Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 63 komið verði á laggirnar „ráðgef- andi félagsmálaráði", sem aðstoði ríkisstjórnina. Félagar Samstöðu vilja ræða hvers konar tilboð um „þjóðarsættir", þótt þeir efist um að slíkar umræður borgi sig, en samtökin halda fast við harðar kröfur sínar um aðgang að fjöl- miðlum, lýðræðislegar byggða- kosningar, sjálfstætt dómskerfi og efnahagsráð, sem hafi - áhrif á stjórnarstefnuna. í svipinn lítur út fyrir að við- ræður Samstöðu og ríkisstjórnar- innar fari út um þúfur. Afleiðing- in verður sennilega sú að ekki reynist unnt að knýja fram efna- hagsumbætur, þar sem stjórnina skortir myndugleika. Jafnvel þótt matvæli fyndust yrði erfitt að af- stýra pólitískum árekstrum, sem mundu færa Pólland fram á barm borgarasty rj aldar. Alvarlegur klofningur er uppi bæði í röðum Samstöðu og komm- únistaflokksins. Jaruzelski hers- höfðingi, sem er forsætisráðherra og auk þess landvarnaráðherra og leiðtogi flokksins, virðist þó hafa heldur betri stjórn á fylgis- mönnum sínum en Lech Walesa. Jaruzelski hefur sýnt að hann get- ur látið skjótt til skarar skríða ef hann vill það við hafa elns og þeg- ar hann leysti námamannaverk- fallið í Sosnowiec á tveimur sól- arhringum, þótt deilan væri kom- in í vonlausa sjálfheldu. Þjóðin er trygg hernum frá gamalli tíð og seta herforingja í ríkisstjórn hef- ur áhrif á hana. Jafnframt hafa herflokkarnir, sem sendir voru út á landsbyggðina, unnið að því að uppræta dugleysi og spillingu með nokkrum árangri og haft á hendi það „forystuhlutverk", sem gert er ráð fyrir að flokkurinn gegni. Arangur gæti komið Jaruzelski i vanda, þar sem hann er á góðri leið með að víkja sjálfum flokkn- um úr sviðsljósinu. Hann stjórnar eins og hermaður og forsætisráð- herra fremur en flokksleiðtogi. Þess vegna taka Pólverjar enn minna eftir tilraunum flokksins til að vekja á sér athygli. Þeir taka aðeins eftir öfgamönnunum úr flokknum — mönnum eins og Alb- in Siwak og stuðningsmönnum hans sem virðast fjandsamlegir j .................................... allri „endurnýjunarþróuninni" eins og tímarit þeirra ber með sér. WALESA RÁÐRÍKUR Erfiðleikar Lech Walesa eru að- eins sumpart honum sjálfum að kenna. Hann er vanur að taka mikilvægar ákvarðanir án þess að ráðfærast við samstarfsmenn sína og þeim finnst það stríða gegn lýð- ræðisanda Samstöðu. En hann virðist einnig hafa orðið að gjalda þess að í ljós hefur komið að mikið bil er á milli verkalýðsins, sem hann heillar enn með alþýðlegri pólitík og framkomu, og virkra starfsmanna hreyfingarinnar, sem eru að verulegu leyti úr röð- um menntamanna og fyrrverandi stúdenta og eru sú manngerð, sem helgar sig því hlutskipti að sitja alla ævi í reykmettuðu andrúms- lofti bakherbergja þar sem ákvarðanir eru teknar. Skoðanir þessa fólks um lýðræði bera keim af trúarhita og því finnst Walesa of stjórnlyndur og of fús til að samþykkja málamiðl- unarlausnir. „Það er allt í lagi að taka þátt í svona viðræðum (við stjórnina)," sagði einn úr þessum hópi, „en þær gætu orðið til þess að þjóðin yrði ekki eins vel á verði. Það er ríkisstjórnin, sem ætti að laga sig að okkur. Það eru ekki nýjar viðræður, sem við þurfum heldur nýtt skipulag." Baráttufólkið hefur sjálft klofn- að meir og meir, annars vegar í stuðningsmenn frjálslyndra eða sósíaldemókratískra hugmynda þeirra manna er áður studdu KOR (Varnarnefnd verkamanna) og hins vegar í stuðningsmenn gam- aldags og róttækrar þjóðernis- hyggju, sem er farin að breiðast út meðal ungs fólks í Póllandi. Bandalag sjálfstæðs Póllands (KPN) hefur komizt til áhrifa í nokkrum miðstöðvum Samstöðu og heldur fram miskunnarlausri þjóðernishyggju „sverðs og fána“. Gyðingahatur er vopn, sem nú er óspart notað gegn keppinautunum úr KOR, enda eru nokkrir þeirra af Gyðingaættum, og gamla, ljóta, pólska orðið „zydokomuna" (kommajúði) hefur skotið upp kollinum. Fyrir nokkrum mánuðum sagði gamall Pólverji að „pólitískt vald lægi í