Morgunblaðið - 12.01.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.01.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1982 17 Fiskveiðimál - fyrri hluti Eftir Helga Kríst- jánsson viðskipta- frœðing og fisktækni Efnahagsstarfsemi íslendinga byggist að meginhluta á fiskveið- um og fiskframleiðslu. Þetta er staðreynd sem menn verða að hafa í huga og ekki er hægt að loka augunum fyrir. Samdráttur í þessari atvinnugrein, hvort sem hann stafar af aflabresti eða lækkun á útflutningsafurðum, teygir klær sínar í allar aðrar atvinnugreinar, hvort sem hún heitir þjónusta, verslun eða eitthvað annað. Öll efnhagsstarf- semi dregst saman, kaupgeta fóiks minnkar, og stöðnunar gætir hvarvetna. Eftir útfærslu landhelginnar í byrjun liðins áratugar blasti hér við björt framtíð. íslendingar urðu einráðir yfir fiskauðlindinni og gátu með skynsamlegri nýtingu hennar skapað almenna og örugga velferð allra þegna þjóðarinnar. Sem dæmi um hina miklu afla- aukningu á síðasta áratug má nefna að árið 1972 var þorskafli íslendinga 228.591 tonn en árið 1980 var þorskaflinn orðinn 428.287 tonn eða um 200 þús. tonn- um meiri en í upphafi áratugarins. Efnahagsleg velferð þegnanna hefur ekki aukist eins og skyldi, sé þessi mikla aflaaukning höfð í huga. Hvað hefur orðið af öllu því fé sem hin mikla aukning fiskafla átti að færa okkur? Strax eftir útfærslu landhelg- innar var hafist handa um upp- byggingu sjávarútvegsins. Ný fiskiskip voru smíðuð og fisk- vinnslufyrirtæki bætt og endur- nýjuð. Fiskvinnslan varð þó að sumu leyti undir í kapphlaupinu um lánsfé til þessarar uppbygg- ingar sjávarútvegsins. Þetta stökk í uppbyggingu togaraflotans í byrjun áratugarins var nauðsyn- leg til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskauðlindarinnar innan lögsögu íslands. Aðrar þjóðir gátu því ekki gert kröfu um aðgang að miðunum því fiskauðlindin var að fullu nýtt af Islendingum sjálfum. Engin samkeppni var því um veið- arnar við aðrar þjóðir, Islendingar einir áttu þessa auðlind fyrir sjálfa sig. Um miðjan áratuginn 1970— 1980, eða í árslok 1974 áttu íslend- ingar 53 skuttogveiðiskip og hefði þá mátt að ósekju halda í taumana á aukningu flotans. En sökum vanmáttugrar stjórnar á þessum atvinnuvegi var taumhaldið slakt, svo tilburðir í þá átt að draga úr fjölgun skipa báru ekki árangur og bera lítinn sem engan árangur enn þann dag í dag. fjöldi ár skuttogara 1975 58 1976 61 1977 76 1978 79 1979 82 1980 86 Miðað við 15. des. ár hvert. Enn er verið að kaupa ný skip til landsins til að nýta fiskauð- lindina sem þegar er fullnýtt og sumar fisktegundir ofnýttar. All- ar tilraunir í þá átt að draga úr þessari þróun hafa engan árangur borið ennþá. Hver er sú orsök sem liggur að baki? Er það hræðsla stjórnvalda við að takast á við þetta vandamál, eða er þeim ekki ljóst hvert stefnir? Sjá menn ekki að aukning flota leiðir til minni afla á hvert skip, eykur tilkostnað við að ná sama aflamagni, veldur lakari afkomu sjómanna og út- gerðar? Sú skýring, sem tiltækust er á þessari þróun, er samkeppnin sem Islendingar eiga nú í við sjálfa sig. Áður en farið er út í að lýsa þess- ari samkeppni er vert að hafa í huga að hún er með öllu óþörf, leiðir til óþarfa kostnaðarauka, leiðir til offjárfestingar í veiði- flota og rányrkju. burdar magn Burðarmagn sklpa sem stunduðu loónuveióar árln 1970 — 1979. áföngum, tveimur til þremur, eða jafnvel fleiri. Þannig er í sumum tilvikum lítið eftir af uppruna- legum tækjabúnaði og sum skipin hafa gjörbreytt um útlit. Jafnframt kemur fram í þessari grein að heildarburðargeta loðnu- flotans hefur vaxið verulega á um- ræddu tímabili. Eftirfarandi línu- rit sýnir