Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 VER©)LD HRINGAVITLEYSA Feigðarflan fyrir vestan Hvergi í heimi er jafn mikið um alls konar scrtrúarsöfnuði og í Kaliforníu og það er nú nýjast af þeim að frétta, að þeir eru farnir að flýja upp í fjöllin. Það, sem flóttanum veldur, er óttinn við kjarnorkustyrjöld, efnahagslegt hrun eða yfírvofandi ragnarök og dómsdagssöfnuðirnir hafa verið iðnir við það að undanförnu að sanka að sér vopnum og mat, sem á að grípa til á „hinum síðustu dögum“. Einnig hafa margir keypt sér land úti í óbyggðunum og komið sér upp vel vörðum vígjum, þar sem þeir ætla að bíða hamfar anna. Að sögn lögreglunnar hafa svo aðrir hópar manna, sem ekkert eru viðriðnir trúmál, ver- ið að koma sér upp leynilegum virkjum og læra manndráp í sérstökum skólum, sem kenna mönnum það eitt að lifa af þó að til þess þurfi að drepa einhvern slatta af öðru fólki. Þessir menn trúa því nefnilega, að þegar hörmungarnar dynji yfir muni milljónir manna flýja borgirnar og þá muni enginn eira öðrum í æðisgenginni baráttu fyrir líf- inu. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að vilja komast sem lengst frá stórborgunum, þar sem svertingjar eru gjarna fjölmennir, frá eldflaugastöðv- unum og frá öllum hernaðar- legum skotmörkum. Búgarður Ronald Reagans Bandaríkja- forseta flokkast einmitt undir það síðastnefnda að áliti þeirra og þess vegna hafa nágrannar skjannahvíta búninga til varnar geislun. hans, sértrúarsöfnuður, sem kallast „Bræðralag sólarinnar", tekið saman allt sitt hafurtask í fjöllunum og haldið út í óbyggð- irnar í Nevada. „Þegar krakkið kemur," sagði einn meðlimur hópsins nú nýlega, „verður ekk- ert sérstaklega heilsusamlegt að búa í næsta nágrenni við Reag- an.“ „Þegar fréttirnar í blöðunum skjóta fólki skelk í bringu, þá hleypur heldur betur á snærið fyrir mér,“ segir William Pier, sem er orðinn stórauðugur á því að selja fólki neyðarútbúnað og annað sem sagt er ómissandi í kjarnorkustríði. „Og á þessu ári hef ég svo sannarlega ekki þurft að kvarta — morðtilraunin við Reagan forseta, æðisgengið vígbúnaðarkapphlaup, brjálæð- ingurinn í Líbýu.. “ Óttinn við yfirvofandi ragna- rök hefur valdið mikilli grósku í útgáfu bóka, tímarita og bækl- inga þar sem áhersla er lögð á baráttuna og bræðravígin, sem óhjákvæmilega muni fylgja, og það er ekki síst þessum bók- menntum að þakka, að fyrirtæk- ið hans Piers hefur nú eina milljón dollara í hreinan gróða árlega af því að selja potta og pönnur, frostþurrkaðan mat, neðanj arðareldsneytisgey ma, skjannahvíta búninga til varnar geislun og margt, margt fleira. Meðal þessara hópa, sem nú fara hamförum í leit sinni að einhverju öruggu hæli, eru t.d. „Vegurinn", sértrúarsöfnuður, sem hvetur fólk til að hafa með sér „riffil, haglabyssu eða skammbyssu" í biblíutímana; „Hollu-Hamingjusömu-Heilögu- -samtökin" í Los Angeles undir forystu jógakennarans Bhajans, sem segist hafa 250.000 fylgis- menn um víða veröld, og „Zara- peth-Horeb“, söfnuður eitil- harðra dómsdagstrúarmanna, sem rekur skóla þar sem ein- kennisklæddir nemendurnir hafa biblíuna í annarri hendi en byssuna í hinni. Eins og fyrr segir eru það ekki aðeins „hinir trúuðu", sem eru farnir að búa sig