Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Langur og strangur vetur í Póllandi LANGUR vetur og strangur er genginn í garð í Póllandi. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur beðið „verkamenn og verkalýðsfélög í VesturEvrópu“ um matvælaaðstoð til að afstýra hættu á „þjóðfélagslegri spennu og almennri óánægju sem getur kallað fram sprengingar“. Jan Kulaj, 24 ára gamall formaður samtaka sjálfseignarbænda (,,Sveita-Samstöðu“), segir að Pólverjar kunni að standa andspænis hungursneyð á næstu mánuðum.“ Þótt það séu ugglaust ýkjur og ekki muni eiga sér stað fjölda- hungur í líkingu við það sem ger- ist í Asíulöndum, sem verða fyrir barðinu á fellibyljum og flóðum, deyja ýmsir er hefðu haldið lífi undir venjulegum kringumstæð- um — gamalt fólk í húsum þar sem upphitun er ábótavant vegna skorts á eldsneyti, fólk sem neytir lélegrar fæðu með þeim afleiðing- um að viðnámsþróttur þess gegn sjúkdómum minnkar, ungbörn sem fá ekki mjólk eða mjólkur- duft, mæður vegna skorts á réttu mataræði. Nú er þannig komið fyrir Pól- verjum — einkum borgarbúum — að þeir eru staddir á „þröskuldi vannæringar" eins og komizt er að orði. Utlendingur, sem heimsækir landið á tveggja mánaða fresti, sér greinilega hvernig ástandið versnar: fólk lítur illa út, viðnáms- þrek þess gegn fyrstu vetrarkuld- unum er minna, því gengur verr að sofna. Kolanámumenn segja að þegar þeir komi heim af vakt verði þeir að hvíla sig í tvo tíma og þeir hafi ekki þrek til að gera nokkuð. Pólk er skapverra en áður. Fæstir hafa tíma til að standa í biðröðum í fjóra eða fimm tíma á dag — það er of mikil tímasóun og auk þess þreytandi og óþægilegt. Þess vegna sleppa margir einni máltíð á dag eða lifa á brauði, kartöflum, frystu, þurrkuðu eða niðursoðnu grænmeti og fá sér öðru hverju áleggspylsusneiðar og niðursoðna síld, en þessu skola þeir síðan niður með sterku jurta- tei, sem þeir þamba í tíma og ótíma. Lech Walesa hefur lýst al- mennum ugg með því að vara við því að reiði út í biðraðirnar geti leitt til óeirða. Þær geti síðan leitt til öngþveitis og kúgunar, sem að lokum muni ríða baráttu Sam- stöðu að fullu og binda enda á hana. Skömmtunarseðla reynist ekki alltaf hægt að nota, því að vörur eru ekki alltaf til vegna lélegs dreifingarkerfis. Skipulagið er sérstaklega slæmt í Varsjá. í Poznan hefur hins vegar verið tek- ið upp haldbetra skipulag. Þar er borgarbúum sagt fyrirfram í hvaða verzlunum birgðir verði fá- anlegar og yfirleitt má treysta skömmtunarkerfinu í Poznan. Mestur skortur er á kjöti, mjólk, fituefni, matarolíu, sykri og sæl- gæti. Brauð er yfirleitt fáanlegt og framboð hefur aukizt nokkuð á vörum eins og hveiti og kæfu. ERLEND AÐSTOÐ Astandið væri vissulega verra án þeirrar aðstoðar, sem Pólverj- um berst erlendis frá. Rússar hafa útvegað 30.000 lestir aukabirgða af kjöti, þótt þeir búi við matvæla- skort sjálfir, og Kínverjar hafa lagt til 50.000 lestir. Þar við bæt- ast birgðir frá Efnahagsbanda- lagslöndunum og Bandaríkjunum. Kaþólska kirkjan fær helztu neyð- arbirgðirnar erlendis frá og dreif- ir þeim á þá staði þar sem þeirra er mest þörf. Matvælabögglar ber- ast í flestum tilfellum á ákvörðun- arstað, en miklar tafir eiga sér stað, því að háir staflar hlaðast upp í pósthúsum og starfslið þeirra er fámennt. Þar bíða böggl- arnir tollskoðunar (þetta kerfi hefur nú verið einfaldað) og mikið er um þjófnaði. Vegna þessa ástands eru Pól- verjar farnir að grípa til sinna ráða, venjulega ólöglegra. Eins og Hundruð hungraðra Pólverja í einni stærstu matvöruverzlun- inni í Varsjá, „Sezam“, þar sem kjötbirgðir