Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 23

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 23 Dómsdagur og forfeður Eftir Eyjólf Jónsson, Isafirði „Á vetrarvertíðinni fékk Jón frá Vetleifsholtsparti smávegis að- hlynningu í Hæringsstaðahjáleigu hjá Stokkseyri. Þar varð tvíbýli árið 1854. A öðrum partinum bjó Jón Bjarnason með konu sinni, Hildi Þorsteinsdóttur frá Roðgúl, en á hinum partinum þau Arn- björn Þorkelsson og kona hans, Gunnhildur Gísladóttir frá Bjólu- hjáleigu í Neðri-Holtaþingum. Leitt er til þess að vita að flestir afkomendur þeirra áttu eftir að drukkna í sjó hér og þar kringum landið, þar með talinn Arnbjörn sjálfur, eða þá þeir urðu bráð- kvaddir. Einum þeirra tókst að flýja djöfuldóms ættlandsins og hverfa til Amriku, hann kom aldr- ei til baka.“ (Bls. 202.) Ofanskráð málsgrein er úr bók- inni Dómsdagur eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Það kom óneitanlega furðanlega fyrir sjónir að verða þess um síðir áskynja að langafi hafi drukknað og flestir afkomendur hans og langömmu, „áttu eftir að drukkna í sjó hér og þar kringum landið, þar með talinn Arnbjörn sjálfur, eða þá þeir urðu bráðkvaddir". Með þeirri undantekningu þó, að einum „tókst að flýja djöfuldóm ættlandsins" og kom aldrei til baka. Bókarhöfundur reynir hér með pennalipurð, og í stuttu máli, að sálga flestum afkomendum þeirra Arnbjarnar Þorkelsssonar og Gunnhildar Gísladóttur konu hans og er vissulega „leitt til þess að vita“ að svo skyldi reynt. Ástæða er því til að gera nokkra grein fyrir þeim Arnbirni og Gunhildi og afkomendum þeirra. Arnbjörn Þorkelsson var fædd- ur í Gerðum í Flóa 1827 sonur Þorkels bónda þar Árnasonar. Og í móðurætt var Arnbjörn kominn af þeim sögufræga manni Ólafi bónda og hreppstjóra í Fljótshól- um, Þorleifssyni. Það er algjör misskilningur að Arnbjörn hafi drukknað. Hann var útróðrarmaður í Ytri-Njarð- vík og dó þar 1. maí 1873 úr lungnabólgu. Þau Arnbjörn og Gunnhildur giftust 20. október 1853 og eignuð- ust níu börn. Gunnhildur var fædd 1829 og dó í Reykjavík 1921 á 92. aldursári. Arnbjörn silfursmiður var bóndi í Hæringsstaðahjáleigu 1854—1856 og bjó síðan í Gerðum í Flóa og Gunnhildur síðan með börnum sínum nokkru lengur. Síð- ar var hún um tuttugu ár bústýra á Kambi í Flóa og eignaðist þá eina dóttur með Sigmundi bónda og ekkjumanni þar og gekk líka í móðurstað ungum börnum hans. Þrjú af börnum Arnbjarnar og Gunnhildar drukknuðu. Eiríkur gullsmiður á Eyrarbakka drukkn- aði af Jóni á Fit 1890, hann á ekki niðja á lífi. Sigurjón drukknaði fertugur 1905, þá við sjóróðra frá Seyðisfirði og fórst bátur sá með atlri áhöfn, fjórum mönnum. Sig- urjón átti 5 dætur og eru niðjar hans margir. Jóhanna drukknaði í Reykjavík 1917, hún var gift og átti 7 börn og fjölda afkomenda. Ekki er kunnugt um að fleiri af börnum Arnbjarnar hafi drukkn- að. Gísli Arnbjarnarson er talið að hafi orðið bráðkvaddur á Kala- staðaflötum við Stokkseyri 1902, rúmlega fimmtugur. Hann eignað- ist þrjú börn, er öll áttu afkom- endur. Niðjar Gisla hafa verið og eru sumir enn búsettir í lágsveit- um Árnessýslu og í nágrenni bók- arhöfundar á Selfossi. Einn niðja Gísla mun hafa verið forveri höf- undar við skólastjórn á Selfossi. Þá er að nefna Elísabetu, þann afkomandann er „tókst að flýja djöfuldóm ættlandsins" og kom aldrei til baka. Áður en Elísabet fór af landi burt hafði hún eignast nokkur börn. Það elzta var dóttir, er ekki fór af landi burt og starf- aði m.a. sem mjólkurbússtýra á Hlíðarenda í Ölfusi nokkur ár, giftist og átti börn. Svo einnig frá Elísabetu er talsverður ættleggur hér á landi. Hafa þá verið nefnd fimm af börnum Arnbjarnar Þorkelssonar. Einn barnanna var Benjamín, tví- buri er dó smábarn. Hinn tvíbur- inn Jóhanna átti sjálf tvíbura og hjá niðjum hennar hafa orðið nokkrar tvíburafæðingar og hefur ættleggur Jóhönnu vaxið nokkuð ört. Þá er enn að telja þrjá syni Arnbjarnar og Gunnhildar er hvorki drukknuðu eða flúðu land. Ný verzlun á Akranesi Akranesi, 30. nóvember. NÝ VERSLUN hefur verið opnuð að Skólabraut 21 hér í bæ. Verslunin heitir „Hæðin“ sf. og er sérverslun með kven- fatnað og snyrtivörur. Eigendur eru Asgerður Is- feld sem er jafnframt verslun- arstjóri