undir komandi kjarnorkustríð. Haft er eftir lögreglunni í Oregon, að þar hafi 4000 fjölskyldur gert ráð- stafanir til að lifa gjöreyðing- una af. Sumar safna aðeins vopnum og mat en aðrar hafa varið milljónum króna í sprengjubyrgi og göng undir húsunum. - WILLIAM SCOBIE. HJÓNABÖND Karlmennirnir kæra sig ekki um gáfnaljósin Allt er í heiminum hverfult, — jafnvel kostir og gallar á hjóna- bandsmarkaðnum. Eiginleikar sem fólk sóttist áður eftir í fari væntanlegs maka eru nú vegnir og léttvægir fundnir. Gamlir mein- bugir skipta nú engu máli, — eða svo segir í upplýsingum frá einni helztu hjúskaparmiðlun í Bret- landi. Til dæmis eru einstæðar mæður orðnar vinsælli í augum vonbiðla en gáfaðar og frama- gjarnar konur. Hjúskaparmiðlun sú, sem hér um ræðir nefnist Heather Jenn- er Bureau. Samkvæmt upplýs- ingum þaðan verða karlar stöð- ugt feimnari og skelkaðri við gáfaðar konur, en gáfaðar konur leggja stöðugt meira kapp á að giftast gáfuðum mönnum. Körlum, sem leita til hjúskap- armiðlunarinnar fer fjölgandi, en nú eru þeir farnir að fúlsa við hámenntuðum konum, svo sem læknum, verkfræðingum og starfsmannastjórum fyrirtækja. Hefur orðið þar talsverð breyt- ing á síðasta áratug. Nýlega skýrði hjúskaparmiðl- unin lauslega frá sjónarmiðum viðskiptavina sinna. Kom þar fram, að flestir karlmenn vilja standa eiginkonum sínum vel á sporði hvað gáfnafar snertir og 86% eru andvígir áköfum kvenfrelsiskonum. Til skamms tíma voru einstæðar mæður ekki sérlega útgengilegar á hjónabandsmarkaðnum, en nú hefur orðið þar breyting á. Þá hefur einnig orðið breyting á viðhorfum kvenna, sem leita til stofnunarinnar. Þær gera nú miklu skilmerkilegri grein fyrir þörfum sínum og óskum en karl- arnir og er það öfugt við það sem var fyrir áratug. I London sem og víðast annars staðar vilja konur umfram allt mennt- aða eiginmenn. Stúlkur sem hafa brotið sér braut í atvinnu- lífinu á síðustu árum geta ekki hugsað sér að mægjast verka- mannafjölskyldum. Hjúskaparmiðlunin hefur að jafnaði 3.000 manns á skrá á ári hverju: Hún framkvæmdi ný- lega könnun á upplýsingum 4.000 viðskiptavina frá síðasta áratug til að kanna hver áhrif skilnaðarlöggjöfin frá 1971, kvenfrelsishreyfingarnar, getn- aðarvarnir og aukið frjálsræði í þjóðfélaginu hefði haft á viðhorf þeirra, sem voru í leit að maka. , Mesta breytingin hafði orðið á viðhorfum viðskiptavinanna til trúarbragða væntanlegs maka. Árið 1972 óskuðu 75% kaþólskra eftir því, að maki þeirra til- heyrði sömu kirkju, en aðeins 45% á þessu ári. Árið 1971 óskuðu 69% þeirra, sem gyð- ingatrúar voru, að maki þeirra tilheyrði sama trúflokki, en að- eins 45% á þessu ári. 21% manna í ensku þiskupakirkjunni óskuðu eftir maka í sömu kirkju árið 1971, en aðeins 12% á þessu ári. Á þessu ári létu líka 82% viðskiptavina sig engu skipta þótt væntanlegur maki hefði áð- ur staðið í ástarsambandi, en fyrir áratug var talan 72%. En árið 1971 höfðu tiltölulega fleiri viðskiptavinir hjúskaparmiðl- unarinnar verið í óvígðri sam- búð, en þeir sem létu skrá sig á þessu ári. