Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982
Minning:
Haraldur Pétursson
fv. safnhúsvörður
Fæddur 15. ágúst 1895
I)áinn 1. janúar 1982
Með Haraldi Péturssyni, sem
andaðist á nýársnótt á 87. aldurs-
ári, er horfinn af sjónarsviðinu
merkilegur fulltrúi íslenzkrar al-
þýðumenningar. Þó að hann yrði
ekki. aðnjótandi neinnar skóla-
göngu í æsku, naut hann mikillar
virðingar lærðra jafnt sem leikra
fvrir margháttuð fræðistörf um
dagana. Hann var óvenjulega
rökvís maður, hinn glöggskyggn-
asti og sjálfstæður í hugsun. Hefði
hann því með fullum rétti getað
tekið undir með hinu stolta al-
þýðuskáidi Níelsi Jónssyni:
Ma'rdargrpinum hvar scm hreyfdi
h« f «'i» a- skrifaA fjölralaus,
aldrei neinurn la röum leyfdi
löcstign yfir mínum haus.
Hinu er ekki að leyna, að sum-
um þótti Haraldur stundum stutt-
ur í spuna, ef þeir knúðu dyra á
fræðahirzlum hans. Að vonum
fannst honum engan veginn
sjálfsagt, að menn gerðu kröfu til
að fá vitneskju um þann fróðleik,
sem hann bjó yfir og hafði dregið
saman úr misjafnlega aðgengi-
iegum heimildum. Sannleikurinn
var þó sá, að hann var hinn greið-
viknasti, ef menn sýndu honum
fulla háttvísi, en þætti honum á
það skorta, var ekki á vísan að róa.
Menn vöruðu sig stundum ekki á
því, að þessi yfirlætislausi og
dagfarsprúði maður var barnslega
viðkvæmur í lund og þoidi engum
ágengni. Hann lét aldrei sæmd
sína fremur en hetjur íslendinga-
sagna.
Haraldur Pétursson fæddist á
Arnarstöðum í Flóa 15. ágúst
1895. Foreldrar hans voru Pétur
Guðmundsson, kennari á Eyrar-
bakka, og Ólöf Jónsdóttir frá Upp-
sölum í Flóa. Fyrstu æviár sín var
hann í fóstri hjá föðurfrændum
sínum og síðan nokkur ár á heim-
ili föður síns og stjúpmóður. En
frá 9 ára aldri ólst Haraldur upp í
Bræðratungu í Biskupstungum.
Þar stýrði þá búi háöldruð kona,
Margrét Halldórsdóttir, með son-
um sínum og stjúpsonum. Ná-
kunnug kona hefur kaliað Bræð-
ratunguheimilið á þeim árum „síð-
asta vígi margra alda lifnaðar-
hátta í Biskupstungum" og segir,
að Haraldur hafi snemma verið
harðduglegur og fylginn sér. Bún-
aðarháttum á þessu forna höfuð-
bóli má vafalaust þakka þá víð-
tæku þekkingu á gömlum venjum
og háttum fyrri tíðar, sem Har-
aldur hafði til að bera. Þar átti
hann góðu atlæti að fagna, enda
mun dvölin í Bræðratungu hafa
orðið honum heilladrjúg og
afdrifarík. Þó að Haraldur bæri
alla tíð ræktarþel til hinna víðátt-
umiklu sunnlenzku byggða, þar
sem ættmenn hans höfðu lifað í
blíðu og stríðu mann fram af
manni, tók hann við enga einstaka
jörð slíku ástfóstri sem Bræðra-
tungu.
Þegar Haraldur hafði aldur til,
var hann við sjóróðra á vetrar-
vertíðum. Að minnsta kosti eitt
sumar lagði hann leið sína til
Austfjarða, eins og títt var um
Sunnlendinga á fyrri hluta þessar-
ar aldar, og stundaði þar róðra.
Einnig var hann um hríð háseti á
erlendu vöruflutningaskipi. Á ár-
unum 1922—1925 var hann bóndi
á jörðunum Borgarholti og
Stekkholti í Biskupstungum. Upp
úr því fluttist hann til Reykjavík-
ur og stundaði þar ýmsa vinnu,
sem til féll. Á þessu skeiði tók
hann virkan þátt í starfsemi
verkalýðshreyfingarinnar og
gegndi trúnaðarstörfum í hennar
þágu, var gjaldkeri Dagsbrúnar í
þrjú ár og ritari fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
um nokkurn tíma. Þá sat hann í
stjórn Vinnumiðlunarskrifstof-
unnar í Reykjavík frá stofnun
hennar 1935, er kreppan svarf sem
fastast að, og til ársins 1951, þar
af formaður fjögur síðustu árin.