heildarburðarmagn og fjölda skipa, sem stunduðu loðnu- veiðar árin 1971—1979. Rétt er að taka fram að burðarmagn ein- stakra skipa er byggt á meðaltali nokkurra stærstu landana þeirra. Allar þessar breytingar á loðnu- flotanum gáfu tilefni til meiri veiða, enda fór veiði vaxandi ár frá ári. Lengra var sótt eftir því sem skipin stækkuðu. Þegar ljóst varð að óheftar veiðar loðnuflot- ans stofnuðu loðnustofninum í hættu, kom til veiðitakmarkana, til að halda aftur af loðnuflotan- um. Vert er að líta á loðnuafla íslendinga 1977—1979, þ.e. síðustu þrjú árin sem samkeppni var óheft. Loðnuveiðar íslendinga 1971 —1979 (tonn) Mán. 1977 1978 1979 Januar 114.041 65.595 109.773 Febrúar 256.899 195.559 236.707 Mars 176.922 206.279 175.265 April 18.060 38 0 Maí 0 0 0 Júni *3.394 •360 0 Júlí 10.959 28.448 0 Ágúst 74.371 98.636 34.513 September 57.520 90.878 134.924 Október 68.645 164.410 227.185 Nóvember 6.241 69.751 45.229 Desember 41.868 44.756 0 812.667 966.079 963.557 ‘ Veiðar viö Nýfundnaland Fjárfesting í nýrri veiðitækni eða nýju skipi og harðari sókn get- ur aukið aflamagn um stundar- sakir hjá þeim aðilum sem fyrstir eru til að fjárfesta, en aðrir koma á eftir með sömu tækni svo niður- staðan verður sú að flestir sitja uppi með sama aflamagn eftir sem áður. Þeir fá áfram þann hluta heildarafla, sem ráðlegt er að veiða hverju sinni. Þeir eru fljót- ari að ná aflanum, en til að koma í veg fyrir ofveiði koma strangari veiðitakmarkanir, fleiri banndag- ar. Samkeppni í loðnuveidum Gott dæmi um samkeppni af þessu tagi og afleiðingar hennar eru loðnuveiðar Islendinga á liðn- um áratug. Samkeppni í veiðunum leiddi til mikilla breytinga á skip- um og upptöku nýs tæknibúnaðar til að gera skipin hæfari til veiða, auka burðargetu þeirra og sigling- arhraða. Sóknargeta loðnuflotans óx því verulega þó í raun hafi Samkcppni í fiskveiðum Sóknartakmarkanir hafa sífellt orðið umfangsmeiri og náð til fleiri og fleiri fiskstofna. Margs- konar leiðir hafa verið reyndar til að stýra sókn í einstaka fisk- stofna, bæði með beinni og óbeinni stjórnun. Sem dæmi um óbeina stjórnun má nefna verðbætur á vannýttar fisktegundir, svo sem ufsa og karfa. Bein stjórnun hefur tekið á sig nokkuð nýja mynd hin síðari ár. Til viðbótar þeim að- gerðum að banna viss veiðarfæri, lokunum ákveðinna svæða og regl- um um möskvastærð, svo nokkuð sé nefnt, koma nú til sóknartak- markanir í formi tímabundinna veiðibanna. Einhvern tíma ársins er bannað að veiða vissar fiskteg- undir með tilgreindum veiðarfær- um, eða ákveðnum skipaflota gert að láta af veiðum ákveðna daga ársins. Sem dæmi um þetta má nefna 150 daga þorskveiðibann togara, bann við netaveiðum eftir vertíðarlok o.fl. Tímabundin veiði- bönn geta leitt til óeðlilegrar sam- keppni og skapað tilhneigingu til enn frekari fjárfestinga, ekki að- eins með fjölgun skipa, heldur einnig endurnýjun tæknibúnaðar, aukningu vélarafls, skiptum á gömlum skipum fyrir ný. Fjárfest- ing, sem gefur von um aukinn afla til einstakra skipa á þeim tímum sem veiðar eru óheftar, er nauð- synleg til að halda velli í grein- inni, því nú þarf að ná aflanum á „Hver útgerðarstaður fyrir sig vill tryggja sér hráefni úr sjónum til að halda uppi stöðugri at- vinnu í bæjar- eða sveit- arfélaginu. Til að halda hlutdeild sinni í fiskauð- lindinni eru þeir til- neyddir til að fjárfesta í nýjum fiskiskipum. skemmri tíma en áður. Útgerð- armenn undirbúa því skip sín vel til að tryggja að þau nái sem mestum afla áður en kemur til takmarkana eða stöðvunar veiða. Fjárfesting, sem leiðir til minni kostnaðar við að ná sama afla- magni, er eftirsóknarverð. Fjár- festing til að auka aflamagn á skip leiðir