Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 7 Fyrir skömmu endaði ég spjallið á spakmælinu: Fátt er svo illt, að einungi dugi. Eins og oft endranær varð- veitist í orðskviðum gamlar myndir málsins sem ella eru týndar og tröllum gefnar. I þessu dæmi er orðmyndin einungi því til staðfestingar. Fyrst er athuga hvað orða- sambandið merkir: Fátt er svo illt, að það dugi ekki að einhverju leyti, eða fátt er svo lélegt, að það sé ekki einhverjum eða einhverju nytsamlegt. Þágufallið einu, sem þarna er á undan neit- unarviðskeytinu -gi, er ann- að hvort svokallað tillits- þágufall, sbr. þýðinguna að einhverju leyti, eða hrein- lega andlag með duga. Eitt- hvað dugir einhverjum. í fornu máli var viðskeytið -gi oftast haft til neitunar, eins og í títtnefndu orðtaki, en einnig gat það haft tilvís- unarmerkingu. Fræg eru orð Islendingabókar Ara fróða Þorgilssonar: „En hvatgi (hvatki) er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er sann- ara reynist." Þetta mun eiga svo að skilja, að hvað sem rangt er í bókinni, þá beri að leiðrétta það. Nú kann svo til að bera, að þetta gamla viðskeyti birtist okkur í eilítið breyttri mynd, -ki (sbr. hvatki). Það er þannig að skýra, að g-hljóðið hafi þá áráttu að breytast í k, ef það fór næst á eftir tannhljóðunum s eða t. Því er það t.d., að eignarfallið, það sem samsvarar þágufall- inu einungi (engu), er cinskis, g -ið hefur orðið að k vegna eignarfallsendingar- innar s, en síðan hafa menn skotið öðru eignarfallsessi aftan á alla romsuna til frekara öryggis. Nefnifalls- myndin (og reyndar líka þolfallsmyndin) eitt-gi breyttist í eittki af fyrr- greindri ástæðu, og með tíð og tíma var úr því ekki. Það þótti mönnum kollótt for- nafn og tóku að nota þá orðmynd í atvikslegri merkingu, svo sem við gerum nú. Hins vegar var puntað upp á fornafnið með því að skeyta við það halanum -ert, svo sem í líkingu við eitt- hvert eða sérhvert. Höfum við svo fengið hina forkostu- legu fornafnsbreytingu: ekk- ert, um ekkert, frá engu, til einskis. En gamla þágufallið cinungi lifir aðeins í orðtak- inu sem þessar málaleng- ingar spunnust út af. Svipað hefur gerst í sögu annars fornafns sem nú er að mestu gleymt. Það fornafn hafði sömu merkingu og ekk- ert og birtist í breytilegum myndum (vætki, vetki o.fl.). Af þessu fornafni lifir víst ekki annað en þágufallið vettugi = engu í orðasam- bandinu að virða eitthvað að vettugi, það er að virða það að engu, taka ekkert mark á því. I gömlum skáldskap bregður þessu fomafni oft fyrir í öðrum föllum. Bjarni Thorarensen kvað í erfiljóð- um um sr. Sæmund Magnús- son Hólm: Hægast er öðrum að herma eftir í vætkis verðu, en með því mun hann eiga við, að auðveldast sé það mönnum að apa annarra háttu í þvi sem einskis vert sé. Þeir sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðamenn, voru aftur hraktir í urð út úr götunni. Ingólfur Gunnarsson á Akureyri hringdi til mín um kvöldið og hafði þá verið að hlusta á fréttaviðtal um er- lenda ferðamenn. Hann kvað viðmælanda fréttamanns hafa svo til orð tekið um einhverja útlendinga, að þeir mundu koma aftur, því að nú hefðu þeir fengið smjörþef- inn af íslandi. Við Ingólfur erum á einu máli um að hér sé ekki rétt með þetta orða- samband farið. Að sjálfsögðu getur smjörþefur verið með ýmsu móti, eftir því hvernig ástatt er um smjörið hverju sinni, en hvað sem því líður, hefur svo farið að þetta orðtak er haft í neikvæðri merkingu. Ætla