Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 16

Morgunblaðið - 27.09.1981, Page 16
I 16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 ------------------——---------------------------------- t r r r J I [ Miðkaupstadur HVERFI BURSTAI TIMBURI BÍSLAGA OG KVISTA Þrjár fjölskydur - 28 til 29 manns bjuggu hér í eina tíð Maöur kemur álútur út um lágreistar dyr á litlu húsi. Hann hryllir sig í kuli fagurs haustmorg- uns. Brauöstritið er framund- an og hann greikkar sporin, einn á ferö á mjórri götunni. Húsin eru sem í svefnrofum og skömmu síðar kviknar líf. Konur og karlar, ungir og gamlir, hraöa sér sína venju- bundnu leið. Börn í allavega litum úlpum meö axlatöskur halda á fund tærimeistara sinna. Þetta stendur yfir skamma stund og síðan er eins og einhverju só lokiö. Húsin standa ein eftir en halda þó vöku sinni. Ef betur er aö gáö má sjá þrjú lítil húfuklædd börn, augsýnilega blessunarlega laus við vitn- eskju um skólaskyldu og lífsgæðakapphlaup þar sem þau sitja meö litríka plastbila í vinalegum drullupolli víö hlið sænskrar glæsibifreiöar. Viö erum stödd í Tanga- götu í miðkaupstaönum á miðri eyrinni á ísaftröi árla morguns í síðustu viku. Þaö þarf tiltölulega lítiö ímyndun- arafl til aö sjá fyrir sér morgunstund í þessari sömu bergi undir súð og lítill krókur sem þau telja aö notaður heföi verið sem eldhús í gamla daga. Börn þeirra Herdísar og Hrafns eru þrjú, eins árs, þriggja og átta ára gömul. Húsið er alls um 117 fermetrar og sögöu þau aðspurö um stærð þess: „Okkur finnst allt í lagi að stækka þaö aðeins og ætlum aö sækja um til bæjaryf- irvalda aö fá aö setja á þaö kvist og stækka efri hæöina um eitt svefnherbergi,“ en bættu því viö aö ekki fyrir ýkja löngu heföu bú- iö þarna hjón meö átta börn og hér áður fyrr heföu þrjár fjöl- skyldur — 28 til 29 manns — búið í húsinu. Þess vegna væru innagangar í húsiö þrír. „Þannig aö þetta ætti aö nægja okkur, en þaö er ekki hægt aö neita þvi aö auövitaö væri þægilegra að hafa örlítiö stærra pláss, sérstaklega þegar krakkrnir stækka," sagöi Herdís. Þau sögöu aö sú stækkun sem þau heföu í hyggju yröi alfariö í sama stíl og húsiö er nú í og töldu, aö bæjaryfirvöld heföu ekkert út á það aö setja. — Hvernig er aö búa í timb- urhúsi sem þessu og hefur ykkur aldrei flogið í hug að sækja um lóöir og byggja? „Þaö er ágætt aö vera hérna og þaö stendur ekki til aö sækja um lóö,“ sagði Hrafn. „Ég haföi aldrei búiö í timburhúsi þegar ég kom hingaö, en get ekki hugsaö mér að flytja héöan," sagöi Her- dís. „Draugagangur? Nei. Hér er aðeins góöur andi.“ Þrátt fyrir lagfæringar innan- dyra og utan, þannig að húsiö er mjög vistlegt má samt sem áöur nema aldur þess á eyddum þröskuldum og huröarkörmum, hlýlegu braki og marri og fleiru, sem flestum finnst eiga að til- heyra húsi sem þessu. Saga hússins er lítt þekkt aö frátöldum aldri þess aö sögn þeirra hjóna en sögöust hafa fullan hug á aö veröa sér úti um allar upplýsingar sem til eru. Aö sögn kunnugra á Isafiröi er þetta hús einna skemmtilegasta dæmiö um hversu vel hefur tekist til um lagfæringar húsa í þessum bæjarhluta. Húsiö viö Sundstræti 19 var byggt árið 1872 og er því 109 ára gamalt. Þetta er bárujárnsklætt timburhús, vel við haldiö og garöurinn í kring sérstaklega snyrtilegur. Við bönkum upp á og er boðið að ganga í bæinn af húsmóöurinni, Herdísi Hllbner. Forstofan er í áfastri skúrbygg- ingu, — bíslagi, eins og ísfirð- ingar kalla slíkar byggingar. Herdís varar okkur við að reka okkur ekki upp undír, er við göngum inn. Það þarf lágvaxinn mann til að geta gengið upprétt- ur um þessar dyr, en húsbónd- inn, Hrafn Norðdahl, sem er með hávaxnari mönnum, sagði að auövitað væri þetta ekki sam- kvæmt nútíma þægindum, en það vendist. Þau Herdís og Hrafn eru aöflutt — bæöi Reykvíkingar aö upp- runa — og sögöust hafa fest kaup á húsinu áriö 1977. Sam- kvæmt skipulagshugmyndum hefði nokkrum árum fyrr staðiö til aö rífa húsiö og bærinn því keypt þaö. Þau heföu fengiö afnot af því tímabundið sem kennarabústaö en á meöan þau voru húsinu heföi verið tekin ákvöröun um nýtt skipulag og lengja lífdaga þess. „Þá lá því beinast viö aö viö keyptum húsiö," sagði Herdís. Þau hafa lagt mikla vinnu í lag- færingar, sett nýtt þak, tvöfaldaö gler og útbúlö fallegan garö í kringum húsiö. Er okkur bar aö garöi voru þau aö mála stofuna og sagði Hrafn aö innveggir húss- ins væru mjög þykkir, loft í milli og hefði hann í hyggju aö breyta þvt. Hann sagöist telja innviöi hússins vandaöa og ekki þyrftl aö óttast fúa eða skemmdir á þeim. Á neðri hæöinni er sæmilega stór stofa, eldhús, baöherbergi og geymsla. Þau sögöu baöher- bergiö óþarflega stórt og hafa í hyggju aö lagfæra nokkuö her- bergjaskipan á jarðhæðinni. Ör- mjór stigi liggur upp úr eldhúsinu upp á loftiö þar sem eru tvö her- Tangagata. götu um aldamótin. Glæsi- bifreiöin veröur að klunna- legri handkerru, börnin fleyta bátum úr rekaviöarkubbum á pollinum góöa. „Made in Japan“-plastútgáfur af krana- og vörubifreiöum biöa síns tíma. Djúp kerruhjólför eru í moldargötunni, malbikið horfiö. Fólk fer til vinnu' sinnar en starfsvettvangurinn er ekki hinn sami. Vinnutím- inn eflaust langur og strangur því vísitölufjölskylda þessa tíma var langt frá því að miö- ast við 3,6 eöa 3,8 einstakl- inga. Margir stunda störf sín heima og við húsvegginn, enda búa hér margir hand- verksmenn. Hiö eina, auövitaö fyrir utan fjallahring Skutulsfjarö- ar, sem ekki þarf að beita ímyndunaraflinu til breytinga á eru húsin. Þau eru aö mestu óbreytt, þó auðvitað hafi mörg þeirra verið lag- færð og önnur fengiö „and- litslyftingu", misjafnlega vel heppnaöa, eins og gengur. Þaö hefur vakiö athygli þeirra sem lagt hafa leiö sína um þessa götu og nálægar í sumar hversu mikill áhugi Hrafn og Herdís ásamt syninum Eiríki Erni, 3 ára, fyrir framan húsið. Eins og sjá má er Eiríkur litli einn um að geta gengiö uppréttur um útidyrnar. Sundstræti j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.