Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
Vargöld og víg-
öld, og bræð-
ur börðust...
Eftir þetta hlaut aö draga til
tíðinda með þeim Gizuri og
Sturlu, og ljóst varð að annar
varð að falla. Hefur mönnum
löngum gengið erfiðlega að
skilja aðgerðir Sturlu við Apa-
vatn, að hann skyldi ekki ann-
aðhvort friðmælast af heilind-
um við Gizur, eða þá hreinlega
taka hann af lífi, í stað þess að
safna glóðum elds að höfði sér
með því að efna til óvináttu við
Gizur. Líklegasta skýringin á
hegðan Sturlu er þó auðvitað,
að hann hafi viljað fara að vilja
konungs og drepa ekki höfð-
ingja fyrr en í fulla hnefana.
Örlygsstaða-
bardagi 1238
Sturla réði nú Vesturlandi og
faðir hans miklum hluta Norð-
urlands, svo vel máttu þeir við
una, um sinn aö minnsta kosti.
En það gerði Gizur ekki, og
taldi hann að sér væri ekki
óhætt fyrr en hann hefði gengið
á milli bols og höfuðs á Sturlu,
og gekk hann í bandalag við
Kolbein unga. Þar kom að bar-
dagi varð ekki umflúinn, og
mættust herir Sturlu og Sig-
hvats annars vegar og Gizurar
og Kolbeins unga hins vegar,
hjá Örlygsstöðum í Skagafirði
1238. Þar voru mörg hundruð
manns undir vopnum af beggja
hálfu, og voru Sunnlendingar þó
sýnu fleiri. Tókst allsnarpur
bardagi, þar sem allt fór í
handaskolum hjá Sturlungum.
Lauk bardaganum svo að þeir
féllu báðir, Sighvatur og Sturla,
og þrír aðrir synir Sighvats.
Voru margir fylgismenn Sturl-
unga hart leiknir og aðrir
drepnir að bardaganum lokn-
um.
Víg Snorra 1241
Sturlungar voru nú án for-
ystu, þar sem Þórður kakali tók
ekki upp merki bræðra sinna
fyrr en síðar. En er Snorri
Sturluson, sem þá var í Noregi,
frétti fall Sturlu og Sighvats,
vildi hann ólmur komast út
hingað, og fór í óþökk konungs.
Varð það til þess að konungur
bað Gizur, er þá var honum
handgengnastur íslendinga, að
koma Snorra utan aftur, eða
drepa hann ella. Gizur reyndi
ekki að koma Snorra til Noregs,
heldur fór að honum í Reykholti
1241, og lét lífláta hann þar.
Þar lýkur sögu Snorra, og þar
með efnisþræði kvikmyndarinn-
ar í kvöld, þótt talsvert væri
enn eftir af Sturlungaöld og
valdabaráttu höfðingja hér
heima. Þar komu áfram við
sögu menn eins og Gizur Þor-
valdsson og nýir merkisberar
Sturlunga, Þorgils skarði, Þórð-
ur kakali og fleiri.
- AH
Ásbirningar
Ásbjörn Arnórsson u Ingunn Þorsteinsdóttir (17. ættskrá)
I
Arnórr
v Guðrún Daöadóttir
I
Ko/beinn (d. 1166)
u Herdís Porkelsdóttir
• '
Böövarr Sigríðr lngunn
Þorsteinn
Eiríkr
Valgerðr
u Hallr Hrafnsson
Arnórr (d. 1180)
u Ouörún Brandsdóttir
Kolbeinn kaldaljós (d. 1246)
u Margrét Sæmundardóttir
I
Halldóra
u Jón Sig-
mundarson
Tumi (laung., d. 1184)
u 1. Guðrún Þórisdóttir* 1
u 2. Þuríör Gizurard.
I
Brandr (d. 1246) Páll Valgerðr Ingigerðr
u Jórunn Kálfs- áStað u Helgi (laung.?)
dóttir Hámundars.
2: Koíbeinn Arnórr Halldóra u Álfheiðr u
(d. 1208) (d. 1221) Sighvatr Ingimundr
u Gyðríðr u Ásdís Sig- Sturluson Grímsson
Þoivarðsdótt- mundard.
Þorsteinn
ábóti
(laung.,
átti börn)
Arndís
(laung.) u
Steingrímr
Þorvaldss.
Eldjárn
prestr
Þorgeirr
Kálfr
u Guðný
Sturlud.
Þorgeirr
Arnórr
Eiríksson
Ko/beinn ungi Sigríðr Herdís
(d. 1245) u 1. Hall- u Böðvarr u Böðvarr
bera Snorrad. (19. at Stað í Bæ
ættskrá)ö2. Helga
Sæmundard.
