Morgunblaðið - 09.10.1981, Side 17

Morgunblaðið - 09.10.1981, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 Loðnuverð þarf að lækka um 30%: „Útilokaö að halda veiðunum áfram við núverandi skilyrði44 segir Kristján Ragnarsson EF EKKI verða gerðar sérstak- ar ráðstafanir á næstunni er ljóst, að ekki verður gengið frá nýju loðnuverði í bráð, þar sem málið er nú talið óleysanlegt innan Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Loðnuverksmiðjurnar hafa verið reknar með um 11% halia frá því að siðasta verð- ákvörðun var tekin og í raun lítur dæmið enn verr út nú, þar sem söluverð hefur lækkað í dollurum. en allir mjöl- og lýs- issamningar eru gerðir í dollur- um. Þegar síðasta loðnuverðs- ákvörðun var tekin var miðað við að 8 dollarar fengjust fyrir hverja proteineiningu mjöls og 400 dollarar fyrir lýsistonnið. Var því gert ráð fyrir að afurða- verðmætið fyrir hvert tonn yrði 880 kr. Nú er verð á mjölmörkuð- um ekki hærra en 7 dollarar fyrir proteineininguna og 360 dollarar fyrir lýsistonnið, sem þýðir að ekki fást meira en 728 krónur í afurðaverðmæti fyrir tonnið, en það er um 150 krónu lækkun á tonn. Þá er vitað að við síðustu loðnuverðsákvörðun voru verk- smiðjurnar skildar eftir með fyrirsjáanlegan hallarekstur allt að 11%. Meðal annars voru verk- smiðjurnar látnar bera þennan haila vegna allra yfirborgananna sem áttu sér stað á síðustu loðnuvertið, að því er Morgun- blaðinu var tjáð í gær. Að sögn Kristjáns Ragnars- sonar, formanns Landssambands ísl. útvegsmanna, þá þarf hrá- efnistonnið að fara úr 450 kr. niður í 300 kr. ef verksmiðjurnar eiga að geta haldið áfram rekstri og haldið yrði áfram með 11% hallarekstur. Var farið fram á það við ríkisstjórnina að hún ábyrgðist 60 millj. kr. lán fyrir Verðjöfnunarsjóð, þannig að hægt yrði að greiða svipað verð og nú, en neikvætt svar fékkst. HÞað er gjörsamlega útilokað fyrir útgerðina að halda þessum veiðum áfram, ef hráefnisverð verður lækkað um 30%,“ sagði hann. „Nú er svo komið að málið er óleysanlegt í Verðlagsráði sjáv- arútvegsins, þar af leiðandi höf- um við boðað til fundar með út- gerðarmönnum loðnuskipanna á morgun og verður þá tekin af- staða til málanna," sagði Krist- ján ennfremur. Þó svo að verð á mjöli og lýsi hafi lækkað í dollurum frá því að síðasta verðákvörðun um loðnu- verð var tekin, er ekki hægt að segja að verð á helztu mjöl- og lýsismörkuðunum hafi lækkað í eiginlegum skilningi. Mest af því mjöli og lýsi sem íslendingar selja fer til Evrópulanda og þar greiða menn fyrir afurðirnar í eigin gjaldmiðli, sem síðan er umreiknaður í dollara. „Það er því ekki hægt að segja að um verðfall á viðskiptamörk- uðunum sé að ræða. Hér er frek- ar um þjóðfélagslegt vandamál að glíma, þar sem í sífellu er reynt að haida í við dollarann," sagði Kristján Ragnarsson. Meðalgengi íslenzku krónunnar ekki breytt Gengisbreytingar innan EBKlanda: Dollar var hins vegar lækkaður um 0,7% ÞEGAR gengi fjögurra gjald- miðla landa innan Efnahags- bandalags Evrópu var breytt í vikunni, þ.e. þýzka markið og hollenzka flórinan voru lækkuð og franski frankinn og ítalska líran voru hækkuð, var ákveðið hér, að breyta ekki meðalgengi íslenzku krónunnar. Til að vegið meðalgengi ís- lenzku krónunnar breyttist ekki, þurfti að lækka gengi Banda- ríkjadollars um sem nemur 0,7%, að sögn Ólafs Tómassonar, hagfræðings í Seðlabanka ís- lands. Einstakar myntir hafa hins vegar breyzt. Vestur-þýzka markið hækkaði frá gengis- skráningunni 2. október sl. til 5. október um 2,26%, og hollenzka flórinan hækkaði um 2,5% á sama tíma. Hins vegar lækkuðu franski frankinn og ítalska líran nokkuð. 