Morgunblaðið - 27.09.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
27
Það getur verið nógu
rómantískt að hugsa
sér málara að verki,
en flestum sést yfir að
mikil vinna liggur í
því að undirbúa mál-
verk...
Það er tekið að rökkva, þegar
við rennum heim að hliðinu hjá
þeim Baltasar og Kristjönu. Óg
þegar við göngum niður garð-
tröppurnar heim að húsinu þeirra,
er ekki laust við að maður verði
fyrir rómantískum áhrifum. Stór
tré gnæfa yfir höfðum okkar, og
allt er svo kyrrlátt og hljótt. Við
drögum ósjálfrátt dýpra andann,
en þegar við knýjum dyra er
þögnin rofin með hundgái.
Hurðin opnast og út kemur
tíkin Tófa og dillar rófunni. Hún
er svo sannarlega engin smásmíði,
enda af labradorkyni. Húsbænd-
urnir bíða innan dyra og bjóða
okkur brosandi velkomin. — Og
þvílíkt hús.
Allt innan dyra ber vott um
hlýleika, ást og umhyggju. Af
ótrúlegri smekkvísi hafa þau hjón
endurbyggt gamalt hús og gert úr
því þetta fallega heimili, sem auk
þess að þjóna heimilishlutverkinu
er vinnustaður þeirra beggja.
Baltasar er að útbúa sér grafík-
verkstæði í kjallaranum og mál-
aravinnustofan er inn af stofunni.
Og Kristjana hefur keramikverk-
stæðið sitt í bílskúrnum. Þau
bjóða okkur til stofu og við látum
fara vel um okkur í sófanum. Þau
segja okkur að þau séu svo til
nýkomin heim frá Bandaríkjun-
um, þar sem Kristjana var að
ljúka námi í því sem á íslensku
myndi útleggjast „framúrstefnu-
keramik" og skúlptúr.
Baltasar notaði hins vegar tæki-
færið og kynnti sér grafíkverk-
stæði þar ytra. Við byrjum á því
að spyrja klassískra spurninga:
„Hver er munurinn á Spáni og
íslandi?“
„Þessi tvö lönd eru algerar
andstæður", svarar Baltasar og
heldur áfram: „Þegar ég var
drengur, var engar bækur að fá
um Island, og er vafalaust ekki
enn, þannig að ég vissi harla lítið
um landið, þegar ég kom hingað
fyrst.“ En hreina loftið á íslandi
kom honum ekki svo mjög á óvart,
því sem barn var hann heilsulítill
og var sendur til fjalla til þess að
læknast af berklum sem þjáðu
hann, og eins og sannri steingeit
sæmdi, kleif hann kletta og andaði
að sér tæru fjallaloftinu og fékk
bót meina sinna.
„Af hverju málar þú?“
„Jú, fyrir mér er að mála eins og
skáldum að skrifa ljóð, það er
minn tjáningarmáti. Eg byrjaði að
reikna skopmyndir af fjölskyld-
unnj þegar ég var 6 eða 7 ára
hvenær hafist er handa, en auðvit-
að er æskilegast að byrja sem
fyrst."
Nú kemur Kristjana með kaffi
handa okkur og við drekkum
auðvitað úr heimatilbúnum boll-
um. Tófa er komin upp í fangið á
húsbónda sínum og herra og
lygnir aftur augunum og dæsir af
vellíðan, og það er ekki laust við
að hún brosi líka. En við höldum
áfram með spurningarnar.
„Hvað segir þú um það, Baltas-
ar, finnst þér æskilegt fyrir
listamenn að fylgjast náið með
öðrum listamönnum á sama
sviði?“
„Já, tvímælalaust. „Meltingar-
færin“ eru misjöfn og það er mjög
áriðandi að verða fyrir áhrifum
annarra. Það kemur að því að þú
verður ÞU sjálfur. Asni er betur
kominn sem góður asni en bara
asni.“
„Ertu trúaður?“
„Já, svona í meðallagi, myndi ég
segja, en trúin er agnostismi
þ.e.a.s. óvissan, sem togast sitt í
hvora áttina, og að auki er ég
mjög lítið ortodox-rétttrúaður."
„Heldur þú spænsk eða islensk
jól?“
Og nú brosir hann. „Auðvitað
íslensk jól, þar sem ég er löngu
orðinn Islendingur. En ég held að
sjálfsögðu í það sem mér þykir
best úr spænsku jólahaldi. Mér
finnst það jaðra við þjóðarremb-
ing að ríghalda í alla sína siði,
eins og til dæmis margir gyðingar
gera.“
„Hvað ertu búinn að vera lengi
hér á landi?“
„Ég kom hingað fyrst árið 1961,
og fór þá aftur utan, en kom síðan
aftur árið 1963, og þá hitti ég
Kristjönu, og þar með ákvað ég að
verða íslendingur og hætti við að
fara aftur heim.“ Og við innum
eftir því, hvernig það hafi viljað
til, jú, þau hittust auðvitað á
Mokka, hvar annars staðar. Balt-
asar þurfti svo sem aðrir að hafa
talsvert fyrir lífinu.