Arnbjörg
u Órækja
Snorrason
v Broádi
(laung.)
orleifsson
1 Þeirra dóttir Sigríðr v 1. Ingimundr prestr Þorgeirsson v Sigurðr Ormsson
Haukdælir
/s/e/fr a/zurarson biskup (d. 1080) v Dalla Þorvaldsdóttir
I
Oizurr biskup (d. 1118)
I
Gráa
v Ketill biskup
Þorsteinsson
Teitr prestr í Haukadal (d. 1110)
Hallr prestr í Haukadal (d. 1150)
v Þuríðr Þorgeirsdóttir
Þorvaldr
í Hraungerði
Rannveig v
Hafliði Másson
O/zurr lögsm., djákn (d. 1206)
v Álfheiðr Þorvaldsdóttir
Þorvaldr prestr Hallr prestr Magnús biskup Þuríðr Kolfinna Halldóra Vilborg
(d. 1235) u 1. Jóra lögsm., ábóti (d. 1237) v v 1. Tumi v 1. Ari (laung.) v Bersi (laung.)
Klængsd. (d. 1230) V Halldóra Kolbeinsson sterki Halldorsson v Teitr
v 2. Þóra Herdís Svein- Hjaltadóttir v 2. Sigurðr v 2. Oarða- Hauks-
Guðmundardóttir bjarnardóttir Ormsson Snorri son
Hallfríðr Magnús (laung.) Hjalti Oizurr djákn
V Steinvör Sáms- (d. 1248) (d. 1255;
dóttir
I
Sámr Halldóra
Val- Þórdís
gerðr (laung.) v
(laung.)u Þorsteinn
Teitr Ás- Jónsson
láksson
1: Ouðmundr Klængr Björn (d. 1221)1 Einarr
djákn v Hallveig Orms- djákn
(d. 1210) dóttir (d. 1240)
______________i • _____________I
Klængr Ormr Teitr Herdís
(d. 1241) (d. 1250) lögsm. v Þórir
(d. 1258) tottr
1 Björn tók við Dalverjagoðorði eftir Omi Breiðbæling,
tengdaföður sinn.
Iögsm.(d. 1259)
r jarl
v Ketill v 1. Ingibj. Snorra-
Þorlákss. dóttir
v 2. Oróa Álfsdótt-
KlængríTunguu
1. Ásta Andréas-
dóttir
v 2. Þorgerðr
Þorláksdottir
1: Jón 2: Hallr (d. ísleifr Ketil-
1253) v Ingi- (d. 1253)björn
björgSturlu- (sér
dóttir um
móð-
ur)
1: Ormr í Bræðratungu, Þorvaldr 2: Ásta V
síðar Haukadal (varr hólmr Jónsson
(d. 1287) '
Minning:
Svanborg Guðmunds-
dóttir Hellisholtum
Útför Svanborgar Guðmunds-
dóttur var gerð að Hrepphólum
laugardaginn 22. ágúst sl. Hún
lést í Landspítalanum 18. sama
mánaðar.
Þegar hún Svana er horfin af
þessu tilverusviði kemur margt í
hugann.
Er ég kom í þessa sveit fyrir
nærri 40 árum, fór ég í hús, sem
Svana og Olgeir höfðu byggt og
búið í. Þar ilmaði allt af hreinlæti
og bar vott nostursamra húsmóð-
urhanda. Alla tíð síðan hefur ver-
ið náin vinátta milli heimila
okkar.
Oft var farið að Hellisholtum til
að fá úrlausn allskonar viðfangs-
efna, því að Olgeir var smiður og
var einkar lagið að gera við vélar
og hluti sem bilað höfðu. Alltaf
var gott til hans að leita.
I eldhúsinu hjá Svönu var nota-
lega „hlýjan", góða kaffið, flatkök-
urnar og kleinurnar. Löngum
strokkaði hún smjör og bjó til
skyr. Allt var það með þeim góða
brag sem einkenndi allt sem hún
gerði, enda var hún sá eljumaður
sem ekki lét bugast þó að heilsan
væri ekki sterk.
Ung að árum varð hún fyrir því
að veikjast alvarlega og var skorin
upp heima í Dalbæ. Var það eina
tiltæka ráðið sem orðið gat henni
til bjargar. Það var Lúðvík Nor-
dal, læknir á Eyrarbakka, sem
framkvæmdi það afrek ásamt að-
stoðarlækni og Sigríði systur
Svönu. Fáheyrt mun það vera, að
-....
ráðist sé í slíkan holskurð við svo
frumstæð skilyrði.
Læknishendur Lúðvíks, fórnfýsi
og natni Sigríðar gerðu gæfumun-
inn, því allt sumarið stundar hún
systur sína, gerði að sári hennar
sem var haldið opnu nokkurn
tíma. Á hverjum degi fór hún með
það sem sjúklingum tilheyrði á
hver, til suðu og sótthreinsunar.
