Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 13. DES^MBER 1981 Ekkjan stökk síðan kvein- andi niður í gröfína Ásgeir Ingibergsson er maður fjölbreytilegrar lífsreynslu: Hann fædd- ist inn í verkamannafjölskyldu árið 1928, og fór í langskólanám þegar slíkt var ekki enn algengt í þeirri stétt. Hann tók sér írska konu, og gerðist síðan prestur í Dalasýslu. Næst varð hann hjúskaparráögjafi á Keflavíkurvelli, en flutti síðan sem prestur til byggðar Vestur-íslend- inga í Kanada. Þar segir hann frá sambýli þeirra við indíána. Loks endurmenntast hann þar vestra, og er nú bókavörður. Blaðam. náði tali af Ásgeiri þegar hann var í heimsókn á íslandi fyrir skömmu, og innti hann ævifrétta. Sagan er látin hefjast þegar hann er nýbakaður guðfræðingur: Rætt við síra Asgeir Ingibergsson Námsárið í Dyflinni Ég lauk guðfræðiprófinu frá Hi árið 1957. Síöan fékk ég styrk til eins árs náms í írlandi. Þessi styrk- ur var frá Alkirkjuráöinu, sem er samband flestra kirkna heims nema hinnar rómversk-kaþólsku. Nú dvaldist ég í eitt ár viö Trinity College í Dublin, á stúdentagaröi sem rekinn var af ensku Biskupa- kirkjunni. Ég kynntist landinu vel, bæði innan og utan skólans. ís- lendingar voru sjaldséðir fuglar í Dublin í þá tíð, og því var ég oft beöinn um aö segja frá Islandi á kirkjusamkomum. í Dublin kynntist ég konu minni, írskri stúlku aö nafni Janet. Hún var þá í félagsfræöinámi viö há- skóla. Viö giftumst síöar, í Belfast, hjá foreldrum hennar, áriö 1959, þegar ég var búinn aö fá brauö heima á íslandi. Síöan kom hún meö mér út til íslands til aö gerast prestsfrú úti í sveit. Auður djúpúðga snýr aftur Ég haföi fengiö brauð aö búöaferöa meö henni, þar sem ég kenndi henni heiti söluvarningsins meö því aö benda á hann. Prestskona í samkomumiðstöð Sem prestskona þurfti Janet aö venjast því aö prestssetriö var einnig samkomustaöur: Þar þurfti aö bjóöa öllum kirkjugestum upp á kaffi eftir messu. í kosningum skil- uöu menn atkvæðum sínum í boröstofunni hennar. Og sýslu- maöurinn kom á hverju vori í full- um embættisskrúða, boröalögöum og gylltum, til aö nota stofuna sem þinghússal. Fólkiö dreif þá aö til aö heyra þinglýsingar. Haföi svo lengi veriö í Hvammi og setti sýslumað- ur ávallt þingiö meö tilvitnunum í forn lög, þar sem hann „lýsti þá griðum í veiðistöövunrT ... o.s.frv. Hjúskaparráðgjafi á Keflavíkurflugvelli Áriö 1966 kallaöist ég til Kjal- arnessprófastsdæmis, til þess aö þjóna islendingum á Keflavikur- um hvers konar líf biöi þeirra í Bandaríkjunum. Sumar þeirra kunnu ekki einu sinni aö tala ensku. Ég útskýröi fyrir þeim hve erfitt yröi fyrir þær aö vera fjarri sínum eigin ættingjum. Þær gaetu oröiö ofurseldar ættingjum eig- inmannsins, sem gat veriö af mjög ólíkri stétt eöa þjóöfélagshópi. Flestir hermannanna, óbreyttir hermenn, voru lítiö menntaöir. Ég haföi það aö fastri venju aö draga fram galla í heimilisástandi eiginmannsins, svo sem skilnaöi. (Einn hermannanna sagöi t.d. aö hann ætti 8 uppeldismæöur, faöir hans hefði veriö giftur 5 sinnum. Þó sagöist hann hafa mjög náiö og gott samband viö allar eiginkonur fööurins.) Ég lét parið alltaf gera ímyndaö- an efnahagsreikning til eins árs, þar sem þau áttu aö sýna fram á hvernig þau ætluöu aö framfleyta sér á hinum fátæklegu launum her- mannsins. — Hvernig entust þessi hjóna- bönd? Eins og viö mátti búast entust sum þessara hjónabanda lítiö eftir Setið að snæðingi eftir hjónavígslu í Little Saskatchewan, Manitoba, 1970. Brúðhjónin voru bæði nokkuð við aldur og áttu uppkomin börn. Hvammi í Dölum. Söfnuöurinn tók Janet mjög vel. Þaö var mál sumra aö Auður djúpúöga, landnámskon- an, væri snúin aftur, en sú skör- ungskona haföi búiö á Hvammi, og