Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Með morgunkaffinu ást er... ... að fara saman i kvöldskóla. TM Rec U.S. Pat. Off.-al rtghts reservad ® 1981 Los Angetes Times Syndicate pa.rf cxb fa eir\s háa brunairygai oga og 'eg 0et Fenýo -fyrir Aa&sta •föstuotags- kv/6'lol.,, l>ad liggur við að ég öfundi þig af því ad fá tækifæri til að hætta að reykja! HÖGNI HREKKVISI _•« a- ■<r\ ík 7) cr<i£3 Æ7? V/¥>St*/r * / " mmLmm „Fóstrið fær á sig mannsmynd snemma á meðgöngutímanum. Myndin til vinstri sýnir mannsfóst- ur á 6. viku. Myndin til hægri sýnir mannsfóstur á 9. viku. Myndirnar eru fengnar úr bókinni Mannslík- aminn eftir Jóhann Sæmundsson." I.A. skrifar: „í Dagblaðinu & Vísi þann 4. desember sl. er greinin Kvenna- völd eftir Helgu Sigurjónsdóttur þar sem hún ræðir um ýmis mál, sem konur berjast fyrir og er flest gott um þann málflutning að segja. En ein er sú málsgrein, er ég hnýt um. Hún er svona: „Nú má vitaskuld hugsa sér að konur myndu beita sínu eigin valdakerfi (þ.e. valdi sem mótast af lífspólitík/kvennapólitík) jafn ómannúðlega og karlaveldið ger- ir og hefur gert frá því að sögur Endurheimtum iífsrétt hins ófædda barns hófust. Því viljum við hinsvegar ekki trúa enda þá til lítils barist. Það yrði þá a.m.k. í fyrsta sinn í veraldarsögunni sem mæður gengju að því markvisst og með- vitað að upphugsa sem ferlegust drápstæki til að myrða þau börn sem þær sjálfar hefðu gengið með, haft á brjósti og fóstrað til manns. Hingað til hafa mæður grátið yfir þeim börnum sínum sem karlveldið hefur hrifsað af þeim í byssu- og sprengjufóður." Betur að þessar fullyrðingar stæðust að öllu leyti. En því er nú miður að svo er ekki. Fyrir nokkrum árum var hér hart deilt um réttmæti fóstureyðinga og man ég ekki betur en það væru einmitt konur sjálfar, að vísu innan rauðsokkahreyfingarinn- ar, sem harðast börðust fyrir frelsi hverrar konu til að láta eyða fóstri sínu, ef henni bauð svo við að horfa, þótt enga lækn- isfræðilega nauðsyn bæri til. M.a. fyrir baráttu þessara kvenna voru fósturmorð lögleidd á alþingi og eru nú framkvæmd árlega í hundraða tali, eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða, en ekki nein voðaverk, svo sem þau raunverulega eru. Því barn er óumdeilanlega maður, hvort heldur fyrir eða eftir fæð- ingu. Jafnvel örfáum vikum eftir getnað, hefur fóstrið tekið á sig fullkomna mannsmynd. Ef kvennasamtök og kvenna- framboð eiga að vera meira en að sýnast, þá er hér eitt af meiri- háttar verkefnum, sem konur ættu að berjast fyrir. Leiðrétt- ing á þessari illu lagasetningu, og einkum framkvæmd hennar, er eitt þeirra mála sem ekki má dragast. Og engir þegnar þjóð- félagsins hafa betri möguleika en einmitt konur, til að berjast fyrir lífsrétti hins ófædda barns." Þessir hringdu . . . Var auglýst sem fjölskylduskemmtun Anna hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við hjónin fórum ásamt tveimur sonum okkar á Vals-bingóið í Broadway, sem minnst var á hér í dálkunum í dag (föstudag). Við fór- um með strákunum fyrst og fremst af því að við héldum að þeir kæmust ekki einir inn í húsið. Við komum um kl. hálf átta, en fengum þrátt fyrir það engin sæti, heldur sátum eins og margir fleiri á gólfinu. Það sem mér fannst stinga mig mest við þessa skemmtun, sem var rækilega auglýst sem fjölskylduskemmtun var að allir barirnir voru opnir. Það