Morgunblaðið - 12.01.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
15
Af Hánni var skotid miklu af fallegum og fjölbreyttum flugeldum eins og
þessi mynd Sigurgeirs sýnir glögglega.
%
ÞOKULUKTIR
VINNULJÓS OG KASTARAR
BRÆÐURNIR ORMSSON
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
ísetning á staðnum.
BOSCH ÞJÓNUSTA
Samtök herstödvaandstæðinga hafa barist fyrir einhliða af-
vopnun hér á landi. Undirtektir undir málstað þeirra fara
síminnkandi. Myndin er af fámennum útifundi samtakanna
vorið 1980.
6. Mætti ekki snúa kjarnorkudæminu
í Evrópu við með því að mynda kjarn
orkuvopnalaust svæði frá Póllandi til
Portúgals eða Kolaskaga til Keflavíkur?
Frá Kolaskaga til Keflavíkur eru engin kjarnorkuvopn á
landi. Þau eru hvergi á Norðurlöndunum, hvorki á íslandi
né annars staðar. Þau eru hins vegar á Kolaskaga, rétt við
landamæri Norðurlanda, þar sem Sovétmenn eiga eitt
stærsta víghreiður veraldar. Kjarnorkuvopn eru í kafbát-
um á Atlantshafi og Eystrasalti, þar sem aðeins sovéskir
kafbátar flytja þau.
Hugmyndin um kjarnorkuvopnalaust svæði hefur sak-
laust yfirbragð, yrði henni hrundið í framkvæmd, yrðu
Vestur-Evrópuríkin öll og ísland þar með talið þó áfram
innan seilingar fyrir sovéskar kjarnorkueldflaugar á
skotpöllum í Sovétríkjunum.
7. En hafa ekki einhliða afvopnunar
sinnar siðferðilega rétt fyrir sér?
Siðferðileg rök má auðveldlega færa fyrir réttmæti þess,
að einstaklingar séu friðarsinnar, hafni öllu ofbeldi og neiti
skilyrðislaust að beita valdi. Á hinn bóginn geta þessar
siðferðilegu forsendur ekki tekið til ríkja eða þjóðfélags-
heildarinnar, væri svo, ættum við Islendingar að leggja
niður landhelgisgæslu og lögreglulið og önnur ríki að
þurrka út herafla sinn. Einhliða afvopnunarsinnar hafa
gert sér dælt við kirkjuna og vilja einoka friðarboðskap
hennar. Þetta er hrein misnotkun og það er athyglisvert, að
ekki síst trúarhópar og kristnir menn í Austur-Evrópu
vara mest við áhrifum einhliða afvopnunarsinna í Vestur-
Evrópu.
8. Er ekki unnt að stofna heims-
hreyfingu almennings í þágu afvopnunar?
Ekki væri skynsamlegt að hreyfa þeirri hugmynd opin-
berlega í Moskvu, vilji menn halda frelsi sínu. Saga and-
ófsmanna í kommúnistaríkjunum er öllum kunn. Hin síð-
ari ár hafa þeir verið hundeltir fyrir það eitt að vilja
fylgjast með því, hvort Sovétríkin eða ríkisstjórnir Aust-
ur-Evrópuríkjanna standi við undirskrift sína undir Hels-
inki-lokasamþykktina frá 1975.
Málflutningur einhliða afvopnunarsinna vekur umræður
í lýðræðisríkjunum, hann hvetur menn til að taka afstöðu
til þeirra sjónarmiða, sem þeir halda á loft, og stefnunnar,
sem Atlantshafsbandalagið fylgir. í Sovétríkjunum yrðu
slíkar umræður ekki leyfðar. Af augljósum ástæðum verða
vestrænar ríkisstjórnir að halda uppi samskiptum við Sov-
étstjórnina. Þær vilja semja við hana um gagnkvæma af-
vopnun, hins vegar er ekki auðvelt að ná slíku samkomu-
lagi eins og dæmin sanna.
Þótt verkefnið sé erfitt, má ekki gefast upp. Allir eru
sammála um það, að hamla verður gegn vexti hernaðar-
útgjalda. Sovétstjórnin hefur engan áhuga á því að afvopn-
ast eða semja um afvopnun, ef hún telur sig geta beðið eftir
því, að Vesturlönd afvopnist með einhliða aðgerðum. Þetta
virðast einhliða afvopnunarsinnar ekki skilja, þeir vilja í
raun einhliða uppgjöf. Með boðskap sínum grafa einhliða
afvopnunarsinnar undan samningaviðræðum um afvopn-
un.
