Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Brýnt að gera atvinnulífið hér fjölbreyttara I VIK í Mvrdal búa kringum 370 manns, en séu íbúar Hvammshrepps alls taldir eru þeir 489. Oddviti hreppsins er Jón Ingi Kinarsson og ræddi Mbl. við hann um atvinnumál hreppsins og greindi hann einnig frá því helsta, sem Víkurbúar starfa við um þessar mundir. — Atvinnulífið hér er fremur ein- hæft og það sem við þurfum að vinna að, og höfum gert, er að auka fjöl- breytni þess, sagði oddvitinn. — Hingað vantar hvers konar iðnað og hér eru líka ýmis verkefni t.d. fyrir iðnaðarmenn. Nokkur röskun varð þegar lóranstöðin var lögð niður og hafa t.d. verið stofnaðar hér prjóna- stofan Víkurprjón og ofnasmiðjan Hrafnatindur. Þá hefur mikið verið um byggingarframkvæmdir að und- anförnu. Eru í smíðum 5 til 7 íbúðir fyrir einstaklinga, hrepparnir eru að láta reisa íbúðir fyrir aldraða, nýlega var lokið byggingu heilsugæslu- stöðvar og skólabyggingu. Þeir sem starfa að byggingariðnaði hafa því haft nóg að gera. Hér munu vera kringum 140 störf á vetrum og nokkru fleiri á sumrin og yfir sláturtíð, en segja má að at- vinnulífið hér sé ekki fullkomið þeg- ar hægt er að galdra fram kringum 100 manns úr nærsveitunum yfir sláturtíðina. Þetta bendir til að hér sé e.t.v. um dulið atvinnuleysi að ræða. Við þyrftum að fjölga atvinnu- tækifærum og hér vantar t.d. störf fyrir vörubílstjóra og yngra fólkið fer burtu á vertíð eða flytur úr byggðarlaginu þar sem það finnur ekki og fær ekki vinnu við sitt hæfi. Þá sagði Jón Ingi að Hvamms- hreppur og Dyrhólahreppur hefðu með sér nokkra samvinnu og væru jafnvel uppi hugmyndir um að auka hana. Helsti hvati þess væri að nú þegar væru ýmis verkefni rekin sam- eiginlega, t.d. brunavarnir og ef fara ætti út í hafnarframkvæmdir væri óhjákvæmilegt að skoða samein- ingarmálin nánar. — Aðalrökin, sem mæla með sameiningu eru að þannig ná hrepparnir hagkvæmari rekstrar- einingu með því að margvísleg þjón- usta yrði rekin sameiginlega, en sjálfsagt má finna á sameiningunni félagslega vankanta, sagði oddvitinn. — En aðalatriðið fyrir okkur er það að tryggja og efla byggðina hér í Mýrdalnum sem hefur átt í vök að verjast síðasta áratuginn, sagði Jón Ingi. Meðal þess sem hann nefndi að gert hefði verið að undanförnu er að opna tjaidstæði með hreinlætisað- stöðu, þar sem er rými fyrir 400 tjöld, en hótelaðstaða í Vík er lítil. En aftur skal vikið að atvinnumálum og oddviti nefnir að útræði hafi nokkrir Víkurbúar stundað um skeið í litlum mæli: — Sennilega má auka sjósókn héð- an, en það gerist ekki nema með ákv- eðnum úrbótum á lendingarað- stöðunni. Héðan er stutt á góð mið og þvi er ekki úr vegi að þessi möguleiki verði athugaður sérstaklega, enda má segja að fyrirgreiðsla opinberra sjóða fáist helst ekki nema hugm- yndin sé að fjármagna útgerð. Ef ætlunin er að fá fé til uppbyggingar fyrirtækja þá virðist það torsótt mál, en manni hefur sýnst næsta auðvelt að biðja um lán fyrir eins og einum skuttogara. En um sjósóknina er það að segja að héðan hafa nokkrir menn róið á 3 til 4 plastbátum með utan- borðsmótor. Arið 1978 fóru þeir 17 róðra og öfluðu 6.110 kg, 1979 fengu þeir 13.700 kg í 32 róðrum, 1980 15.650 kg. í 32 róðrum og í sumar fóru þeir 30 róðra og fengu tæp 27 tonn. Þessir róðrar fara þannig fram, að vögnum með bátunum á er ekið niður í fjöru og síðan er róið. Að loknum róðri verða menn svo að sigla beint í vagnana og það gefur auga leið að veður má ekkert breytast ef ekki á illa að fara. Þess vegna höfum við lagt áherslu á við fjárveitingayfirv- öld að fé fáist til úrbóta. Morgunblaðið á ferð í Vík í Mýrdal: Jón Ingi Einarsson oddviti og sr. Gísli Jónasson sóknarprestur, en myndin en tekin viö kirkjuna Séð yfir tjaldsvæðið ofan úr brekkunum. Þó haustið væri komiö haföi enn ekki snjóað að marki Til að verjast hugsanlegu hlaupi vegna Kötluelda hefur verið ýtt upp miklum varnar- garði austan við þorpið, en þar viö er flugbrautin. Taldi oddvitinn með ólíkindum ef þessi varnargarður brysti þótt til hlaups kæmí, enda væri hann vel gerður og vafamál hvort hlaupið gæti náð til þorpsins. Ljosm. Rax. NÝ PLATA NÝ PLATA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.