Morgunblaðið - 14.02.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1982
79
Fásinnisblærinn víkur
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Sverrir Kristjánsson:
RITSAFN.
Fyrsta bindi.
Mál og menning 1981.
Ef til vill verður maðurinn
Sverrir Kristjánsson enn eftir-
minnilegri en rithöfundurinn og
fræðimaðurinn með sama nafni.
Þetta er ekki sagt til að varpa rýrð
á ritstörf Sverris, heldur til að
rifja upp ógleymanlega persónu-
töfra hans.
Sumum var tamt að líta á
Sverri sem einhvers konar
nítjándu aldar mann, fulltrúa
tíma þegar mikil vakning var
meðal þjóðanna, ekki síst á Is-
landi. Nítjánda öldin var Sverri
hugstæð og hann fjallaði oft um
hana í ritgerðum sínum.
í fyrsta bindi Ritsafns Sverris
Kristjánssonar er'u ritgerðir um
sögu Islands fram til aldamóta
1900. Þrjú bindi eru væntanleg til
viðbótar, en í þeim verða ritgerðir
um menn og málefni á þessari öld,
ritgerðir um almenna sögu og loks
ritgerðir um bókmenntir og dæg-
urmál.
. Þeir sem valið hafa efnið eru
Aðalgeir Kristjánsson, Jón
Guðnason og Þorleifur Hauksson.
Þeir segja m.a. í Inngangi: „Sverr-
ir Kristjánsson var mikill íþrótta-
maður á ritvellinum. Hann hafði
mjög litríkan og persónulegan stíl
og nokkurnveginn jafnvígur á að
beita nöpru háði og ljóðrænum
þokka í skrifum sínurn."
Háðið og ljóðrænan eiga eftir að
koma betur í ljós í næstu bindum
vænti ég. í fyrsta bindi Ritsafns er
einkum alvara og ádeila á ferð,
þungamiðjan Jón Sigurðsson og
sjálfstæðisbaráttan.
í ritgerðinni Skúli Magnússon
og upphaf Reykjavíkur bendir
Sverrir Kristjánsson á eyðurnar í
sögu íslands. Ástæðan fyrir þeim
er m.a. sú að hér voru engar borg-
ir, en í sögu Evrópu voru þær
„óróinn og vaxtarbroddur allrar
sögulegrar þróunar". Sverrir held-
ur áfram: „Borgir, borgarlífs-
menning og borgarastétt áttu á ís-
Sverrir Kristjánsson
landi hvorki ætt né óðul í meira en
níu aldir. Það hvílir einhver fá-
sinnisblær yfir sögu vorri lengst
af og fábreytni, „þróun" hennar er
öfugþróun, og nálgast stundum
úrkynjun. í níu aldir örlar varla á
félagslegri nýsköpun eða nýrri
verkaskiptingu með þjóðinni, saga
hennar streymir fram í farvegi
stétta, sem skiptast í bændur og
vinnuhjú. Allt frá viðtöku Jóns-
bókar 1281 var reynt að afstýra
því, að aðrar atvinnustéttir kæm-
ust á legg á íslandi."
Sverrir Kristjánsson er harð-
orður í garð margra íslenskra
embættismanna nítjándu aldar.
Þótt Danir vildu koma til móts við
Islendinga eftir því sem hann seg-
ir, stóðu íslenskir embættismenn í
vegi fyrir framförum og auknu
frjálsræði vegna þess að þeir
óttuðust að vald þeirra minnkaði
og algjör upplausn tæki við. Að
sjálfsögðu voru það ekki heim-
alningarnir sem stuðluðu að
sjálfstæði Islands. Þeir menn sem
af eigin raun kynntust borgar-
menningu lögðu mest af mörkum.
Baldvin Einarsson og Fjölnismenn
voru dæmigerðir fulltrúar þess
óróa sem setti svip sinn á Evrópu
á nítjándu öld, enda búsettir í
Kaupmannahöfn. Jón Sigurðsson
var líka fjarri hinu þrönga ís-
lenska samfélagi og sótti næringu
í kröfur vaxandi borgarastéttar.
Dönsk stjórnmál skildi hann betur
en flestir aðrir samanber skrif
hans um Slesvík-Holstein og það
að honum var ljóst að tengsl voru
milli Slesvík-Holstein-málsins og
sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Um
þetta er Sverrir Kristjánsson
margorður í ritgerðum eins og
Blaðamennska og stjórnmálaskrif
Jóns Sigurðssonar og Hertoga-
dæmin Slesvík-Holstein og
sjálfstæðisbarátta Islendinga.
Rökstuðningur Sverris er glæsi-
legur og veit ég ekki til að þetta
efni hafi verið betur skýrt af öðr-
um íslenskum fræðimönnum.
Meðal skemmtilegri ritgerða í
Ritsafni nefni ég Reisubók Ólafs
Egilssonar og þátt af Brynjólfi
Péturssyni. Þegar hrifningin ein
ríkir ekki eins og í ritgerðunum
um Jón Sigurðsson er ávinningur-
inn líklega meiri, gagnrýni er
Sverri lagin.
Það er nokkuð um endurtekn-
ingar í þessum ritgerðum, en ég
hirði ekki um að tíunda þær. Ekki
er unnt að komast hjá að segja hið
sama oftar en einu sinni þegar um
slík skrif er að ræða. Ritgerðirnar
eru ekki hluti eins ritverks heldur
safn frá ýmsum tímum á ferli höf-
undarins.
Ritsafn 1 er gagnleg bók, ekki
aðeins sem heimild um Sverri
Kristjánsson og umhugsunarefni
hans heldur lifandi íslandssaga
sem þolir vel skiptar skoðanir.
Mér segir svo hugur að í næstu
bindum verði meira af manninum,
litríkari dæmi um rithöfundinn
Sverri Kristjánsson, einkum ef
veljendur forsmá ekki þær greinar
hans sem eru til vitnis um „hið
knappa form“.
Þau mæla með sér sjálf,
myndsegulböndin
frá
NORDMENDE
VHS
Spectra video-vision V100
V -í
18.890
ÚTB 5.000
REST 13.890
6^ 8 MÁN
tW
NORDMBNOE