Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1981 23 Barist um völdin Framan af byggð norrænna manna á íslandi var hér tiltölu- lega friðsamt, og var goðaveldið og Alþingi eftir 930 undirstaða innanlandsfriðar, þar sem land- inu var skipt upp í áhrifasvæði hina einstöku ætta. Innan- landsdeilur færast hins vegar mjög í aukana er frá líður, og er kemur fram undir 1200 eru veð- ur öll orðin válynd. Stöðugleiki stjórnarfarsins var þá ekki eins mikill og verið hafði fyrr á þjóð- veldistímanum, meðal annars vegna þess að með venslum ætt- anna og stórpólitískum hjóna- böndum, raskaðist mjög valda- hlutfallið, sem verið hafði í föstum skorðum áður. Mögu- leiki varð jafnvel á því að einn maður eða ein ætt gæti náð völdum á öllu landinu, og sumir höfðingjanna munu jafnvel ekki hafa getað alveg varist þeirri hugsun, að þeir gætu orðið kon- ungar á íslandi. Upplausnarást- andið notfærði Noregskonungur svo auðvitað, þar sem hann taldi ekki nema eðlilegt að hann væri einnig konungur yfir Is- landi, og talin var hin mesta ósvinna að íslendingar hefðu ekki yfir sér konung eins og aðr- ar þjóðir. Er leið á Sturlungaöld var því svo komið að flestir hinna innlendu höfðingja voru orðnir konungi handgengnir og gengu erinda hans hér, þótt í mismiklum mæli væri, og þótt hann væri misjafnlega ánægður með framgöngu þeirra. Á Sturlungaöldinni kvað mest að fjórum höfðingjaættum í landinu, sem þá deildu og drottnuðu og áttu í innbyrðis deilum sín á milli, þrátt fyrir margháttuð innbyrðis tengsl. Oddaverjar voru kenndir við ættaróðalið Odda á Rangárvöll- um, og á Rangárvöllum stóð veldi þeirra traustustum fótum. Ættfaðirinn var Sæmundur fróði Sigfússon, en voldugastur Oddaverja fyrr og síðar var son- arsonur hans, Jón Loftsson. Var hann svo valdamikill um tíma, að honum tókst að veru- legu leyti að koma í veg fyrir stórfelldar innanlandsdeilur. Haukdælir réðu í Árnesþingi, en síðar jókst veldi þeirra, og um síðir varð laukur ættarinn- ar, Gizur Þorvaldsson, jarl yfir öllu íslandi. Ættfeðurnir voru hins vegar hinir fyrstu biskupar í Skálholti, Gizur ísleifsson og ísleifur Gizurarson. Ásbirningar höfðu manna- forráð í Skagafirði, og var Kol- beinn Tumason höfðingi ættar- innar um 1200. Bróðursonur hans var Kolbeinn ungi, tengdasonur Snorra Sturluson- ar um hríð, en bandamaður Giz- Sighvatur Sturluson Snorri Sturluson urar Þorvaldssonar á örlagarík- ustu tímum Sturlunga. Sturlunga er áður getið, af- komenda Hvamm-Sturlu. Marg- ar ættir fleiri mætti telja upp frá Sturlungaöld, en fæstar þeirra koma þó hér við sögu, nema þá í litlum mæli. Þó er skylt að nefna Vatnsfirðinga, sem komu allmjög við sögu í fyrri hluta kvikmyndarinnar. En allar þessar ættir börðust um völdin í landinu, með þátt- töku flestra annarra ætta landsins, stórra sem smárra, og lauk þeim deilum í rauninni ekki fyrr en Noregskonungur hafði náð hér völdum, en inn- lendir höfðingjar ýmist fallnir eða þá undirmenn hans orðnir. Kolbeinn ungi Sauðafellsför og víg Þorvaldssona Ekki er alltaf auðvelt að finna beint orsakasamhengi frá einum atburði í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar til annars, en þó mun mála sannast að þar tengist flest hvað öðru. í fyrri hluta kvikmyndarinn- ar var sýnt er Sturla Sighvats- son lét drepa Þorvaldssyni. Upphaf þess máls má rekja til þess, að þeir Þorvaldur Snorra- son Vatnsfirðingur og Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri í Arn- arfirði, áttu í illdeilum. Þeim lauk með því að Þorvaldur lét taka Hrafn af lífi. Synir Hrafns komu fram hefndum og brenndu Þorvald inni þar sem hann var um nætursakir að Gillastöðum í Heykhólasveit. Til þessa nutu ^rafnssynir stuðnings Sturlu Sturlungar B Stur/a Þórðarson v 2. Ouðný Böðvarsdóttir Þórdr djákn á Stað (d. 1237) v 1. Helga Aradóttir (15. ætt- skrá), barnlaus. v 2. Ouðriin Bjarnadóttir Sighvatr1 á Orund (d. 1238) v Halldóra Tumadóttir Snorri í Reykjaholti (d. 1241) v Herdís Bersadóttir Helga Vigdís Tunii Stur/a (d. 1238) (d. 1222) v Solveig Sæmundar dóttir I Jón Hallbera °lUrlLo l> l.