Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 Barist með kylfum og grjóti í Nicaragua Managua, II. janúar. AP. UM ÞAÐ BIL 200 stuðningsmenn og andstæðingar Sandinista stjórnarinnar börðust með kylfum og grjóti við athöfn sem haldin var í minningu þess að fjögur ár voru liðin frá andláti blaðakóngsins í'edro Joaquin ( hamorro. Að minnsta kosti 20 slösuðust, þar á meðal lögregluþjónn, í átök- unum í kirkjugarði þar sem Chamorro er grafinn. Chamorro féll fyrir morðingja hendi 10. janúar 1978, en talið var, að Anasatasio Somoza, fyrrum einvaldur, hefði fengið leigumorð- ingja til að koma honum fyrir kattarnef og við morðið jókst and- staða við Somoza um allan helm- íng. Chamorro var eigandi blaðsins La Prensa, sem sýndi hvað harð- asta andstöðu við Somoza. I dag er blaðið hvað harðasti gagnrýnandi Sandinista-stjórnarinnar, sem fimm sinnum hefur látið stöðva útgáfu þess og m.a. sett hörð rit- skoðunarlög til að hafa hemil á því sem stjórnin kallar „andbylt- ingaröfl". Jóhannes Páll páfi: Herlögin verri glæpur en morð Al'-símamvnrt Utanríkisráðherra Malaysíu, Ghazali Shafie, ræðir hér við konu sína og ættingja á sjúkrahúsi í Kuala Lumpur. Flugvél, sem hann stjórnaði sjálfur, hrapaði í frumskógunum fyrir austan borgina og var hann í fyrstu talinn af, en í gærmorgun fannst hann á lífi nokkuð slasaður. Tveir menn voru með honum í vélinni en þeir fórust báðir. Malaysfa: U tanríkisráðherrann komst af í flugslysi kuala l.umpur, II . janúar. Al'. UTANRÍKISRÁDHERRA Malaysíu, Ghazali Shane, sem var talinn af eftir að lítil einkaflugvél hans fórst í skóglendi ekki ýkja langt frá höfuðborginni, fannst í dag á lífi. Ráðherrann slapp frá slysinu með óveruleg meiðsli, en tveir menn aðrir er voru í vélinni létust. BBC-útvarpið sagði Shafie þegar vélin hrapaði kortéri eftir hafa skýrt frá því að flugvélin hefði rekist á tré í 3.000 metra hæð utan í fjalllendi skammt frá Kuala Lumpur. Meðan hún enda- sentist eftir trjátoppunum tókst honum að fleygja sér út úr flug- vélinni, og sleppa þannig lifandi, sem þykir með ólíkindum. Ráðherrann var á leiðinni á stjórnmálafund í kjördæmi sínu, að hún hóf sig til flugs á sunnu- dagsmorgun. Eftir sex stunda leit komu svo björgunarmenn á staðinn. Fylgdarmenn Shafie fundust látnir í sætum sínum, en ekkert sást til ráðherrans, sem skaut upp kollinum í þorpinu Bukit Tinggi í dag. Yatikaninu, II. janúar. Al'. JÓHANNES Páll páfi II var hvass- yrtari en fyrr er hann ræddi um her lögin í Póllandi í ávarpi í útimessu á Péturstorginu í Rómaborg á sunnu- dag. Páfi sagði, að þegar samvizku manna væri misboðið með jafn- alvarlegum hætti, væri það verri glæpur en morð. Göfgi mannsins hefði verið alvarlega særð. Með hótun um atvinnumissi yfir höfð- um sér væru borgararnir að auki neyddir til að skrifa undir yfirlýs- ingar er gengju þvert á sannfær- ingu þeirra. Páfi hefur ekki verið jafn hvass- yrtur frá því herlög gengu í gildi í Póllandi frá því 13. desember. Hefur hann gerzt óþolinmóðari með hverjum degi sem líður, og er hann sagður hafa þungar áhyggj- ur af ástandinu í Póllandi. Talið er, að páfi hafi með ræðu sinni, sem var útvarpað á stutt- bylgju til Póllands, viljað styrkja stöðu Jozef Glemps erkibiskups í samningaviðræðum hans við her- stjórnina. Um 30 þúsund manns voru við- staddir útimessuna og fögnuðu páfa innilega og varð hann stund- um að