979. „Efnahags- leg afglöp“ - ekki sýklahernaður liandaríkjamenn hafa harðlega neitað þeim ásökun- um Kúbumanna. að þeir hafi heitt sýklavopnum gegn Kúbu og segja, að undirrótin að þessum ásökunum sé „stór- kostleg afglöp“, sem átt hafi sér stað í kúbönsku efna- hagslífi. Pólland: Krafist á þingi Samstöðu að nýrri löggjöf verði hafnað Kenneth Adelmann, sendi- herra, sem í gær, föstudag, flutti ræðu á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, sagði að ásakanir um að Bandaríkjamenn hefðu komið af stað farsótt á Kúbu, sem lagt hefði í gröfina 99 börn og 57 fullorðna, væru „uppspuni frá rótum". Ræða Adelmanns var svar við fullyrðingum utan- ríkisráðherra Kúbu, Isidorc Malmierca, deginum áður, en hann sagði, að „afar færir" rann- sakendur hefðu komist að því, að farsóttinni hefði verið komið af stað á Kúbu „af ásettu ráði“. Adelmann sagði, að enginn fótur væri fyrir þessum ásökun- um og benti á, að Bandaríkja- men’n hefðu haft samvinnu við Samamerísku heilbrigðismála- stofnunina um að ráða niðurlög- um þessa faraldurs, sem væri víðar en á Kúbu. Hann sagði, að Bandatíkjastjórn hefði heimilað á einum degi útflutning á 300 tonnum af „abate“ til Kúbu, en það er skordýraeitur og notað gegn moskitóflugum, sem bera sjúkdóminn á milli. BÚIST var við, að þess yrði krafist á þingi Sam- stöðu, sem hófst á nýjan Ieik í morgun. að ný lög- gjöf sem gefur verkamönn- um rétt til að skipa yfir- menn fyrirtækja í sam- vinnu við stjórnvöld, yrði höfð að engu, þar sem hún gengi mun skemur í átt til atvinnulýðræðis en Sam- staða hafði krafist. Að sögn áreiðanlegra heim- ilda, yrði litið á það sem ögrun við stjórnvöld og pólitíska áskor- un, ef samþykkt yrði að virða löggjöfina að vettugi, en leiðtog- ar Samstöðu hafa verið varaðir STJÓRNIN í Kambódíu hefui skýrt frá því, að nýlega hafi fundist grafir með tugþúsundum lika, sem hún scgir. að séu fórn- ariömb Pol Pot-stjórnarinnar I við „stjórnmálaafskiptum". Á þingi Samstöðu fyrr í mán- uðinum var þess krafist, að | verkamenn fengju að ráða og fyrrverandi. Haft er eftir vest- ra-num sendimönnum. að þessar grafir séu nú til sýnis blaða- mönnum frá Vesturlöndum og iktrum gcstum. Stjórnin í Phnom Penh til- kynnti í síðustu viku, að í fyrra mánuði hefðu fundist fjöldagrafir með líkum tugþúsunda manna, sem Pol Pot og menn hans hefðu myrt. í Takeo-héraði fundust tvær grafir þar sem 25.000 manns höfðu verið huslaðir, í Kampot-héraði 38.000 manns og í Kandal-héraði 3000. Að sögn stjórnvalda misstu þrjár milljónir manna lífið á valdadögum Pol Pots, sem Víet- namar steyptu af stóli 1979. Haft er eftir heimildum, að hópi fréttamanna frá The National Geographic Magazine, tímariti Bandaríska landfræðifélagsins, sem nú er staddur í Kambódíu, verði líklega sýndar grafirnar og einnig blaðamönnum, sem vænt- anlegir eru á vegum Oxfam, breskrar hjálparstofnunar. reka stjórnendur fyrirtækja, en pólska stjórnin lýsti þeim kröf- um sem tilraunum til valdatöku. Litið er á það í pólska þinginu sem tilslökun af hálfu stjórnar- innar að veita óháðum verka- lýðssamtökum rétt til að skipa yfirmenn fyrirtækja, en þannig er búið um hnútana í löggjöfinni nýju, að stjórnin hefur þó alltaf siðasta orðið. Var lýst yfir á þingi Samstöðu, að löggjöf er ekki væri samtökunum að skapi, yrði virt að vettugi. Þing Samstöðu hófst með því að kaþólskur prestur frá Banda- ríkjunum messaði í þingsalnum að fulltrúunum 890 viðstöddum. Birtur var texti ræðu Lane Kirklands, leiðtoga bandarískra verkamanna, þar sem lýst var yf- ir fullum stuðningi bandarískra verkamanna við Samstöðu og leiðtoga hennar. Kirkland fékk ekki leyfi pólskra yfirvalda til að sækja þing Samstöðu, sem hon- um hafði verið boðið til. Ræðu hans, er hann hugðist flytja á þinginu, var smyglað, en þar er því haldið fram, að leiðtogar Samstöðu einir skilji þarfir pólskra verkamanna, og því beri hvorki bandarískum verkalýðs- samtökum né öðrum slíkum að hnýsast í mál pólskra verka- manna. Pólverjar ættu sjálfir að rita sína sögu. Lím sem límir allt - einnig brotin bein og skemmdar taugar AUSTURRÍSKUR læknir hefur skýrt frá þvi, að fundið hafi verið upp læknisfra'ðilegt lim, unnið úr blóðvatni, sem valdið geti byltingu í hjúkrun slas- aðra. Með því megi ekki aðeins binda saman brotin bein heldur einnig loka skemmdum vef, stiiðva blóðrás og örva vaxtar- og græðimátt likamans. „Aðrar límtegundir, unnar úr gerviefnum, auka ekki græði- máttinn og geta valdið mikilli brismyndun vegna þess, að þær eru úr framandi efnum," sagði dr. Helene Matras, austurríski læknirinn, í viðtali í gær, föstu- dag. Dr. Matras sækir nú þing bandarískra skurðlækna í Wash- ington, sem hafa að sérgrein að- gerðir á andliti. Þetta nýja lím hefur verið not- að með góðum árangri við að- gerðir á æðum og taugum og við beinbrot. Einnig hefur það kom- ið að sérstökum notum við skinnágræðslu og talið eiga mikla framtíð fyrir sér við lag- færingu ýmissa andlitslýta. Tugþúsundir líka fínnast í Kambódíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.