Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 35 - Ekki létu fulltrúar sambands Dýraverndunarfélaga íslands heldur sjá sig að þessu sinni. Þetta hefði þó verið kjörið tækifæri til að vekja á sér athygli, því heims- pressan var á staðnum til að fylgj- ast með samtölum við aðmírálinn og forsætisráðherrann, ef sam- band skyldi nást. Það mátti lesa andagt úr andlitum fjölmiðla- fólks. Mér finnst að fulltrúar íslensks dýraverndunarfólks hefði átt að mæta, þó ekki væri nema til að bæta nafnspjaldi á kassann. Slíkt hefði borið vott um hjartagæsku og vináttu, og verið í anda barátt- unnar, því dýravernd er hægt að sýna líka öðruvísi en með rassa- köstum eins og kýr á yxnatíð. Varðskipið bjargaði málinu Eitthvert þras varð út af reikn- ingi fyrir sendibílinn, en talið var að slíkt yrði að sjálfsögðu greitt af fjarstöddum umboðsmanni „World Wildlife Fund“ í Reykja- vík, því samferðamenn Valla voru blankir. Einhver gárungi benti á að forsætisráðuneytið væri kannski útbært á peninga, ef opinber boðsferð Valla skyldi enn standa yfir. Annríkið var mikið en tafir voru augljósar. Fáir virtust hins vegar sinna Valla. Hugulsamur starfs- maður Flugleiða reyndi hins vegar að færa honum vatn á meðan aðrir höfðu öðru að sinna. Líklega hafa íslensk yfirvöld verið farin að hafa áhyggjur af langri og vandræðalegri dvöl Valla á Keflavíkurflugvelli og kannski óttast að ferðalagið kynni að enda með skelfingu. Þá er hætt við, að nafnspjöldin á kassanum yrðu dregin til baka. Enn sýndu íslensk yfirvöld mikla reisn með því að bjóða flaggskip flotans til Grænlands- ferðar, enda hafði sendibíllinn verið afþakkaður fyrir löngu. Það voru liðnir nær tvær sólarhringar, þegar Valla var skipað á skipsfjöl. Nafnspjöldin mynduð Þess var gætt, að fylgdarlið Valla væri veglegt. Það þótti mik- ils um vert, að Valla yrði sleppt á vit hins ókunna á þann hátt að myndatökum yrði við komið, því auðvitað yrðu nafnspjöldin á kass- anum að sjást, svo unnt yrði að dásama velgjörðarmennina, sem lögðu á sig þetta einstæða dýra- verndunargóðverk í þágu Valla. íslenskir blaðalesendur mega alls ekki hneykslast, því þetta er skít- billeg landkynning og ber vott um mikla hjartahlýju, líka á íslandi. Hörður Ólafsson, umboðsmaður „World Wildlife Fund“ í Reykja- vík, kvartaði yfir því í blaði, að þakkir hefði ekki borist til réttra aðila a.m.k. ekki til hans eða mín. Þetta er mesti misskilningur að því er mig varðar, því ég var rétt í þessu að frétta að Sædýrasafninu væri ætlaður kassinn utan af Valla, sem er vissulega einstæður minjagripur, ef plakötin hafa ekki orðið fyrir hnjaski. Ég get því verið þakklátur, en harma hins vegar, að Hörður skuli hafa orðið afskiptur. Hann verður þá bara að hugga sig við reikning- inn fyrir sendibílinn. Hann er líka sérstæður, ekki síst ef hann hefur borgað hann sjálfur. Kannski hann sé líka kominn í forsætis- ráðuneytið ásamt kvittun fyrir flugmiðanum. Dýraverndunarfor- setinn sat heima Jórunn Sörensen, forseti Sam- bands Dýraverndunarfélags ís- lands, þakkar svo í Morgunblaðinu 2. okt. öllum þeim, sem komu í veg fyrir að Valli skyldi koma við í Sædýrasafninu. Það telur hún vafalaust að hefði kórónað annars skrautlegan feril Valla. Það var reyndar furðulegt, að hún skyldi vera víðs fjarri og þurfa að þakka öðrum. Ég held hins vegar, að henni hefði þótt ég standa illa að verki, ef ég hefði staðið með þvílíkum ósköpum að bramboltinu með Valla f.h. Sædýrasafnsins og látið hann dúsa í kassanum allan þenn- an tíma. En kannski á hennar vafstur ekkert skylt við dýra- vernd. Ég kom hins vegar hvergi nálægt þessu máli hans Valla, nema að svara því játandi að leyfa honum að gista 2—3 daga, ef á þyrfti að halda, því ég trúi því raunverulega, að honum hefði lið- ið þar betur en í kassanum. Þar að auki hefði hann átt kost á vatni og fæðu, ef hann var þá eins heil- brigður og þeir bresku velgjörð- armenn vildi vera láta. Valli krydd í lífinu En nú geta allir verið ánægðir. Valli er kominn til Grænlands, og allir sem við sögu hafa komið, hafa hlotið sínar þakkir, og mynd- ir er hægt að birta um ókomna framtíð, sem vott um makalausa gæsku og fórnfýsi þeirra, sem lögðu á sig ströng ferðalög, skít- blankir, alla