Árið 1936 urðu þáttaskil í lífi
Haralds. Það ár gerðist hann hús-
vörður í Safnahúsinu í Reykjavík
og gegndi því starfi til ársloka
1965, er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir sem opinber starfs-
maður. Allt frá æsku mun fræða-
hneigð hafa búið með Haraldi, og
urðu nú hæg heimatökin fyrir
hann að fullnægja þeirri þrá í
tómstundum. Leitaði hann þá
einkum fanga í Þjóðskjalasafni.
Telja má hiklaust, að ásamt þeim
Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjala-
verði og Guðna Jónssyni prófessor
hafi Haraldur með árunum orðið
manna bezt að sér um byggðir og
ættir í Árnessýslu og víðar sunn-
anlands, þó að fátt eitt af þeim
fróðleik liggi eftir hann útgefið
um þau efni.
Jafnframt aðalstarfi og fræði-
störfum gegndi Haraldur á þessu
skeiði ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann sat í niðurjöfnunarnefnd
Reykjavíkur frá 1947—1962 og síð-
ar í framtalsnefnd 1963—1966. Yf-
irskoðunarmaður ríkisreikninga
var hann 1965—1979, í lýðveldis-
kosninganefnd í Reykjavík 1944 og
í undirbúningsnefnd Reykjavíkur-
sýningarinnar 1949.
Eftir að Haraldur lét af starfi í
Safnahúsinu, vann hann um tíma
á Skattstofunni, en þó miklu leng-
ur á vegum Erfðafræðinefndar að
ættfræðistörfum í Þjóðskjala-
safni. Má því segja, að hann yfir-
gæfi aldrei Safnahúsið, meðan
heilsa og kraftar entust, allt fram
eftir árinu 1980.
Allmörg eru þau rit, þar sem
Haraldur lagði til ættfræðilegt
efni. Árið 1961 sendi hann frá sér
ritið Kjósarmenn, sem hefur að
geyma æviskrár bænda í Kjós svo
langt aftur í tímann sem heimildir
hrökkva til. Er þar samankominn
geysimikill fróðleikur um jarðir í
Kjós og ábúendur þeirra. Kvon-
fangs og barna ábúenda er einnig
getið. Ekki leikur á tveim tungum,
að það rit verður alltaf taiið meðal
þess merkasta, sem unnið hefur
verið á sviði héraðssagnaritunar
hér á landi.
í handriti liggur eftir Harald
ritið Ljósmæðratal 1762—1953.
Það rit gaf Haraldur Ljósmæðra-
féiagi Islands, sem kjöri hann
heiðursféiaga sinn 1979. Vinna að
útgáfu þessa rits er nú vel á veg
komin.
Ég kom fyrst til Reykjavíkur
haustið 1936, einmitt sama ár og
Haraldur gerðist húsvörður í
Safnahúsinu. Þangað lagði ég
brátt leið mína og kynntist Har-
aidi þá þegar. Frá haustdögum
1958 hef ég svo verið starfsmaður
í þessu ágæta húsi. Kynni mín af
Haraldi eru því orðin alllöng. Ég
mat hann því meira sem ég kynnt-
ist honum betur og engu minna í
þau fáu skipti, sem þykkjur okkar
fóru ekki saman. Hann var virð-
ingarverður maður í orðsins bók-
staflegu merkingu.
Ég minnist Haralds alveg með
sérstöku þakklæti frá þeim árum,
sem ég vann með Árna Böðvars-
syni að nýrri útgáfu þjóðsagna
Jóns Árnasonar. Haraldur var þá
boðinn og búinn að grípa með mér
í prófarkalestur og samanburð við
handrit á kvöldin milli 8 og 10, en
á þeim árum var lestrarsalur
Landsbókasafnsins opinn þær
stundir. Eins átti hann til, stund-
um óbeðinn, að gauka að mér upp-
lýsingum, sem komu í góðar þarfir
við gerð nafnaskrár. Sú hjálpsemi
var mér ómetanleg.
Hinn 27. júlí 1924 gekk Harald-
ur að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Margréti Þormóðsdóttur,
bónda í Holtakotum í Biskups-
tungum Þormóðssonar, og má þá
segja, að Biskupstungurnar gerðu
ekki endasleppt við gæfu Haralds,
því að Margrét er hin ágætasta
kona. Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, en elzta barn sitt,
dreng, misstu þau, er hann var á
öðru ári. Hin, sem lifa, eru þessi:
Pétur Haraldsson, kaupmaður í
Reykjavík, kvæntur Halldóru
Hermannsdóttur.