Ekki var það þó við bæjarvegginn,
heldur þriggja kortera gang frá
Dalbæ.
Svanborg Guðmundsdóttir var
fædd í Dalbæ 7. júlí 1908. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Guðfinna
Kolbeinsdóttir frá Stóru-Más-
tungu í Gnúpverjahreppi og Guð-
mundur Guðmundsson frá Gafli í
Flóá. Svana ólst upp í Dalbæ í
glaðværum systkinahópi, við
mikla vinnu eins og tíðkast hefur
um aldir og lífsbaráttan hefur
krafist. Árið 1931 giftist hún Að-
alsteini Hallgrímssyni. Hann ólst
upp í Skarði í Gnúpverjahreppi.
Þeirra samvera varð ekki löng, því
að Aðalsteinn lést 1934. Á þeim
tíma hafði þeim fæðst drengur
sem dó nýfæddur. Árið 1938 giftist
hún Olgeiri Guðjónssyni, Jónsson-
ar frá Syðra-Seli hér í sveit.
Olgeir fæddist í Auðsholti í Bisk-
upstungum 2. desember 1911. Fjöl-
skyldan fluttist síðan að Stokks-
eyri þar sem Olgeir ólst upp hjá
foreldrum og systkinum. Við lát
móður hans tvístraðist þessi stóri
systkinahópur. Olgeir kom hingað
í Hrunamannahrepp að Kópsvatni
til afabróður síns, Guðmundar
Jónssonar og var hér í hreppnum
alla tíð síðan. Sama ár og þau
Olgeir og Svana gengu í hónaband,
byggðu þau lítið hús á jarðarparti
sem sveitin átti að Flúðum, en
1944 tóku þau Hellisholtin til
ábúðar þar sem þau höfðu byggt
íbúðarhús svo og öll útihús er
Olgeir lést 1976.
Lengst af búskap þeirra stund-
aði Olgeir nokkra vinnu utan
heimilisins. Kom þá í hlut Svönu
að annast bústörfin, sem var
henni einkar lagið, því hún var
skepnumaður sem kallað er. Þau
erilsömu og erfiðu verk vann hún
með natni þess manns sem ann
hjörð sinni.
Sama ár og þau fóru að Hellis-
holtum tóku þau kjörson og gáfu
nafnið Garðar. Hann var Svönu
mikil harmabót og lífsfylling þeim
hjónum. Garðar þýr nú með konu
sinni Önnu Ipsen og sonunum
tveim, Karli Olgeiri og Ásgeiri Ey-
þóri í nýju og myndarlegu húsi í
Hellisholtum. Heimilið hennar
Svönu í Hellisholtum var henni sá
starfsvettvangur, sem hún annað-
ist af sinni eðlislægu snyrti-
mennsku. Vakti hún yfir öllu sem
gera þurfti úti og inni, veitul og
velviljuð gestum og gangandi.
Erfiðleika lífsins, sem ekki fóru
hjá garði hennar, bar hún með
stilltri ró liðinna kynslóða.
Við Hermann þökkum löng og
góð kynni og óskum Garðari og
fjölskyldu hans allra heilla, og
vottum þeim samúð okkar.
Katrín Jónsdóttir
Kanadískur lögfræðistúdent, 25
ára, óskar eftir bréfasambandi við
stúlkur á aldrinum 19 til 26 ára.
Hefur mikinn áhuga á ferðalög-
um, hjólreiðum, ljóðum og tónlist.
Hyggur á íslandsferð á næsta ári:
Leslie Thomas Reissner,
3052 Riverview Street,
Oakville,
Ontario,
Canada L6L 1L4.
Ógiftur 36 ára Tékki skrifar og
segist í leit að ævifélaga. Er
pípulagningamaður að mennt,
reykir ekki, skrifar á góðri ensku:
Ladislav Kuba,
Ústi n/L,
Kamenny vzch,
Novó c. 1407/38
Checkoslovakia 40003.
Sextán ára japönsk stúlka með
íþróttir og póstkortasöfnun að
áhugamáli:
Miki Nagao,
124 Takigahara,
Miyahara — cho,
Arida — shi,
Wakayama,
649—04 Japan.
Átján ára piltur frá Ghana með
margvísleg áhugamál: Skrifar á
ágætri ensku:
Daniel K. Odoom,
c/o Mrs, Ilannah Qunachie,
Box 75,
Sunyani,
Ghana.
Bandaríkjamaður, sem ekki get-
ur aldurs, óskar eftir bréfasam-
bandi við frímerkjasafnara:
Russ Robarge,
6 Ronald Ct.,
Essex Jct. Vt.
054 USA
Tíu ára gömul brezk stúlka með
margvísleg áhugamál:
Julie Evangelista,
57 Rivington Drive,
Burscough,
Nr. Ormskirk,
Lancashire.