fannst mér óviðeigandi undir þessum kringum- stæðum og ég heyrði að börnin töl- uðu um þetta. Sumir voru orðnir vel mjúkir undir lokin og þá var til- kynnt að nú yrði dansað til kl. eitt. Ég tek það hins vegar skýrt fram að þrátt fyrir fólksmergðina sem þarna var, og ég er viss um að það hafa ekki verið færri en tvö þúsund manns, að þá skemmtu sér allir vel. Og ég vona að svona skemmtanir verði endurteknar í framtíðinni, með þeim breytingum einum, að fullt til- lit verði tekið til þess að um fjölskylduskemmtun er að ræða. Endursýnið EI Salvador-þáttinn Inga á Akureyri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég vona að sjónvarpið sjái sér fært að endur- taka þáttinn um E1 Salvador. Um það leyti sem þátturinn var sýndur var rafmagnslaust í 40 mínútur á Vestur-, Norður- og Austurlandi, svo að margir hafa orðið af því að sjá hann. Vinsamlegast endursýnið þáttinn. Af hverju leituðu þeir ekki af sér allan grun? Einar Jónsson umsjónarmaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er leitt að vita til þess að björgunarmenn eins og lögregla, síökkviliðs- og sjúkraflutningamenn skuli sífellt eiga það yfir höfði sér í sínu starfi að vera gabbaðir, þ.e.a.s. kallaðir út að tilefnislausu. Og sjaldnast er líklega hægt að skera úr um það fyrir fram, hvort um gabb er að ræða eða ekki. Þess vegna er það afar brýnt, að öll tvímæli séu tekin af um það í hvert sinn, ef svo virðist sem um gabb hafi verið að ræða, en ganga ekki að því sem gefnu þó svo virðist vera við fyrstu sýn, þegar komið er á vettvang. Ég var svolítið hissa á þeim t.d. í þessu Þverholts- máli, að þeir skyldu ekki leita af sér allan grun, eftir að hafa fengið þær upplýsingar sem fyrir lágu. En það er e.t.v. hægara um að tala en í að komast. Fróðlegt væri að heyra sjón- armið þeirra sem þarna áttu hlut að máli. Langar að heyra Ijóðin aftur (iamall Austfirðingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hlustaði á sr. Sverri Haraldsson, sóknarprest í Borgarfirði eystra flytja Ijóð eftir sig í útvarpinu fyrir skömmu. Mér fannst Ijóðin athyglis- verð, ekki síst fyrir stemmninguna sem ríkt hefur þegar þau voru ort. Og þarna var allt vel gert og flutn- ingurinn líka. Gaman væri að fá að heyra Ijóðin aftur, eða sjá þau á prenti. Sovétmenn aðgangsharðir að íslenskum stjórnvöldum: Vilja leyfi til tilraunaveiða, samn- inga um flugmál og nýtt einbýlishús i tilraunaveiAar h*r við jWtrikjanna með flugvrlum mun i hiirerð að wt;a ntr dugi *a aígreið.1 j.ammmrur wm nrluirerA um rannaðkmr »ve«k ðjurmold hafa irert við n. br,. .1 .Mn "“ ■” _ Sovéimrnn kafa hvað unnar til að ganira trviorílegar frá «uv*»kar '»lar. *»m lenita a rrti ,___________ ollu. »m að vlikum rannaóknum Kefla.ikurfluir'elli Samk'»ml I _.»■ So.einkiaana m Ivtur ,« veitmiru l»>fa til þeirra al|»»óðnaamninirum er rkki unnt 1971 var undirntað umkumular að neila Sovetmonnum að l»nda á milli rikiantjðrna laianda <m Sov K»flavikurflu*v»lli a»u aðatvður t var i ráðt. að Slain ’ rtrikjaana um vamvmnu i aviði eðlilnrar llina »r þð að Ireta að i .•_••■.■•..» ..•„r.,t ra»«ahr mm fiakvriAo iut muno snemma ir• Itnoi. akommu eflir i Afiranislan. neituðu Vísa vikunnar Rússneska hástéttin loðin um lófa lítið oss minnir á öreigans vörn, samanber auðuga „Offa“ og „Kova“ alveg frá Melum og niður að Tjörn. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.