Morgunblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
20
IÐNÞRÓUN OG ORKUMÁL
HELZTU HAGSMUNAMALIN
Virkjun Blöndu forsenda uppbyggingar
iðnaðar og atvinnuöryggis á Norðurlandi
- segir Áskell Einarsson, framkvæmda-
stjóri Fjórðungssambands Norðlendinga
„ÞETTA ÞING var í sjálfu sér
ekki frábrugðið öðrum þingum, en
það er merkilegt að því leyti að
það hefur tekizt á þessu þingi að
taka á ýmsum stórum málum. Því
miður hefur það kannski einkennt
fjórðungsþingin um of, að þau
hafa gengið of langt í málamiðlun-
um og fært sig undan að taka á
viðkvæmum málum. Þarna var
tekið á stórum málum eins og
virkjunar- og iðnþróunarmálum
og menn eru að verða raunsæir að
mínu viti,“ sagði framkvæmda-
stjóri fjórðungssambandsins, Ás-
kell Einarsson.
„Á þessu þingi voru það orku-
og iðnþróunarmál, sem yfir-
gnæfðu allt annað, en það voru
ýmis önnur góð mál reifuð á þessi
þingi og þar vil ég helzt nefna
starf nefndar, sem er að vinna að
skipulagningu samgangna á Norð-
urlandi með það í huga að gera
viðskiptatengsl auðveldari og
samræma samgöngukerfið, bæði
við fjórðunginn og innan héraða.
Ef vikið er að menningarmálun-
um, þá er það mikilvægt mál að
fjórðungssambandið hefur gengizt
fyrir könnun á menningarsam-
skiptum á Norðurlandi og ætlar að
beita sér fyrir samtökum menn-
ingaraðila. Nú, ef við snúum okkur
svo að þjónustu og viðskiptum, þá
hefur það komið fram, að æ meira
af mannaflanum leitar í þessar
greinar og jafnframt fækkar í
framleiðslugreinunum og þingið
tók nú þessi mál til meðferðar í
fyrsta sinn og haldnir hafa verið
fundir með ýmsum aðiium á þessu
sviði og nú má segja að fjórðungs-
sambandið hafi í fyrsta skipti
mótað byggðarlega stefnu á þessu
sviði. Þetta eru allt stór mál, en á
þinginu var fjallað um mörg önn-
ur merk mál, til dæmis að fram-
undan er að gera úttekt á stöðu
landbúnaðar á Norðurlandi með
tilliti til 100 ára afmælis búnaðar-
fræðslu á Hólum og á vegum sam-
bandsins hefur verið unnin frum-
skýrsla á skiptingu ríkisútgjalda í
a-hluta fjárlaga miðað við þjóðar-
tekjur og dreifingu eftir lands-
hlutum. Lokaniðurstöður hennar í
stórum dráttum eru þessar:
1. Ríkisbúskapurinn með hinni
miklu miðstýringu fylgir ekki
þeim megin markmiðum, sem
markviss byggðastefna verður að
byggjast á.
2. Með tilliti til þess að æ stærri
hluti vinnuafls þjóðarinnar leitar
til þjónustustarfa, sem meðal ann-
ars eru að stórum hluta tengd rík-
isstarfsemi, er ljóst að staðsetning
stjórnsýslu og velferðarstarfsemi
ríkisins getur haft úrslitaáhrif um
búsetuþróun í landinu.
3. Margt bendir til þess ef ekki
verði unninn bugur á miðsækni
ríkiskerfisins fyrr en komið verði
á valddreifingu til byggðanna og
sveitarstjórna eða samtaka. Þeim
verði falin umsjá margra velferð-
arverkefna, sem nú eru á vegum
ríkisins og eru rekin frá einni
miðstöð í landinu.
4. Ríkisbúskapur er það stór
hluti þjóðfélagskerfisins, að ekki
verður til frambúðar komið á
hyggðaaðgerðum, nema uppbygg-
ing og skipulag ríkiskerfisins að-
lagist grundvallaratriðum ríkj-
andi byggðastefnu, sem byggist á
uppbyggingu framleiðslustarf-
semi, sem undirstöðu í þjóðfélag-
inu.
