Morgunblaðið - 12.01.1982, Side 46
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
25
íslandsmótið í handknattleik 3. deild
Ármann og Þór A eru efst í deildinni
en miklu af leikjum hefur verið frestað
Keppni í 3. deild íslandsmótsin.s í handknattleik er nú um þaó bil hálfnuð.
Nokkru hefur verió frestaó af leikjum svo leikjafjöldi lióanna er misjafn.
Hér á eftir veróur fjallað um þá leiki sem fram hafa farið seinni hluta
desember og það sem af er þessu ári.
IBK — Grótta
20—17
ÍBK vann þarna góðan sigur á.
Seltjarnarnesliðinu sem verið hef-
ur í fremstu röð í 3. deild í vetur.
Mörk ÍBK: Björgvin Björgvinsson
6, Grétar Grétarsson 4, Björn
Jónsson 3, Jón Ólsen 3, Gísli Eyj-
ólfsson 2 og Sigurður Björgvins-
son og Jón Magnússon 1 hvor.
ÍA — ÍBK 23—18
Lið ÍA virðist vera að ná sér á
strik eftir fremur slaka byrjun;
Sigurinn á Keflvíkingunum var
sanngjarn, en nú má hvorugt þess-
arra liða við því að tapa fleiri stig-
um ef þau eiga að vera með í bar-
áttunni um 2. deildarsætið.
Mörk ÍA: Sigurður Halldórsson
5, Pétur Ingólfsson 5, Ólafur Jó-
hannesson 4, Bjarni Sigurðsson 3,
Kristján Hannibalsson og Hlynur
Sigurbjörnsson 2 hvor og Þórður
Elíasson og Þórður Björgvinsson 1
hvor.
Mörk ÍBK: Björgvin Björgvins-
son 6, Sigurður Björgvinsson 4,
Grétar Grétarsson og Gísli Eyj-
ólfsspn 3 hvor og Björn Jónsson og
Jón Óisen 1 hvor.
Grótta — Ögri
43—23
Tölurnar tala sínu máli, mikill
munur á liðunum og mikið skorað.
Staðan í hálfleik 20—13, Gróttu í
vil, og munurinn jókst jafnt og
þétt í síðari hálfleik.
Mörk Gróttu: Sverrir Sverrisson
11, Axel Friðriksson 8, Jóhann
Benjamínsson og Grétar Vilmund-
arson 7 hvor, Gunnar Páll Þóris-
son 6, Reynir Erlingsson 2 og
Hjörtur Hjartarson 2.
Mörk Ögra: Matthías Rúnarsson
6, Gunnar Kristinsson 5, Rúnar
Vilhjálmsson 4, Olgeir Jóhannes-
son 4, Baran 3 og Magnús Sverris-
son 1.
ÍBK — Skalla-
grímur 27—15
Einn besti leikur Borgnesinga
sem enn hafa ekki hlotið stig í 3.
deild, enda nýliðar í handknatt-
leiknum. Staðan í hálfleik var
12—6 fyrir Keflavík og sigurinn
aldrei í neinni hættu.
Mörk ÍBK: Sigurður Björgvins-
son 8, Björgvin Björgvinsson 6,
Snorri Jóhannsson 5, Arinbjörn
Þórhallsson 5 og Grétar Grétars-
son 3.
Flest mörk Skallagríms skoruðu
Sveinbjörn Eyjólfsson 7 og Stefán
Arason 3.
ÍA — Reynir
24—23
Þarna stefndi allt í öruggan sig-
ur Skagamanna en Reynismenn
voru nærri búnir að jafna á loka-
mínútunum. I hálfleik var staðan
12—7, ÍA í vil.
Mörk ÍA: Pétur Ingólfsson 9,
Þorleifur Sigurðsson 4, Hlynur
Sigurbjörnsson 4, Ólafur Jóhann-
esson 4, Kristján Hannibalsson 2
og Þórður Elíasson 1.
Mörk Reynis: Guðmundur Arni
Stefánsson 11, Daníel Einarsson 6,
Heimir Morthens 3, Tryggvi
Sverrisson 2 og Sigurður Guð-
mundsson 1.
Staðan í 3. deild er nú sem
hér segir.
Ármann 10 8 1 1 253—179 17
l'ur Ak. 10 8 1 1 269—216 17
ÍA II 7 1 3 303—227 15
Grótta 9 6 I 2 244—178 13
ÍBK 9 6 0 3 224—165 12
Reynir 9 3 0 6 209—231 6
Selfoss 7 2 0 5 121 — 160 4
Dalvík 10 2 0 8 226—265 4
Ögri 10 2 0 8 181—287 4
Skallagr. 7 0 0 7 100—222 0
I>R.
