Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 21
Fulltrúar á f jórðungsþingi
Norðlendinga
teknir tali
FJÓRÐUNGSÞINGI Norölendinga, sem haldiö var
á Húsavík, lauk fyrir allnokkru og voru því þá gerö
skil aö nokkru í fréttum Morgunblaðsins. Á þinginu
voru ennfremur tekin viötöl viö nokkra þingfull-
trúa, en ekki hefur reynzt mögulegt aö birta þau í
blaöinu fyrr en nú.
Stofnun menningarsamtaka á Norð-
urlandi hagur allrar þjóðarinnar
„ÞAÐ hafa verið umræður og
hugmyndir um stofnun menning-
arsamtaka á Norðurlandi síðan
1979 og í desember í fyrra boðaði
Kristinn G. Jóhannsson, formaður
félags- og menningamálanefndar
fjórðungssambandsins til fundar
um það mál. í kjölfar þess fundar
var ég svo fenginn til að fara í
könnunarferð um Norðurland til að
komast að því hvernig menning-
armálum í fjórðungnum væri hátt-
að. í samtölum mínum við menn á
nær öllum stöðum kom fram mikill
áhugi á stofnun slíkra samtaka og
því er ályktun þingsins, um að svo
skuli verða, mjög ánægjuleg," sagði
Örn Ingi Gíslason, myndlistarmað-
ur á Akureyri.
„Menningarmálanefnd og undir-
búningsnefnd þessarar könnunar
var á þeirri skoðun að þörf væri á
upplýsingum um mannleg sam-
skipti fólks innan fjórðungsins og
því var spurt í könnun minni um
stöðu menningarmála, tíðni listvið-
burða og fleira. Þá var spurt um
það, hvað ylli slæmri stöðu þessara
mála, ef svo væri og komu fram
ýmsar ástæður, svo sem skortur á
kynningu, framtaksleysi, mikil
vinna og fleira, en aldrei peninga-
leysi. Það kom fram í könnuninni
að verulegur aðstöðumunur var á
milli listgreina og var þá myndlist-
in hvað verst sett. Tónlist virtist
mér vera í mikilli framþróun en þar
var mest um sönglist. Leiklistin var
sömuleiðis talsvert öflug víða.
Menningarlif sumra staða reynd-
ist mjög þröngt og byggðist á starfi
fárra manna og flytjist þeir burt
getur það leitt af sér tímabundna
hnignun og er vissulega leitt til
þess að hugsa að menningarlíf
byggist á svo hæpnum grunni. Það
væri góðra gjalda vert að maður frá
menntamálaráðuneytinu gerði sér
ferð út um landsbyggðina og kenndi
mönnum hvernig bezt væri að
standa að framkvæmd menningar-
mála og því, sem henni tengist, ég
held að skipulagning menningar-
mála sé með þeim hætti hjá öðrum
- segir Örn Ingi
Gíslason,
myndlistarmaður
á Akureyri
Norðurlandaþjóðum. Það var ýmis-
legt sem kom mér á óvart og ég
vissi að þetta væri óplægður akur
og þekkti ekki jarðveginn með tilliti
til sáningar. En það sem kom mér
mest á óvart var hve mikið var
óplægt, en jafnframt líklegt til
frjósemi og til hve mikils væri
raunverulega að vinna. Sums staðar
var menningarstarfið algjörlega á
núlli og það er nánast skortur á
mannréttindum hve fólk á slikum
stöðum, sem vinnur undir miklu
álagi, hefur notið fárra þátta þess,
sem flokkað er undir mannleg sam-
skipti. Þetta fólk getur ekki haft
frumkvæði um uppbyggingu mála,
sem það þekkir ekki. Þetta fólk
borgar sín gjöld til ríkisins og á rétt
á að njóta þessara þátta eins og
aðrir."
Hverja telur þú framtíðarmögu-
leika menningarsamtaka sem þess-
ara?
„Það hefur enn sem komið er eng-
in neikvæð rödd heyrzt, fólk hefur
verið ákaflega jákvætt og það hlýt-
ur að koma til af því, að úrbóta er
þörf og við svo búið má ekki sitja.
Það er ljóst að óvíst er með hvaða
hætti slík sambönd geta náö virkni,
en sem stefnuskrá yrði, númer 1, 2
og 3, að fólk standi saman við að
notfæra sér þessi samtök og glæði
þau þannig lífi. Samtökin yrðu að
vera sjálfstæð, en þó tengjast öðru
menningarlífi í landinu, sem í dag
er kannski ekki burðugt, en hlýtur
að standa til bóta og i því sambandi
verður ríkið að koma til hjálpar.
