Morgunblaðið - 14.02.1982, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982
59
Það er óhugsandi að kafbátsforinginn hefði
verið sýknaður eins og allt er í pottinn búið
(Sjá: Sögulok)
SKÓLAMÁL
Mesta basl
hjá blessuðum
kennurunum
ATVINNULEYSI meðal kennara fer
nú vaxandi víðast hvar á Vesturlönd-
um. Ástæðurnar eru einkum minnk-
andi fólksfjölgun og samdráttur í út-
gjöldum til menntamála.
Atvinnuleysið kemur nokkuð
misjafnlega niður á kennurum.
Einkum hafa nýútskrifaðir kenn-
arar átt í erfiðleikum með að fá
kennarastöður. Um 9% þeirra
kennara, sem útskrifaðir voru í
Bandaríkjunum árið 1977, höfðu
ekki fengið vinnu ári síðar, og í
upphafi árs 1980 voru um 40.000
nýútskrifaðir kennarar í Vestur-
Þýzkalandi atvinnulausir. Þá hef-
ur atvinnuleysi þetta komið illa
niður á stundakennurum, en þeir
voru 11% af atvinnulausum kenn-
urum í Frakklandi í árslok 1980.
A ráðstefnu sérfræðinga í Genf
var nýlega lögð fram skýrsla sem
gerð hafði verið á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Kom þar fram, að
atvinnuöryggi, sem kennarar hafa
SÖGULOK ■■■■
yfirleitt búið við, fari nú dvínandi.
Niðurstöður skýrslunnar eru á þá
lund, að atvinnuleysi kennara þýði
sóun á þjálfuðum vinnukrafti og
þeirri fjárfestingu, sem í menntun
þeirra hafi verið lögð.
Árið 1980 voru á skrá í Bret-
landi 37.400 atvinnulausir kennar-
ar, 11.430 í Belgíu og 10.300 í
Vestur-Þýzkalandi. Þessar tölur
segja ef til vill ekki nema brot af
sannleikanum, en því fer fjarri, að
öll kurl komi til grafar í opinber-
um skýrslum um atvinnuleysi.
Rannsóknir í Hollandi benda til
þess að atvinnulausum fóstrum og
forskólakennurum muni fjölga um
1.700 á ári. Þá muni atvinnulaus-
um grunnskólakennurum fjölga
um 4.500 árlega til ársins 1986.
Spár benda. og til þess að at-
vinnulausir kennarar í Vestur-
Þýzkalandi verði orðnir 100.000
árið 1990.
Kennarar hafa að vonum miklar
áhyggjur af minnkandi atvinnuör-
yggi sínu, og telja að það ásamt
ýmsum öðrum þáttum valdi versn-
andi vinnusiðgæði í þeirra hópi.
Ekki bætir það úr skák, að þeim
finnst sem ríkisstjórnir, stjórn-
málaflokkar, sveitarstjórnir og
jafnvel foreldrar sýni menntamál-
um stöðugt minnkandi áhuga og
stuðning. Þetta leiðir til þess að
menntaðir kennarar með góða
starfsþjálfun leita gjarnan út úr
stéttinni og róa á önnur mið.
— THOMAS LAND
Hrakför lýkur
með fangavist
RÚSSNESKI kafbátaforinginn, sem
varð fvrir því sl. haust að hafna uppi á
sænsku landi þegar hann var að njósna
um hernaðarlegar tilraunir sænska sjó-
hersins, hefur nú verið dæmdur til
vinnubúðavistar. Þrjár heimildir eru
fyrir þessum fréttum, sem hafa borist
til Stokkhólms, en samkvæmt þeim
hefur l’yotr Gushin, kafbátaforinginn,
fengið fremur „vægan dóm“, sem hef-
ur það í för með sér, að fjölskylda hans
fær að heimsækja hann og hann nýtur
ýmissa fríðinda umfram aðra fanga. Þó
ber þessum heimildum ekki saman um
hve langur fangelsisdómurinn er,
sumar segja þrjú ár en aðrar tvö.