Frestað hjá Lokeren
og Anderlecht
VEGNA veðurs var mörgum
leikjum frestað í belgísku
deildarkeppninni í knatt-
spyrnu. Þar á meðal má geta
leikja Anderlecht og Lokeren,
sem íslendingarnir Pétur Pét-
ursson og Arnór Guðjohnsen
leika með. En úrslit í þeim
leikjum sem fram fóru urðu
sem hér segir:
Mechelen — Courtrai 3-1
Standard — Winterslag 2-1
Gent — FC Brugge 2-1
Waregem — Lierse 3-2
CS Brugge — Tongeren 4-0
Molenbeeck — FC Liege 4-0
Staðan er nú þannig:
Anderlecht 17 11 3 3 31-18 25
Gent 18 10 5 3 28-14 25
Standard 17 9 5 3 26-16 23
Courtrai 18 10 2 6 27-24 22
Antwerpen 17 9 4 4 26-13 22
Lierse 18 9 4 5 26-23 22
Lokeren 17 7 5 3 21-17 19
Beveren 17 6 7 4 19-14 19
Molenbeek 18 8 2 8 27-25 18
Waregem 17 6 5 6 21-18 17
Beringen 17 6 4 7 19-23 16
Waterschei 17 5 5 7 20-30 15
Tongeren 18 5 5 8 22-31 15
FC Liege 18 5 4 9 21-28 14
CS Brugge 17 5 3 9 27-31 18
Winterslag 16 3 4 9 11-26 10
FC Brugge 17 3 3 11 21-31 9
Mechelen 18 2 4 12 16-27 8
Fyrsta íslandsmótið í Karate:
SKF sigraði með yfirburóum
enda elsta félagið í íþróttinni
Margt bendir nú til þess, að kar
ate-íþróttinni vaxi ört fylgi hérlend-
is. Má sem dæmi nefna fjölgun
karate-félaga og stofnun Shotokan
Karatesambands íslands. Tveir
karate-stílar eru iðkaðir hérlendis;
það eru Shotokan- og Gojuryu-stíll. I
SKSI eru aðeins þau félög sem iðka
Shotokan-stílinn og eru þau þrjú:
Shotokan Karatefélagið (í Reykja-
vík), Karatefélag Selfoss og Karate-
deild Gerplu (í Kópavogi).
Sunnudaginn 3. janúar ’82 stóð
SKSI fyrir Islandsmóti í Shotok-
an-karate, hið fyrsta sinnar teg-
undar. Keppendur voru um 60 frá
öllum aðildarfélögum sambands-
ins. Heildarstigakeppnina vann
SKF með miklum yfirburðum,
enda er það elsta félagið í sam-
bandinu en hin tvö eru mun yngri
og eiga því eflaust eftir að verða
harðir keppinautar í framtíðinni.
Eitt af keppnisatriðunum var
KATA, það er fastmótað kerfi sem
samanstendur af grundvallaræf-
ingum í ákveðinni röð, hæði blokk
og árásar. Einnig tilheyra þeim
um leið hreyfingar fram, aftur og
til hliðar. Um 50 tegundir eru til
af KATA og eru þær til að efla
kraft, hraða, halda jafnvægi,
réttri öndun o.fl.
Annað keppnisatriði var hóp-
kata, þá gera þrir saman sömu
kötuna og er það mun erfiðara, því
miklu máli skiptir, að keppend-
urnir þrír séu algjörlega samtaka.
Þriðja atriðið er KUMITE,
frjáls bardagi, þar sem 2 berjast á
móti hvor öðrum. Það sem mestu
máli skiptir er gott jafnvægi, fullt
vald á hreyfingum, kiai (öskur) og
högg þurfa að vera í vissri fjar-
lægð frá andstæðingi. Þau mega
þó snerta hann án þess að hann
meiðist. Hægt er að fá fullt stig,
Ippon, eða hálft stig, Waza-ari,
fyrir högg, spark eða annað. Þetta
var tveggja Ippona-keppni, þannig
að tvö Ippon þurfti að fá til að
vinna andstæðinginn. Ef hvorugur
hafði unnið eftir 2 mín., vann sá er
hærri var á stigum.