5. Það er fullkomlega tímabært
vegna atvinnuhagsmuna höfuð-
borgarsvæðisins að breyta at-
vinnusamsetningu landshiutanna
þannig að eðlilegt hlutfall milli
framleiðslu, úrvinnslu og þjón-
ustustarfsemi verði hliðstæð um
allt land.
6. Ekki er hægt að telja það sök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu, að ríkiskerfið hefur safnazt
þar. Þetta er liður í rangri stjórn-
un á Islandi, sem verulegan þátt
hefur átt í því að skapa spennu í
atvinnukerfi höfuðborgarsvæðis-
ins.
7. Byggðastefna stendur á tíma-
mótum. Nú er öllum að verða Ijóst,
að ekki verður mótuð varanleg
byggðastefna, nema þjónustukerfi
þjóðarinnar verði aðhæft byggða-
sjónarmiðum.
Aukin valddreifing
nauðsynleg
Þá hefur einnig verið fjallað um
valddreifingu í þjóðfélaginu á veg-
um fjórðungssambandsins og í því
tilefni vil ég vekja athygli á því, að
í fyrirsjáanlegri framtíð verður
breyting á stjórnarskrá og kjör-
dæmaskipan á þann veg að röskun
verður á þingsætastyrk á milli nú-
verandi kjördæma og allir stjórn-
málaflokkar hafa lýst sig fylgj-
andi tilfærslu til Faxaflóasvæðis-
ins. Það er ljóst að ekki verður
staðið í mörg ár enn gegn jöfnun
kosningaráttar og það er stað-
reynd, sem dreifbýlismenn verða
nauðugir viljugir að standa frammi
fyrir. Vandinn er sá að finna ráð
til mótvægis vegna minnkandi
áhrifa á fjárveitingavald og
stjórnsýslu. Eina leiðin er aukin
valddreifing í þjóðfélaginu með
eflingu heimastjórnar í sveitarfé-
lögum og í landshlutum. Það verð-
ur að afhenda sveitarfélögum og
samtökum þeirra framkvæmd
verkefna og umsjón með starf-
semi, sem nú er rekin af ríkinu frá
einni miðstöð fyrir landið allt.
Þetta gerist ekki nema sveitarfé-
lögin séu jákvæð um að sækjast
eftirverkefnum og þau byggi upp
samtök sín til að fást við stærri
verkefni. Á móti þurfa að koma
auknir tekjustofnar eða bein
framlög úr ríkissjóði til reksturs
verkefna, sem falin væru sveitar-
félögum og samtökum þeirra. Hér
er vafalaust um að ræða stærsta
verkefni landshlutasamtakanna
og íbúa dreifbýlli landshluta í
endurskipulagningu stjórnsýsl-
unnar.
Þá er á vegum sambandsins ver-
ið að undirbúa úttektarráðstefnu
á atvinnumálum hér á Norður-
landi, því er ekki að leyna, að víða
er anzi þröngt á dalnum, það er
samdráttur víða, til dæmis í iðn-
aði á Akureyri og örlaði á því, að
gamli draugurinn lét bera á sér,
það er árstíðabundið atvinnuleysi.
Áhrifamáttur fjórðungs-
þinganna að færast
í vöxt
Hver er áhrifamáttur þings sem
þessa?
„Áhrifamáttur þess fer auðvitað
eftir því hvort menn vilja hlusta á
raddir þingsins og ég verð að
segja, að það fer í vöxt að tekið sé
tillit til fjórðungsþinga og alþing-
ismenn hafa lýst því yfir að þeir
geri það í vaxandi mæli. Það er
sérstaklega sterkt í þeim tilvikum,
sem áberandi meirihluti næst á
fjórðungsþingi eins og nú varð
fyrir ályktunum um orku- og iðn-
þróunarmál. Eins og allir vita eru
fjórðungssamtökin óháð, frjáls fé-
lög landshluta og þau verða að lifa
á sjálfum sér þar sem þau hafa
enga stoð í lögum. Hitt er annað
mál, að það er mjög nauðsynlegt
að samtök sem þessi hafi ein-
hverja stoð í lögum, en ekki endi-
lega innan ríkiskerfisins. Hins
vegar hafa flest svipuð félög í
landinu einhverja lagastoð og ég
held að svo verði í fyllingu tímans
hvað varðar fjórðungssamtökin.
