Morgunblaðið - 27.09.1981, Side 25
— — -------------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 2 5
THE OBSERVER
Mynda \instr\mem\
stióra \ Gr\kk\aivd\í
Þingkosningar fara
fram í Grikklandi 18.
október nk. og ef marka
má skoðanakannanir
kann svo að fara. að i
fyrsta sinn í grískri sögu
setjist vinstrisinnuð ríkis-
stjórn að völdum að þeim
loknum. Samkvæmt grísk-
um kosningalögum þarf
flokkur aðeins að fá 40%
atkvæða til að hljóta
meirihluta á þingi, sem er
skipað 300 mönnum, og
stendur nú slagurinn á
milli Sósíalistaflokks And-
reas Papandreous og Nýja
demókrataflokksins með
George Rallis í farar-
hroddi.
Nýi demókrataflokkurinn
hefur farið með völdin í
Grikklandi síðan 1974 og því
verður ekki neitað, að hann
hefur komið ýmsu í verk.
Grikkir hafa gerst aðilar að
- eftirheiðar-
legustu kosn-
ingar frá
lokum síð-
ari heims-
styrjaldar
Efnahagsbandalaginu, sam-
skiptin við Tyrki hafa stór-
batnað og lífskjör almennings
eru betri en áður. Þrátt fyrir
þetta virðist ekki mikill móð-
ur í stuðningsmönnum flokks-
ins. Eftir sjö ára stjórn sama
flokksins er Grikki farið að
hungra eftir breytingu, jafn-
vel bara breytinganna vegna,
og á þá strengi hefur Sósíal-
istaflokkurinn kunnað að slá.
Líklega verður gríska orðið
„alagi", breyting, eitthvert
áhrifamesta slagorðið í kom-
andi kosningum.
Þau stjórnmálaöfl, sem nú
ráða í Grikklandi, hafa farið
með völdin í rúmlega 15 ár,
bæði fyrir og eftir tímabil
herforingjastjórnarinnar
1967—1974. Papandreou hefur
sakað núverandi stjórn um að
vera svifasein og getulaus og
að hún beri ábyrgð á því, að í
Grikklandi sé þunglama-
legasta og ómannúðlegasta
skriffinnskukerfi, sem um
getur í Evrópu. Þessi áróður
hefur fallið í góðan jarðveg
hjá grískum kjósendum og þá
ekki síður þær yfirlýsingar
hans, að í innanlandsmálum
verði heldur betur tekið til
hendinni, gjaldþrota fyrir-
tæki þjóðnýtt og klíkuskapur-
inn gerður útlægur. Það er
ekki síst þetta síðastnefnda,
sem höfðar til margra
Grikkja, miklu fremur en sú
stefna Papandreous að semja
að nýju um aðildina að EBE
Andreas Papandreou
George Rallis
og loka bandarískum her-
stöðvum í Grikklandi.
Auk sósíalista og nýrra
demókrata bjóða sjö aðrir
flokkar fram í kosningunum
en enginn þeirra er líklegur
til að fá umtalsvert fylgi
nema kommúnistaflokkurinn,
Moskvusinnaður flokkur sem
talinn er geta fengið allt að
10% og orðið þar með þriðji
stærstur á þingi. Hvorir-
tveggja nýir demókratar og
sósíalistar hafa reynt að biðla
til sumra þessara hópa, sem
næst þeim standa, en ekki
haft erindi sem erfiði til
þessa. Þeir munu líka hvort eð
er hafa lítil áhrif á næsta
þingi, jafnvel þótt hvorugum
stóru flokkanna tækist að ná
meirihluta.
Það mál, sem gæti valdið
hvað mestri óvissu eftir kosn-
ingarnar, jafnt í Grikklandi
sem á alþjóðavettvangi, er
það, að kommúnistar ákvæðu
að styðja sósíalista en jafnvel
þessi möguleiki virðist ekki
raska þeirri rósemi, sem ríkir
fyrir kosningarnar nú, og er
þá herinn ekki undanskilinn.
Eins og fyrr segir verður
kosið í Grikklandi 18. okt. nk.,
eftir tæpan mánuð, og þennan
tíma notar nú Karamanlis,
forseti, til skrafs og ráðagerða
við stjórn og stjórnarand-
stöðu um fyrirkomulag kosn-
inganna sem líklega verða
heiðarlegustu kosningar í
Grikklandi frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Ljósm. RAX.
sjálfstæðismanna lýsti þessari
viðleitni réttilega á fundi sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík fyrir
skömmu. Davíð sagði, að Reykvík-
ingar hefðu séð einkar ljóslega
ofan í hugarheim Alþýðubanda-
lagsins í húsnæðismálaum-
ræðunum, „séð hvað þar er í raun
að finna þegar svipt er í burt hulu
þess borgaralega yfirbragðs, sem
valdakjarninn í kommúnista-
flokknum hefur sveipað sig að
undanförnu til að glepja fólk til
stuðnings við þau öfl. í ljós kemur,
að þar hefur lítið breyst, þegar til
kastanna kemur, formyrkvunin er
ennþá hin sama og áður.“
Og Davíð Oddsson sagði einnig:
„Stefna okkar sjálfstæðismanna í
húsnæðismálum annars vegar og
vinstrimanna hins vegar er glögg.
