Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 79 Smælki GRÝLURNAR gáfu út sína fyrstu plötu nú á föstudag- inn. Hún er 12 tommur að þvermáli, snýst 45 snún- inga á mínútu og hefur að fíeyma fjögur lög. Poka- hornið hefur ekki enn heyrt þessa fyrstu afurð Grýl- anna en að öllum líkindum er á ferðinni hressileg rokkplata ef marka má heimildamenn okkar. Þeyr gefa á morgun út stóra plötu semsagt var frá í síðasta Pokahorni. Platan heitir „Mjötviður mær“ og er önnur LP-plata Þeysara (ef menn telja Þagað í hel með, en hún kom eiginlega aldrei út, að minnsta«kosti ekki ógölluð). Þess má og geta að Þeyr halda tónleka á Borginni nú á fimmtudagskvöldið. Auk þeirra kemur Von- brigði fram. Bodies, sem hafa mikið spiiað að undanförnu eru nú farnir að huga að plötu- útgáfu og gætu upptökur hafist nú eftir áramótin. Það hefur einnig heyrst að Þursar séu að fara að hljóðrita plötu. Það ættu að vera hæg heimatökin fyrir þá með upptökur, þar sem þeir hafa nú innréttað sitt eigið stúdió. Lokatónleikar í NEFS Eins og kunnugt er af fréttumm stendur nú fyrir dyrum að loka hinum vinsæla tónlistarklúbb SATT og Jazzvakningar, NEFS, sem starfræktur hefur verið í Félagsstofnun stúdenta nú í vetur. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun mun að sögn forráðamanna NEFS eiga rætur sínar að rekja til pólitískra deilna innan Háskólans. Þrátt fyrir að Félagsstofnun hafi haft ágætar og öruggar tekjur af starfseminni að því er heimildamenn okkar telja og að þar hafi blómgast mikið tónlistarlíf nú í vetur, eru ákveðnir aöilar sem finna þessari starfsemi allt til foráttu. Stórýktar sögur um mikla drykkju hljómleikagesta og skemmdarstarfsemi hafa t.d. komist á kreik. Annars mun Pokahornið fjalla nánar um þetta mál í næstu viku og kynna sjónarmiö beggja aðila. Eins og áður kemur fram er þetta síðasta vikan sem klúbburinn verður starfræktur og verða haldnir þar þrennir tónleikar á næstu dögum. Á miðvikudag og fimmtudag verða þar unglingatónleikar. Fyrra kvöldið munu Þeyr og Vonbrigði o.fl. koma fram, en á fimmtudagskvöld spila Purrkur Pillnikk. Jonee Jonee ásamt einhverju fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan níu bæði kvöldin og munu standa fram yfir miðnætti. Á laugardagskvöldi ðverða svo síðustu tónleikar í NEFS ef svo fer sem horfir. Þá munu koma fram margar af helstu hljómsveitum höfuðborgarinnar og má þar nefna Purrk Pillnikk, Þey og Þursaflokkinn. Auk þeirra má reikna með að þrjár til fjórar hljómsveitir til viöbótar komi fram. Á þessum tónleikum sem standa frá því klukkan átta um kvöldið til þrjú um nóttina veröur reynt aö bæta viö þann fjölda sem kemst inn meö því aö opna niður í stúdentakjallarann auk þess sem reynt verður að opna hliðarsal. Eins og áöur sagöi er þetta i siðasta sinni sem fólki gefst kostur á að eyöa kvöldstund í NEFS yfir góöri tónlist og Ijúfum veigum. Vonbrigði er meöal þeirra hljómavaita sem koma fram í NEFS nú í vikunni. fjallað um hljómsveitina i blööum erlendis, „Love Will Tear Us Apart“ fór i topp 10 i Bretlandi og Closer náði hátt á listanum yfir stórar plöt- ur þar. Joy Division var á þessum tíma orðin umtalaöasta hljómsveit ný- bylgjurokksins en var í rauninni horfin þegar hún hlaut þessa al- mennu viðurkenningu. Þegar leiö á haustið spiluðu hinir eftirlifandi meðlimir Joy Division í fyrsta sinn opinberlega. Þaö var i heimaborg þeirra, Manchester, í litlum klúbbi. Tónleikar þessir voru ekki auglýstir og þeir þremenningar spiluöu undir hinu sérkennilega nafni „The Surviv- ing Members of the Crawling Cha- os“. Þar léku þeir eingöngu ný lög og upp frá því hafa þeir ekki leikið opinberlega þau lög sem út