Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Fær Amarflug leyfi á
Þýzkaland og Sviss?
STEINGRÍMUR Hermannsson,
samKönKuráðherra, er sam-
kvæmt upplýsinKum Mbl. kom-
inn mjöK nálægt þvi, að taka
ákvörðun um að veita ArnarfluKÍ
áatlunarflunleyfi á Þýzkaland
ok Sviss <>k Frakkiand sé jafnvel
inni i myndinni, en beiðni um
þetta ÍIuk frá ArnarfluKÍ JÍKKur
nú til meðferðar í ráðuneytinu.
í beiðni sinni sótti Arnarflug
um áætlunarleyfi á Zurich í Sviss,
París í Frakklandi og Frankfurt
og Hamborg í Vestur-Þýzkalandi.
Flugleiðir hafa hins vegar verið
með leyfi til áætlunarflugs til
Frankfurt og Dússeldorf í Vest-
ur-Þýzkalandi og Parísar í
Frakklandi.
Samgönguráðherra hefur marg-
lýst því yfir að hann telji heppi-
legt að hér á landi verði starfandi
tvö millilandaflugfélög, eitt stórt,
þ.e. Flugleiðir, og eitt minna, þ.e.
Arnarflug.
Samkvæmt venju fer umsókn
Arnarflugs um áætlunarleyfin frá
ráðuneytinu til Flugráðs, sem er
ráðgefandi aðili fyrir ráðherra, en
lokaákvörðun í málinu er síðan á
hendi samgönguráðherra.
Annar ársfjórðungur:
Minni iðnaðar-
framleiðsla
FRAMLEIÐSLUMAGN í iðn
aðarframleiðslu hefur lítil-
lega minnkað á 2. ársfjórð-
ungi miðað við sama tíma á
árinu 1980, segir í Ilag-
sveifluvog iðnaðarins. Gerð
var úrtakskönnun, sem að
þessu sinni náði til 90 iðnfyr-
irtækja í 22 greinum.
Vegið hlutfall fyrirtækja í
úrtakinu með framleiðslu-
minnkun er 38%, en fyrirtæki
með framleiðsluaukningu eru
34%. Hér gætir sömu tilhneig-
ingar og á fyrsta ársfjórðungi
á þessu ári, nema hvað sam-
drátturinn er heldur vægari.
Það eru fyrirtæki í öl- og
gosdrykkjaframleiðslu, papp-
írsvöruframleiðslu, ásamt sút-
un og álframleiðslu, sem gefa
framleiðsluminnkun til kynna.
Rétt er þó að geta þess, að ál-
framleiðslan vegur mjög
þungt í framleiðslumagni
heildarinnar.
Væg framleiðsluaukning
eða óbreytt framleiðsla kemur
fram hjá ullariðnaði, fatagerð
og húsgagnaframleiðslu. Aðr-
ar greinar telja framleiðsluna
hafa aukizt.
Sölumagn telja framleið-
endur hafa aukizt á 2. árs-
fjórðungi í ár miðað við sama
tíma í fyrra, þegar litið er á
iðnaðinn í heild. Telja 49%
fyrirtækjanna söluna hafa
aukizt, en 24% þeirra telja
hana hafa minnkað.
Söluhorfur á 3. ársfjórðungi
eru taldar nokkuð ámóta og á
Maðurinn. sem drukknaði í Eski-
(jarðarhöfn, Elías Valur Bene-
diktsson.
Elías var fæddur 10. janúar
1958. Hann var búsettur í Þor-
lákshöfn og lætur eftir sík tæp-
leKa tveKKja ára dóttur ok unn-
ustu.............................
2. ársfjórðungi fyrir heildina.
Verulega lakari söluhorfur
koma þó fram í prjóna- og ull-
ariðnaði, öl- og gosdrykkjaiðn-
aði, húsgagnagerð, sápu- og
þvottaefnagerð, plastvöru-
iðnaði, skipasmíðum og skipa-
viðgerðum.
Bjartsýni gætir hins vegar í
brauðgerð, sælgætisgerð, mat-
vælaiðnaði og málningargerð,
en fyrirtæki í þessum greinum
spá töluverðri söluaukningu á
3. ársfjórðungi.
Bylgja fékk á sig
brotsjó við Færeyjar
ÞEGAR vélbáturinn Bylgja var
á leið i söluferð til Hull fyrir
helgi varð báturinn fyrir
brotsjó suður af Færeyjum.