17 * I k- > Ul 5Í V) ui x ffí * artlctft ty horcur c w&lljr t't&lrus; has b' Like to cö-nfirm at at "c oiafsson sesured UÍSSiOr. 1„ tM i.orjuwsudtí ♦»” WOUSM to *y attentton. brítIsh .t:,n trtoay by tatasnone that th» «.» t curcrrrt . I WCULð sec auörj.jyí Ue waltirK} at xeftavik rarfeour cr naturtíay ?f-tr sef»te«t*er arrived froð' et»§Land ready to take waUh ts> Qresn-.öfec. we uL;J vfhen we had arran$-#d that the two éngiish rewspapers traveLbirc with us wöutd cay us oöLLitrs «00 for the t#o »etric tons of. fueL needed for the tris. unfórtunately ths sfeío «as r.ot thare wher •« arrivsd. ior» Qunrarsscr vsry KlrdLy offeríd to acco^rodate waLLy \r the sea oquarluf” untiu we couLtí arrangs áLternative transoort feut we were forturatety able tc Laav* for gresriand or th* 2«tr seote-Rfcer. th* wcrto wiLd vif* fur.d antí the rsoca wouLd very jRu.cn Lik* to thank lceLandalr ór gunnar tr.orcadsen ar-d tha. ícswarcic ijoverr.mont «r fcunnar fcergsteiníicn ot the icelanöic coaaf cuaró the iceLonc ösfarcs force tre captaír and crew of the tyr aro everyons cLse sne sc kindLy helostí uS to retease woLLy sucoessfuLLy. tnunks to treir heLö' waLLys chances of survlvuL urs ncw vsry c.ood irdeec I v> i' tð m < i H : £ w X m m •< I Valli rostungur víðförli: Brezku vernd- ararnir þakka veitta aðstoð » MORGUNBLAÐINU barst í gær símskcyti frá Mark Car- wardine, starfsmanni World Wildlife Fund i Englandi, i til- eíni af flutningi Valla rostungs viðförla og skrifa Harðar Ólafssonar hrl. í Mbl. vegna þess máls. Skeytið er svohljóð- andi i lauslegri þýðingu: „Athygli mín hefur verið vak- in á grein í Morgunblaðinu eftir Hörð Ólafsson vegna flutnings Valla rostungs. Ég staðfesti þess vegna, að kl. 17.30 að brezkum tíma, föstudaginn 25. september sl., fullvissaði hr. Ólafsson mig í símtali um að m.s. Guðrún myndi bíða í höfninni í Keflavík laugardaginn 26. september, þegar við kæmum frá Englandi, tilbúið til að fara með Valla til Grænlands. Við höfðum gengið þannig frá hlutunum, að brezku dagblöðin tvö, sem ferðuðust með okkur, myndu greiða 600 dollara fyrir þau tvö tonn af olíu, sem þurfti til ferðarinnar. Því miður var skipið þar ekki þegar við komum. Jón Gunnarsson bauð mjög vinsamlega að skjóta skjólshúsi yfir Valla í Sædýrasafninu þangað til við gætum fundið aðra flutningaleið, en við gátum sem betur fer haldið för okkar áfram til Grænlands þann 28. september. World Wildlife Fund og RSPCA þakka hér með Flug- leiðum, dr. Gunnari Thoroddsen og íslenzku ríkisstjórninni, hr. Gunnari Bergsteinssyni, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar, ís- lenzka varnarliðinu og skipherr- anum á v/s Tý, einnig öllum öðr- um sem aðstoðuðu við að koma Valla til heimahafanna. Með þeirra hjálp eru lífsmöguleikar Valla nú mjög góðir. Mark Carwardine, World Wildlife Fund.“ Korchnoi teygði sig of langt ENN EINU sinni urðu Viktor Korchnoi á óútskýranleg mistök í heimsmeistaraeinviginu í skák í Merano á Ítalíu. Eítir að hafa náð að jafna taflið með svörtu eftir byrjunina í fjórðu skákinni veikti Korchnoi stöðu sína er hann var í leit að sóknarfærum. Karpov brá hart við, náði öruggu frumkvaíði og hefur mjög góða vinningsmöguleika í bið- stöðunni. Það eru því miklar líkur á því að heimsmeistaranum takist að auka forskot sitt upp i þrjá vinninga, en sem kunnugt er vann hann tvær fyrstu skákirnar, en þeirri þriðju lauk með jafntefli. Breytingin sem varð í skákinni sést bezt aí viðbrögðum áhorfenda í Merano. Bandaríski stórmeistarinn Robert Byrne sagði eftir rúma 20 leiki: „Þeir hefðu átt að semja fyrir tíu leikjum síðan, þeir eru að drepa okkur úr leiðind- um.