komu á plötum Joy Division. Nokkrum vik- um síðar var þaö kunngjört aö þeir Albrect, Morris og Hook heföu valið hljómsveitinni heitið New Order. Nafn þetta vakti strax mikiö umtal á meðal blaöamanna sem skrifuöu harðorðar og ásakandi greinar gegn því. Töfdu þeir aö nafnið fæli í sér tengsi viö hina svokölluöu „New Order" hreyfingu evrópsks fasisma. Þessi hreyfing stóð m.a. fyrir sprengjutilræðinu á járnbrautar- stööinni í Madrid í fyrra, þar sem yfir 100 manns létu lífið. Bernard Al- brecht svaraði þessum ásökunum í viðtali viö Melody Maker i maí síö- astliðinn. Hann undirstrikaöi að nafn hljómsveitarinnar fæli ein- göngu í sér meininguna „Nýtt upp- haf“. Nýtt upphaf á tónlistarferli þeirra þriggja. „Viö erum ekki fasist- ar,“ sagöi hann og bætti síöan viö aö þeir heföu alls engan áhuga á pólitík. New Order héldu áfram samvinnu viö útgáfufyrirtækið Fact- ory í Manchester en þaö fyrirtæki gaf út allar plötur Joy Division. j sumar kom svo út lítil plata með þessari nýju hljómsveit. Á A-hliö hennar er lagið Ceremony sem einnig er aö finna á Still (hljómleika- plötunni). Á bakhliö þessarar plötu er lagiö „In a Lonely Place", en það lag var leikið af plötunni í upphafi tónleika New Order. Á meðan var Ijósskímu beint aö míkrafóni á sviöinu og meðlimir hljómsveitarinnar týndust inn á sviöiö. Eftir aö New Order hófu regluiegt tónleikahald bættist nýr meölimur i hljómsveitina, Gillian, sem leikur á sinþesæsera og gítar. Um mitt sumar kom svo út önnur tveggja laga plata „Everythings Gone Green". Hún hlaut mjög góöar viðtökur og sat m.a. í efsta sæti „independent" listans í Englandi í nokkrar vikur. Tónlist Joy Division og New Order á eölilega margt sameigin- legt, en það hvernig þessar tvær hljómsveitir hafa samið og unnið tónlist sína er þó að vissu leyti með ólikum hætti. Textar Joy Division voru samdir af lan Curtis en hinir meðlimirnir sköpuöu jafnan ryþm- ann og sömdu tónlistina. í New Order er þetta á annan hátt. Allir meðlimir hennar eiga þátt í bæöi tónlist og textum. „Ekkert lag er samið af einhverjum einum okkar,“ segir Albrecht. Movement, fyrsta LP plata þeirra, er mjög heilsteypt og vönduö plata. Tónlistin er ekki jafn magnþrungin og áöur var enda áttu textar lan Curtis mikinn þátt í að skapa þann anda sem var í tónlist Joy Division. Lagasmíöar eru ekki með ósvipuöu sniði og áöur en breytingar má greina í útsetningum. Hljómborð spila stærra hlutverk og gefa þeirri tónlist sem New Order flytja fínlegra eða léttara yfirbragö. Hiö mikla um- tal og athygli sem Joy Division fékk var óneitanlega mikil og erfiö próf- raun fyrir þá Peter Hook, Steve Morriis og Bernard Albrecht. Þeir stóðust prófiö fyllilega. New Order uppfylla þær vonir sem bundnar voru viö hljómsveitina og Movement er meö athyglisverðari hljómplötum þessa árs. Við kynnum ný húsgögn kynningar afslætti Ávallt eitthvað nýtt í yoo HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 8 KÓPAVOGI SlMI 78880 , .Víndum víndum vefjum band” í Handíð er bæði mikið og gott úrval vandaðra vef- stóla frá Lervad, Bergaa og Normalo. Allt frá litlum borðvefstólum, sem eru heppilegir fyrir aldraða og sjúkraþjálfun, til fullkominna gagnbindingarstóla með allt að 140 sm vefbreidd og 12 sköftum. Höfum einnig myndvefstóla með 100 sm vefbreidd en getum útvegað með stuttum fyrirvara myndvefstóla með allt að 240 sm vef- breidd. (tarlegir leiðbeiningabæklingar fylgja stólunum okkar. Bjóðum einnig vefgrindur með og án skila og skeiðar og skyttur fyrir bandvefnað, auk allra ann- arra nauðsynlegra fylgihluta. HANDÍD Laugavegi 26 og Grettisgötu sími 29595

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.