Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 23 MORÐIÐ Á ANWAR SADAT MUBARAK Sá sem Sadat valdi til að axla með sér ábyrgðina Fyrir fjórum árum kallaði Sadat hann fyrir sig og sagði: „Mig vantar varaforseta sem er fær um að axla með mér ábyrgð á stjórn rtkisins á öllum sviðum. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér og ríkisleynd- armál mega ekki vera á vitorði eins manns. Það er aldrei að vita hvað gerist." Þetta er formáli Sadats að itarlegri skýrslu um málefni ríkisins. Siðan var Hosni Mubarak hans hægri hönd. Sadat fól honum margvísleg trúnaðarstörf og síðasta verkefnið af því tagi var för á fund Bandaríkja- forseta til að skýra honum frá áhyggjum egypzku stjórnarinnar vegna sívaxandi átroönings Sovétmanna og Líbýumanna í Afríku. Úr þeirri för kom Mubarak tveimur dögum áöur en Sadat var veginn. Hosni Mubarak sagði skömmu eftir að Sadat gerði hann að varafor- seta sinum: „Ég er maöur sem leitar fullkomnunar og trúmennsku í starfi. Líf mitt hefur verið samfelld röð óvæntra atburða." Hér átti hann án efa við skipunina í varaforsetaembætti, en hún kom flestum á óvart, ekki sízt honum sjálfum. Hosni Mubarak fæddist áriö 1928 í smábæ í óshólmum Nílar. Hann lauk prófi frá egypzkum herskóla áriö 1948 og frá akademíu flughersins þremur árum síðar. Hann gat sér orð sem frábær flugmaður og kenndi viö akademíuna allt til ársins 1961, en þá tók viö þjálfun í Sovétríkjunum. Árið 1967 var hann settur yfir akademíu flughersins og tveimur árum síðar var hann skipaður æðsti yfirmaöur egypzka flughersins. Hann var enn hækkaöur í tign og skipaöur aöstoöarvarnamálaráöherra árið 1972. Sama ár fór hann með Sadat til Moskvu til að semja um vopnakaup, en þá tók við undirbúningur flughersins fyrir stríðið gegn israel 1973, og hann var sá sem stjórnaöi árásinni miklu í Sínaí. Eftir sigur Egypta í þeim átökum var Mubarak gerður aö flugmarskálki, en tengsl hans innan hersins eru talin traust. Náið og mjög persónulegt varö samstarf Sadats og Mubaraks ekki fyrr en eftir hina óvæntu og dirfskufullu heimsókn forsetans til Begins i Jerúsalem haustiö 1977, en sá tímamótaatburður í málefnum Miöaust- urlanda kallaöi tvímælalaust á þaö aö Sadat tryggöi sig í sessi og byggi svo um hnúta að stjórn rikisins væri í tryggum höndum nyti hans ekki lengur við. Segja má að frá því aö Sadat fór á fund Begins hafi hann lifað í skugga dauöans, en afturhaldsöfl um allan hinn arabíska heim líta á hvern þann sem réttdræpan svikara er rýfur hina „algeru samstööu Araba“ gegn „Zíonismanum”. Eftir Jerúsalem-förina lagöi Sadat vaxandi áherzlu á að þjálfa Mubar- ak í alþjóöasamskiptum og sendi hann iöulega í sinn stað á fundi erlendis. Útlendingar sem kynnzt hafa Mubarak í slíkum erindum Ijúka á hann lofsorði og telja hann skarpskyggnan, afkastamikinn og sköru- legan. Til marks um það traust sem Sadat bar til hans má nefna, aö hann var sá sem forsetinn sendi á vit vina sinna í Ryadh og Kartoum daginn sem Camp David-sáttmálinn var undirritaður til að gera þeim grein fyrir samkomulaginu og falast eftir stuöningi viö það. Hosni Mubarak er 53ja ára aö aldri. Hann er tveggja barna faöir og á konu sem heitlr Suzan en hún er nútímakona — af þeirri kynslóð sem Jihan Sadat hefur lagt mikla áherzlu á aö ala upp í Egyptalandi á undanförnum árum — og