Morgunblaðið - 27.09.1981, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981
Á skákborðinu gjörþekkja
þeirhvor annan
Karpov
eða Korchnoi
1981
Á fimmtudaginn verður fyrsta skákin í einvígi
þeirra Anatoly Karpovs, heimsmeistara, og Viktor
Korchnois, áskoranda, um heimsmeistaratitilinn í
skák tefld í Merano á Ítalíu.
Samkvæmt venju mun Morgunblaðið gefa lesend-
um sínum kost á að fylgjast með einvíginu frá degi
til dags, en þar til það hefst verður ferill þeirra
Karpovs og Korchnois rifjaður upp og kannaðar
horfur í komandi keppni þeirra. I dag birtast brot
frá fyrri einvígjum þeirra, en þeir hafa tvisvar áður
mæst í keppni um heimsmeistaratitilinn í skák.
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Þeir Viktor Korchnoi og Ana-
toly Karpov eru ekki að setjast
andspænis hvor öðrum við skák-
borð í fyrsta skipti. Alls hafa þeir
teflt hvorki meira né minna en 68
kappskákir, sem jafngildir því að
þeir hafi setið á móti hvor öðrum
yfir tafli í fimmtán sólarhringa
samfleytt. Karpov hefur unnið
þrettán sinnum, Korchnoi ellefu
sinnum og jafnteflin eru orðin 44
talsins. Þeir gjörþekkja því hver
annan, enda hafa þeir teflt tvö
iöng og erfið einvígi í heimsmeist-
arakeppninni og eytt mánuðum, ef
ekki árum, í að rannsaka stíl og
byrjanakerfi hins.
Einvígið sem nú fer í hönd er í
raun fjórða einvígi þeirra því árið
1971 var ágætur vinskapur á milli
þeirra eftir að þeir höfðu farið
saman á alþjóðamótið í Hastings
og hinn kornungi stórmeistari
Karpov bauðst til að tefla æf-
ingareinvígi við Korchnoi, sem var
að undirbúa sig fyrir þátttöku í
áskorendaeinvígjunum. Það ein-
vígi er þó varla marktækt, því
Karpov hafði hvítt í öllum skák-
unum sex og fékk að vita fyrir
fram hvaða byrjun Korchnoi ætl-
aði að beita. Einviginu lauk 3:3
hvor vann tvær skákir og tvær
urðu jafntefli.
Á þessum tíma mættust þeir
fimm sinnum á kappmótum og
unnu af þeim skákum tvær hvor,
en aðeins einu sinni varð jafntefli.
Síðan kom að því árið 1974 að þeir
mættust í fyrsta sinn í heims-
meistarakeppninni. í einvíginu
sem fram fór í Moskvu var teflt
um áskorendaréttinn á Bobby
Fischer, þáverandi heimsmeist-
ara. í raun hefur þó síðan verið
litið á þetta einvígi þeirra sem
heimsmeistaraeinvígi, því Fischer
hirti ekki um að verja titil sinn og
hefur ekki teflt síðan.
Moskva 1974
Hinn 23ja ára gamli Karpov
tefldi af mikium fítonskrafti í
upphafi, en Korchnoi, þá 43ja ára,
virtist finna sig illa. Franska
vörnin (1. e4 — e6) hefur löngum
verið uppáhaidsvopn Korchnois
með svörtu, en að þessu sinni
hugðist hann beita öðrum meðul-
um og var harðlega refsað fyrir
það, því Karpov var mjög vel und-
irbúinn.
I annarri skákinni beitti
Korchnoi hinu tvíeggjaða dreka-
afbrigði í Sikileyjarvörn og kom
ekki að tómum kofunum hjá hin-
um unga andstæðingí sinum. Því
hefur jafnvel verið haldið fram
síðar að næstum öll skákin hafi
komið upp í undirbúningsranns-
óknum Karpovs og aðstoðar-
manna hans fyrir einvígið. I þess-
ari vel þekktu stöðu hafði Karpov
nýja og hættulega áætlun á
takteinum:
Svart: Korchnoi.
16. Rde2! - Da.r), 17. Bh6 -
Bxh6. 18. Dxh6 - IIfc8. 19. IId3!
- II4c5?
