Morgunblaðið - 12.01.1982, Page 21

Morgunblaðið - 12.01.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1982 21 Finnland: Koivisto hefur af- dráttarlausa for- ystu meðal fólksins llelsinki, II. janúar. Frá frétta- ritara Mbl. Ilarry (iranberg. MAUNO Koivisto forsætisráðherra Kinnlands hefur ynrburði yfir alla adra keppinauta sína í skoðanakönn- unum meðal almennings um hver skuli verða næsti forseti Finnlands. Ef þjóðin fengi að kjósa forseta í beinum kosningum myndi Koivisto vera kosinn með miklum meirihluta. Hins vegar er kjörmannafyrirkomu- lag við forsetakjör, þar sem 301 kjörmaður greiðir atkvæði og flokksræðið er sterkt. Með þessu kerfi stórminnka og líkur á kjöri Koivisto. í skoðanakönnun sem Gallup- stofnunin gerði fyrir blaðið Hels- inki Sanomat í lok desember og var birt nú um helgina kemur í ljós að 58 prósent Finna vilja að Mauno Koivisto verði forseti, tólf prósent styðja fulltrúa Samein- ingarflokksins, Harri Holkeri, og 11 prósent Johannes Virolainen frá Miðflokknum. Athi Karjalain- en sem er ekki útnefndur fram- bjóðandi fær tvö prósent og sama máli gegnir um Veikko Vennamo frá Landsbyggðaflokknum og Ra- ino Weterholm frá Kristilega flokknum. Níu prósent kváðust óákveðin. Fylgi Koivistos er tveimur pró- sentum meira en um mánaðamót- in nóvember-desember, en 4% minna en fylgið sem hann naut um mánaðamót sept.-okt. í þessari skoðanakönnun voru . Mauno Koivisto Finnar einnig spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa í þingkosningum ■ og kom þá töluvert öðruvísi út- koma: Sósialdemókrataflokkur Koivistos myndi fá aðeins 37 pró- sent, en naut 40% fylgis mánuði áður. Sameiningarflokkurinn fékk 17 prósent, Miðflokkurinn 16 pró- sent og 12 prósent svöruðu ekki spurningunni. Bandaríkin og Evrópa: Aftakaveður og nfstingsfrost meira en elztu menn muna N'ew Vork, Vínarborg, l’rag, London, Hrussel, 11. janúar. Al*. AFTAKAVEÐUR, bylur og nístingsfrost hafa gengið yfir stóran hluta Evrópu og Bandaríkjanna um helgina, tugir manna hafa dáið úr kulda og kröm, umferðartafir hvarvetna og víða hefur kuldinn verið meiri en elztu menn muna og mælzt hefur. I Bandaríkjunum létu að minnsta kosti 24 lífið og hjá eitt hundrað þúsund manns í tíu ríkjum var rafmagnslaust alla helgina og 7 milljónir urðu fyrir meiri og minni óþægindum er fraus í hitaleiðslum. I Chicago var frostið 32 stig á sunnudag, hið mesta sem komið hefur síðan mælingar hófust fyrir 111 árum og í Milwaukee var frostið 31 stig. í Beulah, Norður-Dakóta, fór frostið um hríð í 78 stig, hið ferlegasta sem þar hefur nokkru sinni komið. í Florida var frostið 12 stig á sunnudag og í Atlanta 20 stig. Mikið hvassviðri var og jók það enn á kuldann og varð einnig erf- iðara að ryðja snjónum og um- ferðartafir urðu því miklar. Skól- um og vinnustöðum var lokað víða í Bandaríkjunum allt suður til Alabama. I Chicago voru strætisvagnar látnir aka alla nóttina til að þeir héldust hlýir og í Washington óku neðanjarð- arlestir allan sólarhringinn af sömu ástæðu. Sams konar fréttir, en ekki þó alls staðar jafn óttalegar, bárust frá mörgum Evrópulöndum. í London og víða í Bretlandi var veðrið að ganga niður í dag, mánudag, en vitað er um dauðs- föll þar af völdum kuldanna um helgina og gríðarlegar truflanir á allri umferð. I Vestur-Þýzkalandi snjóaði víða mjög mikið, einkum þó í Köln. Frankfurt og í Póllandi urðu flóð skammt frá bænum Plock, sem er 80 km norðvestur af Varsjá og varð að flytja þúsundir manna á brott. Þar urðu víða mjög miklar skemmdir á eignum og mannvirkjum hvers konar. í London var umferð um Gatwick- og Heathrow-flugvelli að hefjast að nýju síðdegis