Morgunblaðið - 12.01.1982, Page 24
28
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Bjóða fram gegn
stjórn Einingar
UM IIELGINA ákváðu Gudmundur Sæmundsson og félagar á Akureyri að
bjóða fram gegn lista stjórnar Verkalýðsfélagsins Kiningar á Akureyri, en
stjórnarkosningar verða í félaginu um næstu mánaðamót. Guðmundur Sæ-
mundsson er formannsefni listans og sagðist hann í gær reikna með hörðum
slag og þá sérstaklega ef menn létu af ómálefnalegum deilum, eins og hann
orðaði það.
Varaformannsefni er Erna
Magnúsdóttir, starfsmaður Út-
gerðarfélags Akureyrar, ritara-
efni er Helgi Haraldsson, Slipp-
stöðinni, Snæborg Stefánsdóttir,
K.Jónsson og co., er boðin fram
sem gjaldkeri, og Hulda Gísla-
dóttir, Fjórðungssjúkrahúsinu,
sem meðstjórnandi. Guðmundar-
menn styðja frambjóðendur fé-
lagsdeildanna á Dalvík og Olafs-
firði og sömuleiðis óbreytt trúnað-
armannaráð. „Við höfum alls enga
ástæðu til að bjóða fram gegn
þessu fólki, en viljum hins vegar
nýja stjórn, óháða stjórnmála-
flokkum," sagði Guðmundur Sæ-
mundsson.
Formaður Einingar er Jón
Helgason, en listi stjórnar var
ekki tilbúinn í gær.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á ísafirði:
Lýsir vanþóknun sinni
á róðrum í verkfallinu
EI'TIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt á félagsfundi í Skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Bylgjunni, sem
haldinn var á Isafirði 10. janúar
1982 og harst Morgunhlaðinu:
„Fundurinn vill lýsa vanþóknun
sinni á róðrum þeim, sem átt hafa
sér stað á meðan vinnustöðvun
stéttarfélaga sjómanna hefur
staðið yfir. Ekki sízt, þar sem
komið hefur í fjölmiðlum, að þeir
sjómenn sem róið hafa ætli sér að
fá greitt fyrir aflann á því verði,
scm kann að fást vegna aðgerða
sjómanna.
Jafnframt vill fundurinn mót-
mæla aðferðum fjölmiðla við að
bera saman tekjur fólks. Telur
fundurinn, að samanburður á
árstekjum hlutahæstu togaraskip-
stjóra og tímakaupa verkakvenna
í fiskiðnaði sé út í hött, og þjóni
þeim tilgangi einum, að slá ryki í
augu almennings. Vill fundurinn
hér með beina því til fjölmiðla, að
þeir vandi betur til, næst þegar
þeir ætla að veita almenningi upp-
lýsingar um launahlutföll í land-
inu.“
l'essar myndir voru teknar þegar Olafur Mixa, formaður Rauða kross
íslands, sæmdi Sigríðf Thoroddsen (efri myndin) og Ragnheiði Guð-
mundsdóttur silfurmerki Rauða krossins. Á neðri myndinni er einnig
Unnur Sch. Thorsteinsson, formaður Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar
RKÍ.
Kvennadeild RKÍ:
Tvær konur heiðraðar
í DKSEMBKRMÁNUÐI síðastliðnum var haldið hátíðlegt 15 ára afmæli
Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands. Við það tæki-
færi voru heiðraðar tvær konur, frú Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir
og frú Sigríður Thoroddsen.
Fyrirlestur um stærð
og kynþroskaaldur laxa
l'RIDJUDAGINN 12. janúar nk.
hcldur Árni ísaksson erindi á vegum
Líffræðifélags íslands sem hann
nefnir „Nokkrir þættir sem áhrif
hafa á stærð og kynþroskaaldur laxa
í hafbeitartilraunum“.
Tveir seldu
ytra í gær
TVEIR íslenzkir togarar seldu afla
erlendis í gær. Guðsteinn GK seldi
116,5 tonn í Hull fyrir 973.400 krón-
ur og var meðalverð á kíló kr. 8,35.
Már frá Ólafsvík seldi hluta af
sínum afla í Cuxhaven í gærmorg-
un eða 78,2 tonn fyrir 692.600
krónur og er meðalverð á kíló kr.
9,85. Már átti að ljúka við löndun í
morgun.
Þá á togarinn Ársæll Sigurðs-
son frá Hafnarfirði að selja í
Grimsb.v í dag.
Alkunna er að lax á norðan-
verðu landinu verður mun seinna
kynþroska en lax á Suður- og
Vesturlandi, og er mikið um það
rætt hvað valdi. I erindi sínu mun
Árni ræða niðurstöður er varpa
ljósi á þetta atriði, sem fengist
hafa í hafbeitartilraunum á und-
anförnum árum.
Erindið verður haldið í stofu 101
i Lögbergi og hefst kl. 20.30. Öllum
er heimill aðgangur.