Yfir borðinu mistekst Korchnoi
að finna svar við vel heppnuðu
heimabruggi Karpovs. Betra var
19. - Dd8 eða 19. - Be6.
20. g5! - Hxg5. 21. IId5! -
Hxd5. 22. Rxd5 - He8, 23. Ref4!
- Bc6, 24. e5! - Bxd5. 25. exf6
- exf6. 26. Dxh7+ - Kf8. 27.
Dh8+ og Korchnoi gafst upp.
Með hvítu komst Korchnoi ekk-
ert áleiðis í fyrstu skákunum og í
fjórðu skákinni tryggði franska
vörnin honum jafntefli með
svörtu. En hann virtist enn ekki
hafa lært af reynslunni og í
fimmtu skákinni beitti hann vafa-
sömu afbrigði af Petroffs vörn (1.
e4 — e5, Rf3 — Rf6) og eins og í
annarri skákinni tókst Karpov að
nýta sér tækifærið með því að
taka framúrskarandi vel á móti
illa undirbúinni atlögu Korchnois.
Sigurvegari varð sá er fyrr vann
fimm skákir og margir töidu útséð
um að Korchnoi stæðist hinum
harðskeytta ungling snúning. í
sjöundu og áttundu skákunum var
Karpov nálægt sigri, jafnvel þó að
Korchnoi beitti frönsku vörninni í
hinni síðarnefndu. Eftir þetta
virtist Korchnoi kominn yfir erf-
iðasta tímabil einvígisins. í fyrsta
hluta þess hafði Karpov teflt af
gífurlegri hörku og tekist að stilla
andstæðingi sínum hvað eftir ann-
að upp við vegg en síðan var'sem
færi að ganga á orkuforðabúr
hans. Eftir að hafa haft frum-
kvæðið og verið í sókn í nærri því
hverri einustu skák fór hann nú
greinilega að gera sig ánægðan
með jafntefli. Hann hafði líka
tveggja vinninga forskot og sam-
kvæmt reglunum nægði að vera
yfir eftir 24 skákir, þá væri einvíg-
inu lokið.
Næstu átta skákum lauk með
jafntefli, en nú var það yfirleitt
Karpov sem var í vörn. í 11. skák-
inni tryggði hann sér ekki jafn-
tefli fyrr en eftir 81 leik og í þeirri
13. sótti Korchnoi að honum í 91
leik eða 11 klukkustundir áður en
jafnteflið var samið. Flestum
virstist nú sem herzlunmuninn
skorti aðeins hjá Korchnoi, en í 17.
skákinni brást honum heldur en
ekki bogalistin. Hann var orðinn
naumur á tíma og í stað þess að
velja framhald sem hefði gefið
honum aðeins betri stöðu gætti
hann ekki að sér og tapaði að lok-
um skákinni.
Svart: Karpov
30. Rc5?? (30. Rxf6+ var sjálfsagð-
ur leikur.) 30. — Re5!, 31. IId2 —
b6, 32. f4 - bxc5, 33. Íxe5 -
Ðxe5. 34. Bb7 - Ilc7, 35. De4 -
Dal+, 36. Kg2 — Dxa3, 37. bxc5
- Ilxc5, 38. Hd3 - Da5, 39. Df3
- Db6, 40. IId7 - Hf5, 41. Dg4
- DÍ2+. 42. Kh3 - g6 og
Korchnoi gafst upp.
Að flestra áliti var nú aðeins
tímaspursmál hvenær einvíginu
lyki með sigri Karpovs, því nú var
forskotið orðið þrír vinningar og
aðeins sjö skákir eftir. 17. skákin
bar líka augljósum þreytumerkj-
um vitni hvað Korchnoi varðaði.
En eftir að 18. skákin hafði orð-
ið átakalítið jafntefli urðu Karpov
og aðstoðarmanni hans Furman á
sjaldgæf mistök i biðstöðurann-
sóknum sínum á þeirri 19. og
Korchnoi tókst að vinna jafntefl-
islegt endatafl. I næstu skák hugð-
ist Korchnoi síðan láta kné fylgja
kviði með svörtu og beitti nú vafa-
sömu afbrigði af spænska leikn-
um. Þótt Karpov væri að vísu
aldrei í taphættu var snerpan frá
því í upphafi einvígisins horfin og
að þessu sinni náði hann ekki að
refsa andstæðingi sínum fyrir tví-
eggjað byrjanaval.
