Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
39
leið útúr vandanum?
Biðröð eftir eldspýtum. Jafnvel eldstokkar eru illfáanlegir í þessu landi.
leggja starfið í fyrirtækjunum af
einhverju viti. Þá sté Jarúselski í
ræðustól og hafði naumast annað
að segja en að öllum bæri að bera
virðingu fyrir forstjórum og hinu
sósíaliska ríkisvaldi. Menn höfðu
búist við að hann ætlaði að
hreinsa til í nefndarfarganinu, og
Jarúselskí hefur nú misst traust
manna.
Jarúselskí skipaði nefnd til að
ráða bót á kreppunni, en lítið hef-
ur heyrst frá þeirri nefnd. Þá hófu
stjórnvöld samninga um inngöngu
í Alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn til
að afla frekari lána, en sjóðurinn
setur tvö skilyrði fyrir inngöngu. I
fyrsta lagi að lánin renni til arð-
bærrar starfsemi, og í öðru lagi að
starfsmenn sjóðsins fái að heim-
sækja landið og gera úttekt á
stöðu efnahagsmála þar, sem er
almenn starfsregla sjóðsins við
aðildarlönd. Það er ómögulegt að
uppfylla fyrra skilyrðið við núver-
andi aðstæður, og hið seinna geta
stjórnvöld ekki uppfyllt af póli-
tískum og hugmyndafræðilegum
ástæðum.
Kanía, leiðtogi flokksins, heim-
sótti nýverið Poznan þar sem upp-
þotin urðu hvað hörðust 1956 og
hélt fund með framámönnum
kommúnista þar um slóðir. Þeir
voru allir hreinskilnir í ræðum
sinum og vildu endurvinna traust
fólksins með því að vinna sjálfir
heiðarlega. Kanía nefndi ekkert
slíkt á nafn í sinni ræðu, en hann
gat þess að félagi Brésnef hefði
þegar þungar áhyggjur af ástand-
inu. Svo gagnrýndi hann Sam-
stöðu fyrir kröfuhörku.
Aðgerðarleysi stjórnvalda hefur
vakið þær raddir, sérílagi meðal
ungs fólks, að í raun ríki bylt-
ingarástand í Póllandi. Lenín
skilgreindi byltingarástand svo,
að það væri þegar lægri stéttirnar
gætu ekki haldið lengur áfram að
óbreyttu og yfirstéttin gæti ekki
lengur stjórnað að óbreyttu. Unga
fólkið segir, að slíkt ástand hafi
skapast í landinu i ágúst í fyrra.
Spurningin er því, hvað verður úr
þessari byltingu. Það var sagt að
ef ungverska byltingin hefði feng-
ið að þróast hefðu Ungverjar
skapað þjóðfélag, sem væri hvorki
austrænn kommúnismi né vest-
rænn kapitalismi. Eins konar
millistigsþjóðfélag. En það veit
enginn hvernig það hefði í raun-
inni orðið. Og það veit enginn
hvað kemur útúr hræringunum í
Póllandi. Þar er við fáar forskrift-
ir að styðjast og menn verða að
fikra sig áfram.
Frumkvæði
Samstöðu
Vegna þessarar allsherjar löm-
unar í landinu sá Samstaða sér
ekki annað fært en hafa frum-
kvæði að tillögum um efnahags-
mál og aðgerðum á vinnustöðum.
Kolaframleiðsla hefur minnkað
verulega síðustu misseri og geta
Pólverjar ekki lengur flutt út kol
sem öfluðu þeim helstra gjaldeyr-
istekna. Samstaða hefur lagt á
það áherslu að koma kolafram-
leiðslunni í samt lag og skorað á
námamenn og aðra verkamenn að
vinna á laugardögum fyrir sama
kaup og aðra daga vikunnar. Al-
menningur hefur ekki skorast
undan að vinna á laugardögum. Þá
skoraði Samstaða á fólk að létta
undir með bændum yfir háupp-
skeruna, svo enginn matur færi nú
forgörðum. Samstaða hefur ítrek-
að lagt til að verkamenn fái nokk-
urn rétt til ákvörðunartöku á
vinnustöðum, en stjórnvöld sitja
við sama heygarðshornið. — Þið
lofuðuð að vera verkalýðshreyfing,
segja þau, þið skrifuðuð uppá það.