Við brotsjóinn skolaði þvotta-
kari út af dekki og ennfremur
stíufjölum. Þá komst sjór í brú
bátsins og skemmdust við það
siglinga- og fiskileitartæki. Eftir
óhappið hélt Bylgja inn til Fær-
eyja og þar tókst að gera við öll
tæki í brú a.m.k. til bráðabirgða
og að nokkrum klukkustundum
liðnum hélt Bylgjan áfram til
Hull.
Sigurbáran
til Þorlákshafnar
NÚ ER búið að selja Sigurbáru
VE, sem strandaði á Sólheima-
sandsfjöru sl. vetur, og hafa aðil-
ar i Þorlákshöfn fest kaup á skip-
inu.
Sigurbára var dregin í sumar til
Akureyrar og hefur skipið verið
síðan í viðgerð hjá Slippstöðinni
hf. Mun nú vera langt komið að
gera við skipið, meðal annars hafa
sérfræðingar frá vélaframleiðend-
um skipsins yfirfarið allan véla-
búnað. Gert er ráð fyrir að skipið
verði tilbúið til afhendingar síðar
í þessum mánuði.
Eins og kunnugt er, þá keypti
Björgun hf. skipið á strandstað.
Það eru Hafliði hf., Suðurvör hf.
og fimm einstaklingar tengdir
þessum fyrirtækjum í Þorláks-
höfn, sem hafa keypt skipið.
Ný loðnunót kost-
ar nú yfir 1 millj. kr.
NÚ MUNU vera liðin tvö ár síðan
íslenzk útgerð lagði i þann kostn-
að að kaupa nýja loðnunót, frek-
ar eru næturnar sem eru I notkun
smám saman endurnýjaðar, enda
er kostnaðurinn við kaup á nýrri
nót orðinn það mikill, að flestum
óar við.
Morgunblaðinu var tjáð í gær að
ný loðnunót af stærðinni 300x80
faðmar, en það mun vera meðal-
stærð af nót, myndi nú kosta í
kringum 1,1 millj. kr. Talið er að
efni í slíka nót kosti um 110 þús.
dollara eða um 800 þús. krónur,
teinaefni kostar um 100 þús. kr.,
flot á nótina kostar um 60 þús. kr.,
blýið, væntanlega um 4,8 tonn,
43—45 þús kr. og snurpuvír um 25
þús. kr. Þá er talið að 1500 vinnu-
stundir fari í það að setja nótina
upp og kostnaður við það er í
kringum 100 þús. kr.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra:
Brottflutningur ungs fólks
úr byggðarlögum vegna aassfíf-4
upplausnarástands
Skora á Alþingi að virkja Blöndu næst
HINN 3. október sl. hélt kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Norður-
landskjördæmi eystra aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri.
Fjögur framsöguerindi voru flutt á fundinum. Alþingismennirnir
Lárus Jónsson og Halldór Blöndal ræddu um stjórnmálaviðhorfin.
Knútur Otterstedt flutti erindi um orkumál og Gunnar Ragnars talaði
um iðnaðarmál. Að loknum framsöguerindum voru allmiklar umræiV
ur. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:
„Aðalfundur kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna í Norður-
landskjördæmi eystra vekur at-
hygli á þeirri þróun sem orðið hef-
ur í atvinnumálum á síðustu miss-
erum. Hún sýnir að framleiðslu-
og útflutningsgreinarnar eiga við
vaxandi rekstrarörðugleika að
stríða sem sums staðar hafa leitt
til lokunar fyrirtækja, en önnur
safnað skuldum. Þetta ástand
veldur upplausn í byggðarlögun-
um og leiðir til brottflutnings
fólks, einkum ungs fólks. Þetta
upplausnarástand verður umfram
allt rakið til rangrar stefnu í at-
vinnu- og efnahagsmálum. Kostn-
aðarliðirnir hafa hækkað úr hófi
fram, ekki síst opinber þjónusta,
og mun meira en tekjumöguleik-
arnir gefa tilefni til. Boðað hefur
verið að þessi halli verði jafnaður
með erlendum lántökum fyrir
milligöngu ríkisstjórnarinnar.
Þeirri leið hljótum við að hafna.
