Morgunblaðið - 09.10.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.10.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 29 Oddný Friðríksdótt- ir - Minningarorð Fædd 3. maí 1928. Dáin 29. september 1981. í dag kl. 13.30, föstudaginn 9. okt. ’81, fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Oddnýjar Friðriksdótt- ur, Löngufit 5 í Garðabæ, en hún lést á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir fárra daga dvöl þar á fimmtugasta og fjórða aldursári. Hún fæddist að Felli á Langanesströnd og ólst þar upp í foreldrahúsum og 10 systkina hópi, tvö þeirra dóu ung, Oddur á barnsaldri og Helga á fermingaraldri. Sjö þeirra sem eftir lifa eru: Guðríður, Gunnlaug, Skúli, Gunnhildur, Gunnþórunn, Júlía og Jósep, auk þeirra ólst þar upp frá 9 ára aldri frændi þeirra, Sigurður Sigurðsson. Þegar Oddný var 10 ára missti barnahópurinn móður sína, Helgu Sigurðardóttur, sem ættuð var úr Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, mikil dugnaðar- og myndarkona, sem dó fyrir aldur fram frá fjöískyldunni og stóð þá faðirinn, Friðrik Oddsson, frammi fyrir þvi vandamáli, hvort honum tækist að halda fjölskyldunni saman eða að láta börnin til vandalausra eins og oft gerðist á þeim dögum í svona tilfellum, en fjölskyldan var samhent og dugleg og Friðriki tókst að ala upp öll sín börn í heimahúsum af hinni mestu prýði, enda var hann orðlagður dugnaðar- og mannkostamaður, ættaður að mestu frá Langanes- strönd og Þingeyjarsýslum. Um tvítugsaldur gekk Oddný í hús- mæðraskólann á Akureyri. Það nám reyndist henni gott veganesti að viðbættum frábærum hæfileik- um hennar í matargerð og stjórn- un fólks við þau störf, sem margir hafa notið góðs af. Hennar fyrstu ráðskonustörf voru á vegum vega- vinnumanna í Kelduhverfi og Ax- arfirði, j)ar gnæfir fegurðin hvað hæst á Islandi og þar kynnist hún nú eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði ólafssyni frá Miklabæ í Skagafirði og hófu þau búskap í Reykjavík þann 14. febrúar 1953 og hefur þeirra búskapartíð mikið auðkennst af góðvild, friði og feg- urð, sem minnir á fyrstu kynni fyrir norðan. í Reykjavík bjuggu þau Sigurður og Oddný lengst af á Kleppsvegi 22. Þar eignuðust þau íbúð í fjölbýlishúsi á móti Sigurði Árnasyni, vegaverkstjóra frá Bakkafirði, sem dvaldi þar á vetr- um, mikið prúðmenni og drengur góður, látinn fyrir tveimur árum. Blessuð sé hans minning. Undirritaður minnist margra gleðistunda með þeim nöfnum á Kleppsveginum, en á næstu hæð bjó Sigurður Jóhannesson frá Engimýri og eins og allsstaðar, þar sem Oddný og Sigurður hafa búið, eru nágrannarnir vinafólk, sem leit oft inn og ríkti þar radd- aður söngur og gamanmál ásamt mikilli gestrisni og alltaf bar frúin fram margar sortir af heimabðk- uðum kökum. Árið 1961 fluttu þau Oddný og Sigurður í Garðabæ og byggðu sér einbýlishús á Löngufit 5 og hafa búið þar síðan, eða í 20 ár, og ber það heimili vott um dugnað, hagsýni og fegurðarskyn í hvivetna. Oddný sinnti mörgum störfum auk heimilis, svo sem á saumastofu og í versiun, en hæst báru , þó ráðskonustörfin hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra og forstöðukona fyrir Garða- holti var hún í a.m.k. 5 ár og í 10 ár sá hún um þorrablót Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavík með miklum glæsibrag og hagkvæmni. Oddnýju og Sigurði varð fjögurra barna auðið: Friðrik, matreiðslu- meistari, kona hans er Herdís Sig- urbjörnsdóttir, Helga Björg, skrifstofustúlka, maður hennar er Sigurður Eggertsson, Ólöf Sigur- björg, nemandi, og óskírð dóttir dó á fyrsta ári. Barnabörnin eru Heiðveig Hanna og Sigurður Daði. Oddný var heilsuhraust þar til fyrir 1 ári að hún þurfti á meðferð að halda gegn illkynja sjúkdómi í brjósti og slík lækning tókst, að læknar sögðu fyrir undraverðan sálarstyrk og hetju- skap sjúklingsins, en skjótt skip- ast veður í lofti, og nú kveðjum við hinstu kveðju með þakklæti þessa rólyndu konu, se'm ég sá aldrei skipta skapi, en sífellt með spaugsyrði á vörum. Dulræna hæfileika erfði hún m.a. frá ætt- fólki sínu að Skarðshömrum í Norðurárdal og mörg voru þess dæmi að hún segði fyrir um óorðna hluti. Eftir tveggja og hálfs áratuga kynningu er margs góðs að minn- ast með þakklæti, sem hér verður ekki rakið og votta ég vinum mín- um, eiginmanni og börnum hinnar látnu, innilegustu samúð, svo og systkinum og öðrum vandamönn- um, ennfremur 86 ára tengdamóð- ur, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, sem býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Friður hins æðri máttar fylgi þeim