Morgunblaðið - 07.10.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
29
andi gnægð þess hráefnis sem til
þarf (loft, vatn, orku). Líka fjölda
ágætra manna með tækniþekkingu
og dýrmæta starfsreynslu í áburð-
ar- og vetnisframleiðslu. Víðs veg-
ar um heiminn vantar tilfinnan-
lega áburð, bæði til venjulegrar
ræktunar og til að græða upp og
breyta í ræktunarlönd þeim
ógnvekjandi eyðimörkum, sem
vitfirrtir landsfeður og þjóðir hafa
verið að skapa á undanförnum ár-
um og öldum. Og þrátt fyrir að
orkúráðherra hafi lýst yfir stuðn-
ingi við innlenda stóriðju, er aug-
ljóst að sú hnappagatsrós er löngu
fölnuð, ef hún hefir þá ekki aðeins
verið platrós.
Lokaorð
Á einum fundi ríkisstjórnarinn-
ar, sem haldinn var vegna álvers-
ins, var gefin út sú yfirlýsing, að
Álverið í Straumsvík væri með
bezt reknu fyrirtækjum heims,
hvorki meira né minna! Og nú er
það hugleitt af stjórnvöldum að
draga öll yfirráð frá heimsfrægum
stjórnendum þessa fyrirtækis og
afhenda þau pólitískum aftur-
haldsyfirvöldum, sem aldrei hafa
komið nálægt stjórn nokkurs
fyrirtækis, og hafa því ekki
minnsta vit á nokkru því er stjórn-
un fyrirtækja tilheyrir. Ég tel
sjálfsagt (svo öllu réttlæti sé full-
nægt), að fleygja nokkrum hundr-
uðum þúsunda nýkróna í hinn
breska rannsóknarrétt, sem rann-
sakaði rekstur álversins, til að
hann rannsaki einnig rekstur ís-
lenzka ríkisbáknsins. Og væri ekki
tilvalið að rannsaka í leiðinni
Samband íslenskra samvinnufé-
laga, því stjórnendur þess bera sig
nú, eins og reyndar fleiri, mjög
aumlega, þótt bæði hér í R.vík og
víðs vegar. um landið rísi nú upp
hver risastórbygging þeirra eftir
aðra. Ömurleiki hins sósíalíska
ríkisrekstrar blasir nú við í allri
sinni óstjórnarnekt, bæði hér og
erlendis. Segja má að Pólland sé
spegillinn, sem sýnir um veröld
víða viðurstyggð hins austræna
sósíalisma. Það er nærri fullvíst að
við Islendingar munum, ásamt
fjölmörgum öðrum þjóðum, falla í
sömu sósíalsæluna og Pólverjar,
verði ekki snúið við á þeirri stór-
hættulegu braut efnahagsþróunar,
sem íslenzk stjórnvöld sigla nú
hraðbyri eftir."
Nö opnast
ti$ir m
Ákveðið hefur verið að
m/s Mánafoss komi við
í Þórshöfn í Færeyjum
í annarri hverri ferð
fram til áramóta.
Brottfarardagar skipsins
Reykjavík verða sem hér
Þórshöfn
8. októbe
5. nóvember
3. desember
V
%
•
Umboósmaóur:
F.A. H.C. Möller
Havnen
3800 Torshavn (Þórshöfn)
Telex 81237
Símar 11511 & 11716
Vinsamlegast hafið samband við Norðurlandadeild félagsins,
innnanhússsímar 227 (Jóhannes), 230 (Sigurður), 289 (Magnea).
Vörumótttaka í Sundaskála. Opið kl. 07.55-16.40 Sími 27994
rti
Leynast e.t.v. nyir vióskiptamöguleikar
fyrir þig í Færeyjum?
Alla leið meó
EIMSKIP
SÍMI 27100
J
Þakkir
Hjartans þakklæti til allra þeirra, sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mxnu,
þann 15. september. Ltfið heil.
Munda Stcíánsdóttir,
Skarðhédinsgötu 2.
Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og símskeytum á 80
ára afmæli mínu 22. september sl.
Guð blessi ykkur öll.
Páll Eyjólfsson,
Brimhólabraut 7, Vestmannaeyjum.
fr
Lærið vélritun
Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 8. okt.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima-
vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl.
13
Vélritunarskólinn,
Suöurlandsbraut 20.
UPPLYSINGAR
OG AÐSTOÐ