Guðbjörg Haraldsdóttir Bay,
búsett í Danmörku, gift dönskum
manni, Axel Bay, prentmynda-
smið.
Þormóður Haraldsson, starfs-
maður á Álafossi. Sambýliskona
hans er Ágústa Jónsdóttir.
Slíks manns sem Haralds er
gott að minnast. Konu hans, börn-
um þeirra, barnabörnum og öðru
venzlafólki votta ég innilegustu
samúð mína og sendi þeim þakk-
lætiskveðju frá Þjóðskjalasafni
Islands, sem Haraldur helgaði
krafta sína um langt skeið og tók
svo miklu ástfóstri við.
Bjami Vilhjálmsson
Á nýársnótt, undir miklum
stjörnum, lést á sjúkradeild
Hrafnistu í Reykjavík, Haraldur
Pétursson fv. safnahúsvörður og
fræðimaður.
Haraldur (Axel) Pétursson
fæddist að Arnarstöðum í Hraun-
gerðishreppi 15. ágúst árið 1895 og
voru foreldrar hans Pétur Guð-
mundsson, skólastjóri á Eyrar-
bakka (1858—1922) og Ólöf Jóns-
dóttir (1868-1942).
Pétur Guðmundsson var sonur
Guðmundar Sigurðssonr á Vota-
mýri á Skeiðum og konu hans,
Petronellu Guðnadóttur, Guð-
mundssonar, hreppsstjóra í
Guðnabæ í Selvogi.
Pétur varð gagnfræðingur úr
Möðruvallaskóla árið 1886, en var
lengstum barnakennari á Eyrar-
bakka. Hann var kunnur maður á
sinni tíð, bæði fyrir kennslustörf
og eins fyrir þjóðmálaáhuga og
bindindisstarfssemi. Ritaði hann
allmikið um áhugamál sín í blöð.
Móðir Haraldar, Ólöf Jónsdótt-
ir, var frá Uppsölum í Flóa. Dóttir
Jóns bónda þar, Guðmundssonar,
bónda í Þorleifskoti, Hallssonar.
Þau Pétur Guðmundsson og
Ólöf, foreldrar Haraldar giftust
ekki, og fór Haraldur ungur til
Eyrarbakka til föðurs síns, eftir
að hann hafði kvænst þar og
stofnað heimili árið 1898. Var
hann þar hjá föður sínum og konu
hans, Elísabetu Jónsdóttur Þórð-
arsonar, alþingismanns að Ey-
vindarmúla í Fljótshlíð. En áður
hafði Haraldur alist upp hjá
frændfólki sínu þar eystra.
Dvaldist Haraldur á Eyrar-
bakka, í Pétursbænum, þar til
hann var á tíunda ári, en þá fór
hann að Bræðratungu í Biskups-
tungum og ólst hann þar upp til
fullorðinsára. Þau Pétur skóla-
stjóri og Elísabet kona hans eign-
uðust 11 börn og mun ómegðin á
heimilinu meðal annars hafa vald-
ið því, hversu ungur Haraldur fór
í vist, en það var ekki óalgengt á
þeim árum. Viðskila við Pét-
ursbæinn, stjúpu sína, föður og
systkini varð Haraldur hinsvegar
aldrei, og var mér sagt að sérstök
hátíð hafi verið á. Þeim bæ þegar
að Haraldar var von úr sveitinni
og héldust þeir kærleikar allt lífið.
Hálfsystkini Haraldar Péturs-
sonar voru, talin í aldursröð: Jón
Axel Pétursson, bankastjóri
(1898—1980) kvæntur Ástríði Ein-
arsdóttur, er lifir mann sinn.
Steinunn Pétursdóttir
(1901-1911).
Nelly Pétursdóttir (1903—1981)
átti Jón Jónsson, bónda á Miðhús-
um í Álftaneshreppi á Mýrum, er
lifir konu sína.
Guðmundur Pétursson, loft-
skeytamaður (1904—1972), en
kona hans var Ingibjörg Jónas-
dóttir (1906—1980) frá Brautar-
holti í Reykjavík.
Ásgeir Pétursson verkamaður í
Reykjavík f. 1906, kvæntur Dýr-
leifu Árnadóttur, cand phil.
Auður Pétursdóttir f. 1907 hús-
frú í Hólabrekku í Garði. Hennar
maður er Kristófer Jónsson, bróð-
ir Jóns Jónssonar, Miðhúsum.
