Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 95 75 kg 1) S. Alexander, Bretlandi 280 175 297,5 752,5 2) L Backlund, Svíþjóð 270 190 272,5 732,5 3) S. Oskarsson; íslandi 285 125 290 700 4) B. Waddell, Astralíu 277,5 152,5 252,5 682,5 5) K. Skybak, Noregi 257,5 145 270 672,5 6) O. Wiken, Noregi 255 142,5 267,5 665 7) P. Delohen, Frakklandi 200 135 255 590 8) I. Singh, Indlandi 192,5 150 240 582,5 9) M. Hillier, Frakklandi 230 120 230 580 10) V. Eiji, Japan 205 150 210 565 11) S. Matt, Indlandi 210 115 220 545 —) B. Martin, Nýja Sjál. — — Sunnudaginn 8. nóvember var síðasti keppnisdagurinn og áttu nú stóru strákarnir að keppa og meðal þeirra Jón Páll. Hann var nú orðinn vel þekktur í borginni vegna sjónvarpsins, sem sýnt hafði hann við æfingar á hótelinu fyrir mótið. Á keppnisstað sem annarsstaðar vakti hann mikla at- hygli, sem algjör andstæða við innfædda, nærri 2 m á hæð, ljós- hærður og 125 kg. Svona maður hafði ekki sést fyrr á Indlandi. Innfæddir vissu af islensku þjóð- erni hans og var mikil furða hve vitneskja þeirra var mikil um landið okkar. Á keppnisstað hafði Jón nóg að gera við að sitja fyrir á myndum með indverskum fjöl- skyldum með börn á handleggnum og eiginhandaráritanir sem hann gaf skiptu hundruðum. Meðan á keppninni stóð var ástandið þannig að múgurinn trylltist af æsingi og fagnaðarlát- um þegar Jón lyfti, en keppinaut- um hans var tekið með þögn. Til keppni í flokknum með Jóni voru mættir 10 keppendur. Allir ofurmenni að burðum og stæði- legir. Frá Ástralíu var Lonsdale, 117 kg, Seese, Vestur-Þýskalandi, 116 kg, reyndur keppnismaður, frá Japan Nakamura, 115 kg, svoli mikill en þó góðlegur, frá Frakk- landi Brulois, 124 kg og ákaflega þéttur á velli, frá Noregi Wien, 113 kg, hafði lést um mörg kíló í ferð- inni, en þó furðu brattur, frá Finnlandi Nevenpáá, 121 kg, í út- liti eins og jarðýtustjóri og vafa- laust heljarmenni eins og finnska vörumerkið gefur ávallt til kynna, frá Kanada Magee, 122 kg og held- ur stærri en Jón Páll og vel limað- ur og glæsilegur á velli, frá Sví- þjóð Ekström, 120 kg og illúðlegur að vanda, núverandi Evrópumeist- ari, og síðast en ekki síst Hackett frá Bandaríkjunum, 120 kg og sagður hafa lést um 23 pund við dvölina í Indlandi. Byrjunartölur gáfu til kynna að Ástralinn, Þjóðverjinn og Japan- inn yrðu ekki hættulegir andstæð- ingar. Reyndist svo vera, þar sem þeir réðu ekki við byrjunarþyngd- ina. Norðmanninn hafði Jón alltaf unnið og þrátt fyrir að Frakkinn væri góður var fljótt séð að hann væri ekki nógu góður til að ógna Jóni. Þeir voru því 6 í toppbarátt- unni og fagnaðarlæti áhorfenda leyfðu Jóni Páli ekki að hugsa um annað en verðlaunasæti. í hnébeygjunni sigraði Hackett og lyfti 375 kg, annar var Magee með 355 kg og þriðji Nevanpáá með 350, síðan komu Norðmaður- inn og Jón Páll með 337,5 kg og Svíinn með 335 kg, hafði mistekist við 345 kg eins og Norðmanninum. Jón Páll lyfti af miklu öryggi 310 kg í fyrstu, 325 kg í annarri og 337,5 í þriðju og fögnuðum við því að Jón hafði yfir Evrópumeistar- ann. Bekkpressuna vann Magee með 235 kg, annar varð Hackett með 230 kg, þriðji Ekström með 227,5 kg, fjórði Jón Páll með 220 kg, fimmti Nevanpáá með 217,5 kg og sjötti Wien með 192,5 kg. Jón Páll lyfti af engu minna öryggi í bekkpressunni og byrjaði á 200 kg, svo 217,5 kg og síðast 220 kg, hafði gert allar sínar lyftur gildar eins og Magee. Jón var í fimmta sæti eftir tvær