9. Hver eru tengsl herstöðva-
andstæðinga á íslandi við einhliða
afvopnunarsinna í Evrópu?
Skiptar skoðanir eru um það meðal einhliða afvopnun-
arsinna, hvort leysa beri upp Atlantshafsbandalagið eða
ekki. Herstöðvaandstæðingar vilja upplausn bandalagsins
með kröfunni um úrsögn Islands úr NATO. Sumir afvopn-
unarsinnar í Bretlandi vilja reka alla bandaríska hermenn
frá Bretlandseyjum, herstöðvaandstæðingar telja þessa af-
stöðu sambærilega kröfunni um „herinn burt“. Tals-
menn herstöðvaandstæðinga hafa lagt áherslu á, að
„komast inn í norrænu umræðuna“ um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum. Þessi krafa hefur hlotið lítinn
hljómgrunn.
Það hefur verið sérstakt kappsmál herstöðvaandstæð-
inga að „koma Islandi inn í evrópsku kjarnorkuumræð-
una“. Sumarið 1980 börðust þeir fyrir þeirri skoðun, að á
Keflavíkurflugvelli væru kjarnorkuvopn. Fljótlega létu
þeir þó af henni og tóku til við að halda því fram, að ísland
væri „einhver mesti lykilþáttur í kjarnorkuvopnakerfi
Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi“. Nú sýnast þeir vera
komnir að þeirri niðurstöðu, að á íslandi sé „stuðnings-
kerfi“ við kjarnorkuherafla Bandaríkjanna á Norður-
Atlantshafi og segjast vilja kjarnorkuvopnalausa land-
helgi.
10. Hver er afstaða ríkisstjórna Norður
landa til hugmyndanna um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndunum?
Utanríkisráðherrar Norðurlanda fjölluðu um málið á
fundi í Kaupmannahöfn í byrjun september 1981. Þeir vilja
ekki, að með einhliða yfirlýsingu verði Norðurlöndin gerð
að kjarnorkuvopnalausu svæði, slík yfirlýsing verði og
hljóti að vera hluti af víðtækara samkomulagi um afvopn-
unarmál í Evrópu, komi hún til álita.
Ráðherrarnir telja, að Norðurlöndin eigi ekkert að gera,
sem geti spillt fyrir afvopnunarviðræðum Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna um kjarnorkuvopn í Evrópu. Norðurlönd-
in megi ekki með einhliða aðgerðum rjúfa það öryggis- og
friðarkerfi, sem þau mynda hvert með sínum hætti. Aðild-
arríki NATO í hópi Norðurlandaþjóða, Danmörk, ísland og
Noregur, munu ekkert aðhafast í þessu máli án náins sam-
ráðs við bandalagsþjóðir sínar og þar með Bandaríkin.
Með skýrari hætti verður kröfunni um einhliða yfirlýs-
ingu um kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda tæplega hafn-
að.
11. Hvernig verður best stuðlað að friði?
Fyrsta skilyrðið er, að þeir, sem vinna að því að varð-
veita friðinn, séu nægilega öflugir. Þetta sjónarmið naut
ekki nægilegrar viðurkenningar á árunum fyrir síðari
heimsstyrjöldina, þá þóttust menn vera að stuðla að friði,
en litu framhjá augljósum staðreyndum. Þá var að vísu
mikið rætt um sameiginlegar öryggisráðstafanir, en látið
standa við orðin tóm. Nú hefur hugmyndinni um sameig-
inlegt varnarátak vinaþjóða verið hrundið í framkvæmd og
skilað heilladrjúgum árangri.
Með þennan sameiginlega grundvöll sem bakhjarl eiga
lýðræðisríkin að leggja sig fram um, að með gagnkvæmum
aðgerðum sé dregið úr vígbúnaði í austri og vestri. Með
samkomulagi á að leggja algjört bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn, stöðva verður dreifingu þeirra frekar en
orðið er og móta reglur, sem miða að því að skapa almennt
traust milli þjóða. Með því að eyða tortryggni, er ráðist að
undirrót átaka. Skref fyrir skref á að draga jafnt úr víg-
búnaði beggja aðila, svo að nauðsynlegum öryggisráðstöf-
unum sé haldið uppi með sem minnstum tilkostnaði. Til
þess að afvopnunarsamningar veki ekki tortryggni, þurfa
þeir að hafa að geyma ákvæði um viðunandi eftirlit með
framkvæmd samninganna. Aðeins með alhliða aðgerðum
er árangurs að vænta í þágu friðar, einhliða afvopnun
dregur úr öryggi og spillir fyrir friði.
Janúar 1982
Utanríkisnefnd
Sjálfstæðisflok ksi ns