Úrslitin voru sem hér segir:
Kata unglinga: Stig
1. Árni (ií. Vigfússon 7 kyu, SKF, 11,5
2. Omar Tryggvason 8 kyu, SKF, 11
3. Ilreiðar Ounnlaugsson B kyu, SKF, 10,5
4. Konráð Sigurðsson 7 kyu, SKF, 10,5
5. ívar Ottarsson 8 kyu, KIK>, 10,5
Kata kvenna: Stig
1. Iljördís llarðardóttir 5 kyu, SKF, 11,5
2. Sandra (írétarsdóttir 6 kyu, SKF, 9,5
3. Margrét Thorsteinsdóttir 9 kyu, SKF, 9,5
4. (íuðný Atladóttir 9 kyu, KIK>, 9,5
5. Elín Eva (írímsdóttir 6 kyu, SKF, 9
Margrét Thorsteinsdóttir vakti
athygli með því að komast í 3. sæti
í kata kvenna, þó byrjandi sé, og
lofar það góðu.
Kata karla Stig
1. Karl (>auti Hjaltas. 1 kyu, SKF, 15,5
2. Karl Sigurjónsson 1 kyu, SKF, 14
3. Imrður Antonsson 3 kyu, SKF, 13
4. (>uðjón B. Ounnarsson 6 kyu, KFS, 11,5
5. Klís Kjartansson fi kyu, KFS, 11,5
Hópkata
1. Karl Sijpirjónsson 1 kyu
Karl Oauti Hjaltas. I kyu, SKF, 15
l*órður Antonsson 3 kyu
2. Ævar l>orsteinsson 8 kyu
(>uðm. Ilalldórss. 9 kyu, KDO, 11,5
lllfar Si^urðsson 8 kyu
3. V ignir (íuðjónsson 3 kyu
(■ ísli Klemenzs. 1 kyu, SKF, 11,5
Sveinn Grímsson
Strákarnir úr Gerplu stóðu sig
frábærlega og mátti halda, að þeir
hefðu ekki gert annað um ævina
en æfa kötu saman. Þeir áttu svo
sannarlega 2. sæti skilið og komu
þar mjög á óvart.
Kumite
5.1. Karl Cauli lljalla»on I kvu, SKK
2. Karl Sigurjón.KNon I kyu, SKF
3. I'óróiir AnJonsson 3 kyu, SKF
4. Císli Klemen/.son 1 kyu, SKF
5.-6. Vignir (Juójónsson 3 kyu, SKF
5.-6. Víkiniíur SigurdsNon 7 kyu, SKF
Keppendur í kumite voru 17 og
tókst þeim með ágætum að spenna
áhorfendur með viðureignum sín-
um. Sérstök var þó viðureign
Þórðar Antonssonar og Sigurðar
Sverrissonar, þar mátti sjá mörg
góð karate-brögð hjá báðum, þó
sérstaklega hjá Þórði sem vann
viðureignina.
í fyrsta sinn keppti nú kona í
frjálsum bardaga og var það
Margrét Thorsteinsdóttir. Hún
stóð sig vel og komst í átta manna
úrslitin. Þetta sýnir að konur eru
ekki síðri en karlar í karate.
Að lokum skal minnst á dómar-
ana. 4 þeirra voru úr Karatefélagi
Reykjavíkur þar sem æft er Goj-
uryu og aðaldómari var Ólafur
Wallvik, er æfir Shotokan í Nor-
egi. Þeir eru aliir 1. dan. Án þeirra
hefði þetta mót ekki verið fram-
kvæmanlegt
Jónas Jóhannesson UMFN átti góðan leik
vörninni. Hér sést hann stöðva
eitt skotið.
Stefnir í mikið einvígi
- eftir sigur UMFN gegn Fram f úrvalsdeildinni
UMFN SIGRAÐI Fram 91—84 í úr
valsdeild íslandsmótsins í körfu-
knattleik á sunnudagskvöldið og
hafa bæði liðin því tapað 4 stigum.
Er spennan að verða mikil og leikur
liðanna á sunnudaginn var æsi-
spennandi og stórvel leikinn lang-
tímum saman, sérstaklega í fyrri
hálfleik, er hittni leikmanna var
með ólíkindum góð og hraði og
keyrsla geysileg. Staðan í hálfleik
var 48—46 fyrir Njarðvík.
