Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 17 \ ísafjarðar: hefur vaknað meöal íbúanna á að halda húsunum við og endurbyggja að stórum hiuta. Húsin virðast viö fyrstu sýn hafa upp á lítið að bjóða sem keppendur i kapphlaup- inu um að eignast allt sem stærst og mest sækjast eftir. Þau eru flest litil að flatarmáli og lágreist og við fyrstu sýn byggð af litlum efnum, enda mörg 100 til 150 ára að aldri. Því verður þó ekki neitað aö hverfiö er hlýlegt og vinalegt og ótrúlega lítið um að „steinsteypukassar" hafi náð að yfirbuga þann heildarsvip, sem burstabyggð timburhús með „bíslögum" og kvistum setja á hverfið. Okkur lék forvitni á að vita eitthvað um íbúa þessara húsa. Af hverju byggir fólk sér ekki ný hús og reisulegri inni í firöi í staö þess að basla við þessar gömlu spýt- ur. Einnig hvort við megum vænta þess aö geta gengiö um þessar götur óbreyttar að mestu á ný eftir 20—30 ár, án þess að skipuiag og deiliskipulag og hvað það nú- allt heitir hafi krafist þess aö húsin víki fyrir hraðbrautum, verksmiðjuhverfi eða ein- hverjum ámóta „velferðar- framkvæmdum". Fyrri hluti Texti: Fríöa Proppé Myndir: Kristján Einarsson Skipagata Við Skipagötu 11, stendur lítiö, fallegt, hvítmálaö timburhús, lík- lega nokkuö í stíl við hugmyndir margra um Hans og Grétu-hús ævintýranna. í húsinu býr Auöur Gunnarsdóttir, ásamt börnum sínum og hefur hún sem aðrir eigendur húsa í miðkaupstaðn- um unnið viö endurbætur á því. Talið er að húsið hafi verið byggt í kringum 1850. Auður bauö tll stofu og tjáði hún okkur, aö hún væri aöflutt og aö hún heföi keypt húsiö áriö 1979. „Ég keypti þaö á átta og hálfa milljón þá, eöa á brunabóta- matsveröi. Viö vorum tvö eöa þrjú sem sýndum áhuga á aö kaupa, enda húsiö auglýst til sölu, Á síð- asta sumri fékk ég þrjú tilboö, án Skipagata 11, skúrbygginguna lengst tii hægri á myndinni hyggst Auður endurbæta og nýta sem eldhús. Glögglega má sjá muninn á endurbættri framhliðinni og gaflinum. Einangrunin gras, torf og fullt af gömlum fatnaði... þess að hafa orðað þaö aö ætla aö selja þaö. Einn bauð tvöfalt brunabótamatsverö. Þaö sýnir kannski hinn aukna áhuga á gömlu húsunum hérna. — En ég hef ekki í hyggju aö selja. Okkur líður hér vel og ég gæti alls ekki hugsaö mér aö búa annars staöar og þá sizt af öllu í steinhúsi." Auöur sagöist hafa sótt um til bæjaryfirvalda aö fá aö setja kvist á húsiö til aö stækka þaö en feng- iö synjun. Sagöist hún telja aö jafnvel stæöi tl aö friölýsa þaö og sú staðreynd heföi eflaust einnig oröiö til aö auka áhuga manna á aö eignast þaö. Nokkuö stór skúrbygging er aö baki hússins og ætlar Auöur aö flytja eldhúsiö, sem hún sagöi orðiö nokkuö gamalt og úr sér gengiö, inn í skúrbygginguna og grafa þaö niöur til aö fá næga lofthæð. i skúrbyggingu þessari er eftir- tektarveröur kjallari, eöa réttara Auður í eldhúsinu sem hún segir orðið gamalt og úr sér gengið. sagt um eins og hálfs til tveggja metra djúp gryfja, þiljuö innan á tvo vegu með fjölum. Þarna hefur liklega verið kalt matarbúr því vandaöur viöur er þar í tveimur sterklegum og breiöum hlllum. — Krefst svo gamalt hús ekki mikils viöahalds? „Nei, ekki svo. Ekki fyrr en maður leggur í miklar breytingar. Þaö er búiö aö setja nýtt þak og norðurhliðin er ný uppgerö. Smiö- ur sem kannaði húsiö fyrir mig og lagöi noröurhliöina fann aöeins eina fúna spýtu og skipti um. Hann hló mikið þegar hann sá einangrunina, sagði hana saman- standa af torfi og grasi og fullt af gömlum fatnaöi." Auöur sagði í lokin, aö sér heföi ekki tekist aö fá miklar upplýs- ingar um fyrri eigendur hússins og sögu þess, þrátt fyrir eftirgrennsl- an. „Þaö eina sem ég veit er að Egill sem var símaverkamaöur bjó hér og aö hér bjuggu alls 11 manns.“ Sundstræti Lóðarbréf frá 1786, hús- ið byggt fyrir árið 1800 Frá húsi þeirra Herdísar og Hrafns leggjum viö leið okkar eftir Sundstræti. Á hægri hlið, á sjávarbakkanum, standa reisuleg nýtízku steinsteypuhús. Þar hét áöur Bakki og skvettu íbúar hús- anna, sem við beinum nú athygli að, áður fyrri úr næturgögnum sinum þar. Stráklíngar í þessum húsum gengu alla jafna undir heitinu Bakkapúkar. Þá voru einnig við leik á þessum slóöum Norðurtangapúkar og hafa þeir mjög líklega átt í erjum viö Efsta- kaupstaöarpúkana og Neösta- kaupstaðarpúka. Viö göngum fram hjá tveimur sambyggðum gömlum húsum. Á ööru þeirra stendur „Amsterdam“, en hitt kvað heita „Rómaborg". Aö sögn Hrafns Norödahl eru hús þessi byggö upp úr gömlum ver- búöum og bera heiti þeirra, en sjómenn sem siglt höföu utan gáfu verbúðunum heiti eftirlætisborga sinna úr siglingunum. Viö gerum stuttan stanz framan viö Amsterdam og Rómaborg og göngum síðan að húsi viö Sundstræti 25, sem ber ártalið 1786 á framhliöinni. Við garöshlið- iö hittum við Torfhildi Torfadóttur, en hún býr nú ein í husinu, nýoröin ekkja. „Ég er aöflutt, kom hingaö fyrir 30 árum, svo ég get lítiö sagt þér nema aö foreldrar Brynjólfs Al- bertssonar í Keflavík bjuggu hér. Hann átti húsiö á undan okkur. Þaö er ekki vitaö meö vissu hve- nær húsið var byggt, en lóöarbréf- iö tapaöist, en fannst á ný og þaö ber ártaliö 1786. Húsiö hefur að þvi er talið er alla vega veriö byggt fyrir árið 1800.“ Torfhildur sagði húsiö byggt úr kjörviöi. — „Það þurfti fyrir skemmstu aö skipta um eina fjöl neðst á framhliöinni. — Það var ekki til fúi í henni, aö þvi er smiö- urinn sagöi mér, hún var eingöngu sprungin og uppþornuð. Spýtan sem var tekin var rannsökuð og mér sagt að hún hafi verið lýsis- borin. Það var gert til að verja timbriö, eins og notuö eru alla- vega efni til nú til dags,“ sagöi hún. Torfhildur sagði að sér liöi vel í húsinu. — „Nóg er plássiö fyrir mig eina,“ sagöi þessi roskna heiðurskona er viö kvöddum og hún hélt leiðar sinnar til innkaupa dagsins. Torfhildur Torfadóttir viö garðshliðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.