Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Samtíningum um Lúther
eftir dr. Einar Sigur-
björnsson, prófessor
í Nýju landi, 23. sept. sl., birt-
ist grein eftir ritstjórann,
Vilmund Gylfasun, er fjallar
um Martein Lúther. Af upp-
setningu á forsiðu og anda
Kreinarinnar sést, að hér er
nánast um að ræða endurtekn-
inKU á skrifum höfundar um
sama efni i Alþýðublaðið einn
faKran sunnudaK í sumar.
Mynd sú af Lúther er blasir við
íslendinKum er næsta svört ok
heldur eykur Krein Vilmundar
við svörtu drættina í þeirri
mynd. Aðalheimild höfundar
er SaKa mannsandans eftir Ág-
úst H. Bjarnason, alkunnan
svertumálara kristindómsins.
Um hann er að seKja, að hann
er álíka KÓð heimild um Lúther
ok úttekt Brésjneffs væri um
ástandið i Póllandi!
Um Lúther er raunar fátt til á
ísiensku. Til er rit próf. Magn-
úsar Jónssonar. Á ensku er til
aðKenKÍIeKt rit, Here I stand.
eftir Roland Bainton. Eftir
Lúther eru til á islensku: Um
frelsi kristins manns, Um KÓðu
verkin ok Fræðin minni auk
nokkurra annarra, er ýmist
eru til i handritum eða hafa
birst i tímaritum. Þessi rit
ættu að veita næKjanleKa vis-
hendinKU um, að sitthvað er
missaKt i fræðum Ágústar H.
(ok Vilmundar).
Form hins kristna
samfélags
í grein VG er því haldið fram,
að deilurnar á siðbótartímanum
hafi verið ofstækisgrillur annars
vegar en frjálslyndi og víðsýni á
hinn bóginn. Kaþólska kirkjan
hafði verið frjálslynd, segir þar,
einnig (sic) trúmálum. Sem mark
um það er rakið, að hún hafi
kennt, að Sókrates og fleiri göfug-
ir heiðingjar dveldu í limbó uns
þeir fengju tækifæri til að setjast
við Drottins dyr. Dæmi um frjáls-
lyndið í öðrum sökum er ekki
nefnt, nema vera skyldi dæmið af
GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆ.MIR
Lftum bara á hurðina: Færanleg fyrlr
hægri eða vlnstrl opnun, frauðfyllt og
niðsterk - og i stað fastra hillna og
hólfa, brothættra stoða og loka eru
færanlegar fernu- og flöskuhí Ilur úr
málmi og laus box fyrlr smjör. ost, egg.
Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorðl
dönsku neytendastofnunarlnnar DVN
um rúmmál, einangrunargildi, kæll-
svið. frystigetu, orkunotkun og
aðra eiginleika.
GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERÐIR AF
FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM
/rCiniX
HATUNJ 6A • SIMI 24420
Borgía-ættinni, „sem myrti allt,
sem í vegi valda hennar var“.
Það er næsta mikil einföldun á
hlutunum að halda fram, að menn
hafi á 16. öld fyrst og fremst verið
uppteknir af spursmálum um ör-
lög manna handan grafar og
dauða. í nútímanum er litið svo á,
að trúmál séu einkamál fólks og
leið manna til að þagga niður í
kirkjunni sú að halda fram, að
hún fjalli einungis um hið óræða
svo sem hönnunina á vistarverun-
um hinum megin. Á 16. öld voru
trúmál engan veginn einkamál,
heldur var trúin (réttara: Siðurinn
(religion)) undirstaða þjóðfélags-
ins: Það er upphaf (= undirstaða)
laga vorra ...
Á 16. öld var tekist á um það
sérstaklega, hvort bygging þjóð-
félagsins samræmdist grunni
þess, sem var trúin á Jesú Krist.
Mörgum fannst, að þjóðfélagið
gerði það ekki og því var krafan
um siðbót (reformatio religionis)
orðin hávær.