haföi komið frá Dyflinni. í þá daga kunnu fáir aö tala ensku þar í prestakallinu, aörir en presturinn, sýslumaöurinn og læknirinn. Því var erfitt að kenna konu minni islensku. Ég minnist flugvelli sem prestur og sem æskulýösfulltrúi. Þar var ég í eitt og hálft ár. Ég lenti oft í því aö reyna aö tala um fyrir íslenskum konum sem vildu giftast bandarískum her- mönnum. Reyndi ég því, í samráöi viö bandaríska vallarprestinn, aö svipta hulu hins rómantíska óraunsæis frá augum paranna. íslensku konurnar vissu oft lítið að út var komiö, en aörar stúlkur kláruðu sig stórvel. Sumar fluttu þó aftur til Islands, og þá meö eöa án eiginmanna sinna. Þaö væri gaman aö vita heildartölurnar yfir varanleika þessara hjónabanda. Til Vestur-íslendinga í Manitoba. Næsta kalliö mitt var til Kanada, Séra Asgeir og fjölskylda: Frá vinstri til hægri: I)avíð, Elísabct, Janet, Ásgeir, Margrét og Ragnar. og fór ég þangaö áriö 1968. Þaö atvikaöist þannig, aö ég haföi hitt forseta Lútherska heimssam- bandsins á fundi þess í Reykjavík, og haföi ég þá nefnt, aö gaman gæti veriö aö vera prestur í Norður-Ameríku um tíma. Síöar geröi hann mér boö um að koma til Kanada, fyrir hönd safnaöar í Ashern, í Siglunessbyggö í Manit- oba. Vildi þaö fólk gjarnan fá ís- lenskan prest, af því söfnuöurinn samanstóö af íslendingum auk Þjóöverja. Komst ég reyndar aö því síöar, aö íslendingar voru þar í miklum minnihluta, og aö þaö var aö undirlagi Þjóöverja aö fá ís- lenskan prest, til aö draga íslend- ingana meira inn í safnaðarstarfið. Viö fórum út til Kanada í janúar 1968. Ég man enn eftir fyrsta morgninum í Winnipeg-borg í Manitoba: Ég leit út um hótel- gluggann, og sá konur íklæddar minipilsum vera aö flýta sér fram- hjá. Þó var þá 30—40° C frost. Kvenfólkiö var berleggjaö, en lifði h etta þó af. Ég var óviöbúinn vetrarkuldan- um: Stuttu eftir komuna til Manit- oba kól mig lítillega á nefi og eyr- um. Þaö gerðist þegar ég var aö ganga meö eitthvert af okkar þrem börnum í skólann. Ég haföi látið glepjast, af því þaö var glampandi sólskin, en þaö reyndist einnig vera 20—30° C frost. Ashern, Manitoba Ashern var um 600 manna bær, og var hann þjónustumiöstöö fyrir bændurna í kring. Um þriöjungur íbúanna í nágrenninu voru Vest- ur-íslendingar. íslendingar bjuggu flestir meö- fram Manitoba-vatni, og stunduöu aöallega holdanautarækt (eöa „griparækt", eins og þeir kölluöu þaö). Þjóðverjar bjuggu hins vegar aöallega lengra inni í landinu, og stunduöu kornrækt. Þessi búferla- mismunur stafaöi af því aö íslend- ingar höföu komiö fyrr á vettvang, og þá tekiö besta landiö sem þá var, nefnilega graslendiö sem ekki þurfti aö ryöja skóginn af. Þjóö- verjar komu hinsvegar um ald- arfjóröungi síöar, með lagningu járnbrautarinnar 1911. íslendingar og indíánar Indíánabyggöir eru allt í kring, og gjarnan í nánu sambýli viö ís- lendingana. Er hér helst um aö ræöa Kree-indíána. Stunda þeir fiskveiðar meö Islendingum á vatninu, og róa meö þeim. Sér- staklega á þetta þó viö um annan bæ, Vogar. Indíánar bjuggu í húsum byggö- um af hinu opinbera, og unnu fyrir sér, bæöi meö fiskveiðum og meö því aö leigja Islendingum slægju- lönd. Þó er atvinnuleysi og drykkjuskapur algengt meöal indí- ánanna. Aöaltekjur kaupmannanna í Ashern virtust mér vera af indíán- um, sem komu þangað til aö eyöa fátækrastyrki sínum frá ríkinu, í áfengi og fleira. Það kom fyrir aö maöur hitti indíána af íslenskum ættum. Ég man eftir tilfelli frá róttarhöldum í félagsheimili staöarins, en réttar- höld voru haldin þar fyrir nágrenn- iö einu sinni í mánuöi, þegar faranddómari kom í heimsókn. Þar var eitt sinn fyrir rétti mjög þeld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.