Tuttugasta skákin kom síðan
öllum gífurlega á óvart:
Hvítt: Korchnwi.
Svart: Karpov.
Drottningarindver.sk vörn
1. d4 - Rf6,2. Rf3 - e6,3. g3 -
b6. 4. Bg2 - Bb7, 5. c4 - Be7, 6.
Rc3 - 0-0, 7. Dc2 - c5!?, 8. d5 -
exd5, 9. Rg5 - Rc6?!
í fimmtu skákinni lék Karpov 9.
— g6, sem er öruggara.
10. Rxd5 - g6, 11. Dd2! -
Rxd5?!
Betra er 11. — He8.
12. Bxg5 - Hb8??
Svartur átti ekkert betra en 12.
— Bxg5. Þessi yfirsjón er hreint
ótrúleg af verðandi heimsmeistara
og sýnir hversu mikil þreyta var
farin að há Karpov.
13. Rxh7! - He8
Svarta staðan er nú þegar töp-
uð. Ef 13. - Kxh7 þá 14. Dh6+ -
Kg8,15. Dxg6+ - Kh8,16. Dh6+ -
Kg8,17. Be4 — f5,18. Bd5+ — Hf7,
19. Dg6+ og vinnur.
14. Dh6 - Re5, 15. Rg5 - Bxg5,
16. Bxg5 — Dxg5, 17. Dxg5 —
Bxd5, 18. 0-0! — bxc4, 19. f4 og
Karpov gafst upp.
Skyndilega var Karpov kominn í
óþægilega aðstöðu. Forskotið
hafði minnkað niður í einn vinn-
ing og hann nýbúinn að tefla
verstu skák ævi sinnar. í skákun-
um þremur sem eftir voru þurfti
hann að taka á öllu sínu. Kunnug-
ir sögðu að hann hefði gjörsam-
lega misst matarlystina og hann
léttist um mörg kílógrömm, svo
mikið er víst.
En hvað sem því leið tókst Kar-
pov að halda jafnvæginu í þessum
þremur skákum og tryggja sér
þannig sigurinn í einvíginu. En
margir veltu því fyrir sér hvað
hefði gerst ef hámarksskákafjöld-
inn hefði ekki verið 24 skákir,
heldur ótakmarkaður, eins og í
heimsmeistaraeinvíginu 1978.
Baguio 1978
Nú var í fyrsta sinn teflt heims-
meistaraeinvígi með ótakmörkuð-
um skákafjölda eins og Fischer
hafði stundið upp á. Sá sem fyrr
ynni sex skákir færi með sigur af
hólmi í einviginu engu skipti hvort
skákirnar yrðu sex eða 600, nú
dygði ekki að vinna eina skák og
tefla síðan stíft tii jafnteflis.
Eftir að Korchnoi flýði land árið
1978 var hann opinberlega for-
dæmdur sem föðurlandssvikari í
Sovétríkjunum og loftið í Baguio á
Filippseyjum þar sem einvígið fór
fram var lævi blandið. Fimm
skákmenn aðstoðuðu Korchnoi
meðan á einvíginu stóð, Englend-
ingarnir Keene og Stean, ísraels-
maðurinn Murei, Panno frá Arg-
entínu og góðkunningi Islendinga,
séra Lombardy. AUk þess var með
liöi hans, svissnesk ekkja Petra
Leeuwerik sem gætti þess að
Rússar gerðu ekkert á hluta
Korchnois meðan á einvíginu
stæði. Hún sakaði þá um að
smygla boðum til Karpovs í jóg-
úrtdollu svo sem frægt varð auk
þess sem hún taldi þá beita dulsál-
arfræðingnum Zoukhar til að
trufla Korchnoi.