Hið kristna þjóðfélag miðalda
skyldi lúta Kristi einum. Það
skiptist í tvö valdasvæði, annað
veraldlegt, hitt andlegt. Hvort var
hinu æðra? Hið andlega, svöruðu
menn á miðöldum, af því að and-
leg gæði eru veraldlegum æðri. Á
þessari forsendu tryggðu páfar og
biskupar sér forréttindi og vörðu
þau í krafti guðlegs réttar. Barátt-
an á 16. öld vakti spurninguna,
hvert væri eðli guðlegs réttar. Af
innsýninni í það mál fengist svar
við því, hvernig móta bæri hið
kristna samfélag.
Guðlegur réttur
Atriði er heyrðu til guðlegum
rétti voru talin finnast í hinni
kristnu opinberun, er fólst í Biblí-
unni. Ef Kristur hafði skipað fyrir
beinlínis um eitthvað, vr í skipun-
inni að finna umboð, er hafði guð-
legt vald á bak við sig.
Forréttindi páfans voru á mið-
öldum studd tilvísun í guðlegan
rétt. Bæði var um að ræða
ákveðna ritskýringu tiltekinna
texta í Biblíunni og svo hitt, að
stuðst var við statútur ýmsar, er
reyndar var búið að uppgötva á 16.
öld, að voru falsaðar.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
Lokuó
vökvakerfi
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-WÓNUSTA
Mönnum sem rann til rifja spill-
ingin hlaut að verða það fyrir að
leita að nýrri viðmiðun varðandi
guðlegan rétt. Svar Lúthers og
hreyfingar hans var, að guðlegur
réttur kirkjunnar væri umboð
Krists til postulanna um að pré-
dika, skíra og kenna. Kristur hafði
bara aldrei skipað postulunum
neitt um pólitísk málefni. Það sem
eftirmenn þeirra biskuparnir,
gerðu á hinu pólitíska starfssviði
eftir að embætti þeirra breyttust í
að verða embætti í kristnu þjóð-
félagi og ekki heiðnu svo sem þjóð-
félagið var um daga postulanna,
gerðu þeir í krafti mannlegs rétt-
ar. Þeim hafði einfaldlega verið
falin tiltekin stjórnun vegna
menntunar sinnar og annarra
verðleika.
Guðlegur réttur ríkisins varð
ekki lesinn jafn skýlaust úr Biblí-
unni, heldur urðu menn að styðj-
ast við skynsemi sína. Eitt
grundvallaratriði kristinnar trúar
er, að Guð sé skapari alls. Fagnað-
arerindi kristinnar trúar byggist á
þessu grundvallaratriði: Guð hef-
ur skapað allt; verk hans til frels-
unar byggist á því, að hann elskar
það sem hann hefur skapað þrátt
fyrir það sem það er.
Guð hefur þ.a.l. ekki látið sig án
vitnisburðar í heiminum og einn
vitnisburður hans er þjóðskipu-
lagið. Að menn beita skynsemi
sinni við að skipuleggja líf sitt sér
til góðs, er vitnisburður þess, að
Guð hafi ritað lögmál sitt á hjörtu
þeirra. Það eru Guðs lög að koma
fram í réttlátum skipunum sam-
félagsins. Lúther gengur sjálfur
svo langt að segja, að ekki sé
nauðsynlegt, að þjóðhöfðingi sé
kristinn, heldur sé nóg, að hann
hafi skynsemi til að bera.
Hinn kristni þjóðhöfðingi hefur
hins vegar fleiri skyldur en sá sem
ekki er kristinn. Kristinn þjóð-
höfðingi hefur ekki einasta skyn-
semi, heldur er skynsemi hans
upplýst af fagnaðarerindinu. Hon-
um ber því ekki aðeins að gæta
réttarins, heldur fylla réttinn
kærleika. Hann er eins og hver
annar kristinn maður undir orði
Guðs, sem kirkjunni hefur verið
falið að prédika. Ekki mega þeir
flýja vald þess og prestarnir mega
heldur ekki óttast veldi furstanna
svo, að þeir slái af prédikuninni
fyrir þeim.
Hvorugt gerði Lúther. Er hann
skírskotaði til þjóðhöfðingjanna,
skírskotaði hann til þeirra kristnu
samvisku. Þeir höfðu rétt til að
skipa málum í ríkjum sínum svo
sem hæfði undirstöðu þeirra. Þá
rákust þeir á hindranir, sem voru
forréttindi er klerkastétt miðalda
hafði aflað sér með skírskotun til
guðlegs réttar. Sá guðlegi réttur
er að engu hafandi, sagði Lúther,
því að hann styðst ekki við neitt
umboð frá Kristi. Því má taka
þessi forréttindi burt og hefja
uppbyggingu þjóðfélagsins sam-
kvæmt grunni þess. Um þessi mál
öll er ordinansían eða kirkjuskij)-
anin fyrir Danmörku, Noreg og Is-
land frá 1537 býsna upplýsandi.