látnu. Sveinn S. Pálmason í dag er kvödd hinstu kveðju vinkona mín og vinnufélagi Oddný Friðriksdóttir. Fyrir rúmu ári síðan veiktist hún af þeim sjúkdómi, sem að lok- um enginn fékk við ráðið og lést hún á Landspítalanum 29. sept. eftir skamma en erfiða legu. Margs er að minnast frá ára- tuga kynnum við þessa mikilhæfu konu, en það var ekki að hennar skapi að flíka tilfinningum sínum. Oddný starfaði um áratugaskeið hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Árið 1959 hóf félagið rekstur sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn og var Oddný þá ráðin mat- ráðskona, því starfi gegndi hún í 14 sumur, og eru þó ótalin sumrin þar sem hún hjálpaði í forföllum annarra. Á þessum fyrstu frumbýlisárum barnaheimilisins var oft langur og strangur vinnudagur, og sýndi Oddný þá eins og alltaf hversu verklagin hún var, því allt lék í höndum hennar. Það veit ég að Menntamálaráðherra hef- ur ákveðiA að stofnuð verði sérstök tækniminjadeild í Þjóðminjasafni íslands, en nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins hefur unnið að athugun á stofnun slikrar deildar. Forráðamenn Þjóðminja- safns hafa lengi haft hug á að hrinda þessu máli í fram- kvæmd, en mjög er orðið brýnt að vinna að varðveislu valinna mörg stúlkan sem vann undir hennar handleiðslu telur það mikla gæfu að hafa notið verk- kunnáttu hennar. Einnig starfaði hún við ræstingar á æfingastöð fé- lagsins. Oddný var gift Sigurði Ólafs- syni, sem hefur starfað hjá SLF við sjúkraflutning frá árinu 1956. Oddný og Sigurður hafa eignast 4 börn, eitt, telpu, misstu þau ný- fædda, en sonur og 2 dætur eru uppkomin og hið mannvænlegasta fólk. Samheldni þessarar fjöl- skyldu er með eindæmum. Þar tóku allir þátt í störfum og leik saman. Við hjónin vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga þessa fjölskyldu að ferðafélögum um nokkra ára skeið, og betri og ánægjulegri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. í ágústmánuði síðastliðnum fórum við vestur í Kollafjörð með Oddnýju og Sig- urði og áttum við þar saman 5 ánægjulega daga. Ekki grunaði mig þá að það yrði síðasta ferðin okkar. Minningar frá þessum ferð- um eru mér dýrmætar, og oft á ég eftir að sakna Oddnýjar. Sár er söknuður Sigurðar, barnanna, tengdabarna og barnabarnanna tveggja, sem voru augasteinar ömmu sinnar. öll áttu þau öruggt athvarf á þeirra fallega heimili að Löngufit 5, þar blasti við hlýja og samheldnni fjölskyldunnar. Við heimili þeirra er stór og fallegur garður, þar sem ræktaðar voru nytjajurtir jafnt sem fögur skrautblóm. Eg veit að Sigurður og fjölskylda hans mun í framtíð- inni rækta garðinn hennar Oddnýjar vel. Söknuðurinn er sár. Megi góður Guð lýsa fjölskyldu Oddnýjar um ókomin ár. Ég vil að leiðarlokum þakka Oddnýju samstarf og sanna vin- áttur. Samúðarkveðjur fylgja hér með frá starfsfólki Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Éx þakka þér oll nkkar Kfniíin spur. þau vuru ukkur llfsins lind. Samvrrustundirnar Ijúflinits vur i kærleikans feiturstu mynd. Frelsarinn sjálfur. þess éx beiði. i himneskan Ijússins rann þiv leiðl. (Ó.V.) Okkur, sonarbörnum og tengda- dóttur Oddnýjar, langar að minn- ast hennar með fáum orðum, færa henni hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina. Þó hún hafi verið sorg- lega stutt, var hún okkur svo dýrmæt og lærdómsrík að hún mun ekki gleymast. Umönnun hennar fyrir okkur verður ógleym- anleg. Einstakur dugnaður hennar og kjarkur, uppörvandi glaðværð hennar og brosmildi. Það er erfitt að koma orðum að þakklæti okkar í hennar garð. Minningin um Oddnýju, ömmu okkar og tengda- móður mun iifa í brjóstum okkar og annara náinna ættingja. Elsku- lega ömmu og tengdamóður kveðj- um við að lokum með þakklæti og biðjum Guð að varðveita hana, styrkja afa í Garðabæ og aðra nánustu ættingja okkar. Herdís J. Sigurbjörnsdóttir. Ilciðveig Ilanna Friðriksdóttir og Sigurður Daði Friðriksson. og dæmigerðra tækja, sem valdið hafa hinni gríðarmiklu þjóðfélagsbreytingu, sem orðið hefur í íslensku þjóðlífi á und- anförnum áratugum. Hinni nýju deild er einkum ætlað að varðveita heimildir og tæki á sviði samgangna á láði og í lofti, landbúnaðar, rafmagns- og útvarpstækni, véltækni ýmiss konar og ann- ars tæknibúnaðar, sem kom í kjölfar hins gamla bænda- og útvegsbændaþjóðfélags. Stofnuð tækniminjadeild í Þjóðminjasafninu n ^krafj íiomato ^tcliup Krm, net m i4 oz& ( KRAFT TÓMATSÓSA ftú einum þekktasta matvælafmmleiðanda Bandaríkjanna Gerið verðsamanburð SKAUPfÉlAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.