Þið eruð ekki þjóðmálahreyfing,
þið eruð að fara út fyrir ykkar
svið.
Áróðurinn núna um að Sam-
staða sé að reyna að ná undir sig
völdum, er einhvers konar nauð-
vörn ríkisstjórnarinnar við þrýst-
ingi frá verkafólkinu. Það hlýtur
að koma til þess að stjórnvöld láti
undan þeim þrýstingi og gangi til
samninga. Þau verða á endanum
að samþykkja frelsi í menning-
armálum, víðsýni í fréttaflutningi
og ég get ekki skilið að Samstaða
láti nokkurn tímann af kröfu sinni
um stjórnaraðild verkamanna í
fyrirtækjunum. Það þarf að finna
hæfilegan milliveg, og fyrsta
skrefið til hans er að koma á
lýðræðislegri stjórn á vinnustöð-
unum. Það er hugsanlegt innan
ramma kerfisins, að þingið verði
virkara og taki ríkari þátt í störf-
um ríkisvaldsins. Nokkurt val í
kosningum er heldur ekki útilok-
að. Þeir tveir flokkar sem leyfðir
eru í landinu auk Kommúnista-
flokksins gætu orðið atkvæða-
meiri, þó ekki sé um fjölflokka-
kerfi að ræða í vestrænum skiln-
ingi. Samstaða viðurkennir Flokk-
inn sem leiðandi afl í pólska rík-
inu, samþykkir þátttöku Pólverja í
Varsjárbandalaginu og Comecon
— en á þetta þrennt hlýtur Sovét-
stjórn að leggja höfuðáherslu.
Hin póli-
tíska kreppa
Stjórnvöld eru í rauninni milli
steins og sleggju, því komist þau í
náð með pólskum almenningi falla
þau í ónáð hjá Rússum. Við því
var búist eftir flokksþing Komm-
únistaflokksins í sumar, að stjórn-
völd ætluðu að sætta sig við orð-
inn hlut og festa í sessi hin nýju
þjóðlífsform, en nú er að koma á
daginn að þau ætla sér ekki að
samþykkja nema sem minnstar
breytingar.
Sá er einmitt kjarninn í hinni
pólitísku kreppu í Póllandi, að
stjórnvöld geta blátt áfram ekki
samið um innanlandsfrið, með
þeim skilyrðum sem almenningur
í landinu setur, og um leið geta
þau ekki það, sem þau helst vildu,
ráðið niðurlögum hinna frjálsu
verkalýðsfélaga. Þau hafa ekki afl
til þess.
Og verkafólkið getur ekki hvik-
að frá stefnu sinni um málfrelsi,
ritfrelsi, réttinn til að starfrækja
frjáls verkalýðsfélög, og kröfu um
aukna stjórn verkamanna í fyrir-
tækjunum. Stjórn verkamanna í
fyrirtækjunum fer sérstaklega
fyrir brjóstið á stjórnvöldum. Þau
segja, að það myndi þýða „upp-
lausn í pólitískri skipulagningu í
fyrirtækjunum". Og Rússar geta
ekki sætt sig við neitt sem rýrir
alræði flokksins og „glæsilegan
árangur sósíalismans".
Innrás?
Menn setja gjarnan atburðina í
Póllandi í alþjóðlegt samhengi,
eins og gefur að skilja, en Pólverj-
ar segja: — Við höfum áhuga á því
hvað okkar stjórn gerir gagnvart
okkur, áhrifin útávið skipta okkur
minna máli. Öllum er þó ljóst, að
það er fylgst náið með málefnum
Póllands.
Kanía hitti Brésnef að máli við
Svartahaf 15da ágúst sl. og að
fundi sínum loknum gáfu þeir
langa og ítarlega yfirlýsingu,
skrifaða í þeim sérkennilega kans-
ellístíl sem tilheyrir. Þó stíllinn sé
torskilinn, mátti ráða að í yfirlýs-
ingunni fælust fyrirheit af hálfu
stjórnar Sovétríkjanna um að
grípa ekki inn í gang mála í Pól-
landi að svo komnu máli, og jafn-
framt að æðstu menn Sovétríkj-
anna hefðu lagt hart að Kanía, að
koma aftur á röð og reglu í land-
inu. Og við vitum hvað það þýðir.