Þess í stað er nauðsynlegt að
vinna bráðan bug að því að búa
atvinnuvegunum eðlileg rekstr-
arskilyrði, þar sem frjálst fram-
tak nýtur sín og efnahagur fyrir-
tækjanna batnar. Það er forsend-
an fyrir því að hér sé hægt að
halda uppi menningarlífi og veita
þá þjónustu í heilbrigðis- og fé-
. ■ íagsmálum, sem ætlast er til í nú-
tíma þjóðfélagi. Kjördæmisráð
telur að gera verði sérstakt átak í
orku- og atvinnumálum á Norður-
landi og bendir á þá staðreynd að
virkjun Blöndu sé tvímælalaust
besti virkjunarkostur lands-
manna. Augljóst er, að hún er til
þess fallin að verða lyftistöng
nýrrar sóknar í atvinnumálum
fjórðungsins alls og tryggir að
Norðlendingar verði í fylk-
ingarbrjósti í framfarasókn þjóð-
arinnar. Því skorar kjördæmis-
ráðið á Alþingi að ákveða þegar í
stað að næsta stórvirkjun verði í
Blöndu og að unnið verði að því að
koma nýiðnaði og stóriðju á fót í
tengslum við virkjunina. Kjör-
dæmisráð telur eðlilegt að slíkum
stórfyrirtækjum sé valinn staður í
Eyjafirði eða við Húsavík."
Stjórn kjördæmisráðs var
endurkjörin og er hún þannig
skipuð:
Formaður Svanhildur Björg-
vinsdóttir, Dalvík. Aðrir í stjórn:
Höskuldur Sigurgeirsson, Húsa-
vík, Sigurður B. Björnsson, ólafs-
firði, Sigurður Hannesson, Akur-
eyri, Valdimar Kjartansson,
Hauganesi. Til vara: Helgi ólafs-
son, Raufarhöfn, Sveinbjörn
Steingrímsson, Dalvík, Þórunn
Sigurbjörnsdóttir, Akureyri,
Tryggvi Pálsson, Akureyri, Guð-
mundur Frímannsson, Akureyri.
rjúpnaveiðimöimum
Rjúpnaveiðitíminn hefst 15.
október nk. eða fimmtudaginn i
næstu viku.
Nokkur brögð hafa verið að því
undanfarin ár að rjúpnaskyttur
hafi haldið of fljótt til fjalla í
rjúpnaleit. Vegna þessa mun lög-
reglan í Reykjavík fylgjast með
ferðum manna í nágrenni borgar-
innar næstu daga og verður sér-
stakt eftirlit nú um helgina. Þeir
veiðimenn, sem þjófstarta, verða
umsvifalaust gripnir og kærðir.
O
INNLENT
Þungfært víðast hvar
FÆRÐ A landinu var í gær viðast
hvar þung, að undanskildu Vest-
ur- ok Suðurlandi. að sÖKn vega-
eftirlitsmanna. Nokkuð mikill
snþir var á Vestfjörðum, Nórður-
landi, einkum Norðurlandi eystra
<>K á Austfjörðum. Þá var í þess-
um landshlutum víða éljaganKur
(>K óvist um hvort tækist að haida
vegum opnum.
í gær opnaðist leiðin alveg vest-
ur á firði að vestanverðu, en
Þorskafjarðarheiði er ófær. Þá var
sæmileg færð norður Holtavörðu-
heiði og um vestanvert Norður-
land. Aðeins var fært jeppum og
stærri bílum norður á Hólmavík
um Strandir, reynt verður að lag-
færa veginn þann á föstudag.
Þá var fært til Siglufjarðar í
gær, eftir að mokað var í fyrradag.
Þar hefur verið éljaveður og óvíst
hversu lengi vegurinn helst opinn.
í gær var verið að moka Öxna-
dalsheiði og ætti hún að vera
sæmilega fær. Sömu sögu er að
segja um Ólafsfjarðarmúla. Fært
var um Dalsmynni austur til
Húsavíkur og um miðjan dag í gær
alveg austur með ströndinni allt til
Vopnafjarðar. Þó var einhver
fyrirstaða á Sandvíkurheiði á milii
Bakkafjarðar og Vopnafjarðar.
í Mývatnssveit var svokallaður
kísilvegur mokaður í fyrradag og
var þar fært í gær. Þar var éljaveð-
ur og því óvíst um framhaldið.
Sæmilega fært var um Hérað í
gær, en snjór var á öllum vegum og
hált. Möðrudalsöræfi voru ófær og
Vatnsskarð einnig talið ófært.
Fært var jeppum og stórum bílum
um Fjarðarheiði og Oddsskarð var
opnað í gær, en ófært suður með
fjörðum.
Snjólaust var í gær eftir að kom-
ið er suður í Hornafjörð og á Suð-
urlandi.