Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur 13. desember Bls. 49-96 Lögreglustjóri á stríðsárunum Agnar Kofoed-Hansen rekur minningar sínar, eftir Jóhannes Helga Agnar Kof- oed-Hansen keppir til sig- urs FBI í Bandaríkjun- um. Þessa dagana er að koma út hjá Almenna bókafélaginu bókin Lögreglustjóri á stríösárunum — Agnar Kofoed- Hansen rekur minningar sínar — eftir Jóhannes Helga. Þessi bók er framhald minningabókarinnar Á brattann, sem kom út 1939. Hér á eftir er með leyfi útgefanda slegiö á þremur stööum upp í bókinni, fyrst snemma í henni, þar sem segir frá samskiptum lögreglunnar vió dr. Gerlach, aóalræöismann Þjóóverja á íslandi, sem Bretar handtóku á hernámsdaginn. Síöan er smákafli um eina af hetjunum í lögreglunni, hinn þjóókunna Erl- ing Pálsson yfirlögregluþjón, og loks er kafli um háska- legt ævintýri sem þeir lentu í á Laugaveginum þeir Kristján Vattnes og Guðbrandur Þorkelsson í mióju hernáminu. Dr. Werner Ger- lach, ræöismaö- ur Þjóðverja á ís- landi. Hermann Jón- asson og Lárus Salómonsson bregóa í glímu við vígslu æf- ingastöövarinnar á Suðurnesi. Frá vinstri þekkjast Geir Jón Helga- son, Vernharður Kristjánsson, Ólafur Guó- mundsson, Sverrir Sigurös- son og Sigurður Þorsteinsson. Njósnir á íslandi og þáttur dr. Gerlachs Sveinn Björnsson var sendi- herra Islands í Danmörku þessi ár. Og í mars '39 sendi hann ríkis- stjórninni þrjú bréf, dagsett 2., 10. og 28. mars, þar sem hann greinir frá njósnum Þjóðverja í Dan- mörku og gerir ríkisstjórninni við- vart um að þýskar njósnir í þágu hernaðar kunni að vera stundaðar í landinu. í fyrsta bréfinu skýrir hann frá að í Danmörku hafi orðið uppvíst um njósnahring þýska flotamála- ráðuneytisins og leggur til að rík- isstjórnin sendi mann út til Dan- merkur að kynna sér málið, danska lögreglan sé reiðubúin til samvinnu. í öðru bréfinu greinir hann frá handtöku Pflugk-Hart- ungs, forsprakka þýska njósna- hringsins og meints morðingja Karls Liebknechts og lýsir því hvernig njósnararnir vinni í smá- hópum og að marga þeirra hafi Þjóðverjar sent yfir landamærin nokkrum árum áður og látið þá taka sér bólfestu í Danmörku, og sterkar líkur séu á því að angar frá þessum njósnahring starfi í nágrannalöndunum og einn ang- inn þá á Islandi, það sé raunar bjargföst skoðun dönsku lögregl- unnar. í þriðja bréfinu kveðst Sveinn m.a. hafa séð nokkur gögn málsins, þ.á m. eina möppu merkta íslandi, en lítið hafi verið á henni að græða; hann hvetur samt ríkisstjórnina til að vera vel á verði. Þessi gögn voru meðal þeirra gagna sem ég hafði ótakmarkaðan aðgang að í Kaupmannahöfn sumarið ’39. Ég afritaði þau þýð- ingarmestu og tók þau með mér heim til rannsóknar og þrælkann- aði þau og það gladdi mig vegna landa minna og margra mætra Þjóðverja sem voru búsettir hér, að nær undantekningarlaust var um getsakir að ræða. En um miðjan október ’39, sex vikum eftir að styrjöldin hófst, verður loftskeytastöðin í Reykja- vík vör við morsesendingar ókunnrar sendistöðvar sem sendir oftast á bylgjulengd frá 28,4 metr- um uppí 54 metra. Sendingarnar voru skrifaðar upp og reyndust þær vera talnadulmál. Sending- anna varð vart á ýmsum tímum sólarhrings, einkum samt eftir út- sendingu veðurfregna í útvarpinu. I tilraunaskyni var straumur rof- inn á spennistöð hverfis þýska sendiráðsins í miðri útsendingu og tók þá fyrir útsendinguna. Degi síðar var straumur rofinn örstutta stund á þrem húsum í Túngötunni og eitt þeirra var hús Gerlachs. Og þá tók einnig fyrir sendinguna — og þegar henni var framhaldið gætti greinilega óstyrks í sendi- stílnum. Það fór ekki milli mála. Bretar höfðu þá nokkru áður borið fram kvartanir við íslensku ríkisstjórnina um að Þjóðverjar fengju veðurfregnir frá Islandi og upplýsingar um skipaferðir. Út- sendingum veðurfregna í útvarpi var því hætt í janúar '40. En þess- ar sendingar leynistöðvarinnar og kvartanir Breta skutu heldur bet- ur stoðum undir fullyrðingar dönsku lögreglunnar, þær sem fram komu í bréfum Sveins Björnssonar, og 24. janúar berst fjórða bréf hans um njósnamálin. í þessu bréfi skýrir hann ríkis- stjórninni frá því að danska lög- reglan álíti að þýsk njósnastöð einhversstaðar í Danmörku sendi fregnir um skipaferðir Banda- manna á norðlægum slóðum til þýska ræðismannsins í Reykjavík og hann komi þeim svo áfram til Þýskalands. Nú — við svo búið var ekkert hægt að gera, stöðin var enn þög- ul, og það var ekki fyrr en 10. apríl ’40, daginn eftir hernám Dan- merkur, að aftur heyrðist í henni. Sendi hún nú á 30,8 metrum. Landsíminn hafði haft viðbúnað og miðaði stöðina nú út. Niður- staðan varð óyggjandi; margpróf- aðar miðanir sýndu svo ekki lék minnsti vafi á að leynistöðin væri staðsett í húsinu nr. 18 við Tún- götu. ísland var yfirlýst hlutlaust ríki í styrjaldarátökunum og því varð vitaskuld ekki við það unað að hér væru stundaðar njósnir. Við Hermann Jónasson höfðum oft rætt þetta og nú var ákveðið að gera aðför að dr. Gerlach og koma honum og tveim þýskum aðstoðar- mönnum hans að óvörum að næt- urþeli. Vakandi auga var nú haft á Túngötu 18 dag og nótt til að trygRÍa að ekki væri hægt að flytja sendistöðina úr húsinu án vitundar okkar. Að grípa í tómt hefði verið hneyksli og alvarleg móðgun við Þýskaland og afleið- ingarnar ófyrirséðar. Jú, sjáðu til. Þýskaland var mik- ið herveldi, mesta herveldi verald- ar þá, grátt fyrir járnum, og það var einveldi og hafði öll tök á að beita okkur harðræði. Ég tala nú ekki um ef þeir hefðu sigrað. Og við höfðum nýlega neitað Luft- hansa um framlengingu á réttind- um þeirra hér og urðum þar með fyrstir smáþjóða til að standa uppi í hárinu á Hitlers-Þýska- landi. Það sem vakti fyrir okkur Hermanni með þessari ráðagerð var að Bretar hefðu enga átyllu til hernaðaríhlutunar um íslensk málefni, enda var Bretum full- kunnugt um tilvist þessarar stöðv- ar, svo sem síðar hefur komið SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.