Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 Eftir fundahöld og blaðaskrif þar sem Menntaskólinn í Kópa- vogi hefur dregist inn í umræður er öllum væntanlega ljóst að eina raunhæfa lausnin í húsnæðis- vanda skólans er að byggja yfir starfsemi hans. Húsnæðisvanda MK er ekki bú- ið að leysa. Málið er í biðstöðu og verður væntanlega aftur fjallað um það á fundi bæjarstjórnar Kópavogs föstudaginn 9. október nk. Á fundinum í Þinghólsskóla lögðu nemendur MK fram tillögu sem samþykkt var samhljóða, og var hún þess efnis, að skorað var á menntamálaráðuneyti og bæjaryf- irvöld að leysa húsnæðisvanda menntaskólans þannig að hann gæti þróast yfir í fjölbrautaskóla. Á þessum fundi voru allir sam- Hluti miðbæjarskipulags Kópavogs, vestan Hafnarfjardarvegar l.Kópavogskirkja. — 2.Hamraborg. — 3.Fjölbrautaskóli. — 4.Listasafn. — 5.Tónlistarskóli. — 6.Borgarholtsbraut. Eina raunhæfa lausnin er að byggja yfir starfsemi f jölbrautaskóla í Kópavogi mála um að leysa þyrfti vanda menntaskólans en hins vegar var ekki samkomulag um hvernig ætti að gera það. Um það má auðvitað þrátta endalaust. Sem óbreyttur borgari styð ég eindregið þá stefnu að skipulag miðbæjar Kópavogs sem var hannað, kynnt almenningi og samþykkt í skipulagsnefnd 1978, nái fram að ganga, og þar með tekin endanleg ákvörðun um stað- arval fjölbrautaskólans. Ég legg ríka áherslu á að húsnæðismál MK, sem á að þróast í fjölbrauta- skóla, verði sameiginlegt ópóli- tfskt hagsmunamál allra Kópa- vogsbúa, eldri sem yngri. Okkar krafa hlýtur að vera, ein- setinn grunnskóli og framhalds- skóli með samræmdri og mark- vissri bók- og iðnmenntun. Við höfum ekki efni á því að vera fá- tæk og nota fjármagn í dýrar og óhagkvæmar bráðabirgðalausnir. Nemendur og kennarar skólans standa einhuga á bak við þá kröfu að byggt verði yfir starfsemi hans. HÚSNÆÐISMÁL SKÓLANS I bréfi til bæjarstjórnar Kópa- vogskaupstaðar dagsettu 25. sept- ember sl. og birt var orðrétt í Morgunblaðinu 1. október sl. undir fyrirsögninni „Hvernig verður húsnæðisvandi framhaldsskólans leystur“? segir skólameistari m.a. að menn séu sammála um þrjú meginatriði varðandi fram- haldsskóla. • Að koma á fjölbrautakerfi í Kópavogi. • Að samræma námsefni og áfangakerfi. • Að byggja yfir fjölbrautaskól- ann og leysa þannig húsnæðis- vanda MK til frambúðar. Ennfremur leggur hann áherslu á að grundvöllur um skólamál verði eftirfarandi: • Unnið verði að stöðlun og sam- hæfingu námsefnis og áfanga- kerfis. • Þinghólsskóli starfi áfram sem grunnskóli með fornám. • Byggt verði yfir fjölbrautaskól- ann á miðbæjarsvæðinu, eins og áformað og ákveðið var af ráðherra og bæjarstjórn á sín- um tíma, í meginatriðum sam- kvæmt þeirri teikningu sem til er. eftir Ingibjörgu Árnadótt- ur hjúkrunarfræðing • Víghólaskóli starfi með svipuðu sniði náms og kennslu og hingað til. • Menntaskólinn fái 3—4 stofur til afnota í Kópavogsskóla þar til 1. áfangi hinnar nýju bygg- ingar fyrir framhaldsskólann rís af grunni. í lok bréfs síns segir skólameist- ari að lausn þessi komi harðast niður á MK en með byggingu í sjónmáli kvað hann unnt að þreyja þorrann og þola þrengslin um þriggja ára skeið. ÞOLINMÆÐI SKÓLAMEISTARA Mér þykir skólameistari þol- inmóður þar sem hann í lok bréfs síns til bæjarstjórnar talar um að þreyja þorrann, þola góuna og þrengslin, í þrjú ár, með byggingu í sjónmáli. Bygging er að mínu mati óhjákvæmileg lausn mála og það þarf að hefjast handa sem fyrst. Því fyrr þvi betra. Öll hönnunar- atriði hafa legið fyrir sl. þrjú ár. Ef hafist hefði verið handa þegar eftir samkomulag bæjarstjórnar og ráðherra um staðarval og nem- endafjölda skólans, værum við að öllum líkindum þegar búin að reisa fyrsta áfanga fjölbrauta- skóla í Kópavogi. ÓRÖKSTUDDAR ÁRÁSIR Persónulegum og ómaklegum árásum á skólameistara MK vil ég svara með góða gamla máltækinu „aumur er öfundslaus maður“. Slíkur boðskapur er þeim einum til vansæmdar sem hann flytja. Framtíðarskipulag MK sem á að þróast í fjölbrautaskóla er ekki persónulegt mál núverandi skóla- meistara, þvert á móti, þetta er hagsmunamál okkar, mál allra Kópavogsbúa. Frá upphafi, þ.e.a.s. 1973, er skólinn var settur á stofn, var ákveðið og yfirlýst af ráðherra að hann skyldi starfa með