Þó fulltrúar á fjórðungsþingum
séu yfirleitt fulltrúar í sveitar-
stjórnum sinna byggðarlaga, er
ekki þar með sagt að þeir leggi
áherzlu á framkvæmd samþykkta
þingsins heima fyrir, þar sem þær
eru aðallega ætlaðar út á við og
fjórðungssambandið sinnir minna
beinum málefnum einstakra sveit-
arfélaga. Þó á fjórðungssamband-
ið auðvitað mikið samstarf með
sveitarfélögunum og ein af tíma-
mótasamþykktum þingsins var að
það beitti sér fyrir auknu sam-
starfi sveitarfélaga og jafnvel
sameiningu þeirra, væri vilji fyrir
hendi."
Nú telja sumir fjórðungssam-
bandið of mikið bákn. Hver er þín
skoðun á því?
„Jú, þetta er rétt, það hafa kom-
ið raddir um það. En þegar litið er
á þá staðreynd að lýðræði er dýrt,
að sambandiö hefur fjölmenn fjórð
ungsráð og miiliþinganefndir, sem
kostar gífurlega mikið að halda
úti, svona lýðræðislegri félags-
starfsemi. Þetta mætti einfalda
með því að gefa lítilli stjórn ein-
veldi milli þinga, en ég held að
enginn myndi óska eftir því. Nú,
fjórðungssamband Norðlendinga
tekur fremur lág árgjöld, það hef-
ur hundraðshluta af álagningar-
tekjum og jöfnunarsjóðsframlagi
sveitarfélaga innan fjórðungsins
og það hefur staðið óbreytt í mörg
ár, þótt allir aðrir opinberir aðilar
hafi aukið sína skattheimtu. Þá
má því alltaf deila um það hvort
þetta borgar sig, en eitt er víst, að
ef svona samtök væru ekki til stað
ar væri skarð fyrir skildi og við,
sem erum orðnir gamlir í hett
unni, munum þá daga, þegar engin
slík samtök voru. Og loks eftir að
þau komu til sögunnar, hefur í
fyrsta sinn náðst nokkur árangur í
byggðaþróun á þessu landi og þau
hafa þannig haft veruleg áhrif.
Allt þetta kostar verulegt fé, en ég
tel að það sé mjög lítið miðað við
þann árangur, sem náðst hefur."
Hver er þín persónulega skoðun
á atvinnumálum í fjórðungnum og
hvað er helzt til úrbóta?
Virkjun Blöndu forsenda
uppgangs Norðurlands
„Það er mjög mikilvægt að við
Norðlendingar dettum ekki í þá
gildru, eins og sumir menn, að sjá
aðeins eitt í einu. Landbúnaður og
sjávarútvegur eru nátturulega
grundvallaratvinnugreinar hér og
verða það áfram. En þessir at-
vinnuvegir geta ekki tekið við
þeirri fólksfjölgun, sem fyrir-
sjáanleg er, og við megum ekki
gleyma því, að það hefur gerzt,
sem enginn þorði að spá fyrir 10
árum, að Norðurlandið myndi ná
meðalfólksfjölgun. Þegar Norður-
landsáætlun var gerð, var reiknað
með því að í mesta lagi 90% þess
fólks, sem hér kæmi upp, yrði þar
kyrrt, en það varð enn stærri
hluti. Nú, við verðum síðan að átta
okkur á þeirri staðreynd að nú er
það orkan, sem við verðum að nýta
okkur. Þá verðum við að gera
okkur grein fyrir því, að það er
þýðingarlaust að byggja hér upp
stórfelldan iðnað, ef margfeldið af
framleiðslunni flytst burt úr
fjórðungnum, þess vegna verður
þetta allt að haldast í hendur.
Hvað varðar orkumálin, þá er það
stærsta spurningin hvort Blanda
verður virkjuð eða ekki. Mér er
það alveg ljóst að það verður farið
út í verulegan stóriðnað, hverjir
sem stjórna þessu landi og ef
Norðurland á að fá þá vítamín-
gjöf, sem þarf, verður að koma hér
stóriðja á borð við álver. Af því
verður ekki, ef haldið verður
áfram að virkja sunnanlands,
virkjun Blöndu er því forsenda
fyrir uppgangi Norðurlands í því
orkukapphlaupi, sem nú á sér
stað. Stóriðja við Eyjafjörð er líka
grundvöllur þess, að það verði
hægt að halda áfram og ráðast í
byggingu Fljótsdalsvirkjunar,"
sagði Áskell.