Aðalviðfangsefni samtakanna
verður væntanlega í fyrstu sam-
vinna út og inn á við og að þreifa
fyrir sér á gagnkvæmum grund-
velli, kynna sér hvað helzt er að
gerast, sérstaklega á höfuðborgar-
svæðinu þar sem nánast er um
offramboð að ræða og sennilega
yrði það áhrifaríkasta framkvæmd-
in til að jafna menningarlíf þjóðar-
innar, að listir og listamenn dreifð-
ust meira um landið. Ég vil undir-
strika það, að með stofnun þessara
samtaka er ekki aðeins hagur Norð-
lendinga borinn fyrir brjósti, held-
ur allrar þjóðarinnar, um það verð-
ur ekki deilt," sagði Örn Ingi.
Virkjun Blöndu tvímælalaust
lyftistöng fyrir fjórðunginn
- segir Jón ísberg, sýslumaður á Blönduósi
„ÉG er yfirleitt ánægður með sam-
þykktir þingsins, sérstaklega hvað
varðar orkumál, stóriðju og and-
stöðuna gegn lögréttunni. Ég er
mjög fylgjandi virkjun Blöndu og
tel það mikið hagsmunamál Norð-
lendinga svo og allra landsmanna,"
sagði Jón ísberg, sýslumaður á
Blönduósi.
„Því vona ég að samningar heima
í héraði takist og verði svo bendir
allt til þess að virkjunarkostur eitt
verði fyrstur í forgangsröðinni um
næstu virkjanir landsins, annars
gæti orðið löng bið á virkjun
Blöndu, fjórðungnum til mikils
óhagræðis. Það er fjórðungnum
mikil nauðsyn að byggja upp iðnað
og auka atvinnu og það verður ekki
gert nema með virkjun Blöndu og í
framhaldi þess, byggingu álvers við
Eyjafjörð, steinullarverksmiðju á
Sauðárkróki og pappírsverksmiðju á
Húsavík. Ég óttast ekki hvernig
eignaraðild álvers verður háttað,
því það er að mínú mati sama hvort
það er í eigu útlendinga, sem þá
greiði af því skatta og taki fjár-
hagslega áhættu, eða það sé í eign
okkar og við tökum þá lán, sem
verður að greiða hvernig sem geng-
ur og áhættuna, sem því fylgir.
Nú, ef við snúum okkur svo nánar
að heimahögunum, þá er það helzt
að frétta að hafnargerð er hafin á
Blönduósi, verið er að byggja vöru-
höfn, sem gæti þá hugsanlega komið
að notum við virkjunarframkvæmd-
ir. Allar aðstæður til hafnarbygg-
ingarinnar eru mjög góðar, grjótið
er tekið úr hafnarstæðinu sjálfu og
þetta verður því ódýr framkvæmd.
Kostnaðaráætlun frá í fyrra hljóð-
aði upp á 5 til 6 milljónir og í þess-
ari lotu verður unnið fyrir eina og
allt bendir til að heildarkostnaður
verði minni en áætlað var, en fram-
kvæmdahraði fer svo eftir fjárveit-
ingum. Þá er nú unnið að byggingu
vegar upp Ása vegna Blönduvirkj-
unar og hefur 4 milljónum verið
varið til þess verks. Það er sem sagt
ýmislegt að gerast hjá okkur en ekki
er vafi á því að virkjun Blöndu yrði
mikil lyftistöng fyrir Húnavatns-
sýslur," sagði Jón.
Norður-Þingeyjarsýsla má ekki gleymast
við áætlanagerð Framkvæmdastofnunar
- segir Kristján Ármannsson,
oddviti á Kópaskeri
„ÞAÐ hefur yfirleitt einkennt
þessi þing að á þeim hefur verið
forðast að ræða staðbundin mál-
efni. Því hefur frekar verið fjallað
um málefni, sem fjórðunginn
varða í heild, en nú hefur verið
gerð undantekning á þessu með
ályktunum um staðsetningu stór-
iðju og áður með umfjöllun um
byggðaþróun í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Hvað réttast muni í skipu-
lagningu þingsins er annars erfitt
að segja um, því ræður ástandið á
hverjum tíma fyrir sig. Áhrifa-
máttur þingsins getur verið veru-
Iegur og eru umræður um Blöndu-
virkjun gott dæmi þess, en þó er
árangurinn tæplega í samræmi
við vöxtinn," sagði Kristján Ár-
mannsson, oddviti á Kópaskeri.
Bitur reynsla aí
áætlanagerð
F ramkvæmdastoínunar
„Annars finnst mér fjórðungs-
þingið vera að verða anzi mikið
bákn og málafjöldi of mikill. Því
er ef til vill minna tekið eftir
ályktunum þess, auk þess sem
fjölmiðlar ráða miklu um það hver
árangur ályktananna verður. Fjöl-
miðlar virðast oft hafa tilhneig-
ingu til að gera meira úr þeim
málum, sem ósamkomulag er um,
og sleppa þá jafnvel frásögnum af
ágætum málaflokkum, sem ein-
hugur hefur verið um. Að þessu
sinni voru orkumálin höfuðmál
þingsins, en mér er nú hugstæðari
tillaga um að starfsemi Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins verði
tekin til gagngerrar endurskoðun-
ar. Mér finnst Framkvæmdastofn-
un alls ekki hafa staðið undir
nafni hvað byggðastefnu varðar.