“ Stuttu síðar var komið annað hljóð í strokkinn, þá voru flestir á því máli að Korchnoi hefði tekið of mikla áhættu. Ilvítt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Korchnoi Petrovsvörn 1. e4 - e5, 2. RI3 - Rffi, Þessi byrjun er kennd við Petrov, sem var fremstur rússn- eskra skákmanna um miðja síð- ustu öld. Hún gengur einnig oft undir nafninu Rússnesk vörn. Korchnoi hefur afar sjaldan beitt henni, síðast var það gegn Karpov í sjöttu einvigisskák þeirra í Moskvu 1974. 3. Rxe5 - d6,4. Rf.3 - Rxe4, 5. d4 - d5,6. Bd3 - Be7,7.04) - Rc6, 8. Hel - Bf5, I áðurnefndri skák þeirra Karpovs lék Korchnoi hér 8. — Bg4 og lenti úti á hálum ís eftir 9. c3 - f5? !, 10. Db3 - 0-0, 11. Rbd2!, enda tapaði hann skák- inni um síðir. - Bb5!? I þekktri skák á milli þeirra Kasparovs og Karpovs á móti í Moskvu í vor varð framhaldið 9. Rbd2 - Rxd2, 10. Dxd2 - Bxd3, 11. Dxd3 — 0-0, 12. c3 og hvítur stendur örlítið betur. Leikur Karpovs er athyglisverður, en Korchnoi tekst engu að síður að jafna taflið. - Bffi, Ónákvæmara var 9. — 0-0, 10. Bxc6 — bxc6, 11. Re5, sbr. skák- ina Timman — Portisch, Moskvu SkáK eftir MARGEIR PÉTURSSON í ár, og ef 11. — Dd6, þá 12. Bf4. 10. Rbd2 Eftir þennan leik getur hvítur ekki vænst þess að fá verulegt frumkvæði. Eðlilegt framhald af síðasta leik hans var 10. Re5 — Bxe5,11. dxe5 — 0-0 og staðan er tvísýn. - 0-0,11. Ríl - Re7, 12. c3 - Rg6,13. Bd3 Þessum biskup hefur ekki tek- ist að gera neinn usla á drottn- ingarvængnum og nú víkur Karpov honum til baka til stað- festingar á því, að svartur hefur jafnað taflið. - Rdfi. 14. Bxf5 - Rxf5, 15. Db3 - b6. 16. Db5 - a6. 17. Dd3 - Dd7, 18. Rg3 - Rxg3, 19. hxg3 — a5.20. Bg5 — Bxg5, 21. Rxg5 - Híe8, Hér áttu allir þeir sem fylgd- ust með skákinni von á, að henni lyki innan skamms með jafn- tefli. Korchnoi sætti sig hins vegar greinilega ekki við þau úr- slit og fór nú að tefla til vinnings upp á von og óvon. 22. b3 - Had8.23. Rf3 - Í6,24. Rd2 - Kf7, Skákinni hefði vafalaust lokið strax með jafntefli, ef svartur hefði sætt sig við framhaldið 24. — Hxel+, 25. Hxel — He8. Framhaldið teflir Korchnoi hins vegar af hreinni fífldirfsku. 25. Rfl - h5? Korchnoi ofmetur möguleika sína á kóngsvæng. í raun þjónar þessi leikur þeim tilgangi einum að stórskemma svörtu kóngs- stöðuna. 26. Hxe8 - Hxe8, 27. Df3 - IIh8. 28. Re3 - Re7, 29. Hel - g6, 30. Df4 - Kg7. 31. g4! Svörtum er nú refsað harðlega fyrir ógætilega taflmennsku sína. Ef 31. — hxg4, 32. Rxg4 — Rf5, þá 33. Rxf6! og 33. - Kxf6 gengur ekki vegna 34. De5+. Að auki hótar hvítur 32. g5, þannig að svartur verður að grípa til óvndisúrræða. - g5,32. Df3 - hxgl. 33. Rxgl - Dd6,34. g3 - c6, 35. c4! Karpov saumar jafnt og þétt að áskorandanum. Hótunin er nú 36. c5, þannig að Korchnoi sér sig knúinn til að veikja stöðu sina enn meira en komið er. - 15, 36. De3! - Rg6, Hróksendataflið eftir 36. — fxg4, 37. Dxe7+ — Dxe7, 38. Hxe7+ — Kf8, 39. Hc7 er aug- ljóslega vonlaust. 37. c5 - Dd8, 38. Re5 - bxc5, 39. Rxc6 - DÍ6, 40. De6! - cxd4, í endataflinu eftir 40. — Dxe6, 41. Hxe6 — cxd4 (41. — c4, 42. Hd6!), 42. Rxd4 á svartur enga von vegna slæmrar peðastöðu sinnar. 41. Dxd5 í þessari stöðu fór skákin í bið. Svo sem sjá má, er svarta staðan afar losaraleg, en helsti mögu- leiki Korchnois virðist felast í biðleiknum 41. — d3, þó hann dugi vart til að halda taflinu, vegna 42. Rd4!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.