Ályktanir
Hægt er að draga ýmsar álykt-
anir af kenningu Lúthers um
skiptingu hins guðlega réttar.
Sjálf er skoðun Lúthers ljós. Hann
hélt fram, að hver maður væri
kallaður til að þjóna Guði í stöðu
sinni og kristinn er sá sem er sér
meðvitandi um þessa köllun sína.
Það er skylda bóndans að yrkja
jörðina. Með því þjónar hann
Guði. Skylda móðurinnar er að ala
barnið sitt. Með því þjónar hún
Guði. Barnið þjónar Guði að sínu
leyti með brosi sínu, gleði og leik.
Leikurinn er embætti barnsins,
segir Lúther.
Þióðfélagið var stéttskipt um
þessar mundir. þessi stéttaskipt-
ing var eðlileg í samræmi við at-
vinnulega undirstöðu þjóðfélags-
ins. Hið nýja hjá Lúther var að
halda fram, að hver stétt hefði
göfugu hlutverki að gegna á sviði
sköpunarinnar. með því varð til
samræmi við hlutverk sitt líkt og
limirnir gera á líkamanum.
Hlutverk hinnar andlegu stéttar
var að hans mati einungis þetta:
Að prédika Guðs orð, skíra, kenna,
fræða, áminna, hlýða skriftum,
útdeila heilögu altarissakramenti.
Af þessu embætti leiddi skylduna
við alþýðu, þá að sjá henni fyrr
fræðslu, og við yfirvöldin, þá að
áminna þau um skyldur þeirra svo
sem að fátækraframfærslu og
heilsugæslu. Presturinn er enginn
meðalgangari, milli Guðs og
manns, heldur þjónn Guðs innan
hins kristna safnaðar að því sem
honum er nauðsynlegt. Hin eina
viðmiðun hans er orð Guðs og
játning kirkjunnar auk skynsem-
innar, sem hann á eins og aðrir.
Hann hefur þó þá skyldu umfram
aðra sem þjónn orðsins að halda
„Og svo aðeins eitt
að lokum, ritstjóra
málgagns jafnaðar-
stefnu og þingmanni
Alþýðuflokksins til
íhugunar: Hvað veld-
ur því, að þær þjóðir,
sem hvað eindregnast
og með mestri ró hafa
unnið að framgangi
lýðræðis og jafnaðar í
löndum sínum, eru
einmitt hinar lúth-
ersku þjóðir Norður-
álfu? Skyldi það vera
af því, að þær séu upp-
aldar í þeim hugsun-
arhætti sem kirkju-
skipun þessara landa
byggist á, að ríkisvald
sé þjónn þjóðar sinn-
ar, er menn geta kraf-
ið um rétt sér til
handa?“
myndin af hinu lífræna samfélagi,
þar sem hver þjónaði öðrum í
skynsemi sinni vakandi í orðinu,
svo að hann geti frekar orðið verk-
færi Guðs við að vekja skynsemi
annarra.
Nú voru þeir til er drógu þá
ályktun af kenningu Lúthers, að
kristinn maður væri sá er hlyti
beina upplýsingu heilags anda og
þyrftu ekki á neinni ytri leiðsögn
að halda svo sem frá orði Guðs eða
kristnum systkinum. Meðal slíkra
var Tómas Múnster. Það var hann
sem hvatti bændur til krossferðar
gegn kúgurum sínum og væri um-
boð þeirra til þess rödd heilags
anda í brjóstum þeirra.
Nú hafði Lúther skírskotað til
samvisku furstanna um að koma
til móts við bændur og létta byrð-
ar þeirra. Réttur furstans var
samur og allra annarra: Embætti
með skyldum til að þjóna — líka
bændum. Bændur hvatti hann til
að sýna þolinmæði og beita þeim
ráðum sem kristnum mönnum er
kennt: Að biðja þess, að ráð Guðs
mætti ná fram að ganga og vinna
skyldustörf sín með trúmennsku.