göturæsinu, en enginn tæki Unglingar velta lögreglubifreið fyrir framan lögreglustöðina í Katowice þar sem dreifing and- sovézkra flugmiða var bönnuð. það upp“. Nú er sagt að þess sjáist merki að menn úr KPN vilji nota sér þetta. KPN hefur verið legið á hálsi að hafa þá einu stefnu að trúa í blindni á algert sjálfstæði, áróður gegn Rússum og gömul tákn pólskrar hernaðarstefnu og einræðisstjórnar. Fylgi hreyf- ingarinnar eykst ört. Bæði kirkj- unni og Samstöðu mislíkar KPN, en kirkjan þorir ekki að stiga það ótvíræða pólitíska skref að for- dæma KPN og fullt frelsi stjórn- málasamtaka er stefna sem Sam- staða er skuldbundin til að fylgja. Kirkjan hafnar sem fyrr hug- myndinni lím kaþólskan stjórn- málaflokk. Um endurreisn gamla pólska sósíalistaflokksins tala menn yfirleitt aðeins í kaffihús- um. En nýlega voru stofnaðir „klúbbar sjálfstjórnarlýðveldis" á fundi á heimili Jacek Kuron, fyrrverandi leiðtoga KOR, og þessi nýja hreyfing virðist gera ráð fyrir að Pólland stefni í átt til pólitísks „fjölræðis". Stjórnin tel- ur þetta stórhættulegt. Klúbbarn- ir vilja færa lögin í „mannúð- legra“ horf og útbreiða pólitíska menntun „með því að skapa hæfi- leg skilyrði fyrir ótakmörkuð skipti á félagslegum og pólitískum hugmyndum". Þeir gera ráð fyrir að fyrir hendi séu „kjarnar fram- tíðar stjórnmálaflokka í lýðræð- isríki“ og hvetja m.a. til alvar- legra umræðna um stjórnmála- ágreining. Þetta er að sjálfsögðu villutrú í augum pólskra leiðtoga og Rússa. Jafnframt vara klúbb- arnir Samstöðu við hættunni á því að mynda samsteypu með stjórn- inni og glata séreinkennum sínum og segja hreyfingunni að hún eigi á hættu að leggja of mikla áherzlu á kaþólskar hugsjónir, en gleyma grundvallarreglum lýðræðis. Klúbbarnir geta orðið hættu- legir Samstöðu og ríkisstjórninni. Að lokum getur herforingjastjórn í einhverri mynd orðið möguleiki í Póllandi. Hugmyndin með henni yrði sú að hún sæti til bráðabirgða og yrði skjaldborg eða kjölfesta, sem gerði mögulegt að framfylgja áætlunum um efnahagsumbætur og koma á laggirnar varanlegri, pólitískri „einingarfylkingu". Yf- irlýsingar stjórnarinnar um að hún sé þess albúin að banna verk- föll, sennilega um leið og lýst verði yfir einhvers konar herlögum, sýna að möguleikinn á herfor- ingjastjórn er ekki fjarlægur. Baráttuhugur og sjálfstraust Samstöðu er þó engu minna en áð- ur og Samstöðumenn trúa því vafalaust að guð og páfinn séu með þeim. Og þótt við blasi eymd og vannæring, sem má næstum því teljast ótrúlegt í stóru, iðn- væddu Evrópuríki á friðartímum, standa Pólverjar ekki andspænis hungursneyð. Að sumu leyti halda svartamarkaðsviðskipti uppi efna- hagslífinu, þótt óréttlát séu, og tryggja að matvæli berast á mark- að þrátt fyrir rýrnandi verðgildi peninga. Matvæli erlendis frá eru bráðnauðsynleg nú, en þegar fram í sækir verður aðeins hægt að leysa matvælakreppuna með víð- tækum efnahagsumbótum, sem munu að miklu leyti byggjast á enn einni og víðtækri fjárhags- aðstoð frá Vesturlöndum. Demantar — Pitt er va,lið Kjartan Ásmundsson, frullsmíðav. Aðalst r:i'1 i S Myndskreytt bréfsefni ásamt umslögum í gyafamöppu. Kr.: 35.- Plaköt Myndskreyting frægra norrænna listamanna: RolfLidberg IBThaning Ib Spang Olsen Carl Larsson Stærð Verð 30 x 40 sm 24,- 50x70sm 35.- Sendum í póstkröfu. Pöntunarsimi 13135 EYMUNDSSON Austurstræti I 8 Þuma- lína Matrósukjólar, blússur, skyrtur, vesti og buxur. Fallegir velour úti- og innigallar, loöhúfur, loðgallar og treyjur. Heilir gallar og tvískiptir í mörgum gerðum og litum. Skíðagallar til 10 ára aldurs. Vagnar og vagnteppi og kerrur og kerrupokar, vöggusett, vögguklæðningar, bleyju- pokar og bleyjur. Tækifærisfatnaður í úrvali. Tækifærisbrjósthöld. Nuddtækin: Fakir rúllan gegn fitukeppum og þreytu. Nova fónninn gegn gigt og þrautum. Hvað fæst ekki i Þumalínu? Sjón er sögu ríkari. Næg bílastæði. Póstsendum. Þumalína, Leifsgötu 32. Sími 12136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.