má að orðið smjörþefur hafi oftar en hitt verið notað, þegar smjörið var farið að skemmast. í orðabók Menningarsjóðs er sagt að þetta orðtak merki að kenna á einhverju, þola óþægilegar (auðkennt hér) afleiðingar einhvers. Hafi ferðamenn fengið smjörþef- inn af Islandi og Islending- um, er því vart við því að búast, að þeir leiti hingað aftur, nema þá í sjálfspynd- ingar- eða hefndarskyni. Hér er því um að ræða þann rugling í notkun crð- taka sem svo oft hafa verið tekin dæmi af í þáttum þessum, stundum samfara afbökun vegna misheyrnar og skilningsskorts, sbr. að sjá sína sæng úthrcidda fyrir upp reidda. að koma eins og fjandinn úr sauða- laknum fyrir sauðarleggn- um og kunna eitthvað reið- brennandi í staðinn fyrir reiprennandi. Þetta síðasta minnir á, þegar reip (nú reipi) rennur greiðlega gegn- um greipar eða hagldir. Af- bakanir orðtaka eru af mörg- um toga spunnar. eins og þegar maðurinn sagði að neyðin kenndi naktri konu að syngja. Að lokum er svo skóla- dæmi um staglstíl. Olafur Benediktsson á Akureyri kenndi mér þessa greinar- góðu landslagslýsingu eftir ónefndan höfund: Fagranes er fagurt nes með fjöll og skóga, vötn og nes. Það er alveg eins og önnur nes, alveg eins og Langanes. Pólýfónkórinn Vetrarstarf Pólýfónkórsins hefst í lok september. Hin heimsfræga ítalska söngkona, Eugenia Ratti, heldur 2ja vikna námskeiö meö kórfélögum í byrjun starfs- ársins. Viöfangsefni: Mattheusarpassía J.S. Bachs. Aö auki er fyrirhugaöur flutningur stórverks á lista- hátíö 1982 og hljómleikaför til Spánar á næsta sumri meö þátttöku í tónlistarhátíð Granada. Nýir umsækj- endur gefi sig fram í síma 26611 á skrifstofutíma eöa 38955/40482 á kvöldin. Pólýfónkórinn Hressingaleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst fimmtudaginn 1. okt. í leikfimisal Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar, — músik, — slökun. Innritun og uppl. í síma 33290. Ásbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari. húseignin Suöurgata 36, ásamt byggingarlóö nr. 38, Siglufirði er til sölu. Óskað er eftir tilboðum fyrir 15. október nk. Freyja Árnadóttir, sími 96-71610. Ódýr, auðveld leið til að hefja söngnám Kórskóli Pólýfónkórsins hefst mánudaginn 5. okt. Kennt verö- ur 1 kvöld í viku, 2 stundir í senn, á mánudögum, í 10 vikur. Kennslugreinar: Raddbeiting og rétt öndun, tón- heyrnar- og taktæfingar, nótnalestur og samsöngur. Kennarar: Söngvararnir Elísabet Erlingsdóttir, Ruth Magnússon, Már Magnússon og Siguröur Björnsson. Tónmenntakennarar: Herdís Oddsdóttir og Helga Gunnarsdóttir. Umsjón: Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri. Kennslustaöur: Vöröuskóli viö Barónsstíg. Kennslu- gjald aöeins kr. 250.00 fyrir allan tímann, greiðist fyrirfram. Innritun í síma 21424 og 26611 á skrifstofu- tíma og 40482 á kvöldin. Allir geta bætt rödd sína og tónheyrn. Fegrun radd- arinnar er lykill aö persónutöfrum og áhrifum á um- hverfi þitt. Pólýfónkórinn. Tónlistar- unnendur ALTEC liátalarar drmiiiiur uin tullkoinleika Um langt árabil hefur ALTEC LANSING verið eitt skærasta Ijós í framleiðslu úrvals hátalara. Langflest leikhús, stór fjöldi studioa og ótölulegur fjöldi hljómsveita nota ein- göngu ALTEC hátalara. Nú getum við boðið yöur beint frá ALTEC U.S.A. þessa úrvals hátalara í mörgum gerðum. Verið velkomin að kynnast ALTEC LANSING hátölurunum, sem þér hafið alltaf leitað að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.