Sovétmenn undu ekki beint vel við
sig i sviðsljósinu eftir að rússneski
Whisky-kafbáturinn, sem búinn var
kjarnorkuvopnum, strandaði fyrir
utan flotastöðina í Karlskrona þar
sem Rússarnir höfðu augljóslega
verið að njósna. Sænski blaðamaður-
inn Jan Nicklason, sem kvæntur er
rússneskri konu, segist hafa það eft-
ir áreiðanlegum heimildum, að
Gushin hafi verið dæmdur til
Gushin í turni kafbátsins: einhver
varð að bera ábvrgðina
þriggja ára vistar í vinnubúðum
skammt frá Riga, höfuðborg Lettl-
ands, en þaðan er Gushin ættaður.
„Það er óhugsandi, að kafbátsforing-
inn hefði verið sýknaður eins og allt
var í pottinn búið,“ hefur Jan eftir
þessum heimildum. „Slík sýknun
hefði verið óbein viðurkenning á því,
að hann hefði aðeins verið að fara
eftir skipunum yfirboðara sinna, en
með því að dæma hann vilja þeir
láta líta út fyrir, að hann hafi sjálf-
ur borið ábyrgð á ferðum sínum eins
og þeir héldu alltaf fram.“
Jafnvel þótt herrétturinn hefði
komist að þeirri niðurstöðu, að það
væri rétt, sem sagt hefði verið, að
siglingatæki kafbátsins hefðu verið
biluð, hefði orðið að dæma Gushin
fyrir „að taka ákvarðanir upp á eigin
spýtur".
Aleks Milits, sem rekur útvarps-
stöð fyrir útlæga Eistlendinga í
Stokkhólmi, segist hafa það eftir
heimildarmönnum í Lettlandi, að
Gushin hafi fengið tveggja ára dóm
og sömu fréttir hafa borist eftir öðr-
um leiðum til Svíþjóðar. Nicklason,
Milits og öðrum ber saman um, að
Rússar hafi látið þessar fréttir leka
til þess að sýna hve „alvarlegum"
augum þeir líta á þennan atburð.
Fréttir hafa einnig borist um að
tveimur sovéskum aðmírálum hafi
verið vikið frá af sömu sökum.
Kafbátsstrandið olli því, að sam-
búð Sovétríkjanna og Norðurlanda
kólnaði mjög enda var báturinn í
heila tíu daga uppi á sænsku landi
með kjarnorkusprengjur innan-
borðs. Blaðamenn úr öllum heims-
hornum mynduðu hann í bak og
fyrir allt þar til að hann var dreginn
út úr sænskri landhelgi þegar Rúss-
ar höfðu opinberlega beðist afsökun-
ar á atvikinu. Þeir féllust einnig á að
greiða allan kostnað Svía af því en
hann er talinn nema um einni millj-
ón dollara.
— CHRIS MOSEY
llrelt löggjöf sem fyrir löngu er kom-
in úr takt við tímann
venjur landsmanna hafi verið með
allt öðrum hætti en nú sé.
En það er ekki einungis klæðn-
aður eða klæðleysi, sem fer fyrir
brjóstið á ritskoðunarpostulunum.
Þeir hafa einnig áhyggjur af um-
fjöllun um stjórnmál í fjölmiðlum.
Árið 1964 náði völdum í landinu
harðskeytt herforingjastjórn —
mjög andvíg kommúnistum. Hún
kom á ritskoðun í fjölmiðlum
vegna „öryggis þjóðarinnar" eins
og það var kallað. Herforingjar
þeir sem nú fara með völd í land-
inu hafa hins vegar heitið lands-
mönnum því að aftur verði horfið
til lýðræðislegra stjórnarhátta, og
hafa látið af allri ritskoðun fjöl-
miðla, enda þótt ritskoðunarlögin
hafi ekki verið numin úr gildi.