Af yfirlýsingum Tass síðustu
daga er berlega ljós afstaða Sovét-
stjórnarinnar — hafi hún þá ein-
hvern tímann verið óljós. í sumar
bárust fregnir af verkföllum inn-
an Sovétríkjanna sjálfra og fyrir
nokkrum árum var gerð þar til-
raun til þess að stofna frjáls
verkalýðsfélög, en sú tilraun var
snarlega kæfð. Nágrannaríkin
hafa áhyggjur af því að pólska
farsóttin breiðist út, en hvort þær
áhyggjur leiði til beinna aðgerða
er erfitt að segja um. í Austur-
Þýskalandi og Tékkóslóvakíu er
hönd stjórnarinnar það sterk, að
það er varla við því að búast að
þar gerist neinir svipaðir viðburð-
ir og hafa verið að gerast í Pól-
landi.
Maður getur ímyndað sér, að
stjórn Sovétríkjanna vilji láta at-
burðina í Póllandi hafa sinn gang,
að svo miklu leyti sem þeir valda
ekki skaða í samfélagi sósíalískra
ríkja. Að því tilskildu sem sagt, að
Pólverjar verði áfram í Varsjár-
bandalaginu og Comecon, og leyfi
sovéskum her að vera áfram í
Póllandi og láti hann njóta nauð-
synlegrar aðstöðu og allra sam-
gangna, fremur en stofna til Vi-
etnam-stríðs í Evrópu. Þeir ráða
illa við Afganistan og ekki geta
þeir brauðfætt alla Pólverja. Þá
myndi og allur hinn vestræni
heimur væntanlega taka fyrir öll
viðskipti til Sovétríkjanna. Mat-
vælaástandið er ekki of gott í
þessu stóra landi, og þeir eru einn-
ig mjög háðir innflutningi á
tæknivörum frá Vesturlöndum.
Það er hjákátlegt til þess að
hugsa, að Pravda er prentað með
bandarískum vélum. Imre Nagy
sagði Ungverja úr Varsjárbanda-
laginu í nóvember 1956 og það
gátu Rússar ekki þolað. Ekkert
slíkt stendur til í Póllandi, eins og
ég hef þegar nefnt. En fréttir, sem
nú berast af þingi Samstöðu, hafa
leitt til harkalegra viðbragða sov-
éskra leiðtoga, og ályktun Sam-
stöðu um að verkafólk í nágranna-
löndum, öðrum ríkjum undir
kommúnisma, eigi að fara að
dæmi þeirra, er óvarkárni og vatn
á myllu andstæðinganna.
★
Pólland er vestræn menningar-
þjóð og allur þankagangur Pól-
verja er vestrænn. Þeir mega vera
stoltir af menningu sinni sem
byggir á latneskum grunni. Þeir
gengu í gegnum endurreisnina og
þú finnur ekki mun ef þú ferðast:
Pólland — Vín — Flórens — Nap-
ólí — Róm. Byggingarstíllinn er
sá sami. Og Pólverjar hafa ævin-
lega barist fyrir frelsi sínu. Um
Tékka gegnir til dæmis öðru máli.
Þjóðernishyggja þeirra á 19du öld,
fólst í því að endurreisa tékkneska
menningu, en ekki í beinni frels-
isbaráttu. Pólverjar hafa aftur á
móti löngum orðið að berjast fyrir
frelsi sínu og barist hart. Enn í
dag eru Pólverjar að berjast fyrir
frelsi sínu.
J.F.Á.
Fyrir nokkru efndu þessir strákar til hlutaveltu til ágóða fyrir
Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuðu þeir 200 krónum til
félagsins. Þeir heita: Páll Svavar Pálsson, Iiálfdán Lárus Petersen og
Ingi Kristinn Pálsson.
Hér á þessari mynd eru stöllurnar Ilrafnhildur Baldursdóttir, Bryn-
dís Baldursdóttir og Ágústa Valdís Jónsdóttir. — Þær efndu til hluta-
veltu til ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuð tæp-
lega 90 krónum.