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar gefur þá skýr- ingu á því, að óvígð samúð sé að komast úr tízku. „Slíkt sambýl- isform er venjulega ófullnægj- andi fyrir þann sambúðaraðil- ann, sem langar til að ganga í hjónaband. - JOHN EZARD. Frá tyrknesku þorpi: það er einkum f hinum afskektu þorpum sem erfðagallarnir virðast helst taka sér bólfestu. HJUSKAPUR Órækt í tyrkneska mannfólkinu í Tyrklandi deila læknar og lögfræðingar nú um, hvort leyfa eigi systkinabörnum að ganga í hjónaband. Erfða- fræðingar í landinu hafa grun um, að skyldleikagift- ingar úti á landsbyggðinni séu ástæðan fyrir miklum fjölda vanskapaðra barna. Lagasmiðir í landinu eru ekki á sama máli og fyrir skömmu höfnuðu þeir til- lögu, sem kvað á um bann við giftingum náinna ætt- menna. Máli sínu til stuð- nings bentu þeir á að flest börn, sem fæðst hafa í slík- um hjónaböndum, eru fylli- lega heilbrigð. Erfðafræðingar í Tyrk- landi hafa komist að niður-- stöðu, sem bendir til hins gagnstæða. Þeir álíta að tíu hjón af hverjum hundrað úti á landsbyggðinni séu mjög skyld innbyrðis, ann- aðhvort systkinabörn eða jafnvel skyldari. Algengt er að karlar gangi að eiga systur- eða bróðurdætur sínar. í sumum héruðum Tyrklands eru skyldleika- hjónabönd ennþá algengari en þessu hlutfalli nemur. í Anatolíu er t.d. talið að tvenn af hverjum fimm hjónum séu náskyld. Sjúkrahúsin taka jafnað- arlega við nokkrum straumi sjúklinga, sem haldnir eru erfðagöllum í mismunandi ríkum mæli. í einu þorpi skammt frá strönd Miðjarðarhafsins eru t.d. 20 manns, sem eru tvíkynja, þ.e. hafa kynfæri beggja kynja. í öðru þorpi hafa skyldleikagiftingar valdið því að ríkjandi gen einangrast og hrannast upp. Afleiðingin er sú, að þar er annað stærsta sam- félag manna er haldnir eru vöðvarýrnun sem vitað er um í heiminum. Bekir Sayli, prófessor við erfðafræðideild Háskólans í Ankara, er helsti hvata- maður þess að frekari rannsóknir verði gerðar á afleiðingum skyldleika- hjónabanda í Tyrklandi. Á skrifstofu hans getur að líta kort af þorpum, þar sem skyldleikagiftingar hafa verið rannsakaðar gaumgæfilega. Einnig er þar safn ljósmynda af dap- urlegum einstaklingum, sem fæðst hafa inn í slík samfélög og bera þess merki með ýmsum hætti. - í sannleika sagt hafa rannsóknirnar hingað til ■verið mjög ófullnægjandi. Einungis er unnt að full- yrða, að þarna er vandamál á ferðinni, en hversu alvar- legt vitum við ekki, segir dr. Sayli. - Æskilegast teldi ég, að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin gerði áætlun um nákvæma rann- sókn á þessum óvenjulegu erfðafræðiaðstæðum. En hvers vegna er svo mikið um skyldleikagift- ingar í Tyrklandi, sem raun ber vitni? Ein ástæðan er einfaldlega sú, að mörg þorp eru nánast algerlega einangruð frá umheimin- um. Dr. Sayli grunar að skyldleikagiftingar séu ástæðan fyrir ófrjósemi, líkamlegri vansköpun og geðrænum truflunum í mörgum fjölskyldum. Erf- iðara er að grafast fyrir um rætur ýmissa annarra arf- gengra sjúkdóma í afskekt- um héruðum Tyrklands, til að mynda dreyrasýki. Ástæðan er sú, að börn sem fæðast með þann sjúkdóm, lifa yfirleitt aðeins í eitt ár eða skemur. Ungbarna- dauði í Tyrklandi er meiri en almennt gerist hjá van- þróuðum þjóðum. Er jafn- vel talið að eitt barn af hverjum sex látist þegar í frumbernsku. - DAVID BARCHARD m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.