fyrstu greinarnar og með því að lyfta 340 kg í fyrstu tilraun sinni í réttstöðulyftu fór Jón upp fyrir Nevanpáá. Magee lyfti í annarri tilraun sinni 337,5 kg og var þá kominn með 927,5 kg í saman- lögðu, Svíinn bað um 350 kg í fyrstu tilraun og lyfti því ekki fyrr en í annarri tilraun og þar sem Jón þurfti að lyfta 5 kg meira en hann til að komast yfir voru sett 355 kg á stöngina fyrir Jón. Því lyfti Jón við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Ekström reyndi svo við 357,5 kg í siðustu tilraun sinni svo Jón Páll hafði tryggt sér bronsið. Hackett lyfti þeirri þyngd í síð- ustu tilraun sinni og varð sigur- vegari, þótt ekki væri það með yf- irburðum. Jón Páll reyndi síðan við 370 kg í síðustu tilraun sinni, aðeins 12,5 kg frá heimsmeti og lyfti því upp að hnjám. Lyfta þessi hefði gefið Jóni silfurverðlaun, en þau féllu honum þó í skaut þar sem Tom Magee var vísað úr keppninni eftir að niðurstöður lyfjaprófs lágu fyrir. Jón Páll vann því silfurverðlaun á 912,5 kg, jafnt Islandsmetinu. Er upp var staðið voru menn að vonum ánægðir. Báðir okkar menn á verðlaunapall, það hlýtur að vera árangur, sem allir hljóta að gleðjast yfir og hlýtur að réttlæta svo langa ferð. Árangur varð annars þessi og eru verðlaunamenn bara nefndir, nema í flokkum okkar manna. Keppendur í 125 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Calcutta á Indlandi. Jón Páll er fyrir miðri mynd. Jón Páll vann þann frækilega árangur á mótinu að vinna silfurverðlaunin í keppninni. I.jósm. < Mafur S. Ný skíðalyfta Breiðabliks í Drottningargili í Bláfjöllum 82,5 kg 1) M. Stamm, V-Þýskalandi 310 175 295 780 2) V. Kumpuniemi, Finnlandi 265 155 330 750 3) J. Nyyssönen, Finnlandi 305 185 260 750 90 kg 1) W. Thoraas, USA 350 227,5 352,5 930 2) K. Mattsson, Svíþjóð 337,5 220 310 867,5 3) T. Maeda, Japan 305 167,5 290 762,5 100 kg 1) T. Stevens, Bretlandi 330 215 320 865 2) R. Eriksen, Noregi 290 180 290 760 3) H. Vierthaler, V-Þýskalandi 220 150 250 620 110 kg 1) H. Saarelainen, Finnlandi 350 240 330 920 2) A. White, Bretlandi 320 190 345 855 3) R. Dagitt, Kanada 305 232,5 300 837,5 125 kg 1) E. Hackett, USA 375 230 357,5 962,5 2) J. Sigmarsson, íslandi 337,5 220 355 912,5 3) R. Ekström, Svfþjóð 335 227,5 350 912,5 4) A. Nevanpáii, Finnlandi 350 217,5 310 877,5 5) K. Wien, Noregi —) T. Lonsdale, Astralíu —) S. Nakamura, Japan —) F. Seese, V-Þýskalandi 337,5 192,5 322,5 852,5 125+ kg 1) P. Wrenn, USA 427,5 235 365 1027,1 2) A. Kapica, Ástralíu 350 215 310 875 3) R. Rigby, Ástraliu 300 187,5 342,5 830 Að afloknu mótinu var haldin heilmikil veisla á hótelinu, þar sem veitt var vel í mat og drykk. Við íslendingarnir tókum nú ósleitilega til matar okkar í fyrsta sinn að við vikum frá íslenska matseðlinum. Áttum við enn minningar um indverska matinn tveimur vikum eftir veisluna og blessuðum nestið okkar íslenska. Án þess hefði allt eins getað farið svo að bronsið hans Skúla og silfr- ið hans Jóns væru í annarra fór- um. Heimleiðis var haldið mánudag- inn 9. nóvember og er lent var í London eftir sólarhrings ferð fylltumst við feginleikatilfinningu yfir að vera komnir burt frá Ind- landi. Ólafur Sigurgeirsson ÞEIR SEM leið hafa átt í Bláfjöll í haust hafa veitt þvi athygli að mikið hefur verið um að vera á skíðasvæði Breiðabliks í Drottningargili, sem er miðja vegu milli svæðis Bláfjalla- nefndar í Kóngsgili og svæðis Fram í Eldborgargili. Þar hafa að