leið norður í Dumbshaf, í gegnum flókin papp- írskerfi misviturra manna. Ævisaga Valla verður aldrei skráð, því hann gat aldrei útskýrt hvers vegna hann var að flækjast á breskar fjörur og í veg fyrir ís- lenskan ráðherra á ferðalagi. Ekki verður heldur skráð saga Valla, eftir að hann þakkaði Guð- mundi Kærnested fyrir sig, en hann kallaði Valla eins konar krydd í lífinu. Valli nú án dýraverndunar En Valli verður að fara varlega á slóðum grænlenskra veiði- manna, sem eru líka víðfrægir á sínu sviði, og þurfa líka eitthvað að éta fyrir sínar stóru fjölskyldur og alla sína stóru sleðahunda. Nú er ekkert óeigingjarnt góðverka- fólk til að líta eftir Valla. Kannske er líka varla þörf á dýravernd á svæðum, þar sem heimspressan og Morgunblaðið ná ekki til og ekki hægt að vegsama góðverkin og þakka, og fáir til að lesa plaköt. Við hinir, efasemdarmennirnir, sem líka höfum samúð með græn- lenskum veiðimönnum með stóra barnahópa og marga svanga hunda, vonum að þeir drepi allt annan rostung en Valla víðförla. Það er svo erfitt að hugsa sér hann sem sunnudagssteik eða hundamat, jafnvel þó enginn sjái til. Ef hins vegar illa tekst til með Valla, verður Valli allavega dýr- asta steik allra tíma. Með bestu kveðju, skrifað um borð í m/b Guðrúnu á Selvogsbanka 3. okt. 1981. Jón Kr. Gunnarsson kostnaðar og öðrum raunhæfum að- gerðum. Heimilað verði að reikna vexti af vöruvíxlum smásölu inn í vöruverðið eins og heildsölu er heimilt að gera. Enn fremur ítrekar fundurinn fyrri samþykktir um að Byggðasjóði verði falið nú þegar að veita fyrirgreiðslu til uppbyggingar smásöluverslunar á landsbyggð- inni. Fundurinn lýsir furðu sinni á að enn skuli verslunarfyrirtækjum mismunað í skattlagningu, eftir fé- lagsformi, og krefst tafarlausra leiðréttinga á þessu máli. Fundurinn skorar á umboðs- og heildverslanir svo og framleiðendur að selja EKKI framleiðslu- og dreifingarvörur sínar til einstakl- inga og fyrirtækja, sem ekki hafa verslunarleyfi, eða starfandi versl- un á félagssvæði Kaupmannafélags Austfjarða. Verði ekki farið að þessum tilmælum, sjá kaupmenn sér ekki annað fært, en sneiða hjá viðskiptum við viðkomandi aðila. Beri ofangreind samþykkt engan árangur felur fundurinn stjórn fé- lagsins að leita annarra úrræða. I stjórn félagsins var kjörinn á aðalfundinum, Gísli Blöndal, Seyð- isfirði, formaður, Gunnar Vignis- son, Fellabæ, varaformaður, Mar- geir Þórmóðsson, Fáskrúðsfirði, rit- ari, Gunnar Hjaltason, Reyðarfirði, gjaldkeri og meðstjórnandi var kos- inn Elís H. Gunnarsson, Eskifirði. M UI.VSIMíASIMINN Kli: 2248 0 QjSJ JH»rounbI«Öib Góð reynsla af Sparkrite rafeindakveikjubúnaði Sparkrite, rafeindakveikjubún- aðurinn hefur á skömmum tíma náð festu á íslenskum bílamark- aði. Samdóma álit notenda er m.a.; örugg gangsetning, jafnari gang- ur. minni bensínnotkun, aukinn kraftur. Við spurðum bræðurna Jón og Ómar um þeirra reynslu af Sparkrite: „Við fengum góða prófun á Sparkrite SX 2000 rafeindabún- aðinum í hinu erfiða Ljómarallý. Það reyndisi okkur frábærlega vel. Mjög örugg gangsetning bíls- ins, frábær neisti og aukinn kraftur. Við mæium hiklaust með Spark- rite.“ Útsölustaðir eru: Bílanaust Síðumúla 7-9 R. Citroen viðgerðir Súðarvogi 54 R. Vélsmiðjan Þór ísafirði. Höldur s.f. Fjölnisgötu 1 Akur- eyri. Vélaverkstæðið Foss Húsavík. Kaupfélag Árnesinga Selfossi. Bifreiðaverkstæðið Berg Kefla- vík. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgar- nesi. Bílaverkstæði Guðjóns, Patreks- firði. Vélsmiðjan Sindri, Ólafsvík. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðár- króki. Bifreiðaverkstæði Dalvíkur. Verslunin Kjami, Vestmannaeyj- um. Kaupfélag Skaftfellinga, Vík í Mýrdal. Bifreiðaverkstæðið Múlatindur, Ólafsfirði. Nú getum viö í fyrsta skipti boðið Ford Transit DIESEL-sendibíla frá Þýska- landi Eftirfarandi gerðir eru fyrirliggjandi: Transit 100 sendibíll kr. 138.000,- Burðarþol 1100 kg. Transit 130 sendibíll kr. 162.000,- Burðarþol 1400 kg. Til atvinnubílstjóra: Transit 100 sendibíll kr. 126.000,- Transit 130 sendibíll kr. 148.000,- Transit 100, 12 sæta sendibíll kr. 146.000,- &> Sveinn Egi/sson hf\ SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.