Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982 HÖGNI HREKKVISI HÆTT/Ð A0 JyNGJ/A 'A JTULrvDiNNl ósí er. .. ad vera sólaryeisl- inn hans. TM R*g U.S. Pat. Ott -aH rjghts reswvsð • 198f Los Angatas Tlmts Syndtcate / | ( ^ „Ertu íoumn Qkoeða. pig?" I»ú verður að fyrirgefa. — Kannski seinna! Krfiúir morgnar hér í Sahara — þykir þér ekki? HQJAAfín Á að eyðileggja ísaldarminjar og íslenskt mógrasasafti? Ingjaldur Tómasson skrifar: „Nú fyrir nokkru hefir verið kynnt fyrirhugað skipulag óbyggða svæðisins á Laugarásn- um. Samkvæmt því er ætlunin að bygKja um 30 einbýlishús þar. Kjörland mófugla Eg hefi fylgst með þessu svæði í um 20 ár. Það geymir minjar frá þeim tíma þegar ísaldarjökulfarg- ið var að síga í sjó fram og landið að lyfta sér úr hafinu. Obyggða svæðið í Laugarásnum hefir, sem fleiri nú fyllbyggð svæði innan borgarlandsins, verið kjörland mófugla, sérstaklega heiðlóu. Síð- an ég kom hér á Austurbrún, hefir lóan í fjögur skipti gert tilraun til útungunar, en alltaf misfarist, bæði af stöðugu ónæði af umferð manna, hunda og katta. Og ekki má gleyma „hrægamminum", veiðibjöllunni, sem iðulega sveim- ar þarna yfir í ætisleit. Ánægja og heilsubót að ganga um holtið Oft hefi ég líka orðið var við steindepil, lítinn gráleitan fugl á stærð við sólskríkju. Hann hefir skrýtin hljóð, „skyrpir" um varp- tímann. Þessi bráðskemmtilegi fugl kemur til okkar alla leið frá Suður-Ameríku. Það hefir verið mér og fleirum mikil ánægja og heilsubót að ganga um holtið og fylgjast með vexti mógrasa, eins og þeirra sem ég þekkti vel í æsku. Þarna hefir bæði birki og víðir skotið rótum af fræfoki úr nær- liggjandi skrúðgörðum, en átt örð- ugt uppdráttar vegna umferðar. Fíflska ad eydileggja óbyggð svæði borgarinnar Það hefir gleymst í öllu þéttbýl- isóðagoti núverandi byggingaryf- irvalda í Reykjavík að skilja eftir óbyggð, vernduð svæði — friðar- reiti eða sýnishorn fuglalífs og grasa sem hér var áður. Víða er- lendis eru stór landsvæði gerð að verndarsvæðum margs konar landdýra og fugla, sem eru í út- rýmingarhættu, og til augnayndis, hvíldar og heilsubótar yfirstress- uðu þeftbýlisfólki. Þessi svæði eru undir mjög góðu eftirliti og svo vel einangruð frá stórborgarskarkal- anum, að fólkið finnur ekki annað en það sé í órafjarlægð frá ys og þys borganna. Það ætti að vera öllum augljóst að það er alóþarft — raunar alger fíflska — að eyði- leggja óbyggð svæði borgarinnar með því að þéttsetja á þau ljótar, klunnalegar steinbyggingar, eins og fyrirhugað er að gera á Laugar- ásnum. Sjálfsagt að gagnrýna það sem miður fer - en jafn sjálfsagt að viðurkenna það sem vel er gert Eftirfarandi bréf er frá einum samstarfsmanna Velvakanda: í bréfi í dálkum þínum sl. föstu- dag er kvartað yfir því, að fjölmið- lar láti sig barnabókmenntir litlu varða, þær séu sniðgengnar. Tekin eru dæmi um sjónvarpið, Þjóðvilj- ann, Tímann og Helgarpóstinn og síðan alhæft út frá því. — Ekki er minnst á Morgunblaðið og það kannski skiljanlegt, þar sem það hefði ekki þjónað tilgangi bréfrit- ara. Málum er nefnilega þannig háttað, eins og lesendur blaðsins vita, að tveir gagnrýnendur rita þar sérstaklega um barnabækur. Lauslega taldist mér til að þeir hefðu fjallað um milli 40—50 bæk- ur, sem komu út nú fyrir jólin. Höfundur bréfsins segir, að telja megi „á fingrum sér barna- bækur eftir íslenska höfunda sem komu út fyrir síðustu jól“ og telur lágmarkskröfu að um þær sé fjall- að í fjölmiðlum. Ekki veit ég hve marga fingur bréfritari hefur, en þeir hljóta að vera óvenju margir, þar sem þau Jenna Jensdóttir og Sigurður Haukur Guðjónsson skrifuðu um og yfir 20 barnabæk- ur, sem komu út fyrir jólin, eftir innlenda höfunda. Vafalaust á sumt af gagnrýni bréfritara rétt á sér, en eitthvað er þversagnarkennt að titla nafngreindan gagnrýnanda „hinn aðaláhugamann okkar á þessu sviði“, þótt ekkert hafi eftir hann birst í blaðinu sem „hefur hann á sínum snærum", um þær íslensku barnabækur sem út komu. Sjálfsagt er að gagnrýna það sem miður fer, en jafnsjálfsagt að viðurkenna það sem vel er gert. Frá sameiginlegum fundi starfsfólks á Kleppi og Kópavogshæli. Hlýtur ad bitna á þeim verst settu - meðan svo illa er gert við þetta þýðingarmikla starfsfólk Erla Kristjánsdóttir skrifar 12. febrúar: „Ég fagna því að (ófaglært) starfsfólk á Kleppsspítala og Kópavogshæli skuli rísa upp gegn því ófremdarástandi er ríkir í launamálum þess. Launamál þessa fólks eru langt fyrir neðan það sem eðlilegt getur talist og þar að auki mikið misræmi í laun- um þess innbyrðis, þar sejn á eng- an hátt er virt reglan „sömu laun fyrir sömu vinnu". Ekki voru þessi mál til umræðu á ári fatlaðra. Þó verður það að viðurkennast, að starfsfólk það sem nú stendur í launabaráttu er í hvað nánustum tengslum við sjúklinga og vistmenn á þessum stöðum hverju sinni. Ogiekki þarf að efast um, að starf þessa fólks er oft á tíðum erfitt og áhættusamt. Varla er því þess að vænta, að margir ílengist í þvílíku starfi, en hafi það skeð, hlýtur það að vera af áhuga og ábyrgðartilfinningu 'en ekki launanna vegna. Allir hljóta að sjá, að meðan svo illa er gert við þetta þýðingar- mikla starfsfólk, hlýtur það að bitna á þeim verst settu í þjóðfé- lagi okkar, þ.e.a.s. geðsjúkum og vangefnum. Þess vegna langar mig til að beina eftirfarandi ráð- leggingum til stjórnvalda: Hafnið ekki neyðarþjónustu sem boðin er. Virðið reynslu þessa fólks og gangið að sanngjörnum kröfum þess. Gerið ekki þá skyssu að ráða aðra í störf þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.