undanfornu unnið 8—14 manns um hverja helgi og er nú lokið við að reisa glæsiiega skiða- lyftu sem er nú tilbúin til notkunar þegar nægur skíðasnjór kemur. Fyrir nokkrum árum var Breiða- blik úthlutað skíðasvæði við Drottn- ingargil sem komið er að nokkru áður en komið er að skíðalyftum Bláfjallanefndar. Svæðið liggur mjög vel við og hentar mjög vel til hverskonar skíðaiðkana. Skíðaáhugamenn f Kópavogi hef- ur löngum dreymt um að koma upp skíðalyftu á svæðinu, en þar er fyrir skáli í eigu bæjarins og reynt hefur verið að reka þar litla lyftu sem eng- an veginn er samkeppnisfær við þær skíðalyftur sem nú eru í Bláfjöllum. Aðsókn að þeim lyftum sem fyrir eru bendir til að mikil þörf sé fyrir fleiri lyftur í Bláfjöll. Fyrir rúmu ári tóku nokkrir áhugasamir Kópavogsbúar sig saman um skíðaíþróttir og stofn- uðu Styrktarfélag Skíðadeildar Breiðabliks. Tilgangur félagsins var að reisa nýja og fullkomna skíðalyftu í Drottningargili. Formaður félagsins var kosinn Steinar Lúðvíksson. Hófst félagið þegar handa um undirbúning framkvæmda. Leitað var stuðn- ings bæjarstjórnar Kópavogs við málið og fékk það mjög góðan stuðning frá henni. Jafnframt var hafin almenn fjársöfnun meðal fyrirtækja í bænum og fengust þar undirtektir. Félagið leitaði tilboða í skíða- lyftu og bárust tilboð frá ýmsum framleiðendum. í maí sl. var ákveðið að taka tilboði frá fyrir- tækinu Doppelmayr í Austurríki, sem framleitt hefur margar lyftur sem í notkun eru hér á Iandi, þ.á m. stóllyftuna í Bláfjöllum sem flestir kannast við. Lyfta sú sem keypt var er svonefnd T-lyfta og fara tveir íflEMHHfflMH saman á T sem smeygt er aftur fyrir læri skíðamannanna. Er þetta nýjung hér á landi en hefur mjög rutt sér til rúms í skíðalönd- um erlendis að undanförnu. Heildarlengd lyftunnar er um 520 metrar og hæðarmunur er 126 metrar en meðalhalli brekkunnar sem lyftan stendur í er rúmar 17 gráður. Á hún að vera auðveld öllu skíðafólki. Lyftan mun flytja 808 manns á klst. og er lyftan 2 mínút- ur 23 sek. að flytja fólk upp á topp. Skíðabrekkan skiptist í tvo hluta, efri og neðri brekku. Eiga báðar brekkurnar í venjulegu færi eins og áður sagði að vera þægi- legar öllu skíðafólki. í haust var unnið að því að laga hjallann milli efri og neðri brekkunnar, þannig að þar ætti að vera auðveldara að fara og auk þess að setjast meiri snjór en áður. Styrktarfélagið hefur haft um- sjón með framkvæmdum og notið stuðnings fjölmargra aðila við ýmsa þætti framkvæmdanna. Auk þess hafa félagar styrktarfélags- ins lagt af mörkum mikla sjálf- boðavinnu við uppsetningu og annan undirbúning. Fjárhagsstuðningur fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga hefur stuðlað að því að þessi áfangi hef- ur náðst. Styrktarfélagið mun halda áfram að leita til Kópavogsbúa, sem kunna að meta þetta framtak og leita eftir fjárframlögum til að endar nái saman. Fjárframlög til félagsins eru undanþegin tekju- skatti. Skíðalyftan verður rekin á svip- aðan hátt og aðrar lyftur í Blá- fjöllum og gilda kort og roiðar í lyftu Breiðabliks eins og aðrar lyftur á svæðinu. Skíðadeild Breiðabliks mun selja árskort sem gilda í allar lyft- ur á svæðinu auk þess sem seld verða ferðakort. Forsvarsmenn Styrktarfélags Skíðadeildar Breiðabliks vænta þess að þessi framkvæmd verði skíðaíþróttum í Kópavogi mikil lyftistöng og komi öllu skíða- áhugafólki til góða. íþnóttip

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.