Ofbeldi var honum nefnilega alls
ekki að skapi. Það hefur enginn
leyfi til að beita annan ofbeldi. Sá
einn má beita sverði sem er það
gefið í þeim tilgangi að verja rétt
heildarinnar og var það að hans
áliti furstinn.
Er Thomas Múnster hvatti til
blóðugrar uppreisnar, taldi Lúth-
er það næga ástæðu til að ætla, að
hann færi með rangt mál. Guð-
fræðilegu rökin samþykkti hann
heldur ekki. Því réðst hann með
þunga á Múnster og kenningar
hans er hann taldi, að væru fram
settar einungis til þess að villa um
fyrir fólki. Gramdist honum, að
menntaður kristinn maður skyldi
nota aðstöðu sína á slíkan hátt
sem hann í stað þess að gegna
embætti sínu. Furstana hvatti
hann til að koma á friði í ríkjum
sínum og nota til þess sverðið. Er
hann hins vegar sá, að furstar
gerðu meira en þeim var leyfilegt
og þeir notuðu sverðið líka í rang-
látum tilgangi, hvatti hann þá til
sinnaskipta og sýndi þeim enn á
ný fram á skyldu þeirra til að bera
sverðið með réttlæti. I öllu þessu
var hann alveg samkvæmur sjálf-
um sér.
Syndin — náðin
Það sem á undan er sagt, virðist
lýsa mikilli bjartsýni að manninn
og getu hans. Mun sumum þykja
það undarlegt svo mjög sem því er
hampað, hve Lúther verður tíð-
rætt um syndina og afleiðingar
hennar. Og satt er það. Lúther tal-
ar alvarlegum orðum um syndina,
en þess ber að gæta, að hugtakið
synd er ekki hugtak, er lýsir
manninum út af fyrir sig, heldur
lýsir það manninum í afstöðu til
Guðs.
Lúther vissi vel, að eitt er fágað
yfirborð mannsins, annað það sem
undir býr. Syndin er að mati hans
ekki einstakar gjörðir, heldur hug-
arfarið fyrst og fremst, hjartað
eða hinn innri maður. Undir hin-
um göfugustu verkum leynist oft
sjúkt og spillt hugarfar. Það kann-
ast maðurinn sjálfur við, hvað þá
Guð, er rannsakar hjörtun og nýr-
un. Vissulega getur maðurinn
sjálfur fágað sinn ytri mann, en
syndaspillinguna í hjartanu getur
hann ekki losnað við.
Hvað getur þá leyst manninn
undan syndaspillingunni?
Aðeins náð Guðs, segir Lúther,
og náð Guðs merkir: Hugarfar
Guðs gagnvart manninum, sem er
einskær góðvild. Guð skapar
manninn í elsku sinni til sanjfé-
lags við sig. Syndin er merki upp-
reisnar, falls frá Guði, en Guð
elskar manninn samt.
Menn höfðu ekki litið svona
róttækt á málin á miðöldum. Þá
höfðu menn skilgreint syndina út
frá heimspekilegum forsendum og
gengið út frá spurningunni, hvað
maðurinn væri út af fyrir sig og
hvar væri nauðsynlegt fyrir Guð
að koma inn í myndina. Svarið
var, að Guð kæmi svo uppbót á
það sem manninn skorti og lá
þetta svar til grundvallar kenn-
ingu og breytni kirkjunnar varð-
andi yfirbótarverk og aflát.
Lúther notaði hins vegar ekki
heimspekileg hugtök til að setja
fram sitt mál, heldur beitti hann
persónulegum hugtökum og studdi
skoðanir sínar dæmum úr daglega
lífinu líkt og Biblían gerir sjálf.
Það olli ekki síst ágreiningnum
milli Lúthers og fjölda guðfræð-
inga um hans daga, að þeir voru
ekki tilbúnir til að nota tungumál-
ið á þann hátt sem Lúther gerði.
Er þeir lögðu skoðanir hans út á
fræðimál sitt, fundu þeir út þá
villukenningu Lúthers, að maður-
inn væri skapaður illur. Því hélt
Lúther aldrei fram, heldur var það
ásökun á misskilningi byggð.