Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Svipmyndir frá óperuopnun
Opnun íslenzku óperunnar varð eins og vænta mátti
hátíðleg stund, enda hjálpaðist allt að til að gera kvöldið
sem ánægjulegast. Pomp og prakt — eftirvænting og
kátína — allt hjálpaðist þetta að til að hin nýja menning-
arstofnun stigi fyrstu sporin með viðeigandi hætti.
Óperuhúsið var þéttsetið, en það tekur um 500 manns í
sæti. Sígaunabaróninum og listafólkinu var fádæma vel
tekið og ætlaði fagnaðarlátum seint að linna. Hátíðarat-
höfnin á undan óperusýningunni fór svo fram að fyrst
söng óperukórinn þjóðsönginn, þá flutti Vigdís Finnboga-
dóttir ávarp, en því næst var frumflutt Tileinkun Jóns
Nordals, en tónverkið var samið sérstaklega fyrir opnun
óperunnar. Loks flutti Garðar Cortes formaður íslenzku
óperunnar ávarp, en að því búnu hófst óperusýningin.
í hléi var borin fram kransakaka, sem er gjöf til óper-
unnar frá brauðgerðarhúsi í Kaupmannahöfn í tilefni
opnunarinnar, og kampavín — hvað annað?
\ igdís Kinnhogadóttir forseti íslands og Stefán íslandi
heilsast í hléi. Við hlið Stefáns, Þorsteinn Gylfason,
ritari stjórnar óperunnar.
í búningsherberginu eftir sýninguna, Elísabet Erlings-
dóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir taka á móti heilla-
óskum.
Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona óskar Þórhildi Þor
leifsdóttur leikstjóra til hamingju — á milli þeirra Dóra
Einarsdóttir sem hafði umsjón með búningagerð.
Anna Björnsdóttir og Jakob Magnússon.
Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, hjónin Anna Bjarnadóttir og Árni
Reynisson.
Christyna Cortes og Þorsteinn Gylfason bjóða frú Völu og Gunnar Thorodd-
sen forsætisráðherra velkomin I óperuna.