gera hlé á ræðu sinni af þeim sökum. Hreinsanir í A-Þýzkalandi og afsagnir úr verkalýðsfélögum ERLENT Bonn, 11. janúar. Al'. SAMKVÆMT grein sem birtist í nýjasta hefti þýzka tímaritsins Der Spiegel og rituð er af félaga í kommúnistaflokki AusturÞýzkalands, hafa miklar hreinsanir átt sér stað í röðum austurþýzkra kommúnista í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að þar í landi eigi sér stað atburðir á borð við það sem gerzt hefur í Póllandi. A-Þýzkalands hafi fyrirfram vit- að um að gripið yrði til herlaga í Póllandi. Sagt er einnig að það sé mat leiðtoga A-Þýzkalands að Jaruzelski hafi gripið til herlaga fyrir þrýsting frá Rússum. Samkvæmt greininni hefur verið gripið til þessara hreinsana Noregur: Gagnasöfnun í fjölda- morðmálinu lokið Oslti, 11. janúar. Al'. NORSKA lögreglan hefur nú lokið rannsókn á fjöldamorðunum í hjúkrunarheimilinu í Orkdal og verður Arnfinn Nesset, fyrrverandi forstöðumaður heimilisins, ákærð- ur fyrir morð á þrjátíu vistmönnum og sjúklingum sínum. Saksóknari norska ríkisins, Olav Jakhelln, hef- ur staðfest, að hann hafi fengið í hendur 26 kíló af málsskjölum og gögnum um þetta umfangsmesta sakamál í Noregi fyrr og síðar. Bæði lögregla og saksóknari vilja ekkert tjá sig um ástæður fyrir morðum Nesset og nöfn fórnar lamhanna verða ekki birt fyrr en formlcg kæra verður birt og mun næsti áfangi málsins taka 2—3 mánuði og réttarhöld hefjast ekki fyrr en síðla árs, eða í októbermán- uði. Nesset, sem er 45 ára gamall, hefur játað að hafa drepið 27 manns í hjúkrunarheimilinu. Grunur féll á hann í nóvember 1980 og hann var handtekinn í mars 1981. Morðin mun hann hafa framið á tímabilinu nóvember 1977 til nóvember 1980. Hjúkrun- arkona ein á vistheimilinu hafði um hríð haft ákveðnar grunsemd- ir vegna tíðra og skyndilegra dauðsfalla á heimilinu, og þegar 73 ára gamall maður lést í nóv- ember 1980, skýrðí hjúkrunarkon- an lögreglu frá, að merki hefðu verið um að hann hefði fengið sprautu í handlegginn, líkast til með eitri, og sagði sömuleiðis frá því, að Nesset hefði verið hjá gamla manninum rétt áður en hann lést. til að koma í veg fyrir óróleika meðal verkamanna, en mikið hef- ur verið um að austur-þýzkir verkamenn hafi sagt sig úr verkalýðsfélögum, sem lúta valdboði hins opinbera. Þannig segir í greininni, að 500 járnbrautastarfsmenn í borginni Frankfurt an der Oder við pólsku landamærin hafi sagt sig í einu lagi úr verkalýðsfélagi sínu. Einnig hefur verið nokkuð um að félagar í kommúnistaflokki landsins hafi sagt sig úr flokkn- um og skilað inn flokksskírtein- um sínum. í greininni segir að flokkurinn hafi af þessum sökum sett mik- inn fjölda lágt settra embættis- manna af og skipað nýja í stað- inn. Er því spáð að hreinsanir þessar eigi fremur eftir að valda reiði og vandræðum en að stilla til friðar. Þá er sagt í greininni að Erich Honécker hafi á flokksfundi í nóvember sagt að búast mætti við íhlutun hersins í Póllandi þar sem andbyltingaröflin hefðu víg- búizt, og fullyrt er að leiðtogar AKmímamynd. Leitin að bandaríska hershöfðingjanum James L. Dozier, sem rænt var 17. desember sl., er sú umfangsmesta, sem fram hefur farið á Ítalíu. Hér eru ítalskir herlögreglumenn að leita í gömlu virki frá árum fyrri heims- styrjaldar í Valpolicella, skammt fyrir utan Verona á Norðurítaliu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.