Morgunblaðið - 14.02.1982, Qupperneq 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982
Andrew Pyke laus úr haldi í Iran
London. 10. rt hrúar. VI*.
BRKZKI kaupsyslumadurinn And-
rew Pyke sem sat í írönsku fangelsi
í sautján mánudi, sagdi á blada-
mannafundi í London í dag, að hann
hefði ekki verið yfirheyrður né held-
ur sögð ástæða fyrir handtöku í þrjá
og hálfan mánuð eftir að hann var
gripinn. Pyke var látinn laus þann
28. janúar sl. og kom til London á
þriðjudag. Hann sagðist ekki hafa
heyrt þær fréttir sem íranska frétta-
stofan hefur sent út þess efnis, að
þess yrði krafizt að hann sneri aftur
til Iran að mæta fyrir dómstóli.
Pyke sagði, að þann 27. ágúst
1980 hefði hann verið tekinn á
Mehraba-flugvellinum við Teher-
an og fluttur til skrifstofu ríkis-
saksóknara og þar hefði honum
verið tekið af mikilli kurteisi.
Pyke, túlkur og flugmaður þyrlu-
félags, sem hann var í erinda-
gjörðum fyrir í íran, fengu síðan
hamborgara og kaffi og var leyft
að sofa í stólum. Ef Pyke spurði
spurninga fékk hann jafnan mjög
kurteislegt svar, en var beðinn að
sýna þolinmæði. Túlki hans var
sleppt sex vikum síðar, en Pyke
var læstur inni í fjögurra fer-
metra herbergi í byggingu sak-
sóknarans. Ásamt honum voru ell-
efu manns í þessari vistarveru og
eitt rúm. Hann var síðan fluttur í
Evin-fangelsið í Teheran og loks í
aðra dýflissu skammt fyrir utan
höfuðborgina. Hann sagði að hann
hefði ekki sætt neinu beinu harð-
ræði en hefði hins vegar fundið
fyrir vaxandi streitu eftir því sem
á fangavistina leið.
Sylvia Kristel og Nicholas Clay í
hlutverkum sínum í myndinni
Kvikmyndin Lady
Chatterley’s U)ver:
Rómantísk-
ur söguþráð-
ur og örlaga-
ríkar ástir
Krá Onnu Nísm'Is.
frrllanlara Mhl. í l'aris.
AÐDÁENDUR hins breska rit-
höfundar, D.H. Lawrence, þurfa
svo sannarlega ekki að verða
fyrir vonbrigðum með kvik-
myndina Lady ('hatterley’s Lov-
er, eftir að hafa lesið bókina.
Petta er ný frönsk/ensk kvik-
mynd gerð eftir samnefndri sögu
og hcfur leikstjóranum, Just
Jaeckin tekist vel að koma þess-
ari sögu Lawrence til skila.
Lawrence samdi þrjár bæk-
ur, sem innihalda sama efnið,
The First Lady Chatterley,
Lady Chatterley’s Lover og
John Thomas and Lady Jane.
Einnig má geta þess, að Lawr-
ence samdi aðra bók, sem þeg-
ar hefur verið kvikmynduð.
Var það Women in Love, sem
fékk ágætar viðtökur.
Söguþráður Lady Chatter-
ley’s Lover, eða Amant de
Lady Chatterleys eins og hún
heitir á frönsku, er afar róm-
antískur. Lady Jane giftist
manni, sem verður fyrir slysi í
stríðinu og er eftir það bund-
inn við hjólastól. Hún fer al-
gerlega á mis við hjónaástina
vegna veikinda manns síns,
sem gefur henni leyfi til að
verða sér úti um annan langi
hana til. En þar sem þau hjón-
in eru ríkt hefðarfólk á enska
vísu væntir hann þess að hún
fari ekki neðar í þjóðfélags-
stiganum í leit sinni. Með
henni og skógarverði manns
hennar takast hins vegar ástir,
sem eiga eftir að verða örlaga-
ríkar.
Með hlutverk Lady Chatter-
leys fer Sylvia Kristel, sem
mörgum er ógleymanleg úr
Emanuelle. Önnur stór hlut-
verk eru í höndum Shane
Hriant, Nicholas Clay, Ann
Mitchell, Elisabeth Spriggs og
Peter Bennett.
Krafist
dóma yfir
fangavörðum
á Spáni
Madrid. 11. IVhrúar. Vl'.
•Ríkissaksóknarinn á Spáni hef-
ur krafist 12 ára fangelsis yfir
fyrrverandi yfirmanni Cara-
banchel-fangelsisins í Madrid og
níu öðrum fangavörðum, sem eru
sakaðir um að hafa barið fanga til
bana á árinu 1978. Auk þess var
farið fram á nærri 300.000 kr.
skaðabóta til fjölskyldu hins
látna. Þetta eru fyrstu meirihátt-
ar réttarhöldin yfir fangavörðum,
sem fram hafa farið frá því borg-
arastyrjöldinni lauk á Spáni árið
1939.
«•*«*»*♦•*»»»#* n-4 m m-m 't* m » « «
L
REGLUBUNDINN
SPAKNAÐUR
EETJR FJARHAG ÞINN
Dæmi: Þú ákvedur að leggja kr. 1.500.- mánaðarlega inn á plúslánareikning í
Útvegsbankanum.
Að 24 mán. liðnum áttu kr. 48.797.- inni íbankanum, þar af eru
vaxtatekjur kr. 12.797.-
Þá geturþú fengið plúslán að upphæð kr. 72.000.-
ogþarmeð er ráðstöfunarféð orðið kr. 120.797.-
Taflan Htursvona út:
Sparnaöar- tímabil Mánaöarlegur sparnaður Sparnaöur i lok timabils Láns- hlutfall + lán frá Útvegsbanka Ráöstöfunarfé meö vöxtum Mánaðarleg endurgreiösla Endurgreiðslu- timabil
24. mán. 1.500 36.000 200% 72.000 120.797 2.894 48 mán
(Vid útreikning ergert ráö fyrir34% innlánsvöxtum, 37,02% útlánsvöxtum, 1% lántökugjaldi og 0,5% stimpilgjaldi)
Hér er miðað við plúslán sem ekki er verðtryggt, en einnig er unnt
að semja um verðtryggð plúslán efvill.
Er ekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig?
UTVEGSBANKANS
ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