Morgunblaðið - 27.09.1981, Side 46

Morgunblaðið - 27.09.1981, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 Síðustu mánuði hafa talsmenn ok áróðursmeistarar ríkisstjórn- arinnar gert því skóna, að verð- bólga hafi snarminnkað á valda- tíma ríkisstjórnarinnar og þá gjarnan talað um 60% verðbólgu 1980, en nú stefni hún í 40% í ár! Hafi þeim tekist að setja Is- landsmet í verðbólgu á 1. ári „niðurtalningarinnar", eins og þeir játa með þessum málflutn- ingi, þá hefur þeim tekist að setja íslandsmet í skrumi og blekking- um með þessum fráleita áróðri, þar sem um algerlega ósambæri- legar tölur er að ræða. Kaldur veruleikinn er sá, að verðbólgan er ekki minni síðari hluta þessa árs en hún var þegar ríkisstjórnin tók við. Hækkun vísitölu framfærslukostnaðar er nú 9% eftir hverja 3 mánuði eins og í febr. 1980. Síðustu 12 mánuði hinn 1. nóv. nk. er hækkunin skv. rauntölum og spá Þjóðhagsstofn- unar 46,6% en á sama tímabili ár- ið áður 50,8%. Þannig má færa töluleg rök á pappírum fyrir ör- litlum slaka í verðhækkunum frá því í fyrra í kjölfar 7% kaupskerð- ingar 1. marz ef borin eru saman 12 mánaða tímabil á sambæri- legum grunni. Sé tekið tillit til þess að frestað hefur verið gífur- legum verðhækkunartilefnum, sem valda því að fyrirtæki og stofnanir eru að sökkva í skulda- fen og veruleg leiðrétting geng- isskráningar verður ekki umflúin fyrr eða síðar, blasir sú staðreynd við, að verðbólgan er í raun ill- kynjaðri og magnaðri en áður. Skollaleikur að vísitölum Vísitölur eiga að vera mæli- kvarði á hækkanir ákveöinna vara og þjónustu á ákveðnu tímabili. Þessir mælikvarðar eru því aðeins réttir, að forsendur útreikningsins séu ekki brenglaðar. Flestar svonefndar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar i efnahagsmálum hafa frá upphafi beinzt að þvi að skekkja mælikvarða verðbólg- unnar en ekki ráðast að rótum hennar. Þessi aðferð minnir einna helzt á krakka í skollaleik. Forystumenn þjóðarinnar binda fyrir augu hinna aðskiljanlegustu vísitalna — einkum þó fram- færsluvísitölunnar — og rugla hana svo í ríminu, að hún verður ekki mælikvarði eða loftvog á veruleika verðbólgu eða efna- hagslífsins yfirleitt heldur mark- leysa — ein allsherjar kompás- skekkja, sem villir um í stað þess að geta verið til leiðbeiningar um réttar áttir. Þetta gerist með ýmsu móti og skulu tilfærð nokkur dæmi úr þessum blindingsleik: 1) Opinberum verðhækkunum hefur verið frestað þar til nokkrir dagar eru liðnir frá út- reikningi vísitölunnar, t.d. benzínhækkunum sem voru á döfinni 1. maí og 1. ágúst sl. 2) Allar vörur og þjónusta, sem vísitalan á að mæla hversu mikið hækkar, er undir alveg sérstöku pólitísku miðstýrðu verðlagseftirliti. I ár hefur ver- ið bundið rækilega fyrir augun á framfærsluvísitölunni með þessum hætti. Leyft verð er oftast í engu samræmi við raunkostnað framleiddrar vöru eða þjónustu. Afleiðingin verð- ur m.a. sú, að ein beztu orku- fyrirtæki þjóðarinnar sökkva í skuldafen, sbr. risafyrirsagnir úr stjórnarblaðinu Tímanum: „Kassinn er tómur". Sements- verksmiðja ríkisins á ekki fyrir til þess að hafa áhrif á vísitöl- una. Þar má minna á ólíka hluti eins og auknar niður- greiðslur búvara og að undan- þ'ggja ýmsan kostnað heimila vísitöluútreikningi, t.d. álagn- ingu 114% orkugjalds, sem er söluskattur í raun. Nýtt tilbrigði í vísitöluleiknum anno 1981 Aikunna er að ýmsar ríkis- stjórnir hafa beitt keimlíkum að- gerðum í vísitöluleiknum eins og hér hefur verið lýst. Athyglisvert er, að þessi skollaleikur er verstur þegar áhrif vinstri manna eru mest í ríkisstjórn og að í ár kastar tólfunum í þessum efnum, enda hafa áhrif Alþýðubandalagsins og Framsóknar aldrei verið meiri í íslenzkri pólitík síðustu áratugi en nú. Þetta sýnir í raun álit þessara flokka á óskeikulleik vísitölukerf- isins til þess að vernda kaupmátt launafólks. Núverandi ríkisstjórn hefur auk þess að beita fáránlegri verðlags- höftum, gengisskráningu og verð- hækkunarfrestunum en nokkru sinni fyrr, komið sér upp