Hafnarfjördur:
I frétt frá RKÍ segir:
„Ragnheiður Guðmundsdóttir
átti hugmyndina að stofnun
sjálfboðadeildar (kvennadeildar)
innan Reykjavíkurdeildar RKÍ,
en hún hafði kynnst slíku fyrir-
komulagi á Englandi og víðar
erlendis. Undir forystu Ragn-
heiðar stofnuðu 150 konur
kvennadeildina en á vegum
hennar hefur farið fram víðtæk-
asta og þróttmesta sjálfboða-
starf sem unnið hefur verið inn-
an Rauða kross íslands. Ragn-
heiður Guðmundsdóttir hefur
einnig átt frumkvæði á öðrum
sviðum í Rauða kross-starfi. Má
þar nefna þjónustu við aldraða
(heimsendingu máltíða og heim-
sóknarþjónustu). Einnig hefur
hún sýnt menntun heilbrigðis-
stétta mikinn áhuga og kom
fyrst fram með hugmyndina um
sjúkraliðanám hér á landi.
Ragnheiður var í stjórn
Reykjavíkurdeildar í 20 ár, þar
af formaður í 8 ár og um árabil
átti hún sæti í stjórn Rauða
kross íslands.
Sigríður Thoroddsen var einn
af brautryðjendum um skipulagt
sjálfboðastarf innan Rauða
krossins. Hún átti drjúgan þátt í
stofnun Kvennadeildar, sem
fyrsti formaður deildarinnar.
Hún hefur ætíð síðan unnið ötul-
lega að vexti deildarinnar og var
í stjórn hennar allt fram til árs-
ins 1979.
Sigríður átti einnig sæti í
stjórn Reykjavíkurdeildarinnar
um langt árabil."
Lögreglan tók 90 unglinga
í „kælingu“ á þrettándanum
TIL talsverðra
meðal unglinga i
óláta kom
Hafnarfírði
Austurbæjarbíó:
Næst síðasta mynd McQueen
AUSTURBÆJARBÍÓ hefur tekið til sýninga handarísku kvikmyndina „Tom
Horn“, með Steve McQueen heitinn í aðalhlutverki, en þetta var næst síðasta
myndin sem hann lék í. Myndin er hyggð á sönnum athurðum, sjálfsævisögu
söguhetjunnar.
Tom Horn ólst upp vestarlega í
Bandaríkjunum áður en löggæslu
gætti þar að ráði. Hann gerðist
leiðsögumaður riddarasveita sem
áttu í höggi við indíána og síðar
handsamaði hann foringja hinna
síðarnefndu, Geronimo, og hlaut
mikla frægð fyrir. Síðar barðist
hann með Roosevelt, síðar forseta,
í spænsk-ameríska stríðinu á
Kúbu.
Upp úr aldamótum lá leið Toms
til Wyoming, þar sem nautgripa-
bændur réðu hann til að stökkva
nautgripaþjófum á brott og er
skemmst frá að segja, að hann
gengur vasklega fram í þessu starfi
sem öðrum. Tom kynnist á þessum
slóðum kennslukonunni Glendolene
Kimmel all náið, en brátt þykir
bændunum nóg um hörku og mis-
kunnarleysi Toms og Glendolene
ofbýður einnig hirðuleysi hans
gagnvart mannslífum og kveðst
ekki vilja binda trúss sitt við slíkan
mann.
Tom er skömmu síðar handtek-
inn og sakaður um að hafa skotið
son fjárbónda nokkurs úr launsátri
og þegar hann kemur fyrir rétt,
segir hann að honum sé sama hvað
um sig verði. Er hann loks dæmdur
til hengingar, saklaus að sumra
dómi.
Leikstjóri myndarinnar er Willi-
am Wiard, en framleiðandi Fred
Weintraub. Með hlutverk Glendol-
ene fer Linda Evans.
síóastlióió miðvikudags-
kvöld, á þrettándanum, og
þurfti lögreglan á stadnum
ad taka 90 unglinga í kæl-
ingu til aA skakka leikinn.
Að sögn lögreglunnar í Hafnar-
firði var kominn órói í unglingana,
sem söfnuðust saman vestast á
Strandgötu og Reykjavíkurvegi,
litlu áður en kvikmyndasýningar
hófust, en síðan var rólegt þar til
þeim lauk um klukkan 23 um
kvöldið. Þá safnaðist mikill hópur
unglinga saman að nýju á áður-
nefndum götum. Nokkuð varð þá
um ólæti og sprengingar og rúða
brotnaði í Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar. Unglingarnir sinntu ekki til-
mælum lögreglunnar um að yfir-
gefa staðinn og því voru 90 þeirra
teknir i kælingu á lögreglustöð-
inni og þess síðan óskað að for-
eldrar og forráðamenn sæktu börn
sín á lögreglustöðina. Ólátunum
lauk um klukkan eitt eftir mið-
nætti og gekk lögreglunni vel að
kæla unglingana niður, engin
meiðsli urðu og lítið var um það að
unglingarnir væru ölvaðir.
Sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki:
Fundur um skipan framboðsmála
Saudárkróki, II. januar.
ÞRIÐJUDAG 12. janúar halda
sjálfstæðisfélögin á Sauðárkróki
sameiginlegan fund í Sæborg
þar sem m.a. verður fjallað um
með hvaða hætti frambjóðendur
flokksins verða valdir við bæjar-
stjórnarkosningarnar í vor,
hvort efnt verður til prófkjörs
eða annar háttur á hafður.
Þennan fund var fyrirhugað að
halda nk. miðvikudag, en eins og
áður segir verður hann í kvöld,
þriðjudag. Kári.
Reykjavík:
Sýningum hætt
á Útlaganum
NÚ ER lokið almennum sýningum á
íslensku stórmyndinni Utlaganum.
Myndin verður þó sýnd áfram á
7-sýningum í Austurbæjarbíói næstu
daga, þar sem nokkur brögð eru að
því að fólk, sem hefur dregið fram á
síðustu stundu að sjá myndina, hafi
haft samband við ísfilm og beðið um
að Útlaginn yrði sýndur nokkra daga
til viðbótar.
Utlaginn var frumsýndur í
októberlok og hefur því gengið í
Reykjavík í tvo og hálfan mánuð.
Það sérkennilega gerðist að að-
sóknin tók geysimikinn kipp undir
lokin, svo að sýna varð Útlagann
nokkuð lengur en upprunalega var
gert ráð fyrir. En eins og fyrr er
sagt er sýningum í Reykjavík nú
lokið, burtséð frá 7-sýningunum,
þó myndin haldi áfram för sinni
um landið utan höfuðborgarinnar.
(KréUalilkynning frá fsfilm.)
Fé úr Skaga-
firði finnst
í Þjórsárdal
(■eldingaholti, II. janúar.
ALLT frá því að aðalfjárleitum lauk í
haust hafa verið að finnast kindur í
skógræktargirðingu í Þjórsárdal, að-
allega vestan Sandár í landi Ásólfs-
staða og Skriðufells.
Hafa menn héðan úr Gnúpverja-
hreppi farið þessar ferðir og oftast
fundið kindur, mest sextán í ferð.
Sl. laugardag, 9. janúar, fóru sex
menn í enn eina leit, því grunur lék
á, að ennþá væru kindur á þessum
slóðum. Leituðu þeir nú stærra
svæði en áður, inn á afrétt Flóa- og
Skeiðamanna og í Fossárdal. Ekk-
ert fundu leitarmenn á afréttinum,
en í skógræktargirðingunni í landi
Skriðufells, fundu þeir átta kindur,
og það sem merkilegra er, þrjár af
þeim voru norðan úr Skagafirði,
grá ær með tveimur gráum lömb-
um, hrút og gimbur.
Samkvæmt markaskrá er eig-
andi kindanna Hreinn Skagfjörð,
Litladal, Lýtingsstaðahreppi. Hvar
og hvenær ærin hefur skokkað með
lömbin sín suður yfir fjöll og heið-
ar er ekki gott að segja, en ekki er
það alveg nýtt fyrirbæri, að fé úr
Skagafirði komi hér. Fyrir nokkr-
um árum kom í fyrstu Skaftúnsrétt
ær með tveimur lömbum frá Ósk-
ari á Brekku í Seiluhreppi og
haustið 1980 fannst ær, einnig frá
Óskari, austan Hofsjökuls, alllangt
innan við Arnarfell.
Kindurnar er nú fundust líta vel
út, enda jörð hér alauð og nógir
hagar. Þá hafði ég af því spurnir í
gær, að nokkrar kindur hefðu fund-
ist í skógræktargirðingunni í
Haukadal í fyrstu viku í janúar.
__________________lón.
Lömb fundust
Myvatnssveil, 11. janúar.
I GÆR var farið að leita kinda á
svokölluðum Norðurfjöllum, á
milli Brekkna fundust þrjú lömb.
Talið er að þau hafi sloppið úr
girðingu hér úr sveitinni í sept-
ember sl. og þrátt fyrir mikla leit
hafa þau ekki fundist fyrr. Þau
litu mjög vel út.
Kristján.
Leiðrétting
SÚ LEIÐA prentvilla slæddist inn
í viðtal við Þorstein Gunnarsson
ieikhússtjóra í tilefni af 85 ára af-
mæli Leikfélags Reykjavíkur í
Mbl. sl. sunnudag, að nafn Guð-
mundar Pálssonar féll niður í
setningu þar sem fjallað var um
forystumenn félagsins á síðustu
árum. Óbrengluð er setningin
svona: „Á undan Jóni var Steindór
Hjörleifsson formaður þess allt
frá árinu 1965 og fram undir lok
síðasta áratugar og Guðmundur
Pálsson var framkvæmdastjóri fé-
lagsins um árabil."
Beðist er velvirðingar á þessum
__miatúkuro.____________