í dagblaðinu Folha de Sao Paulo
segir m.a.: „í ritskoðunarlögunum
gætir mikilla mótsagna og óná-
kvæmni í orðalagi. Margt er þar
og fáránlegt. Þetta kemur sér ekki
aðeins illa fyrir þá sem starfa að
lista- og menningarmálum, heldur
einnig fyrir þá, sem eiga að gæta
þess að ritskoðunarlögin séu hald-
in. Þeir kvarta yfir því, að hafa
ekki nægilega skýr og greinargóð
fyrirmæli um það, hvernig þeir
eigi að haga störfum sínum.“
Á síðasta ári ákváðu ritskoðar-
ar að veita leyfi fyrir sýningu
myndarinnar Umsátursástand
eftir Costa Gavras. Hafði þá um-
sókn um sýningarleyfi legið fyrir í
sjö ár. Myndin fjallar um vinstri-
sinnaða skæruliða í Suður-Amer-
íku. Leyfið var þó ekki veitt skil-
málalaust. Aðstandendum kvik-
myndarinnar var fyrirskipað að
láta klippa úr henni nokkur atriði,
þar á meðal atriði er sýndi „póli-
tíska yfirheyrslu fyrir framan
þjóðfána Brasilíu“. „Viðkvæm“
orðaskipti tveggja aðila voru
hreinlega ekki þýdd á portúgölsku,
en það er þjóðtunga Brasilíu-
manna.
Æðsta ritskoðunarráðið sam-
þykkti á síðasta ári, að byggð
skyldu sérstök kvikmyndahús til
sýninga á kvikmyndum, er brytu
gegn ritskoðunarlögunum. Er þar
einkum um að ræða kvikmyndir er
sýna tæpitungulaust ofbeldi eða
kynlíf. Þó er sá hængur á að ein-
göngu er heimilt að hafa slík
kvikmyndahús í borgum, þar sem
býr ein milljón manna eða fleiri.
- HAROLD OLMOS
Iðnskólinn í Reykjavík
Upprifjunarnámskeið hefjast mánudaginn 1. mars.
Upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans.
lönskólinn í Reykjavík.
rVideo-son-
Höfum veriö beðnir að selja hlutabréf í VIDEO-SON
h/f. Uppl. á skrifstofunni.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17.
Sími 26600.
Ljósmyndarafélag íslands hefur ákveðið
að bjóða landsmönnum sérstakan 25%
afslátt af öllum fjölskyldu- og portrett-
myndatökum (i lit) um eins mánaðar skeið
frá 15. febrúar — 15. marz n.k. Mun verð á
myndatökum þannig lækka úr kr. 670 niður
í kr. 500. Ennfremur verður veittur 25% af-
sláttur af öllum stækkunum í stærðum frá
24x30 cm. upp i 40x50 cm.
Notið þetta einstaka tækifæri og látið
verða af þvi að láta taka fallegar litmyndir
af öllum í fjölskyldunni.
Eftirfarandi aðilar eru félagar i
Ljósmyndarafélagi íslands:
Effect Ijósmyndir, Klapparstíg 16, Reykjavik
Hannes Pálsson, Mjóuhlíð 4. Reykjavik
Ljósmyndastofa Gunnars, Suðurveri. Reykjavik
Ljósmyndastofa Þóris. Rauðarárstig 16. Reykjavik
Ljósmyndaþjónustan Mats, Laugavegi 178, Reykjavik
Nýja Myndastofan, Laugavegi 18. Reykjavik
Stúdió Guðmundar, Einholti 2, Reykjavik
Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar, Akranesi
Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen, Sauðárkróki
Ljósmyndastofa Páls, Akureyri
Ljósmyndastofan Norðurmynd. Akureyri
Ljósmyndastofa Péturs. Húsavik
Vilberg Guðnason Ijósmyndari, Eskifirði
Héraðsmyndir Ljósmyndastofa, Egilsstöðum
Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi
Ljósmyndastofa Suðurnesja, Keflavlk
Ljósmynd er varanleg minning
I