en búizt við mik- illi röskun á flugferð. Mestu kuldar í Bretlandi munu hafa mælzt í hálöndum Skot- lands, eða um 24,8 stig. í Austur-Þýzkalandi fór frostið í 25 stig í Erfurt og þar snjóaði sem svarar 1,1 m. í Prag var frost snemma mánudags 21 stig og allt að 2ja metra snjór hafði fallið að- faranótt mánudags víða í Tékkó- slóvakíu. Þá hefur mikill kuldi verið í Danmörku og flest sund milli dönsku eyjanna lagt, svo að ferjur hafa lokazt inni. Mikil snjókoma í Belgíu í nótt varð m.a. til þess að alþjóða flugvöllurinn í Zaventem, skammt fyrir utan Brússel lokaðist og lestarferðir voru allar langt á eftir áætlun. Þá er ástandið vegna kuldanna víða slæmt í Frakklandi, þar hef- ur snjóað allmikið og mörg um- ferðarslys orðið vegna hálku og fannfergis á vegum. Þar hefur og víðast hvar verið miklum erfið- leikum bundið að halda uppi eðli- legum samgöngum. Sextug kona lenti flug- vélinni eftir að eigin- maður hennar leið út af llenderson, 11. januar. AP. SEXTUGRI konu, sem aldrei hafði lært að fljúga, tókst að halda lítilli einkaflugvél á lofti eftir að maður hennar, sem sat við stjórnvöl flug vélarinnar, leið út af. Hélt konan flugvélinni á lofti þar til hún varð eldsneytislaus og tókst að stvra henni til lendingar. í lendingunni hlekktist vélinni á og rakst m.a. á tré og hlaut konan slæmt mjaðma- grindarbrot. Konan sendi hvað eftir annað út neyðarkall en heyrði aldrei er þeim var svarað. Eftir brotlend- inguna braust hún út úr flaki flugvélarinnar og skreið tæpan hálfan kílómetra eftir aðstoð. Hún er nú á batavegi, en var mjög aðframkomin er henni tókst að ná til nálægs bóndabæjar. Keisaraskurð- ur gerður með rakblaði Tulsa. Oklahoma 11. janúar Al*. ÞEGAR Janice Crutison, eigin- kona Roberts rakara Crutison, vakti eiginmann sinn aðfaranótt mánudags og sagðist vera komin með fæðingarhríðir, gerði eigin- maður hennar sér lítið fyrir og gerði á henni keisaraskurð með rakblaði og tók síðan á móti syni sínum sem vó um 15 merkur. Að svo búnu náði rakarinn sér í nál og spotta og saumaði vel og vandlega fyrir. Eftir að hinn stolti fram- takssami faðir hafði laugað son sinn, ákvað hann þó að lík- lega væri betra að eiginkona hans kæmist undir læknis- hendur, svo að hann kallaði á sjúkrabíl, lét flytja hana á spítala og þegar vitað var um málavöxtu var tafarlaust gerð á henni ný aðgerð. Rakarinn Róbert segir, að hann hafi í fyrstu ekki búizt við að þurfa að grípa til þess að gera keis- araskurð á konunni, en svo hafi virzt sem hún myndi ekki geta fætt á náttúrlegan hátt og ekki hafi önnur tól verið innan seilingar en rakblað. Lögreglan í Tulsa hefur fengið málið til meðferðar. Það er tekið fram í fréttinni, að móður og syni heilsist vel. I’essi mynd var tekin á alþjóðaflugvellinum í Frankfurt í VesturÞýskalandi í gær, en síðustu daga hefur látlaust verið unnið að snjómokstri til að koma í veg fyrir að völlurinn lokist. Ennþá sér ekki fyrir endann á fannkomunni í Þyskalandi. Ar-símamynd ERLENT Konan hélt því fram, að eftir að maður hennar leið útaf, hefði Guð almáttugur komið sér til hjálpar, en hún er mjög trúuð. Flugvél þeirra hjóna var af gerð- inni Moonie 20. i Kaupmannahöfii FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI -SEVEN STAR' DAGBÖK SÚ BESTA . . . KIRKJUFELL KLAPPARSTÍG 27 REYKJAVÍK SÍMI 21090 II I.P3S.SB Svo fullkominn, en samt svo ótrúlega einfaldur! Eigum aftur fyrirliggjandi gott úrval af Richmac búðarkössum á hagstæðu verði. Komið við og skoðið sýnis- hornin í verslun okkar. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ÓSA + —x “ Hverfisgötu 33 S,m, 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.