Morgunblaðið - 07.10.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1981
31
r
George Best
Fjórði
ósigur
Östers
ÖSTER tapaði sínum (jórða leik í
sænsku dcildarkeppninni þegar
liðið mætti Gautabörg.
Gautaborg sigraði 3-1 og
Thorbjörn Nilsson skoraði tvíveg-
is og er nú næsta víst að hann
verður markhæstur í Allsvenskan,
hefur skorað 17 mörk.
I'rslit i 2T>. umforð urðll:
llammarhy — Klísboryf 5-1
NörrköpinK — AIK 1-1
(■öteborK — öster 3-1
Halmstad — ÁtvidaberK 1-0
Malmö — Brayce 0-3
Kalmar — Sundsvall 1-2
Djurgaardcn — öixryte 3-2
Aöeins ein umíerð er eítir i Allsvenskan
<>K staöan er nú:
Öster
(iautaborK
NörrköpinK
Brage
Malmö
Ör«ryte
AIK
Hammarby
llalmstad
25 19 2 1 50-17 40
25 14 0 5 55-24 34
25 12 8 5 38-27 32
25 1180 32-23 30
25 1159 40-41 27
25 11 311 44-49 25
25 8 8 9 35-33 24
25 8 7 10 45-45 23
25 10 2 13 34-44 22
Nýjar reglur
í handbolta
SVO SEM kunnugt er, tóku nýjar
leikreglur gildi i handknattleik
þann 1. ágúst siðastliðinn og gilda
næstu 4 ár. Markmiðið cr að auð-
vrlda dómgæslu, gefa möguleika á
hraðari leik og síðast en ekki sist,
koma í veg fyrir grófan leik.
Helstu breytingarnar eru, að
skora má beint úr öllum köstum, t.d.
útkasti og innkasti. Hornkast verð-
ur hluti af reglu um innkast og skal
framkvæmt á enda hliðarlínu. I inn-
kasti skal standa með a.m.k. annan
fótinn á hliðarlínu.
Ef dæmt er gegn liði því, sem hef-
ur boltann, skal sá sem heldur bolt-
anum leggja hann strax niður, að
öðrum kosti verði leikmanni vísað af
leikvelli. Markvörður má yfirgefa
markteig án bolta og fara um allan
völlinn.
Aðeins með leyfi dómara mega
liðsstarfsmenn eða liðsmenn utan
vailar koma inn á leikvöll. Viðurlög
fyrir þá sem brjóta gegn þessu, eru
fyrir leikmann brottvísun í 2 mínút-
ur, en fyrir aðstandanda liðs,
áminning. Regla þessi er í gildi all-
an leiktímann og einnig ef klukka er
stöðvuð, t.d. vegna meiðsla leik-
manns.
Brjóti leikmaður gróflega á mót-
herja, skal hann útilokaður, það er,
fær ekki að koma meirá inná, en
skiptimaður má koma inná eftir 2
mínútur. Við útkast mega mótherj-
ar markvarðar standa við markteig-
inn. Dómarakast skal framkvæmt,
að knetti sé kastað upp milli tveggja
andstæðinga. Refsingar gegn leik-
manni á leikvelli geta verið: áminn-
ing, mest ein fyrir hvern leikmann,
brottvísun í 1. sinn 2 mín, 2. sinn 2
mín., og þriðja sinn 2 mínútur + úti-
lokun. Þá geta dómarar útilokað
leikmann fyrir gróft brot eða
ósæmilega hegðun. Ef leikmaður
sýnir ofbeldi og er útilokaður, spilar
lið hans einum færra það sem eftir
er leiks.
