Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Mayen og (írænlands. Láréttar línur merkja hafsvæði með þéttleika 7/10, þ.e.a.s. sjö tíundu hlutar hafs eru þaktir ís.
Stjörnur merkja nýmyndun. (Frétt frá hafísrannsóknadeild).
Ný íslensk jazzplata
JAZZVAKNING hefur sent frá sér
nýja plötu, sem nefnist „Jazzvaka“,
þar sem bandaríski bassaleikarinn
Bob Magnusson leikur með íslensk-
um jazzleikurum. Bob Magnusson,
sem er af íslenskum ættum, hefur á
skömmum tíma skipað sér í sveit
Sagði upp
ÁSGEIR Tómasson hafði sam-
band við Mbl. í gær vegna fréttar
blaðsins um uppsagnir blaða-
manna af Vísi og Dagblaðinu.
Kvaðst Ásgeir vilja láta það koma
fram, að hann hefði sagt starfi
sínu á Dagblaðinu lausu 16. októ-
ber sl. með þriggja mánaða upp-
sagnarfresti, en hins vegar hefði
hann látið af störfum, þegar af
sameiningunni varð.
með bestu bassaleikurum í Banda-
ríkjunum og hefur hann leikið með
mörgum þekktum listamönnum, svo
sem Buddy Rich, Joe Farrell, Söru
Vaughan o.fl. og hljóðritað tvær plöt-
ur undir eigin nafni.
Þeir sem leika með Bob Magn-
usson á „Jazzvöku" eru allt þjóð-
kunnir jazzistar, þeir Guðmundur
Ingólfsson, Guðmundur Stein-
grímsson, Viðar Alfreðsson og
Rúnar Georgsson. Á plötunni eru
fimm verk, tvö þeirra eru islensk
þjóðlög í útsetningu Gunnars
Reynis Sveinssonar, „Móðir mín í
kví kví“ og „Þrír húsgangar", eitt
er eftir Guðmund Ingólfsson,
„Seven Special", og tvö eru þekkt
erlend lög, „You’d Be So Nice To
Come Home To“ og „I’m Getting
Sentimental Over You“.
Hljóðritunin á þessari plötu var
gerð á jazzvöku á Hótel Sögu í
fyrrahaust í tilefni fimm ára af-
mælis Jassvakningar. Það var
fyrirtækið Steríó sem það annað-
ist en úrvinnsla fór m.a. fram í
Hljóðrita. Sigurjón Jónasson hef-
ur hannað úmslag, ljósmyndir eru
eftir Kristján Magnússon.
Góðar sölur
í Englandi
TVÖ ÍSLENSK fiskiskip seldu
afla í Englandi í gær og fengu
bæði ágætis verð fyrir aflann.
Dofri BA seldi 75,2 tonn í
Grimsby fyrir 865,1 þús. kr. og
var meðalverð á kíló kr. 11,50. Þá
seldi Gissur hvíti frá Hornafirði
62,5 tonn í Hull fyrir 738,8 þús.
og var meðalverð á kíló þar kr.
11,82.
Telex-ólympíu-
skákkeppnin:
Island mæt-
ir Englandi
NÚ HEFUR verið dregið í annarri
umferð Telex-ólympíuskákkeppn-
innar 1981-1982. ísland mun
keppa við England, og er ákveðið,
að keppnin fari fram 5. des. nk.
Stjórn 'SÍ hefur valið eftirtalda
skákmenn til þess að tefla fyrir
íslands hönd: Friðrik Ólafsson,
Guðmund Sigurjónsson, Margeir
Pétursson, Jón L. Árnason, Inga
R. Jóhannsson, Helga Ólafsson,
Jóhann Hjartarson og Ingvar
Ásmundsson Teflt verður í Út-
vegsbanka íslands á 8 borðum.
t
Móöir okkar
KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR,
Norðurbraut 23, Hafnarfiröi,
andaöist i Landspítalanum aö kvöldi 30. nóvember.
Ingveldur Húbertsdóttir,
Sigursteinn Húbertsson,
Ágúst Húbertsson,
Svavar Þórhallsson.
t
Faöir minn,
JÓN ELLERT JÓNSSON,
er lóst þann 24. nóvember veröur jarösunginn í dag, miövikudag
frá Fossvogskirkju kl. 3.
Tryggvi Sveinn Jónsson.
t Bróöir okkar og mágur.
SIGURÐUR EIRÍKSSON
frá Löngumýri,
Laugalæk 17,
veröur jarösunglnn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. desember
kl. 13.30.
Ágúst Eiríksson, Emma Guönadóttir,
Elín Eiríksdóttír, Eiríkur Guónason,
Sólveig Hjörvar,
Páll Eiríksson, Svanfríóur Gísladóttir,
Ingigeröur Eiríksdóttir, Jón Ingvarsson,
Baldvin Árnason, Þuríöur Bjarnadóttir.
Stytta heilagrar Bar
böru við Straumsvík
NÆSTKOMANDI föstudag 4. des-
ember, verður vígð í kapellurústinni
við Straumsvík stytta af heilagri
Barböru, gerð af Walter Mellmann,
myndhöggvara í Osnabriick í
V-Þýskalandi. Fer sú athöfn fram kl.