Við viljum ýta undir einstakling-
inn, viljum tryggja að hann geti
komið yfir sig því húsnæði, sem
hugur hans stendur til. Við viljum
ekki koma öllum á klafa hins
opinbera valds. Það eina, sem
vinstri meirihlutinn hefur gert í
húsnæðismálum Reykvíkinga, er
að draga sem mest kjarkinn úr
þeim sem vilja eignast eigið hús-
næði, það hefur þeim tekist með
töluverðum árangri."
A sama fundi benti Magnús L.
Sveinsson borgarfulltrúi á, að
húsnæðisvandinn í Reykjavík ætti
ekki síst rætur að rekja til þess, að
verulega hefur dregið úr lóðaút-
hlutunum í tíð vinstri meirihlut-
ans. Þá væri mikil öfugþróun á
lánamarkaðinum. Húsnæðismála-
stjórnarlán væru nú aðeins tæp
20% af byggingarkostnaði, en þau
voru áður allt að 40%, vaxta- og
lánakjörin væru mönnum ofviða
og félagslegar byggingar tækju fé
af almenna markaðnum.
Þriðji framsögumaðurinn hjá
sjálfstæðisfélögunum, Gunnar S.
Björnsson formaður Meistara-
sambands byggingarmanna sagði,
að stefna stjórnvalda í húsnæð-
ismálum miðaði að því að færa
forráð einstaklinga af eignum sín-
um yfir í hendur einhverra fárra
skömmtunarstjóra, þetta væri
verið að gera í það miklum mæli,
að yrði ekki staðið duglega á móti,
yrði meginhluti húsnæðis þjóðar-
innar komið undir forræði
skömmtunarstjóra á vegum
vinstrimanna fyrr en varði.
Alþýðubandalagsmenn gera
markvissa atlögu að eignarréttin-
um með stefnu sinni í húsnæðis-
málum, þeirri atlögu verður ekki
hrundið nema hafna völdum
þeirra og áhrifum.
Alva Myrdal
og misnotkunin
Oftar en einu sinni hefur nafn
Ölvu Myrdal sést á síðum Þjóðvilj-
ans undanfarnar vikur og hefur
helst mátt skilja, að stefna hennar
og blaðsins í öryggis- og afvopn-
unarmálum falli saman. Alva
Myrdal var á sínum tíma ráðherra
í ríkisstjórn sósíaldemókrata í
Svíþjóð. Hún hefur fyrir hönd Sví-
þjóðar tekið þátt í afvopnunar-
störfum á vegum Sameinuðu þjóð-
anna og einkum lagt sig fram um
að kynna hættuna af kjarnorku-
vopnum. í málgagni Æskulýðs-
sambands Danmerkur Du bladet
birtist nýlega viðtal við Ölvu
Myrdal og var hún fyrst spurð að
því, hvað nú bæri hæst í barátt-
unni fyrir friði. Svarið var á þessa
leið:
„Andstaðan gegn kjarnorku-
vopnum skiptir mjög miklu. Ég er
sannfærð um, að þeirra er ekki
þörf á evrópsku landi. Besta svarið
við SS-20 eldflaugum Sovétríkj-
anna er að koma gagneldflaugum
fyrir á skipum á Atlantshafi. Það
er mikilvægt að ná nokkrum höf-
uðmarkmiðum og einnig að fylgja
sveigjanlegri stefnu, það er ekki
nóg að vera á móti kjarnorku-
vopnum og með friði ...“
I viðtalinu leggur Alva Myrdal á
það áherslu, að í baráttunni fyrir
friði, þurfi menn að hafa yfir-
gripsmikla þekkingu, vilji þeir
færa fram rök gegn vígbúnaðar-
kapphlaupinu. Auk þess verði
menn að gæta þess að hlaupa ekki
til að óyfirveguðu ráði og hefja
baráttu gegn stríði, skyndisamtök
í þágu friðar geti ekki starfað án
haldgóðra upplýsinga. Þá er Alva
Myrdal spurð, hvers vegna hún
hafi ekki verið félagi í neinni frið-
arhreyfingu. Svarið er á þessa
leið:
„Ég hef ekki getað ákveðið
hvaða hreyfing það ætti að vera,
líklega vegna þess að ég er hrædd
um að vera notuð í röngu pólitísku
samhengi. Þess vegna hef ég til
þessa lagt höfuðáherslu á upplýs-
ingamiðlunina — hina innri bar-
áttu.“
Greinilegt er af þessu, að Þjóð-
viljinn á það yfir höfði sér, að
Alva Myrdal sendi ritstjórn hans
kvörtunarbréf, vilji svo ólíklega til
að skrif blaðsins um hana berist
til hennar. Hún telur áreiðanlega,
að Þjóðviljinn noti nafn sitt í
„röngu pólitísku samhengi", og
síst af öllu vakir það fyrir blaðinu
að fjalla um öryggismálin út frá
haldgóðum upplýsingum og þekk-
ingu. Og spyrja má: Styður Þjóð-
viljinn það sjónarmið Ölvu Myr-
dal, að gagneldflaugakerfi Vestur-
landa, Pershing II-eldflaugunum
og stýriflaugunum, verði fyrir
komið á skipum á Atlantshafi?