ekki til aukins afla til þjóð- arbúsins, heldur eykur afla til þess, er fjárfestir, til skamms tíma. Einnig getur slík samkeppni stuðlað að mjög óhagkvæmu sókn- armunstri, sem felst í því að sókn verður harðari þegar veiðar eru leyfðar en dettur niður á tímum veiðibanna, þ.e. að sótt er stíft í öllum veðrum þegar náttúrulegar aðstæður eru kannski slæmar en verkefnaskorts gætir þegar aðj stæður til sjósóknar eru góðar. skipum ekki fjölgað, heldur fækk- að (sbr. mynd 1). í tímariti Verkfræðingafélags íslands, tbl. 2—6 1979; 64. árg. hirtist grein um gerð og búnað fiskiskipa. Þar er yfirlit um breyt- ingar á nótaveiðiskipum frá árinu 1971—1979. Eftirfarandi yfirlit er tekið þaðan og sýnir nokkrar helstu breytingar nótaveiðiflot- ans: >kip Lenging 35 Yfirbygging 43 Vélaskipti 18 Hlióarskrúfur 29 Þar segir ennfremur: Þess má geta að fimm skipanna höfðu áður verið lengd. í hliðarskrúfubreyt- ingum er í nokkrum tilvikum um að ræða skipti á hliðarskrúfum og settar stærri. Ef tekin eru þau skip sem bæði hafa verið lengd og yfirbyggð á umræddu tímabili, samtals 29 skip, kemur í ljós að meðalfarmaukning er um 85%. í þeim tilvikum, þar sem skipt hef- ur verið um aðalvél, hefur að með- altali verið skipt í 65—70% afl- meiri vél, og þar sem skipt hefur verið um hliðarskrúfur, hafa verið settar um þrefalt aflmeiri skrúfur í skipin. Af öðrum breytingum má nefna, að stýrishúsi hefur verið lyft eða byggt nýtt, breytingar gerðar á hvalbak og lestarrúms- fyrirkomulagi (sett m.a. stálþil), skipt um vindur og kraftblakkir, hjálparvélasamstæður, stýrisvélar o.fl. í mörgum tilvikum hafa breytingar þessar verið gerðar í Aflatakmarkanir á loðnuveiðum voru meiri 1979 en nokkru sinni áður vegna lélegrar viðkomu stofnsins. Veiðar á vetrarvertíð hófust í janúar, en voru stöðvaðar í mars. Skipunum var aftur hleypt af stað í ágúst en síðan stöðvuð í nóvember. Árið 1980 var ljóst að veiðiþol loðnustofnsins var mun minna en áætlanir fyrri ára bentu til. Þá var horfið frá þeirri stefnu við stjórnun loðnuveiða sem ríkt hafði og tekin upp sú aðferð að setja kvóta á hvert skip. í upphafi árs var ljóst hver hlutur hvers skips yrði og var því hægt að haga seglum eftir vindi við veiðar þess afla. Þessi aðferð, „kvóti á skip“, hefur tvímælalaust dregið úr sam- keppni, svo kapphlaup milli loðnu- veiðiskipa um að ná sem mestu í sinn hlut áður en kæmi til stöðv- unar veiða varð minni. Samkeppni í þorskveiðum Samkeppni í þorskveiðum er að sumu leyti nokkuð svipuð og hún var í loðnuveiðunum, en að nokkru leyti frábrugðin. Þar eiga ekki að- eins einstök skip í samkeppni heldur keppast útgerðarstaðir og landshlutar um að ná til sín „lifi- brauði“ úr sameiginlegri fiskauð- lind. Hver útgerðarstaður fyrir sig vill tryggja sér hráefni úr sjónum til að halda uppi stöðugri atvinnu í bæjar- eða sveitarfélaginu. Til að halda hlutdeild sinni í fiskauð- lindinni eru þeir tilneyddir til að fjárfesta í nýjum fiskiskipum. Lánafyrirgreiðsla og fyrir- greiðslupólitík til þeirra staða sem þykja hafa orðið undir í sam- keppninni er í algleymingi. Þetta á sér stað þrátt fyrir að vitað sé að heildarafli Islendinga kemur ekki til með að aukast með stækkun flota. Með því að stuðla að skipakaup- um fyrir einstaka útgerðarstaði, er verið að jafna afla og atvinnu milli byggðarlaga og landssvæða með þeirri dýrustu aðferð sem finnanleg er. Með því að auka af- kastagetu fiskveiðiflotans gerist það að afli á hvert skip minnkar, hættara er við rányrkju og lífs- kjör landans versna. Þann óhæfu- veg, sem stefnu- og aðhaldslaus sjávarútvegur hefur gengið hin síðari ár, má ekki ganga á enda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.