Það voru miklar sveiflur í leik
þessum og getum við tekið sem
dæmi tölur sem sáust framan af
fyrri hálfleik. Þá stóð til dæmis
um tíma 11—10 fyrir Fram, þá
18—17 fyrir Njarðvík nokkru síð-
ar og loks 29—26 fyrir Fram. Upp
úr því náði Fram um tíma 8 stiga
forystu, 36—28, en Njarðvík sax-
aði jafnt og þétt á forskotið, þann-
ig var staðan orðin jöfn rétt fyrir
leikhlé, 44—44 og UMFN náði síð-
an forystu áður en blásið var til
hvíldar.
Fram náði aftur naumri forystu
í upphafi síðari hálfleiks, en mjög
fljótlega fékk Björn Magnússon
sína fimmtu villu, strangur dóm-
ur, og varð að hverfa af leikvelli.
Fór þá að halla undan fæti hjá
Fram, því þó Björn hafi ekki skor-
að mikið, þá var hann klettur í
vörninni hjá Fram og mátti liðið
ekki við því að missa hann. UMFN
náði sem sagt betri tökum á leikn-
um og þegar síðari hálfleikur var
hálfnaður náði liðið forystu og
hélt henni til leiksloka. Var for-
ystan þetta 2—7 stig og því mikil
spenna lokamínúturnar. Framar-
arnir voru sjálfum sér verstir þær
mínútur, nýttu illa færi og klúðr-
uðu knettinum nokkrum sinnum
með óðagoti miklu þegar hyggi-
legra hefði verið að fara sér ró-
lega. Einn var sá þáttur annar
sem varð Fram að falli og það var
nýting vítaskota, en í þeim efnum
voru Framararnir afar lélegir að
þessu sinni.
Lið Njarðvíkur var vel að sigr-
inum komið, sýndi það á loka-
sprettinum, að betra liðið að þessu
sinni sigraði. Leikmenn liðsins
héldu höfði þegar spennan var
mikil, á sama tíma og allt fór í
Körtuknattlelkur
-
handaskolum hjá mótherjanum.
Þrír leikmenn ÚMFN báru mjög
af og tveir þeirra skoruðu bróður-
partinn af stigum liðsins. Voru
það þeir Danny Shouse, sem gerði
stórkostlega hluti í sókninni og
barðist vel í vörninni, og Valur
Ingimundarson, sem fór á kostum
bæði í sókn og vörn. Þriðji aðilinn
var Jónas Jóhannesson. Hann
skoraði ekki mikið, en var kjöl-
festa í vörninni og bar þar af fé-
lögum sínum. Gamla kempan
Gunnar Þorvarðarson lék ekki
mikið með að þessu sinni, en stóð
fyrir sínu meðan hans naut við. Þá
komust aðrir leikmenn vel frá
hlutverkum sínum, Sturla Örlygs-
son, Jón Viðar Matthíasson og
fleiri.
Fram lék þarna án Guðsteins
Ingimarssonar, sem er erlendis
sem stendur. Stöðu hans tók Viðar
Þorkelsson og lék hann afar vel
framan af leiknum, en virtist
þreytast er leið á leikinn. Bestir
hjá Fram voru hins vegar Val
Bracey og Símon Ólafsson. Helst
má þó finna að Bracey, að hann
reyndi alls kyns ævintýrasend-
ingar þegar varla átti við, þ.e.a.s.
þegar mikilvægara hefði verið að
Ieika af öryggi. Fóru nokkrar
sóknarlotur Fram í vaskinn af
þessum sökum á mikilvægum
augnablikum. En lengst af gerði
Bracey þó stórkostlega hluti og
gaf Danny Shouse lítið eftir. Auk
fyrrnefndra þriggja leikmanna
Fram, átti Þorvaldur Geirsson
umfn 84:91
góða spretti og Björn Magnússon
var klettur í vörninni meðan hans
naut við.
I stuttu máli:
Úrvalsdeildin í körfuknattleik.
Fram — UMFN: 84 -91 (46—48).
Dómarar: Gunnar Guðmundsson g
Sigurður Valur.
Stig Fram: Val Bracey 32, Sím-
on Ólafsson 23, Þorvaldur Geirs-
son 12, Þórir Einarsson 7, Viðar
Þorkelsson 6 og Björn Magnússon
4.
Stig UMFN: Danny Shouse 43,
Valur Ingimundarson 25, Jónas
Jóhannesson 8, Gunnar Þorvarð-
arson 4, Júlíus Valgeirsson, Jón
Viðar Matthíasson og Ingimar
Jónsson 2 stig hver.
