Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 27 LAUGARÁSBlÓ hefur hafið sýningar á nýlegri handarískri söng- og dansntynd sem nefnist i islenskri þýðingu „Eplið“. Myndin á að gerast 1994. í amerískri stórborg og fjallar um unglinga sem flykkjast til að vera við Heimssöngvakeppnina í sjónvarpinu sem send er um gervi- tungl um allan heim. Framleiðendur eru Menahem Golan og Yoram Globus, og er myndin i Dolby Stereo. Myndin er úr einu atriði kvik- myndarinnar. Veski með 13.500 kr. stolið PENINGAVESKI með 13.500 krónum var stolið frá manni á bænum Kambi i Hofshreppi á laugardag. og uppgötvaðist þjófnaðurinn síðdegis þann dag, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaöið fékk hjá sýslu- mannsembættinu á Sauðárkróki i gær. Mál þetta er enn í rannsókn og hefur enn enginn verið handtek- inn vegna þess, og samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var á sunnudag óskað eftir aðstoð Rannsóknarlögreglu ríkisins við rannsókn málsins. Var búist við að rannsóknarlögreglumenn kæmu norður í gærkvöldi eða í dag, fimmtudag. Kennarar við öldungadeildir: Leggja niður vinnu 19. okt. - fáist ekki leiðrétting á launum verknámskennara fyrir 16. okt. KENNARAR við öldungadeildir framhaldsskólanna hafa tilkynnt fjármálaráðherra, að þeir ætli að leggja niður vinnu 19. október nk., ef ekki hefur náðst sam- komulag um greiðslur launa verknámskennara við deildir þessar fyrir 16. okt., en laun þeirra hafa verið lægri en kenn- ara bóknámsgreina. Nemendur Öldungadeildar Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, sem eru 366 að tölu, hafa tekið undir kröfu kennaranna og sendu þeir fjármálaráðherra, Ragnari Arn- alds, bréf í gær, þar sem þeir segja frá fundi, sem nemendurnir stóðu fyrir vegna máls þessa. Lýsti fundurinn furðu sinni á, að ekki skuii enn vera búið að ákveða laun verknámskennara við deildina. Þá beinir fundurinn þeim tilmælum til fjármálaráðherra, að hann hefji tafarlaust viðræður við Hið íslenzka kennarafélag um heild- arkjarasamninga fyrir kennara við öldungadeildir „svo námi þeirra sem nú sækja fullorðins- fræðslu víðs vegar um landið verði ekki stefnt í voða“, eins og segir í niðurlagi bréfsins. Samstaða mun vera meðal allra kennara í öldungadeildum í máli þessu og leggja jafnt bóknáms- sem verknámskennarar niður TALSVERT brim var í gær á Vopnafirði og vindur af norð- austan og var ófært út að Mávi þar sem hann er fyrir botni fjarð- arins og gekk stöðugt yfir skipið, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Kristjáni Magnússyni sveitarstjóra í gær. Sagði Kristján að skipið sæti fast í sandinum og tvisvar hefði tekist að komast út í skipið en ekki hefði verið unnt að kanna ástand saltfisksfarmsins í skipinu. Sagði Kristján að menn óttuðust að skipið og farmur þess væri ónýtt. Nú væru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að ná olí- vinnu, ef ekki næst samkomulag. Ekki náðist samband við fjár- málaráðherra í gær vegna máls þessa, en samkvæmt heimildum Mbl. mun fjármálaráðherra ætla að funda með fulltrúum Hins ís- lenzka kennarafélags á föstudag. unni úr skipinu, en í því eru um 95 tonn af olíu. Ekki taldi Kristján að mikið af olíu hefði lekið úr skipinu, olíu hefði einungis orðið vart fyrst eftir að skipið sigldi í strand. Skuldaröðun rædd í Lög- fræðingafélaginu STEFÁN M. Stefánsson, prófess- or, ræðir efnið Skuldaröðun sam- kvæmt skiptalögum á fundi lög- fræðingafélags Islands í kvöld kl. 8.30 í Lögbergi. Ófært út að Mávinum íslandsmótið í handknattleik hefst í höllinni í kvöld kl. 20.00 með stórleik VÍKINGUR ÞROTTUR SHARP SHARP SHARP r Nú byrjar mótiö meö úrslitaleik. Síöast sigraði Þróttur. Hvaö gerir sterka liösheild Víkings gegn hinum sterku einstaklingum í Þrótti. Fylgist meö frá byrjun og sjáiö spennandi leik. Allir í höllina. Missiö ekki af leik íslandsmeistaranna gegn bikarmeisturunum. Handknattleiksdeild Víkings. þeirfremstu ve/ja LITASJÓNVÖRP 20” meö ,Linytron Plus“ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. áfíL. HLJOMTÆKJADEILD KARNABÆR W HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 VERÐ 8.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.