Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 12.01.1982, Síða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1982 „Ég yar heppinn að hitba stórgin^'" Man ég þad ekki rétt: Varst þú ekki að svekkja mig árið 1972 í sambandi við einhverja fjandans launahækkun? Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVlSI Hefiir ekki lagt við eyrun sem skyldi Stefán Jón Hafstein fréttamaður skrifar 11. jan.: „Heiðraði Velvakandi! Laugardaginn 9. þ.m. birtir þú umsögn „Sjómanns" um frétta- pistil minn í útvarpi í vikunni sem leið. Þar var fjallað um atvinnu- ástand á Vestfjörðum, verkfall yfirmanna á flotanum og viðhorf ýmissa til þeirra mála. Ég þakka „Sjómanni" ómakið og ábendingar hans. Það er vissulega þörf ábending til fjöl- miðlamanna að gæta þess að reyna að hafa samhengi í frá- sögnum af atburðum og viðhorf- um. Einmitt það skortir oft í fréttum. Þess finnst mér þó gæta hjá „Sjómanni", sem oft og tíðum gerir hjá gagnrýnendum okkar fjölmiðlamanna, að hann hefur ekki lagt eyrun við sem skildi, eða hann hefur um of látið stjórnast af fyrirfram viðtekn- um skoðunum sínum. Þetta er miður þar sem fjöl- miðlafólki veitir ekki af sann- gjörnu aðhaldi, ekki síst frá sjó- mönnum sem starfa síns vegna eru oft víðsfjarri þegar senda þarf okkur tóninn. Það er svo, að oft halda út- varpshlustendur að þeir heyri annað en það sem í rauninni er sagt, og heyra meira en sagt er, eða minna, eftir aðstæðum. Eig- in hugsun og skynjun hleypur undir bagga með hlustendum við tækin. Og mikið rétt, — oft hjálpar útvarpsmaðurinn fólki til þess að komast að rangri niðurstöðu með ófullnægjandi efnismeðferð. Nú var efnismeðferð mín í fréttapistli frá ísafirði áreiðan- lega ekki fullkomin. En þar sem „Sjómaður" vantar heldur, að laun skipstjóra á einu fengsæl- asta skipi Islendinga jafngildi meðaltekjum sjómanna í heild. Slíkt var hvergi gefið í skyn, heldur þvert á móti áréttað tvisvar að hér væri um allt ann- að að ræða. Vegna þess að „Sjómaður" virðist ekki hafa gert sér grein fyri þessu skal hér farið yfir þetta mál aftur og efnismeðferð í fréttapistlinum rakin að því er tekur til kjara sjómanna og að- gerða þeirra. Þar var reynt að gera grein fyrir því að á Vestfjörðum væru viðhorf önnur en annars staðar á landinu: yfirmenn í verkfalli til að reka á eftir ákvörðun um fisk- verð. Annars staðar eru undir- menn í verkfalli, bæði til að Stefán Jón Hafstein knýja á um samninga og ákvörð- un um fiskverð. Vegna aðgerða yfirmanna eru fiskvinnslustöðv- ar lokaðar að sögn eigenda þeirra. í tilefni þessa var gengið á fund formanns Bylgjunnar á Isafirði, Guðjóns Arnars Krist- jánssonar skipstjóra á Páli Páls- syni. Hann skýrði ástæður verk- fallsins. I framhaldi af því lýsti hann þeirri skoðun sinni að kjör sjómannastéttarinnar í heild hafi ekki fylgt verðlagsþróun og öðr- um launum. Hann skýrði einnig skilmerkilega frá eigin launum að beiðni fréttamannsins, enda var skýrt tekið fram í því sam- hengi að afli Páls Pálssonar hefði verið mjög mikill, og skipið hefði borið meiri verðmæti á land en nokkurt annað íslenskt skip í fyrra. Á þessu var ekki „tuðað“ í fréttatímanum heldur samhcngi þessa áréttað tvisvar. Annað hefði verið ósanngjarnt og villandi svo notuð séu orð „Sjómanns". Að kjörum sjó- manna var einnig vikið í ör- stuttu viðtali við undirmann á bátaflotanum, Árna Ólafsson. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að fiskverð þyrfti að hækka um 20 prósent til að bæta kjör sjómannastéttarinnar. Þá lýsti hann því í framhaldi að hann teldi stuðning meðal undir- manna við aðgerðir yfirmanna á Vestfjörðum. Það kom því fram hjá tveimur fulltrúum sjómanna hvernig þeir telja að kjörum sín- um og sjómanna í heild hafi hrakað. Einnig var rætt við for- seta Alþýðusambands Vest- fjarða, Pétur Sigurðsson. Hann lýsti því að svo náin tengsl væru milli sjómanna og landverka- fólks að það hefði skilning á þeirra aðgerðum. Fulltrúi út- vegsmanna, Guðmundur Guð- mundsson, lýsti yfir stuðningi þeirra við sjómenn. Þá var rætt við tvær stúlkur sem vinna í fiski — þær voru að láta skrá sig atvinnulausar. Hvað fannst þeim um aðgerðir sjómanna? Báðar studdu þá og létu í ljós þá skoðun að svo væri almennt á Vestfjörðum. Karítas Pálsdóttir lýsti því með miklum áhersluþunga sem „Sjómaður" telur að ekki hafi komið fram í pistlinum: feikilegri vinnu sjó- manna og fjarvistum frá heimili. Hún var ekki spurð hvort land- verkafólk styddi „virkilega" sjó- menn. Það hefði þó verið rétt- lætanlegt hefði það hjálpað henni að koma orðum að skoðun- um sínum. Þess þurfti einfald- lega ekki. Og hvergi var minnst á „meðalárstekjur" sjómanna. Það er ofheyrn „Sjómanns". Hins vegar var spurt hver væru laun fiskvinnslufólks, og kom það einungis fram í því samhengi að látinn var í Ijós stuðningur við sjómenn. Finnst „Sjómanni" það ósann- gjarnt og villandi? Að lokum vil ég biðja „Sjó- mann“ að lesa hugsanlega „frétt“ frá Vestfjörðum, sem svo sannarlega hefði verið ósann- gjörn og villandi, en samt sem áður „rétt“. „Margir eru nú atvinnulausir á Vestfjörðum vegna þess að yf- irmenn á fiskiskipaflotanum neita að róa og frystihúsin segj- ast ekki hafa hráefni. í viðtölum fréttamanns við fiskverkafólk kom fram að það telur kjör sín slæm. Það segja sjómenn líka. Fréttastofunni er þó kunnugt um einn sjómann sem nú er í verkfalli, — hann hafði 430 til 450.000 króna árslaun í fyrra." Þetta er stutt og laggóð „frétt", „rétt“, en ósanngjörn og villandi. Rétt eins og endursögn „Sjómanns" í Velvakanda af því sem hann heyrði í útvarpinu. Ég þakka samt „Sjómanni" fyrir að benda á hve mikilvægt er að huga vandlega að frétta- flutningi í viðkvæmum málum. Aldrei er of vel gert, og vissulega ber ríkisfjölmiðlunum að vera í fararbroddi. Ætli við „Sjómað- ur“ getum ekki verið sammála um að það sé ósanngjarnt og villandi að fréttastofur Ríkisút- varpsins hafa aðeins „sérhæfða" fréttamenn til að sinna Alþingi og íþróttum? Hvenær koma sjávarútvegsfréttamenn útvarps og sjónvarps fram?“ Ósanngjörn og vill- andi fréttamennska Sjómaður hafði samband við Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: — Oft hefur mér þótt á það skorta hjá blaðamönnum og fréttamönnum sjónvarps og út- varps, að þeir gættu sín, þegar þeir fjalla um launakjör okkar sjómanna. Hafa þeir oft gert sig seka um að líta einhliða til mestu aflaskipanna og blása upp talna- leiki, án þess að gera tilraun til að hafa samhengi í hlutunum. Þessar tölur hafa þá lítið sagt annað en ivað viðkomandi sjémaður__eða_ vinnu, sem að baki liggur, fjarveru frá heimili. Og um launa- kjör sjómannastéttarinnar sem heildar hefur lítið verið hirt. Þó fannst mér keyra um þver- bak í kvöldfréttum útvarpsins í gær (fimmtudag). Stefán Jón Haf- stein fréttamaður hafði brugðið sér til ísafjarðar, þar sem hann ræddi við ýmsa aðila vegna sjó- mannadeilunnar svokölluðu. Tók hann m.a. tali skipstjóra mesta aflaskips íslendinga, skuttogarans eftir lifði fréttapistilsins. Fór m.a. og spurði starfsstúlkur í frysti- húsi, hvort þær stæðu virkilega með þessum hátekjumönnum i kjaradeilu þeirra, eins og hann hefði nú upp á vasann upplýsingar um meðalárstekjur verkfalls- manna (yfir 40 millj. gkr.). Og til að gera þjóðinni Ijóst, hversu tröllauknar tekjur sjómanna væru, var skýrt látið koma fram að verkakonur í frystihúsum hefðu rúmar þrjátíu krónur á tím-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.