og Hulda Stefánsdótt- ir. Júlíus. Matarkynningar og skemmtikraft- ar á Hótel Esju f jólamánuðinum Á HÓTEL Esju og Esjubergi verður nú næstu helgar, á aðventunni, boð- ið upp á sérstaka jólastemmningu með matarkynningum af ýmsu tagi og skemmtikröftum ásamt þeim gör ótta jóladrykk Glögg, sem vinsældir hlaut á aðventunni fyrir ári síðan, en þá var boðið upp á svipaða dagskrá og nú er. Á blaðamannafundi sem kynn- ingardeild Flugleiða hélt á Esju- bergi kom fram, að sunnudaginn 6. des. kynnir Sláturfélag Suður- lands margs konar jólarétti á Esjubergi og til að fá rétt and- rúmsloft mun Barnakór Tónlist- arskólans koma í heimsókn og syngja jólalög. Viku seinna, sunnudagskvöldið 13. des., verður danskt jólakvöld á Esjubergi og jafnframt verður sérstök osta- kynning á vegum Osta- og smjör- sölunnar í Reykjavík og þá mun barnakór úr Kópavogi mæta og syngja nokkur jólalög. Esjuberg verður skreytt að vanda á aðventunni og um jólin. Graham Smith fiðluteikari og Jónas Þórir tónlistarmaður munu skemmta gestum á Esjubergi og á Skálafelli sunnudaga í jólamánuð- inum og annan dag jóla. Boðið verður upp á jólalamb í desem- bermánuði. Hótelið býður upp á það nýmæli að brúðhjónum, sem halda gift- ingarhóf á Skálafelli á níundu hæð hótelsins, verður boðin ókeypis gisting i hinni stóru svítu hótelsins á áttundu hæð. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Frá blaðamannafundinum á Esjubergi, Hjördís Jónsdóttir móttökustjóri Hótel Esju, Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi og Einar Olgeirsson hótelstjóri. Eyjólfur Jónsson Þorkell var bóndi og smiður í Eg- illstaðakoti í Flóa, kvæntur en barnlaus. Daníel er lengi var í Björgvin á Stokkseyri og siðar í Reykjavík, kvæntist og átti tvö börn er bæði eignuðust afkomend- ur. Og loks Arnbjörn, er nokkur ár var bóndi í Egilsstaðakoti, en varð að hætta búskap vegna vanheilsu. Hann kvæntist og átti þrjú börn. Eldri dóttirin fluttist vestur á firði og giftist þar og á marga af- komendur. Hér hefur í stuttu máli verið gerð nokkur grein fyrir afkomend- um Arnbjarnar Þorkelssonar og Gunnhildar Gísladóttur. Og reynt hefur verið að sýna fram á hversu fráleit er sú fullyrðing að afkom- endur þeirra flestir hafi átt eftir að drukkna í sjó eða verða bráð- kvaddir þótt vissulega hafi hvoru- tveggja hent nokkra afkomend- anna. Enn má bæta við að tíunda barn Gunnhildar var Arnbjörg Sig- mundsdóttir, sem var tvígift og átti börn með báðum mönnum sín- um og þau afkomendur. Bætist þar enn nokkuð í niðjahóp Gunn- hildar Gísladóttur frá Bjóluhjá- ieigu. Hér var þessarri grein lokið er hún var sett á blað snemma á þessu ári. Fyrir skömmu birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein er nefndist: Saga um sögu. Höfundur getur þess að hann hafi í Þjóðskjalasafni lesið syrpu nokkra um gengnar kynslóðir á Suðurlandi. Ekki þótti honum það góð lesning og er dómhvatur um þá er söfnuðu í þá syrpu. „Fátt virðist í þeim doðröntum traustur fróðleikur," segir þar. Og um eina tilvitnaða grein segir: „Þótt ekki sé þessi klausa löng, tekst höfundi að ljúga þar tvisvar." Er ég hafði þetta lesið varð mér á ný hugsað til Dómsdags og frá- sagnarinnar þar, er getur forfeðra minna, þeirrar er birtist í upphafi þessa máls. Betra væri stundum að vera ekki í glerhúsi þegar hreytt er óvægilega frá sér. 14. október 1981, SVEND OTTO S. Risafiskurinn ALMENNA BOKAFELAGIÐ Risa- fiskurinn eftir Svend Otto S. < co O m < i™ cn »4* w Svend Otto S. er í hópi kunnustu teiknara og barnabókahöf- unda á Norðurlöndum. Hann er orðinn vel þekktur hér af bókunum Mads og Milalik, sem gerist á Grænlandi, og Helgi fer í göngur, sem fjallar um íslenskan dreng og heimili hans. Dvaldist höfundurinn hér meðan hann gerði þá bók. Bókin um Helga fer nú sigurför víðsvegar um heiminn og kynnir okkar kæra land hinum ungu lesendum. í þetta sinn snýr Svend Otto S. sér að Færeyjum. Sagan Risafiskurinn fjallar um tvo drengi sem lenda í ævintýrum, bæði á sjó og landi. Svend Otto S. er mikill náttúrunnandi og kemur það glöggt fram í sögum hans og þó einkum hinum frábæru myndum. Almenna Bókafélagið Austurstræti 18, Skemmuvegi 36, sími 25544. sími 73055.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.