14, en klukkan 16 verður messa
hennar lesin í Dómkirkju Krists
konungs, Landakoti, og annast kon-
ur ýmsa þjónustu i þeirri messu.
Séra Ágúst K. Eyjólfsson les mess-
una.
Tildrög þessa eru þau, að árið
1950 fann dr. Kristján Eldjárn
litla styttu af heilagri Barböru í
kapellurústinni við Straumsvík.
Vakti hún töluverða athygli, ekki
síst vegna greina dr. Kristjáns í
Árbók hins islenska fornleifafé-
lags 1955—’56 og bókinni „Hundr-
að ár í Þjóðminjasafni", svo og
fyrir útvarpserindi sem Sigurveig
Guðmundsdóttir hélt um heilaga
Barböru og styttufundinn, er var
síðan prentað í Merki krossins,
málgagni kaþólsku kirkjunnar.
Var það áhugamál margra að
láta gera styttu af heilagri Bar-
böru og setja hana upp þarna í
rústinni. Varð loks af þeim fram-
kvæmdum sl. sumar og tók Walter
Mellmann að sér að gera styttuna,
með hliðsjón af mynd af gömlu
styttunni, og gaf Ansgar Werk í
Jóhann Hjartarson
teflir í Hollandi
STJÓRN SÍ fór þess á leit við
Skáksamband Hollands, að Jó-
hann Hjartarson, TR, fengi að
tefla í meistaraflokki á Hoogov-
en-skákmótinu í Wijk aan Zee.
Mótshaldarar hafa fallizt á beiðni
þessa, og mun Jóhann því fá að
spreyta sig 21.-31. janúar nk. Tafl-
félag Reykjavíkur styrkir Jóhann
allmyndarlega til fararinnar.
Osnabruck síðan Félagi kaþólskra
leikmanna styttuna en Álverk-
smiðjan í Straumsvík sá um upp-
setningu hennar, enda er heilög
Barbara verndardýrlingur
málmsteypumanna o.fl.
Um Barböru eru til bæði helgi-
sögur og ljóð og er sögu hennar að
finna í Heilagra manna sögum og
ljóð í Islenskum miðaldakvæðum,
sem dr. Jón Helgason gaf út á sín-
um tíma. Saga hennar er sögð i
bæklingi sem Barbörusjóður gefur
út og mun verða fáanlegur á föstu-
daginn, á messudegi heilagrar
Barböru, og eftir það hjá Félagi
kaþólskra leikmanna. Sigurveig
Guðmundsdóttir er höfundur
bæklingsins.
Fjónsk farandsýning
í Norræna húsinu
FARANDSÝNING, sem nefnist „Herfra min verden gár“, þar sem 23 listiðn-
adarmenn frá Fjóni í Danmörku sýna verk sín, stendur yfir í Norræna húsinu
en sýningunni lýkur 19. desember næstkomandi.
Á sýningunni eru keramik,
vefnaður, textíl, glermunir,
skartgripir bæði út gulli og silfri
og ljósmyndir.
Sýningin var upphaflega sett
upp í fjónska listasafninu í
Óðinsvéum og vakti hún mikla at-
hygli. Héðan fer sýningin til Sví-
þjóðar þar sem hún verður sýnd á
ýmsum stöðum, en fer síðan til
Noregs og Finnlands og ef til vill
til Færeyja einnig.
í tengslum við sýninguna munu
tveir af listamönnunum, sem eiga
verk á sýningunni sýna litskyggn-
ur af verkum sínum og vinnudegi.
Myndirnar verða sýndar í fund-
arsal Norræna hússins, fimmtu-
daginn 3. desember klukkan 20.30.
Á eftir verða umræður niðri í sýn-
ingarsölunum. Listamennirnir
tveir, sem hér um ræðir eru Peter
Tyberg, sem sýnir keramik og
Birgit Rastrup Larsen, sem sýnir
textíl.
Ráðinn aðstoðarbanka-
stjóri Alþýðubankans
HALLDÓR Guðbjarnason við-
skiptafræðingur hefur verið ráðinn
aðstoðarbankastjóri við Alþýðu-
bankann, frá 1. desember nk.
Halldór er fæddur á ísafirði
20. okt. 1946, hann lauk prófi í
viðskiptafræðum frá Háskóla ís-
Halldór Guðbjarnason
lands 1972 en hafði þá þegar haf-
ið störf hjá Seðlabanka íslands
eða á árinu 1971 og starfaði þar
til ársins 1975 er hann réðist úti-
bússtjóri við Útvegsbanka ís-
lands í Vestmannaeyjum. Frá 1.
jan. sl. hefur Halldór verið for-
stöðumaður útibúaeftirlits Út-
vegsbankans.
Kona Halldórs er Steinunn
Brynjólfsdóttir og eiga þau þrjú
börn.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN af árekstri á gatna-
mótum Skothúsvegar og Tjarn-
argötu í Mbl. í gær slæddist villa.
Fólksbifreið sem ekið var eftir
Tjarnargötu, var ekið í veg fyrir
jeppabifreið sem kom eftir Skot-
húsvegi, og skullu bifreiðirnar
saman þannig að báðar eru mikið
skemmdar. Biðskylda er á Tjarn-
argötu.