eru á þrotum. á dögum hernámsstjórnar nazista komast íbúar fjölbýlishúsa að samkomulagi við ættingja, sem eiga litlar jarðir. Margar verk- smiðjur og jafnvel kolanámur leggja til hliðar nokkurn hluta framleiðslunnar til að skipta á henni og kartöflum eða jafnvel súkkulaði og sætindum. Þetta er sambland af vöruskiptaverzlun og svartamarkaðsviðskiptum og það er þetta sambland fremur en er- lend aðstoð sem heldur Póllandi einhvern veginn á floti — því að Pólland er auðugt landbúnaðar- land og þar ætti að vera nóg til af eru notaðir sem ólöglegur auka- gjaldmiðiil. Borgarbúi, sem kemur í pólskt þorp með vasann fullan af dollur- um, fær auðvitað eins mikið af kjöti, pylsum, skinku og kannski heimabrugguðu vodka og hann kærir sig um. Á svörtum markaði er gengið á dollaranum 13 sinnum hærra en hið opinbera gengi. Smá- bóndi nokkur kemst þannig að orði: „Ég framleiði aðeins það sem fjölskyldu mína vantar í vetur. Það er ekkert hægt að fá fyrir peninga nú orðið, ekki einu sinni skó. Ríkisstjórnin vissi að kreppu- ástand væri framundan og samt prentaði hún fleiri verðlausa seðla." BIRGÐASKORTUR Annar helzti vandinn er sá að Lech Walesa. matvælum ef allt væri með felldu. Pólverjar geta brauðfætt sig undir venjulegum kringumstæð- um, en vandinn felst í því að fá matvælin frá sjálfseignarbændum og bændurnir eru í uppreisnarhug. Rúmlega þrír fjórðu landbúnaðar Póllands eru í höndum sjálfseign- arbænda, sem oft eiga um fimm hektara lands. En þessum smá- bændum finnst þeir ekki fá nógu mikla hvatningu, eða hafa nógu ríka ástæðu, til að framleiða og selja það kjöt, korn og grænmeti,' sem borgarbúar þarfnast svo til- finnanlega. Ástæðan er í fyrsta lagi bágbor- in staða gjaldmiðilsins, zloty, sem væri sennilega hruninn ef ekki væru stunduð svartamarkaðs- viðskipti. Þessi viðskipti hafa tryggt að zlotyinn er ennþá í um- ferð, ekki sízt vegna ólöglegrar kornspákaupmennsku, þótt verð- gildi pólska gjaldmiðilsins hafi rýrnað stöðugt. Ríkið kaupir af- urðir bænda og selur þær á niður- greiddu verði í verzlunum, þrátt fyrir miklar verðhækkanir sem hafa orðið. En ríkið getur ekki keppt við miklu hærra verð, sem stendur til boða á „frjálsum mark- aði“ — kornverðið er t. d. þrisvar sinnum hærra en það verð sem ríkið býður — eða við sífellt meira magn dollara, sem eru í umferð og bændur geta ekki keypt það sem þá vanhagar um fyrir peninga. Vegna samdráttar í iðnaðarfram- leiðslu eru birgðir af kolum og áburði á þrotum. Sömu sögu er að segja um birgðir af varahlutum í landbúnaðarvélar. Meginkrafan á bak við þá ólgu, sem hefur breiðzt út meðal bænda í Póllandi og hef- ur leitt til töku opinberra bygg- inga í nokkrum bæjum, er sú að tryggt verði að til séu nægar birgðir til þess að það borgi sig fyrir bændur að framleiða afurðir umfram það sem þeir þurfa handa fjölskyldum sínum og selja afurðir til borga. Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að leysa vandann og bændur gera sér grein fyrir vax- andi gremju borgarbúa í þeirra garð. Olgan í Póllandi er svo djúpstæð að hún getur að lokum leitt til nýs uppgjörs og styrkleikaprófs eins og í Gdansk á sínum tíma, þegar Samstaða fæddist. Sú barátta mun annað hvort tortíma Póllandi eða leiða til þess að Samstaða, kommúnistastjórnin og önnur þjóðfélagsöfl skipta með sér völd- unum. Bilið milli deiluaðila hefur ekki minnkað. Flokkurinn er enn ai- gerlega mótfallinn því að völdun- um verði skipt og vill að aðeins verði gert samkomulag um að Sýnum í dag, sunnudag frá 10-17 I 1982 árg. Opel Kadett og Rekord I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.