„Guðni á að láta alla
sitja við sama borð“
- segir Lárus Guömundsson
miöherji íslandsmeistara Víkings
„ÞAÐ ER að sjálfsögðu mál
Guðna Kjartanssonar landsliðs-
þjálfara, þó hann setji þá leik-
menn út í kuldann, sem fóru i
„utanlandsferðir“, en hann á að
láta það sama yfir alla ganga. At-
vinnumcnn erlendis hafa iðulega
hafnað að leika með íslandi, en
þrátt fyrir það verið kallaðir í
næsta landsleik. Þegar svo leik-
menn í 1. deild hér heima kjósa
að fara í æfinga- og keppnisferð
með félagi sínu, þá eru þeir settir
út í kuldann. Þetta er óþolandi
mismunun.” sagði Lárus Guð-
mundsson, miðherji tslandsmeist-
ara Víkings, cn Lárus kom á
sunnudagskvöldið heim úr æf-
inga- og keppnisferð með félagi
sínu.
„Það er ár síðan keppnisferðin
til Sovétríkjanna var ákveðin af
Víkingi. Við lékum þrjá leiki í
Sovétríkjunum og síðan fórum við
til Frakklands og lékum í Evrópu-
keppni félagsliða. Það var lögð á
það áherzla af félagi mínu, Vík-
ingi, að ég og Ómar Torfason fær-
um með til Sovétríkjanna, vegna
þess að að öðrum kosti hefði und-
irbúningur fyrir síðari leik okkar
við Bordeaux farið meira og
minna úr skorðum. Ferðin til Sov-
étríkjanna hefur verið kölluð
„sumarleyfi" og að landsliðsmenn
Víkings hafi fórnað landsliðinu
fyrir leiki.gegn „einhverjum verk-
smiðjuliðum".
Það er enginn greinarmunur
gerður á því, hvort menn fóru til
sólarstranda eða í keppnisferð,
þar sem reynt var að vanda undir-
búning félagsins, Víkings, fulltrúa
íslands í Evrópukeppni, eins og
kostur var. Það er ekki áhugavert
að leika með íslenzka landsliðinu
ef maður situr ekki við sama borð
og aðrir, atvinnumennirnir. Ég
var valinn í 16 manna hóp gegn
Dönum þegar aðeins tveir at-
vinnumenn voru með íslenzka
landsliðinu og lék einn hálfleik.
Þegar. landsliðshópurinn gegn
Tyrkjum var valinn, þá var ég ekki
einu sinni í hópnum og kom ekki
inn fyrr en Sigurlás Þorleifsson og
Arnór Guðjohnsen drógu sig út úr
hópnum. Auk þess hafði ég nokkr-
um sinnum verið valinn í 22
manna hóp en jafnan dottið út
þegar atvinnumenn komu til sög-
unnar.
Ég taldi því möguleika mína á
að leika gegn Tékkum mjög tak-
markaða og valdi því fremur að
fara í mikilvæga æfinga- og
keppnisferð til Sovétríkjanna en
að sitja á bekknum. Fara í ferð
sem ólíklegt er að myndi nokkurn
tíma bjóðast mér aftur. Ég mundi
aldrei fara í skemmtiferð ef krafta
minna væri óskað með landslið-
inu. Ég vil ekki bera æfinga- og
keppnisferð okkar Víkinga saman
við sólarlandaferðir, enda kem ég
heim i góðri æfingu. Það, sem ég
Lárus Guðmundsson
vil undirstrika, er, að allir sitji við
sama borð,“ sagði Lárus Guð-
mundsson.
ILHalls.
HITAMÆLAR
^QfyxTflaoiuigpfuir
Vesturgötu 16,
sími 13280.
VÉLA-TENGI
7 1 2
Allar gerðir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
@öiuiip(la(yig)(uiiij
(Sífi)
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Melka Akkja
Hinir sívinsælu kuldajakkar:
-með vindþéttu vatnshrindandi ytrabyrði.
—fóðraðir með einangrandi vatti.
—dregnir saman í mittið með snúru.
-með stóra rúmgóða vasa.
-með hettu, innrennda í kragann.
-með inná-vasa með rennilás.
Nú er Melka-vetur
í HERRAHÚSINU.
BANKASTRÆTI 7
AÐALSTRÆTI4