Af fréttum í fjölmiðlum mátti
helst ráða að einvígið í Baguio
væri einn allsherjar skrípaleikur
þar sem taflmennskan sjálf skipti
minna máli en taugastríðið sem
fram fór utan skákborðsins. Svo
var þó auðvitað ekki. Einvígið var
mikilvægur skákviðburður þar
sem báðir lögðu allt í sölurnar til
þess að ná sigri. Undirbúningur-
inn var gífurlegur, hvor um sig
hafði á sínum snærum fjölda
sterkra skákmanna við rannsókn-
ir á byrjunum og skákstíl tilvon-
andi andstæðings.
Með Karpov í Baguio voru þeir
Balashov, Zaitsev og Mikhaii Tal,
fyrrum heimsmeistari sem var þó
skráður sem blaðamaður, auk
margra annarra hjálparmanna,
svo sem Zoukhars.
Einvígið fór rólega af stað.
Helst kom á óvart svar Korchnois
við uppáhaldsleik heimsmeistar-
ans 1. e4. Nú valdi hann opna af-
brigðið í spænska leiknum (1. e4
- e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6,4.
Ba4 — Rf5, 5. 0-0 — Rxe4), byrjun
sem leiðir venjulega til opinnar
stöðu sem krefst hvassrar tafl-
mennsku. Franska vörnin, sem
Korchnoi tapaði ekki skák með í
einvíginu 1974 var hins vegar lögð
á hilluna, enda við því að búast að
Karpov og félögum hefði tekist að
finna vænlegar leiðir gegn henni.
Fyrstu fjórar skákirnar urðu
fremur litlaus jafntefli og haft var
á orði að með slíku áframhaldi
yrði einvígið endalaust. Loks í
fimmtu skákinni fékk Korchnoi
mun betri biðstöðu. Eftir bið brá
Karpov á það ráð að fórna peði, en
það dugði skammt og eftir að
hann hafði leikið of hratt til að
notfæra sér tímahrak Korchnois
kom upp þessi staða:
Svart: Karpov.
55. Be4+??
Skákmenn um allan heim voru
orðlausir er þeir sáu þessa stöðu
... Hvernig gat Korchnoi, jafvel
þótt hann væri í tímahraki, sézt
yfir hinn sáraeinfalda vinnings-
leik 55. Bf7+.
55. — Rexe4, 56. Íxe4+ — Kxe4,
57. Dg4+ — Kd3 og á endanum
slapp Karpov með skrekkinn, þó
ekki væri samið fyrr en 70 leikjum
síðar.
Sjötta skákin varð bragðdauft
jafntefli, en í þeirri sjöundu brá
til beggja vona. Fyrst stóð
Korchnoi betur, en staðan var svo
flókin að hann réði ekki við hana í
tímahrakinu og Karpov fékk unna
biðstöðu að því er virtist. En í
einni af hinum frægu biðstöðu-
rannsóknanóttum í Baguio kom-
ust báðar sveitir að þeirri niður-
stöðu að Karpov hefði leikið af sér
rétt fyrir bið og staðan sem allir
höfðu talið vonlausa væri í raun
og veru jafntefli. Því var samið
um biðstöðuna án þess að einum
einasta leik væri leikið.
Loks í áttundu skákinni fengust
úrslit. Korchnoi var of djarfur
með svörtu og eins og í einvíginu
1974 lét refsingin ekki á sér
standa.
Ilvítt: Karpov.
Svart: Korchnoi.
Spænski leikurinn.
I. e4 - e5. 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
- a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 -
Rxe4, 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5, 8.
dxe5 - Be6, 9. Rbd2 - Rc5, 10.
c3 - g6?!
Áætlun svarts er of tímafrek
eins og Karpov sýnir fram á. í 10.
skákinni lék Korchnoi 10. — d4,
sem Karpov svaraði með hinum
skemmtilega leik 11. Rg5!? Hug-
myndin er 11. — Dxg5, 12. Df3.
II. De2 - Bg7,12. Rd4! - Rxe5,
13. f4 — Rc4, 14. 15 — gxf5, 15.
Rxf5 — Hg8, 16. Rxc4 — dxc4,
17. Bc2 - Rd.3. 18. Bh6! - Bf8,
19. Hadl - Dd5, 20. Bxd3 -
cxd3, 21. Hxd3 - Dc6, 22. Bxf8
- Db6+, 23. Khl - Kxf8, 24. Df3
- Ile8, 25. Rh6 - IIg7