Hann tók sig til og gekk alla
leiðina upp að Alafossi til þess að
biðja um vinnu, og fékk hana á
þeim forsendum, að hann væri of
þreyttur til þess að ganga til baka
aftur. Blankheitin voru slík, að
hann átti ekki fyrir farinu. Hann
dreif sig líka á síldarvertíð, og
þurfti að taka til höndunum við
ýmislegt. En allir þurfa að vinna
fyrir sér, það er engin ný bóla. Við
höfðum orð á því að hann tali góða
íslensku, en þá er hann ekki
lengur sammála. „Ég er alinn upp
á Spáni, kominn af frönskum og
1
Baltasar i vinnustofunni
Upphafið var skopmyndir af fjölskyldunni
Að mála
er minn
tjáning-
armáti
púlvinna. Það getur verið nógu
rómantískt að hugsa sér málara
að verki, en flestum yfirsést, að
mikil vinna liggur í því að undir-
búa málverk, hreinsa pensla og
annað þess háttar. „En það er
vissulega góð tilfinning að sjá
hvítt léreft, strengt á blind-
ramma, tilbúið undir málun," seg-
ir Baltasar.
„Hefur málari eins og þú goðar
tekjur?“
„Tekjurnar vilja nú vera harla
sveiflukenndar í þessum „bransa".
Það kemur fyrir að ég sel vel, en
svo líða jafnvel vikur og mánuðir
á milli. Hins vegar er hlutfallslega
betri útkoma að vera listmálari á
Islandi, en í öðrum stærri þjóðfé-
lögum.“ Og hann segir okkur frá
þvi að nú fyrir skömmu seldi hann
tvær myndir, sem síðan var báð-
um skilaö aftur, einhverra hluta
vegna, svo á því leikur enginn vafi,
að það er þolinmæðisverk að selja
myndir á Islandi.
„Ilvernig var fyrir erlendan
málara eins og þig, að byrja að
selja verk hér á landi?“
„Ég býst við því að ég hafi verið
óvenju heppinn. Jökull vinur minn
hjálpaði mér mikið og saman
unnum við bækurn'ar „Síðasta
skip suður“ og „Suðaustan 14“, og
þetta varð mjög góð auglýsing
fyrir mig. Auk þess vann ég fyrir
Lesbók Morgunblaðsins í nær 10
ár, og það var líka til mikillar
hjálpar.
Nú kemur einhver auga á und-
arlega tösku, sem reynist inni-
halda forláta boga. Baltasar sýnir
okkur gripinn, sem er aldeilis ekki
af lakari gerðinni. Hann segist
nota bogann tii þess að þjálfa
handleggja- og bakvöðva, sem
annars vilja verða þreyttir af
einhæfri málarastellingunni.
Og við spyrjum hvenær hann
hafi eiginlega tíma til þess að
mála.
„Jú, ég mála mikið á nóttunni,
þ.e. á sumrin, en á veturna er svo
dimmt, að ég verð hvort eð er að
nota rafljós, þá skiptir minna máli
hvenær ég mála.
Kristjana segir okkur að þau
séu í rauninni alltaf í vinnu.
„Við tókum okkur til og ákváð-
um einu sinni að eiga frí á
laugardögum og sunnudögum, svo
við gætum unnið í húsinu, því enn
er mikið óklárað, eins og sjá má,
en það gekk einhvern veginn ekki.
Við sjáum nú reyndar ekki vel,
hvað er óklárað, en þau ættu að
vita það best, að sjálfsögðu. Við
erum farin að gerast ansi þaulset-
in, svo við biðjum Baltasar að
Anna Nissil og Bergþóra Árnadóttir rabba við Baltasar
gamall, og síðan þróaðist þetta
áfram. Það er líka uppörvandi
umhverfi allt í kringum mann á
Spáni. Þegar við fórum til kirkju á
sunnudögum, sáum við listaverkin
blasa alls staðar við og það má
segja að þetta hafi síast inn í
hugann og skapað ósjálfráða list-
meðvitund. Ef til vill er það
einmitt þetta sem hefur vantað
hér á íslandi, að fólk sjái fyrir sér
listaverk frá barnæsku.
Ég er ekki frá því, að það geti
skapaö meiri hóphugsun, þegar
ungt fólk kemur til Reykjavíkur,
héðan og þaðan af landinu, án þess
að hafa kynnst beinlínis gamalli
list. Þetta fólk fer flest í mennta-
stofnanirnar og skipar sér síðan í
ákveðna hópa og hefur svipaðar
skoðanir."