- 88-
STAÐAN í úrvalsdeildinni
eftir leiki helgarinnar er sem
hér segir:
Valur — ÍR 95 — 79
Fram — UMFN 84 — 91
Njarðvík 11 9 2 917—825 18
Fram 11 8 3 915—844 16
Valur 9 5 4 708—687 10
KR 10 4 6 737—774 8
ÍR 11 3 8 837—922 6
ÍS 9 1 8 699—777 2
Firmakeppni KKI
- fyrir hópa áhugamanna
um körfuknattleik
Körfuknattleikssambandið hefur
ákveðið að efna til sinnar árlegu
keppni „áhugamanna" í körfu-
knattleik með svipuðu sniði og í
fyrra.
Keppnin nefnist „Firma-
keppni KKÍ“ og keppt er um meist-
aratitil. Rétt til þátttöku eiga allir
hópar áhugamanna. Gjaldgengir til
þátttöku eru allir þeir sem ekki
leika með meistaraflokkum úrvals-
deildarfélaganna og 1. deildar félag-
anna.
Keppt verður í riðlum og úr-
slitakeppni verður síðan í mars.
Leikreglur hafa verið einfaldað-
ar sérstaklega fyrir keppnina. T.d.
má leika í flestum íþróttasölum,
klukkan er ekki stöðvuð og víta-
skotum er sleppt. Leiktími hefur
einnig verið styttur svo að hver
leikur tekur 45 mínútur.
J
Léttur sigur Vals
gegn ÍR-ingum
Valsmenn sigruðu ÍR mjög örugglega í úrvalsdeildinni í körfuknattleik
síðasta sunnudag í fþróttahúsi Hagaskóla. Valsmenn skoruðu 95 stig gegn 79
stigum ÍR. Allan leikinn hafði lið Vals forystu i leiknum og lék betur. Lið ÍR
er ungt að árum og í þessum leik tefldu ÍR-ingar fram limm leikmönnum
sem leika í 2. aldursflokki. En Valsmenn léku heldur alls ekki alltaf með
sína sterkustu menn. Lengst af sátu landsliðsmenn Vals á bekknum og aðrir
leikmenn fengu að spreyta sig.
-» 95-79
Valsmenn náðu strax forystunni
i leiknum og komust í 5—0 og
11—4. Um miðjan fyrri hálfleik-
inn var staðan 23—15 VAL í hag.
Og hálfleikstölurnar voru 53—38.
Sama einstefnan var í síðari hálf-
leik. Eiginlega var það aðeins
spurning hvort Valsmönnum tæk-
ist að skora 100 stig í leiknum.
Nokkur hraði var í leiknum og oft
sáust lagleg tilþrif hjá sumum
leikmönnum.
Bestu menn í liði Vals voru
Torfi Magnússon, sem er í mjög
góðri æfingu um þessar mundir og
leikur vel. Þá lék Jón Steingríms-
son mjög vel og er greinilega að ná
aftur sinni fyrrri getu. Lið Vals á
nú möguleika að vera með í bar-
áttunni um toppinn í deildinni.
Spurningin er aðeins hvernig
kemur liðinu til með að ganga í
leikjum sínum gegn Fram og
UMFN.
Lið ÍR er ungt og á framtíðina
fyrir sér. Hjörtur Oddsson var_
besti maður liðsins að þessi sinni,
mjög efnilegur leikmaður. Þá
sýndi Kristinn Jörundsson að
lengi lifir í gömlum glæðum. Á
skömmum tíma í síðari hálfleikn-
um skoraði Kristinn 15 stig. Vel af
sér vikið. Jón bróðir hans var líka
drjúgur við að skora. Þá átti Bene-
dikt Ingþórsson góðan leik.
Bob STanley fékk fjórar villur
strax í fyrri hálfleiknum og átti
því nokkuð í vök að verjast í síðari
hálfleik.
Stig Vals:
Ramsey 19, Jón Steingrímsson 17,
Ríkharður Hrafnkelsson 16, Torfi
Magnússon 13, Gylfi Þorkelsson
12, Leifur Gústafsson 8, Kristján
Ágústsson 6, Guðbrandur Lárus-
son 4.
Stig ÍR:
Bob Stanley 20, Hjörtur Oddsson
16, Kristinn Jörundsson 15, Jón
Jörundsson 11, Benedikt Ingþórs-
son 10, Ragnar Torfason 5, Sigmar
Þröstur og Helgi Magnússon 2 stig
hvor.
Jón Steingrímsson og Leifur Gúst-
afsson Val. Jón átti mjög góðan leik
gegn ÍR og er í stöðugri framför. En
Leifur er einn af yngri og efnilegri
körfuknattleiksmönnum V’als.