nýju til- brigði í vísitöluleiknum. Hún leyfði gífurlegar hækkanir á öllum vísitöluvörum og þjónustu í nóv- ember og desember í fyrra. Auk þess tilkynnti hún á gamlársdag að eigin frumkvæði sérstaka 10% hækkun opinberrar þjónustu. Þessar hækkanir voru allar reiknaðar á almanaksárið 1980. Þetta varð til þess, að á fyrsta „niðurtalningarári" verðbólgunn- ar náðist nýtt íslandsmet á frið- artímum, 60% verðbólga, ef reikn- að er frá ársbyrjun til ársloka. Svo sannariega var hleypt út úr verð- bólgugáttinni þennan sögulega gamlársdag. Á árinu 1981 er svo byrjað að reikna á nýjan leik. Þá eru lokurn- ar aftur settar fyrir stífluna, skollaleikurinn að vísitölunni magnaður í slíkan algleyming, að allir atvinnuvegirnir eru komnir í greiðsluþrot, svo jafnvel Samband ísl. samvinnufélaga sendir frá sér neyðaróp, en vísitalan frá áramót- um verður laglegri á pappírnum og þar við situr. Verðbólgu- veruleikinn Með slíkum reikningskúnstum er samanburður á skollablindri vísitölu almanaksárið 1981 við Is- landsmet „niðurtalningarinnar" 1980 gerður hagstæður fyrir ríkis- stjórnina í blekkingaráróðri, en hann er marklaus. Hér er að Frá vígslu hins nýja félagsheimilis í Helgafellssveit. í ræðustól er Jón Bjarnason núverandi skólastjóri á Hólum. Nýtt félagsheimili í Helgafellssveit ÞEIR í Helgafellssveit á Snæ- fellsnesi hafa eignast nýtt og reisulegt félagsheimili og er það staðsett þar sem heitir að Skildi á jörðinni Skjöldur. Að sögn Björns Jónssonar bónda á Innra-Kóngsbakka var félags- heimilið vígt nú fyrr í september. Húsið er byggt sem íþróttahús og tómstunda-, auk J>ess sem það er skemmtistaður. I því er einnig staðsett bókasafn. Framkvæmdir við byggingu fé- lagsheimilisins hófust fyrir þremur árum, en það er hreppsfélagið, ungmennafélagið og kvenfélagið í Helgafellssveit sem stóðu að bygg- ingunni. V í sitölu- leikur - veruleiki - verðbólga eftir Lárus Jónsson alþm. „Kaldur veruleikinn er sá, að verðbóljían er ekki minni síðari hluta þessa árs en hún var þegar ríkisstjórnin tók við. Ilækkun vísitölu framfærslukostnaðar er nú 9% eftir hverja 3 mánuði eins og í febrú- ar 1980. Síðustu 12 mán- uði hinn 1. nóvember nk. er hækkunin skv. rauntölum og spá Þjóð- hagsstofnunar 46,6% en á sama tímabili árið áð- ur 40,8%.“ olíu á stundum og stöðvast, og kaupmenn eru í þann veginn að hætta að selja „vísitöluvörur". Dylst nokkrum, að verið er að búa til gerviverðlag um stund- arsakir í ákveðnum tilgangi á sumum nauðsynjum almenn- ings með þessum hætti? 3) Skráningu á gengi íslenzku krónunnar hefur verið hagað þannig undanfarið, að innflutt- ar vörur sem koma frá evrópu- löndum að miklum meirihluta, eru á nánast sama eða lægra innkaupsverði frá útlöndum en þær voru um áramótin, þótt kostnaður við að framleiða sömu vörur innanlands hafi hækkað milli 20—30% á sama tíma. Auðvitað eru áhrifin af þess- ari gengisskráningu hagstæð í bili, þegar vísitalan er reiknuð og innfluttar vörur hækka ekki í verði, en hér er gengið svo langt að greiða niður launa- kostnað erlendra verkamanna í samkeppni við íslenzka og koma útfl.iðnaðinum á vonar- völ. Þetta hefur einnig virkað nánast sem rothögg á útflutn- ingsiðnaðinn eins og meðfylgj- andi úrklippur úr Tímanum sýna. Auðvitað standast ekki slíkar kúnstir til lengdar, enda er slík gengisskráning ein meg- inorsök þess, að allir atvinnu- vegir landsmanna — ekki ein- vörðungu iðnaðurinn — eru að sökkva í botnlaust skuldafen, þrátt fyrir gengishækkun doll- arans og einstætt góðæri til sjávarins. AHt verður undan að láta. Vísitalan verður vitlaus- ari verðmælir en hún verður fallegri í bili, og því skal öllu fórnað, jafnvel atvinnuöryggi fólksins. 4) Niðurgreiðslur og millifærslur á margvíslegum sviðum eru svo notaðar meira og minna í bland LjUSDAIS FURUGÓLFBORÐIÐ nm. Massiv kajmar innréttingar hf SKEIFAN S. REYKJAVIK SIMI Verö kr. 269.- per fm Breidd 18 cm. Lengdir 220—480 cm. Þykkt 14 mm. Fyrirliggjandi á lager. Til afgreidslu strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.