Árnióreiða (d. 1231) (3 æitskrá) v 2. Kolbeinn ungi Órjckja (laung., d. 1245) v Arnbjörg Arnórsdóttir Ingihjörg (laung.) o Gizurr Þor- valdsson Þórdís (laung.) v Þorvaldr Vatnsfirðingr Kolbeinn Þórðr Markús Þt'irðr Tiinii Stein- (d. 123S) kakali (d. 1238) krókr (d.1244) vör (d. 1256) (d. 123S) v Þuríðr v Hálf- Jón Ouðný Þuríðr luguun Þuríðr Jón (d. v Vigfúss v Hrafn v Sæmundr (laung.) v kárin 1254) Ounnsteinss. Oddsson Ormsson Eyjólfr ofsi ____________________ dan t'Jrðr ÚIÍ7Stvrmir Hall- (4-*,ts') Sa‘‘ . dóra 1 , Sighvatr arson Böóvarr á Stað Halla v Tómas Óskilgetin með Þóru: Óláfr hvíta- Quttormr Sturla lögm. Þórðr Valgerðr Ciuðrún v Sigríðr Arnórs- 1> irarinsson skáld súbdjákn djákn (d. 1284) vHelga tiggi dóttir , (d. 1259) (d. 1255) Þórðardóttir Þorgi/s skarði (d. 1258) Steinunn Sig Guð- Helga v Aldís Hallbera Guö- Vigdís Ingi- Snorri Þórðr Ingibjörg hvatr mundr (d. 1. Páll v Þórðr v Gunn- rún nnmdr (d. prestr v 1. Hallr (d. 1266) 1275) v Sámsson Hítnes- laugr Hall- (laung.) 1306) (d. Oizurarson Þrúðr 2. Þjóð-ingr freðarson 1283) v 2. Þórðr Bjarnard. ólfr kot- Þorvarðsson karl Guðný v Kálfr Brands- son Brandr 1 Luimdætur Siglivuts voru Vulgerðr, kon Búrúur Þorkelssonur, og Sigríðr, kona Styrmis Þórissonar Sighvatssonar og Sighvats, föð- ur hans. Þorvaldar vildu hefna synir hans, þeir Þórður og Snorri. Fóru þeir í þeim tilgangi að Sauðafelli í Dölum, þar sem þeir ætluðu að drepa Sturlu. Þar gripu þeir í tómt, en Sturla var að heiman. Ekki létu þeir það þó koma í veg fyrir að þeir dræpu og limlestu marga heima menn, og hótuðu Solveigu, konu Sturlu, sem þá lá á sæng. Er Sauðafellsför talin einn ljótasti atburður Sturlungaaldar, og er þó af nógu að taka. Snorri Sturluson kom á sáttum með Þorvaldssonum og Sturlu Sig- hvatssyni, en þá sætt hélt Sturla ekki og lét taka þá báða af lífi. Grunar marga að Snorra hafi í rauninni ekki verið það svo leitt, því að þeim Snorra og Þórði föllnum var fimm vetra dóttursonur hans, Einar, höfð- ingi fyrir Vatnsfirðingum. En vegna æsku hans kom það í hlut afa hans að fara með mannafor- ráð fyrir hann. Sturla Sighvatsson Apavatnsfundur Sturlu og Gizurar Sturla og Sighvatur faðir hans áttu í deilum við Hóla- biskup og var þeim af þeim sök- um stefnt utan til að standa fyrir máli sínu, en Sturla fór einn. Fór hann allt suður til Rómar, þar sem hann var hýdd- ur fyrir öllum höfuðkirkjum, en leiddur berfættur milli þeirra. Var til þess tekið í Róm, að fólk harmaði örlög svo föngulegs manns er Sturla var, og gat mannfjöldinn ekki varist gráti er hann var húðstrýktur. En á heimleiðinni hitti Sturla Noregskonung, og tekur að sér að leggja landið undir hann. Brýndi konungur það mjög fyrir honum að drepa menn ekki, heldur láta þá sverja trúnaðar- eiða, eða senda þá utan. Er Sturla svo kom heim lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk að boða Gizur Þorvaldsson, er þá var orðinn höfðingi Haukdæla, til fundar við sig hjá Apavatni í Grímsnesi. Hafði þá frekar ver- ið vinátta með þeim en hitt, og var fundur þeirra friðsamlegur í fyrstu. Skyndilega lætur Sturla þó taka Gizur höndum, og þröngvar honum til að vinna sér trúnaðareiða og lofa utan- för. Gerði Gizur það, en datt sennilega aldrei í hug að halda þau loforð, sem kannsi var varla von. Sjá niðurlag greinarinn- ar á bls. 26. Gizur Þorvaldsson Þórður Sturluson UnniÖ að kálfaslátrun og skinnaverkun fyrir Snorra i Reykhoiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.