Stórsigur Grindvíkinga
LAUGARDAGINN 9. janúar fór
fram í Borgarnesi leikur UMFS og
UMFG í fyrstu deild íslandsmótsins
í körfuknattleik. Grindvíkingar
komu, sá og rótburstuðu fremur
slakt lið Borgnesinga með 96 stigum
gegn 70 og hefði sá sigur auðveld-
lega orðið stærri.
Borgnesingar skoruðu fyrstu körf-
una og var það í eina skiptið sem
þeir höfðu forystu í leiknum. Eftir
það höfðu Grindvíkingar leikinn í
höndum sér og juku forystu sína
jafnt og þétt. Mestur varð munurinn
í fyrri hálfleik, 16 stig, en í hálfleik
var staðan 44 stig gegn 31 fyrir
Grindvíkinga.
Seinni hálfleikur hófst eins og
sá fyrri, Borgnesingar skoruðu
fyrstu körfuna en síðan héldu
komumenn áfram að auka forskot
sitt. Mestur varð munurinn 28 stig
fyrir UMFG.
Leikmenn UMFG léku allir
mjög vel, kerfisbundinn og agaðan
körfuknattleik, nokkuð sem þeir
hafa ekki gert mikið af í vetur.
Lið ÍR:
Jón Jörundsson 6
Hjörtur Oddsson 7
Benedikt Ingþórsson 6
Ragnar Torfason 5
Kristinn Jörundsson 7
Sigmar Þröstur 4
Helgi Magnússon 4
Lið Vals:
Torfi Magnússon 8
Jón Steingrímsson 8
Ríkharður llrafnkelsson 8
Kristján Ágústsson 6
Leifur Gústafsson 4
Valdimar Guðlaugsson 4
Guðbrandur Lárusson 5
Gylfi Þorkelsson 6
SS 96:70
Þeirra besti maður var Mark
Holmes sem án efa var besti mað-
ur vallarins og hafði hann skorað
43 stig áður en flautað var til
leiksloka auk þess sem hann hirti
fjölda frákasta. Hreinn Þorkels-
son var einnig mjög góður, tók
mörg fráköst og skoraði 23 stig.
Hjá Borgnesingum bar enginn
af öðrum. Þó var Bragi Jónsson
einna bestur en hann hefur oftast
leikið mun betur en í þessum leik.
Annars vakti það sérstaka athygli
hvað Grindvíkingum tókst vel að
taka bandaríska leikmanninn Carl
Pearson úr umferð. Hann sást
varla í leiknum og skoraði aðeins
12 stig, þar af 4 úr vítum.
Stigahæstu menn:
UMFS stig
Guðmundur Guðmundsson 14
Bragi Jónsson 13
Carl Pearson 12
Lið Fram:
Þorvaldur Geirsson 7
Björn Magnússon 6
Símon Olafsson 7
Viðar Þorkelsson 7
Þórir Einarsson 6
Lið UMFN:
Júlíus Valgeirsson 5
Jónas Jóhannesson 8
Valur Ingimundarson 8
Gunnar Þorvarðarson 5
Jón Viðar Matthíasson 6
Sturla Örlygsson 6
Ingimar Jónsson 5
UMFG stig
Mark Holmes 43
Hreinn Þorkelsson 23
Ingvar Jóhannsson 10
Dómarar voru þeir Davíð
Sveinsson og Kristinn Albertsson
og skiluðu þeir sínum hlutverkum
vel. — GÞÖ.
Körfuknattlelkur
________________________
Þróttur
Aðalfundur knattspyrnufélagsins
Þróttar verður haldinn sunnudaginn
17. janúar kl. 14.00 í Þróttheimum
við Sæviðarsund.
Stjórnin.
Knattspyrna)
Manchester United og
enski landsliðsmaðurinn
; kunni, Steve Coppell, hafa
| náð samningum á nýjan leik
og fyrir skömmu undirritaði
; leikmaðurinn nýjan 5 ára
samning við Manchester-lið-
ið. Coppell hefur verið óhepp-
inn í vetur, hann byrjaði afar
; vel, en meiddist illa í lands-
leik Englands og Ungverja-
lands. Þegar hann var að
verða góður af þeim meiðsl-
i um og byrjaður að æfa á ný,
meiddist hann á ökkla.
Stöðugleikinn fór allur úr
leik United við að missa
Coppell, en hann mun nú
vera á örum batavegi.
i Knattspyrna
Elnkunnagjöfin