Tryggvi Pétursson, fv. banka-
stjóri í Reykjavík, f. 1901, sem
kvæntur er Guðrúnu Jónasdóttur,
systur Ingibjargar Jónasdóttir, er
getið var hér að framan.
Steinunn Bergþóra Pétursdóttir
f. 1912. Hennar maður er Þormóð-
ur Jónasson, húsgagnasmiður.
Þau búa í Reykavík.
Ásta Pétursdóttir (1915—1938).
Pétur Pétursson, útvarpsþulur í
Reykjavík f. 1918, kona hans er
Birna Jónsdóttir.
Bergsteinn Pétursson
(1920-1921).
Auk þess átti Haraldur eina
hálfsystur. Petronellu Pétursdótt-
ur (1890—1958) er átti Árna versl-
unarmann Helgason i Grindavík
(1879—1956). Móðir Petronellu
var Katrín Sigurðardóttir í
Grindavík.
Haraldur Pétursson ólst upp við
sveitastörf, þó undir sjóvarnar-
garði með lifsháska og storm í
svipnum, fyrstu árin, það er að
segja á Eyrarbakka, þar sem faðir
hans reri mörg úthöld er hlé varð
á skólahaldi. Eyrarbakki var þá
einkennilegur staður, þar sem
blandaðist norðurevrópsk megin-
landsmenning, brimróðrar og
sveitabúskapur. Þar var mikil
verslun, útgerð og önnur umsvif,
er fylgja stórum stöðum, enda
Eyrarbakki um langa hríð versl-
unarstaður manna, allt frá Selvogi
austur undir Lómagnúp. Voru íbú-
ar, að frátöldum aðkomumönnum
og vertíðarsjómönnum um eitt
þúsund um aldamótin, sem var
talsverður fjöldi, eða álíka margir
og íbúar Reykjavíkur voru um
miðja seinustu öld. En á þetta er
minnst, til að minna á að þegar
Haraldur Pétursson gerist bóndi í
+
Innilegustu þakkir fyrir samúð og vinsemd sem okkur var sýnd við
fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og lang-
ömmu,
JÓNU MAGNÚSÍNU ÞÓRODOSDÓTTUR
frá Flateyri,
Blönduhlíö 21.
Halla Janusdóttir, Narfj Hjartarson,
Þorgerður Halldórsdóttir. Sígurður Kristjansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkar samúö
og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur
og afa.
ÓLAFS HANSSONAR,
prófessors.
Valdis Helgadóttir,
Gunnar Ólafsson, Unnur Ma ia Figved,
Anna Theodóra, Valdís,
Skúli, Ólafur Páll.
t
Innilegustu þakkir fyrir samúð og vinsemd sem okkur hefur verið
sýnd við fráfall og jaröarför eiginmanns. fööur, tengdafööur, sonar
og bróður okkar,
BJARNA ALBERTSSONAR,
Hrauntúni 5, Keflavík.
Ingibjörg Gísladóttir,
Þorsteinn Bjarnason, Kristjana Héðinsdóttir,
Lísbet Gestsdóttir,
Hinrik Albertsson,
Helga Albertsdóttir,
Sigrún Albertsdóttir,
Ráöhildur Guðmundsdóttir,
Hjálmar Guðmundsson,
Eðvald Bóasson.
+
Innilegustu þakkir fyrir samúö og vinsemd sem okkur var sýnd viö
fráfall og jarðarför,
RAGNHILDAR ÞORVALDSDÓTTUR,
Melabraut 61, Seltjarnarnesi.
Stefán Jónsson,
Kristín K. Stefánsdóttir, Þórarinn Bjarnason,
Guðbjörg V. Stefánsdóttir, Kristján R. Kristjánsson,
Guðrún Stefánsdóttir, Helgi Hjaltason,
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og jarðarför móöur
okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR BJÓRNSDÓTTUR,
Furugrund 20.
Hrafnhíldur Tómasdóttir, Hans Johsnsen,
Haraldur Tómasson, Elín Erlendsdóttir,
Björn Sigurðsson, Ása Ásmundsdóttir,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Birgir Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför,
móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUDRÚNAR Á. SIGURGEIRSDÓTTUR,
Brautarholti 5,
Ólafsvík.
Aðalsteinn Guöbrandsson.María Sveinsdóttir,
Guörún Haraldsdóttir,
Leó Guöbrandsson, Helga Lárusdóttir,
Kamilla Guöbrandsdóttir, Guömundur K. Steinbach,
Svavar Guðbrandsson, Ragnhildur Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.