Hún er nánast eins og hver önnur
lánastofnun. Byggðastefna hlýtur
í sjálfu sér að vera mismunun ef
hún á að standa undir nafni, en nú
virðast starfsreglur Fram-
kvæmdastofnunar svo fast bundn-
ar í lögum að stærri staðirnir
standa jafnfætis þeim, sem minna
mega sín, hvað varðar lánveit-
ingar og fyrirgreiðslu. Norður-
Þingeyingar hafa bitra reynslu af
áætlanagerð Framkvæmdastofn-
unar, þó sumir starfsmenn hennar
séu hlynntir réttum breytingum,
það er að fyrirgreiðsla eigi ekki að
vara um aldur og æfi, eftir að hún
hefur einu sinni fengizt, ef við er-
um sammála um að halda landinu
í byggð.
Nú er uggvænlegt atvinnu-
ástand um allan fjórðunginn og
því er spurning hvort ekki hefði
mátt fjalla meira um það í heild í
stað þess að einskorða sig við
ákveðna staði eins og gert var í
ályktun um álver við Eyjafjörð,
pappírsverksmiðju á Húsavík og
steinullarverksmiðju á Sauðár-
króki. Ég tel rétt að fara mjög
varlega í stóriðjuna, þar sem auk-
in fylgisaukning við hana gæti
lamað þróun hefðbundinna
atvinnugreina og því yrði erfitt
fyrir stóriðjuna að taka á móti
þeirri mannaflaaukningu, sem þá
yrði. Ég er þeirrar skoðunar að
eðlileg uppbygging atvinnuveg-
anna hafi verið vanrækt og af því
stafi vandinn og hann verði að
leysa með því að byggja upp þá
atvinnuvegi, sem fyrir eru.
Útsvarstekjur í hreppnum
hafa farið minnkandi
Ef við snúum okkur svo að
ástandinu í Norður-Þingeyjar-
sýslu og þá helzt á Kópaskeri, þá
er það, sem efst hefur verið á
baugi, fyrirhuguð togarakaup til
lausnar atvinnuvandanum. Þessi
mál hafa fengið mikla umfjöllun í
fjölmiðlum, en heldur einkenni-
lega og oft hefur gleymzt að taka
nokkrar staðreyndir með í þá um-
fjöllun. Árið 1970 var byrjað á
byggingu frystihússins og var því
ætlað að taka á móti afla af
heimabátum. 1973 til 1974 varð
svo aflabrestur á miðum þessara
báta og olli hann miklu vandamáli
og var það ieyst á allt annan hátt
en heimamenn vildu, það er með
kaupum á gömlu óhappaskipi og
rekstur þess gekk að sjálfsögðu
illa og gerði atvinnuástandið enn
einhæfara og ótryggara. Það tók
Raufarhöfn talsverðan tíma að ná
sér eftir hvarf sildarinnar og fara
yfir í annað og nú eru hendur
hreppsins algjörlega bundnar af
rekstri Jökuls og Rauðanúps, allt
annað skortir og atvinnan því ein-
hæf og ótrygg. Reksturinn hefur
einkennzt af bráðabirgðalausnum
og vandinn því undið upp á sig
eins og nú er komið í ljós. Kópa-
sker er ekki stór staður, en þar
hefur verið þjónustumiðstöð fyrir
sveitirnar í kring frá því 1970 og
atvinnuástand nokkuð stöðugt
þrátt fyrir áðurnefndan aflabrest
og þróun staðarins nokkuð ör.
Rækjuveiðarnar tóku við eftir
aflabrestinn, en nú hafa þær veið-
ar líka brugðizt og allar líkur á því
að miðin verði nú lokuð í tvö ár.
Því er ætlunin að breyta rækju-
vinnslunni í frystihús, en allflestir
útgerðaraðilar á staðnum eru
farnir á hausinn og því hefur verið
reynt að fá fisk frá Raufarhöfn
eða Húsavík og er hvort tveggja í
athugun og þarf að ákveða sem
fyrst.
Tekjur í hreppnum hafa farið
verulega minnkandi að undan-
förnu. I fyrra var meðaltalshækk-
un útsvarstekna í fjórðungnum
þ7% en aðeins 38% hjá okkur. Til
þess að þessi þróun haldi ekki
áfram verður að byggja upp nýjar
atvinnugreinar, en það tekur sinn
tíma. Nú er verið að byggja upp
kjötvinnslu hjá Kaupfélaginu og
hugað að hugsanlegri nýtingu
rekaviðs. En til þess að raunhæf
úrlausn fáist verður að bregðast
við fyrr en seinna og Norður-
Þingeyjarsýsla má ekki gleymast í
áætlanagerð Framkvæmdastofn-
unar,“ sagði Kristján.