Morgunblaðið - 14.02.1982, Side 1
Sunnudagur
14. febrúar
Bls. 49-80
Þórsteinn Bjarnason í Körfugerðinni, eins og hann er gjarnan nefndur
Útiveran
bjargaði mér
Kvikur maður í spori, stórskorinn í andliti, með mikið grátt hár. þannig hafa
Reykvíkingar í áratugi séð l>órstein Bjarnason á ferðinni í Vesturbæjarlaugina, á
skíðum uppi í Jósepsdal, en einkum þó á leið frá heimili sínu á Holtsgötunni og upp
í Körfugerð í Ingólfsstræti eða í snúningum fyrir blinda körfugerðarmenn eða
nemendur í skóla blindra hér áður fyrr. Á ferðinni og önnum kafinn frá morgni til
kvölds. I»að var einmitt hálfrar aldar afmæli Klindravinafélags Islands, sem minnti
okkur á I>órstein. l>ví þetta tvennt er svo samofið frá upphafi, að varla er annars
getið, svo hitt komi ekki í hugann.
Á leið upp Ármannsfell. Þórsteinn gengur aftastur
Á skriðjöklinum í Karlsdrætti
Viðtal við
Þórstein Bjarna-
son, hjálpar-
hellu blindra
í hálfa öld
gerð. Var fyrst á Hverfisgötu 18
og flutti svo á Skólavörðustíg 3
eftir 4 ár og opnaði þar sölubúð.
En 1932 fiutti ég körfugerðina í
Bankastræti 14.
— í ársbyrjun 1928 varð Sveinn
Ólafsson, fyrrum bóndi að
Hvammi í Mýrdal, fyrir því mikla
óláni að verða blindur. Sveinn var
eljumaður hinn mesti, þjóðhaga-
smiður og sívinnandi, en varð nú
að sitja auðum höndum, hann bjó
þá á Baldursgötu 31. í aprílmán-
uði sama ár bauðst ég til að kenna
honum körfugerð og var það vel
þegið. Þegar ég fór að kenna
Sveini, iðraði mig þess að hafa
ekki kynnt mér blindrakennslu,
eins og mér hafði þó flogið í hug.
En nemandinn var með afbrigðum
námfús og handlaginn og eftir
rúmt ár var hann farinn að búa til
ýmiskonar körfur, sem konan
hans seldi. Vorið 1929 kenndi ég
fleirum körfugerð, þeim Kristni
Jóhannssyni í Suðurgötu 8, Hall-
dóri Brynjólfssyni í Hafnarfirði
og Bjarna Kolbeinssyni á Hverf-
isgötu 96. Og um sumarið bættist
enn einn blindur maður frá Akra-
nesi við, Þorkell Sigurðsson. Og
Þórsteinn er jafngamall öldinni,
fæddur 3. desember árið 1900 í
Þingholtsstræti 16 í Reykjavík,
þar sem þá bjuggu foreldrar hans,
Bjarni Jónsson frá Vogi og Guð-
rún Þorsteinsdóttir frá Álfgeirs-
völlum. En hann ólst upp á Sauð-
árkróki til 21 árs aldurs. Þegar
foreldrar hans skildu á árinu 1905,
hafði yngri bróðir hans, Eysteinn,
strax farið í fóstur til frænda
Guðrúnar, Pálma kaupmanns Pét-
urssonar á Sauðárkróki og frú
Helgu. Og hálfu ári seinna hélt
móðir hans líka norður með hin
börnin, Þórstein og Sigríði. Hún
gerðist barnakennari, segir Þór-
steinn. En þegar fræðslulögin
nýju komu, varð hún að hætta þar
sem hún hafði ekki kennara-
menntun. Þá setti hún upp sauma-
stofu, en hélt áfram að kenna
handavinnu, var með kjólasaum
og tók stúlkur jafnhliða í nám í
saumaskap.
— Aðdragandinn er langur,
segir Þórsteinn, þegar farið er að
spyrjast fyrir um tildrög þess að
hann tók að vinna körfur og að-
stoða blinda. — Ég fékk kíghósta
tveggja ára gamall og berkla upp
úr því, var m.a. fimm mánuði á
Vífilsstaðahæli þegar ég var 11
ára gamall, og fór þangað aftur
1918 og 1921, en lenti svo af tilvilj-
un í Danmörku. Jónas Kristjáns-
son læknir hafði verið þar á ferð
og útvegaði mömmu pláss fyrir
mig á Finsens Lys Institut og hún
dreif sig út með mig 1922. Þá var
ígerð í eyra að drepa mig, hafði
verið að búa um sig síðan 1910.
Komið var æxli, sem óx inn. Eyrað
var því skorið af og höggvið í bein-
ið og lá ég milli heims og helju. En
þarna fékk ég bata, var í 3 ár í
Kaupmannahöfn. Að vísu ekki
nema mánuð á stofnuninni, en
gekk svo að heiman í ljósin, og
kom heill heilsu til íslands. Sam-
hliða heimangöngu í sjúkrahúsið
fór ég að læra körfugerð.
Það var móðir mín sem átti
hugmyndina. Hún var svo bjart-
sýn og útsjónarsöm og hvatti mig
til að læra þetta, þar sem ég gat
gert það jafnframt því sem ég
sótti spítalann. Erfitt? Fjárhags-
legum erfiðleikum vissi ég lítið af.
Mamma vann fyrir okkur með
saumum í Höfn og Sigríður systir
mín, sem þá var farin að vinna í
Landsbankanum, sendi okkur
stundum peninga. En það er rétt,
það var erfitt fyrir ungan dreng
að vera svona heilsulaus. Þó man
ég það, að við strákarnir vorum
eitthvað að metast á, og kom upp
spurningin um það hvað við vild-
um gera, ef við mættum byrja lífið
upp á nýtt. Ég sagðist ekki mundu
vilja lifa aftur, nema mega fá
sömu reynslu og ég hafði þegar
fengið. Þá var ég 15 ára gamall.
Þetta var mér í rauninni gagnleg
reynsla fyrir lífið.
Kennsla blindra í körfugerð
— Síðasta sumarið, sem ég
dvaldi í Kaupmannahöfn við iðn-
nám, kynntist ég af tilviljun
blindum pilti, sem einnig var að
nema körfugerð í blindraskóla í
Kaupmannahöfn, segir Þórsteinn,
þegar hann er spurður um hvernig
körfugerðin svo tengdist blindum
á íslandi. — Ég spurði um ýmis-
legt frá þessum skóla og varð
strax snortinn af þessari hjálp-
arstarfsemi, fór að spyrja sjálfan
mig hvað væri gert heima fyrir
blinda og fláug óðara í hug ótal
margt sem mætti gera þeim til
hjálpar. Það væri sannarlega þörf
fyrir slíka hjálparstarfsemi þar
eins og annars staðar. Ég fór svo
heim haustið 1925 og fór að vinna
fyrir mér með bursta- og körfu-
um áramótin 1929—’30 tók ég að
kenna Málfríði Jónasdóttur frá
Kolmúla.
— Gerðirðu þetta allt á eigin
spýtur? Komu nemendurnir í þitt
verkstæði?
— Nei, ég fór heim til þeirra
sem voru í bænum og hjólaði
tvisvar í viku til Hafnarfjarðar