lauk nýlega prófi frá ameríska háskólanum í Kairó. _ Á.R. (Heimild: AP) Fjölskylda Sadats: Tveir bústaðir og árlegur líf eyrir Kairó, 7. október. AP. SÉRSTÖK nefnd á veKum egypska þingsins lagði i dag til, að fjölskyldu Sadats heitins forseta yrðu fengnir tveir bústaðir til dvalar og árlegur lifeyrir að auki. Talið er að sonur Sadats heitins, Gamal Sadat, hafi í gær haldið heim til sin frá Bandarikjunum. Bústaðirnir tveir, sem lagt er til að fjölskylda Sadats fái til umráða, eru í eigu forsetaembættisins og eru á Nílarbökkum í miðborg Kairó. Ekki er vitað hver lífeyrir fjöl- skyldunnar verður. í fréttum frá Bandaríkjunum, sem taldar eru áreiðanlegar, segir að sonur Sadats, Gamal Sadat, hafi í gær haldið heim á leið, en hann hefur að undanförnu verið í fríi þar vestra. Blæðingar í brjóstholi drógu Sadat til dauða Kairó, 7. október. AP. LÆKNARNIR, sem í gær reyndu að bjarga lifi Sadats forseta eftir banatilræðið við hann, gáfu i dag út opinbera tilkynningu, þar sem skýrt var frá þeim sárum, sem Sadat hlaut i árásinni og drógu hann til dauða. í tilkynningunni segir, að þegar komið hafi verið með Sadat í sjúkrahúsið, hafi enginn andar- dráttur fundist og augun engin viðbrögð sýnt þegar ljósi var beint að þeim. Tvö skotsár voru á brjóstkassanum vinstra megin, skotsár á hálsi og vinstra læri mjög tætt og lærleggurinn brot- inn. Blóð streymdi úr munninum. Sadat heitinn forseti var fluttur á skurðarborðið þar sem brjóst- kassinn var opnaður og gerviönd- un beitt. Reynt var hjartahnoð og blóðgjöf og sérstöku efni dælt í hjartað til að koma því af stað. Þegar allt kom fyrir ekki, heilinn hættur að starfa og önnur við- brögð engin, var Sadat úrskurðað- ur látinn. Þá var liðin klukku- stund og tíu mínútur frá því að komið var með hann í sjúkrahúsið. Dauði Sadats, segja læknarnir, stafaði af taugaálagi og innvortis blæðingum í brjóstholi, þar sem vinstra lunga og helstu æðar voru sundurrifin. Borgarstjóri í Róm látinn Róm, 7. október. AP. LUIGI Petroselli borgarstjóri í Róm lézt af hjartaslagi i dag, 49 ára að aldri. Petroselli, sem var úr flokki kommúnista, var fyrst kjörinn borgarstjóri árið 1979 og endurkjörinn i september sl. Ilann beitti sér mjög fyrir því að gera umhverfið notalegra fyrir einstaklinginn, m.a. með þvi að skipuleggja göngugötur, lista- sýningar og menningarsamkom- ur á almannafæri. ■ ■■ ERLENT, APsimamynd. Dr. Sufi Abu Taleb, forseti egypska þjóðþingsins. Eftir morðið á Sadat tók Taleb við embætti forseta Egyptalands til bráðabirgða. VERÐ aðgöngumiöa er kr. ,20 fyrir börn, kr. 60 stæði og kr. 80 stúka. Sterkasta knattspyrnuliö Bandaríkjanna í áraraöir leika gegn Valsmönnum, sem hafa fengið til liös viö sig stjörnuna frægu laugardaginn 10. okt. kl. 14.00. Lokahóf knattspyrnumanna verður nk. laugar- dagskvöld á Hótel Borg. Heiðursgestir veröa: Georgie Best og Cosmos. FLUGLEIDIR Á HAPPDRÆTTI Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar og vinningurinn er helgarferð meó flugleiö- um til New York á heimaleik Cosmos, uppi- hald og gisting í heimsborginni New York. í liði Cosmos leika margir af þekkt- ustu leikmönnum Evrópu, Brasilíu og Bandaríkjanna. G COSMOS leika i eUesse búningum ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. 5^ A Valur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.