„Hvenær er best fyrir upprenn-
andi unga myndlistarmenn að
byrja að læra? Hefur aldur eitt-
hvað að segja í þeim efnum?“
„Ef viðkomandi hefur neistann í
séc, skiptir i rauninni litlu máli
katalónskum foreldrum, þannig að
um þrjú tungumál var að ræða hjá
mér í æsku. Síðan kem ég til
Islands og tala ensku til að byrja
með. Við Kristjana töluðum alltaf
ensku saman, en vinur minn
Jökull Jakobsson neitaði alfarið
að tala annað en íslensku við mig,
svo af honum lærði ég það sem ég
kann. Það er ef til vill ekki nema
eðlilegt, að ég skuli ekki hafa náð
fullkomnum tökum á neinu þess-
ara mála.“
Ilvað með börn listamanna
eins og ykkar, eru þau ekki
listræn líka?“
„Krakkarnir okkar eru líklega
meira á tónlistarsviðinu. Elsta
dóttirin, Ragnheiður Mireya, sem
er 17 ára, hefur verið í píanónámi
í tónlistarskóla Kópavogs, Baltas-
ar Kormákur er í gítarnámi, en
hann er 15 ára, og sú yngsta,
Rebekka Rán, lærir á sembal hjá
Helgu Ingólfsdóttur. (Rebekka er
nýlega 14 ára). Svo það er hægt að
grípa til hljóðfæra á heimilinu.
Annars var Rebekka að læra
glerlist (steind gler) í Arizona í
Bandaríkjunum, svo það er nóg að
gera. Basti (þ.e. Baltasar Kormák-
ur) er á kafi í siglingum og
hestamennsku, eins og við reyndar
öll, við reynum að fara á hestbak
hvenær sem færi gefst, það jafn-
ast fátt á við það.“
En það eru fleiri en krakkarnir
á heimilinu sem spila á hljóðfæri.
í stofunni stendur gríðarstór flyg-
ill, og við fáum Baltasar til þess,
eftir nokkrar fortölur þó, að leyfa
okkur að heyra í honum. Hann
tekur fallega syrpu, sem saman-
stendur m.a. af grískri tónlist
eftir Theodorakis, jass eftir Ell-
ington og katalónskri ballöðu af
hans heimaslóðum. Hann segist
ekki vera í góðri þjálfun, en það er
ekki að heyra, og Ijúflega streyma
tónarnir um stofuna, og við fáum
okkur meira kaffi með, og Krist-
jana hefur komið með brauð, sem
við látum ekki bjóða okkur tvisv-
ar. En við erum ekki búin að
spyrja nóg, og af því að við erum
ekki sérfróð um málaralist, eða
aðrar listgreinar, spyrjum við ef
til vill dálítið undarlegra spurn-
inga, en Baltasar lætur það ekkert
á sig fá, og svarar öllum okkar
spurningum af sömu ljúfmennsk-
unni.
Okkur langar til að vita, hvort
það stafi af þekkingarleysi, að
finna ekki fyrir sérstökum áhrif-
um, ef maður skoðar málverkið af
Monu Lisu, en hann segir það ekki
vera. „Mér fannst Mona Lisa eins
og gamall forngripur, þegar ég sá
hana, enda hef ég aldrei verið
neitt sérlega hrifinn af málaralist
Leonardos Da Vinci. Hann var að
mínu mati miklu betri teiknari.
Við viljum fá að vita, hvort
málarar þurfi að hafa sérstaka
tilfinningu til þess að geta málað,
þ.e. hvort andinn verði að vera
yfir þeim. Baltasar svarar því til
að auðvitað sé afar æskilegt að
hafa rétta tilfinningu, en annars
er þetta eins og hver önnur
segja eitthvað að „lokum“ eins og
venja er í viðtölum. Svo við
leggjum fyrir hann lokaspurning-
una.
„Hvaða ráð myndir þú gefa
ungum og upprennandi lista-
mönnum?“
Og nú lítur hann á okkur og úr
augunum skín þessi tindrandi sól,
og hann segir: „Umfram allt
annað leita og að læra sem mest,
hugsa, skilja, ferðast, temja sér
sjálfsaga, tækni og þekkingu og
aldrei, hvað sem á dynur, að missa
vonina á lífið og tilveruna.
Um leið og við kveðjum þau
hjónin, skýst kötturinn Rasputin
inn um dyrnar og snakar sér upp á
borð, þar sem bíður hans matur-
inn. •
Tíkin Tófa dillar rófunni og ekki
í fyrsta sinn þetta kvöldið.
Við þökkum fyrir einstaklega
ánægjulegt kvöld, og göngum upp
garðtröppurnar, sem liggja heim
að húsinu þeirra, með sólina í
hugum okkar.