fjölbrauta- skólasniði. MK hefur síðan ekki getað þróast í fjölbrautaskóla, m.a. vegna húsnæðisleysis. HVERNIG HEFUR MK RÆKT HLUTVERK SITT? Menntaskólinn í Kópavogi hefur staðið sig með prýði. Sem mennta- skóli hefur hann þrátt fyrir þröngt húsnæði og erfið skilyrði, fyllilega staðist samkeppni við aðra menntaskóla. Skólinn á því að fá tækifæri til að þróast sem fjölbrautaskóli, eins og samstaða var um á sínum tíma, og kennarar og nemendur standa einhuga að baki. FÉLAGSLÍF TIL FYRIRMYNDAR Ég hef orðið þeirrar ánægju að- njótandi að fylgjast nokkuð með félagsstarfinu í MK, sem hefur, að því er ég tel, verið til stakrar fyrirmyndar á mörgum sviðum, þrátt fyrir þröngan húsakost og illan aðbúnað. I því sambandi leyfi ég mér að nefna skólablaðið (Sinfjötli), símaskrá MK, tónleikahald fyrir almenning, og síðast en ekki síst skammdegishátíð MK (Myrkra- mesáu) sem haldin er í desember ár hvert. Til hátiðarinnar hefur „Ég legg ríka áherslu á að húsnæðismál MK, sem á að þróast í f jölbrautaskóla, verði sameiginlegt ópóli- tískt hagsmunamál allra Kópavogsbúa, eldri sem yngri.“ ævinlega verið mjög vel vandað. Þar hafa nemendur skemmt okkur með heimatilbúnum skemmtiat- riðum s.s. frumflutningi tónverka eftir nemendur úr skólanum, kór- söng, sem nemendur hafa flutt og stjórnað, leikritum og mörgu fleiru í þeim dúr. Á Þorláksmessu sl. gekk skólakór MK um bæinn og söng fyrir gesti og gangandi, (meira að segja með jólasveina- húfur á kollinum) stansaði í Hamraborginni við Blómahöllina okkar, söng og kom öllum í jóla- skap og stemmningu sem þar áttu leið um. M.a. vegna þessara frábæru skemmtilegheita sem sett hafa svip sinn á bæjarlífið undanfarin ár þykir mér mjög miður ef dreifa á starfsemi skólans á 3—4 staði eins og tillögur eru uppi um. Það hefur komið fram hjá formanni Nemendafélags MK að hann telur það muni spilla stórlega félagslífi nemenda. Þann þátt í menntakerf- inu tel ég mjög þarfan og hefur hann, að minu mati, verið til stakrar eftirbreytni í Menntaskól- anum í Kópavogi. KONUR ÞÖGULAR OG AFSKIPTALITLAR Á þeim fundum áem ég hef setið og í þeirri umfjöllun sem þetta mál hefur fengið í fjölmiðlum hafa konur verið fremur þögular. Hvernig stendur á því að konur almennt láta lítið að sér kveða þegar um er að ræða mál sem snerta þær og störf þeirra svo mjög, sem skipulagning skólamála gerir? Er það ekki óæskilegt fyrir kon- ur (mæður), sem starfa eitthvað utan heimilisins að starfsdegi barnanna í skólunum sé bútað niður á tímabílið 08.00—19.15? Með fullri virðingu fyrir góðum heimilisfeðrum, spyr ég. Eru það ekki fyrst og fremst mæður, sem leitast við að vera heimavið á matmáistímum, hvernig svo sem starfi þeirra utan heimilisins annars er háttað? SAMSTAÐA NAUÐSYNLEG Æskilegast er að Kópavogsbúar beri gæfu til að standa saman um framtíðarlausn húsnæðismála skólans og miðbæjarskipulagið, með fjölbrautaskóla, tónlistar- skóla og listasafn í huga. Kópavogsbúar hafa sýnt frá- bæran dugnað og hugvitsemi í fjáröflun v/byggingu Hjúkrun- arheimilis Kópavogs. Því vænti ég þess að bæjarbúar muni ekki liggja á liði sínu, þegar um er að ræða framtíð barna okkar og barnabarna, sem væntanlega vilja hvergi annars staðar búa en í Kópavogi, alveg eins og flest okkar. Margir sem mæla gegn bygg- ingu fjölbrautaskólahúss telja ekki þörf fyrir nýja skólabyggingu þar sem nýta megi annað húsnæði sem til er fyrir starfsemi skólans. Þetta tel ég mikla skammsýni. Bæði er að nú þegar er nemenda- fjöldi á framhaldsskólastigi í Kópavogi ærinn til að fylla 500 manna skóla og einnig er vert áð hafa í huga að enn á Kópavogur mikið óbyggt land. Áætlað er að í kaupstaðnum fullbyggðum geti búið 40—48 þúsund manns. Það er umhugsunarvert, að á meðan veitt hefur verið ríkisfé til bygginga framhaldsskóla víðs veg- ar um landið, og það stundum að því er virðist á lítið ígrunduðum tillögum um nýtingu húsnæðis, hefur ekki verið veitt neinu fé til byggingar fjölbrautaskóla í Kópa- vogi, sem þó er annað stærsta bæjarfélag landsins, með um 14 þúsund íbúa. Því legg ég ríka áherslu á að ekki verði tjaldað til einnar næt- ur. Samstaða, skipulagning og stórhugur verði ríkjandi í lausn þessara mála. Kópavogur 7. október '81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.