Bygging álvers við Eyjaf jörð
tvímælalaust til hagsbóta
fyrir Norðlendingafjórðung
- segir Ingólfur Árnason, rafveitustjóri á Akureyri
„ÉG ER mjög ánægður með að
Fjórðungsþingið skuli hafa sam-
þykkt ályktun um stóriðju á Norð-
urlandi. Þetta hefur verið á
dagskrá áður, en ekki verið sam-
þykkt fyrr en nú og ég tel að hér
hafi verið um tímamótasamþykkt
að ræða og hún sé tvímælalaust
öllum Norðlendingum til hags-
bóta," sagði Ingólfur Árnason,
rafveitustjóri á Akureyri.
„Það hefur komið fram hjá sum-
um fulltrúum hér á þinginu ótti
við uppgangi Akureyrar, en það
held ég að hljóti að vera á mis-
skilningi byggt. Að mínu mati er
það myndun sterks byggðar-
kjarna, sem veitt gæti fjórðungn-
um alhliða þjónustu, sem skort
hefur í byggðastefnuna til þessa.
Þessu hlutverki getur Akureyri
vel sinnt. Menn verða að gera sér
grein fyrir því að byggðastefna
felst ekki aðeins í því að. halda
útkjálkunum í byggð, heldur verð-
ur að kappkosta að ná sem mestri
þjónustu inn í fjórðunginn, svo
ekki verði að leita út fyrir hann í
eins ríkum mæli og verið hefur,
slíkt hlýtur að vera til hagsbóta
fyrir allan fjórðunginn. Reykjavík
er ágæt höfuðborg og ekki má
taka af henni skrautfjaðrir henn-
ar, en ástæðulaust er engu að síð-
ur að sækja alla þjónustu þangað."
Hvað hafa svona fjórðungsþing
og samþykktir þess að segja út á
við?
„Þetta eru auðvitað bara vilja-
yfirlýsingar, þingið er alveg valda-
Iaust sem slíkt, en ég held að
menn hljóti á einhvern hátt að
fara eftir samþykktum fulltrúa
jafn fjölmenns landshluta og
Norðurland er. Svo má alltaf deila
um fjölda þingmála og hvort það
er heppilegt að reyna að fjalla um
mikinn fjölda mála í stað þess að
einbeita sér að ákveðnu máli, en
þess ber að geta að í stórum fjórð-
ungi eru sjónarmið margvísleg og
því eðlilegt að þetta verði marg-
brotið. Það sem mig uggir mest í
þessu sambandi er ótti dreifbýlis-
manna við vaxandi miðstöð í
fjórðungnum og þeir virðast ekki
gera sér grein fyrir því að það eflir
landbúnað og ýmsa þjónustu utan
þess byggðakjarna, sem í þessu
tilfelli er Akureyri. Hana ber að
efla enn frekar að mínu mati svo
hún geti í enn ríkari mæli sinnt
hlutverki sínu sem menningar- og
þjónustumiðstöð. Stór þáttur í efl-
ingu bæjarins er bygging álvers
við Eyjafjörð og aukin atvinna og
velmegun, það myndi tvímæla-
laust hleypa nýju blóði í landbún-
að í Eyjafirði. Því tel ég það
óþarfa fyrir bændur í Eyjafirði að
setja sig upp á móti byggingu ál-
vers og tel enga ástæðu fyrir þá að
óttast mengun, varnir gegn henni
eru það langt á veg komnar. Hvað
varðar eignaraðild að álveri, er
ekki okkar hér að ákveða, heldur
ríkisstjórnarinnar og ég sé enga
ástæðu til að setja mig upp á móti
einhverri eignaraðild útlendinga,
en legg þó áherzlu á sem mestan
hlut Islendinga og forræði. Ég tel
því að bygging álvers við Eyja-
fjörð og áframhaldandi uppbygg-
ing Akureyrar sé til heilla fyrir
Norðurland," sagði Ingólfur.