Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 2

Morgunblaðið - 06.03.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 Viðskiptahallinn 1.008 milljónir króna í fyrra Hefur ekki verið meiri frá árinu 1975 VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR íslend- injja var neikva-dur um 1.008 millj- ónir króna á síóasta ári, samkvæmt bráóal)ir)jóayfirliti Seðlabanka ís- lands um þróun greióslujafnaóar og l'jaldeyrisstöóu á árinu 1981. Mióaó við þjóðarframleióslu er vióskipta- hallinn nú áa-tlaóur nálægt 5%, en var 2,5% árið 1980. Reyndar er þetta mesti viðskiptahalli frá árinu 1975, þegar hann var um I \,\% mióaó vió þjóóarframleiðslu. Verðmæti heildarútflutnings jókst um sem næst 6,8% á síðasta ári, en heildarverðmætið var 6.536 Samninííavidræður Arn- arflujjs og Isc-arjjó: Lokatilraun eftir helgina MIKLAK samningavióræóur hafa staóió yfir undanfarna daga »K vikur milli forsvarsmanna Arnar flugs og ísrargó, þar sem rætt hef- ur verið um hugsanleg kaup Arn arflugs á eignum ísrargó, en hins vegar hefur ekki náóst samkomu- lag ennþá. Gert er ráó fyrir, aó lokatilraun til aó ná samkomulagi verði gcrð eftir helgina. Ef samningar takast með fé- lögunum mun Iscargó væntan- lega afsala sér áætlunarflugs- réttindum sínum til Hollands, en forsvarsmenn Arnarflugs hafa lagt mikla áherzlu á, að fá þau leyfi til viðbótar þeim áætl- unarleyfum, sem félagið fékk í vikunni til Dússeldorf í Vestur- Þýzkalandi og Zúrich í Sviss. Steingrímur Hermannsson, samgónguráðherra, sagði í sam- tali við Mbl., að hann hefði enn enga ákvörðun tekið um það, hvort hann myndi veita Arnar- flugi leyfi til að fljúga til Amst- erdam í Hollandi, ef íscargó myndi skila því leyfi og hætta rekstri. — Ég vil byrja á því, að sjá félögin ná samkomulagi sín á milli. Fyrr get ég ekkert sagt um málið, sagði Steingrímur Hermannsson ennfremur. milljónir króna, samanborið við 6.118 milljónir króna á árinu 1980 og er þá reiknað á sambærilegu gengi, samkvæmt vísitölu meðal- gengis. Hins vegar varð um 9,8% verðmætaaukning á öðrum út- flutningi en áli og kísiljárni, en verðmæti hans á síðasta ári var 5.779 milljónir króna, samanborið við 5.264 milljónir árið 1980. Heildarinnflutningur lands- manna jókst um 13,8% á síðasta ári, en heildarverðmæti hans var 6.732 milljónir króna, samanborið við 5.915 milljónir króna á árinu 1980, þar af dróst innflutningur á skipum og flugvélum saman um 0,6% á árinu, en heildarverðmæti þess innflutnings var um 334 milljónir, samanborið við 336 milljónir króna árið 1980. Al- mennur innflutningur jókst því um 14,2% á árinu, en heildarverð- mæti hans var 5.712 milljónir króna, samanborið við 5.002 millj- ónir króna á árinu 1980. Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 196 milljónir króna á síðasta ári, en hann var hag- stæður um 203 milljónir á árinu 1980. Þá var þjónustujöfnuður neikvæður um 812 milljónir króna, samanborið við 639 milljónir króna í mínus á árinu 1980. Þá var viðskiptajöfnuður neikvæður um 1.008 milljónir króna eins og áður sagði, en hann var neikvæður um 436 milljónir árið 1980. Það skal tekið fram, að verð- mæti útflutnings og innflutnings er hvort tveggja reiknað á FOB- verði. Alls er talið að innkomin erlend löng lán hafi numið 1.700 milljón- um króna og afborganir 640 millj- ónum króna, þannig að nettóaukn- ing langra lána hafi numið 1.060 milljónum króna á meðalvið- skiptagengi ársins, á móti 950 milljónum króna árið 1980 reiknað á sama gengi. Auk framangreindra langra er- lendra lána námu lántökur í formi skammtímalána 167 milljónum króna, sem breytt verður síðar í langtímalán. Mynd: KÖK. Kjarvalsverkið sem var í eigu þýska greifans Kjarvalsmálverk þýsks greifa á uppboði hér „ANNAÐ þessara málverka er frá Þingvöllum um 1930 og hitt er ein- hvers staðar austan af landi, líkast til frá llornafirði," sagði Guð- mundur Axelsson, listmunasali í Klausturhólum, er Morgunblaðið innti hann eftir tveimur Kjarv- aismálverkum, sem boðin verða upp á listmunauppboði á mánudag. Að sögn Guðmundar keypti hann málverkin í Kaupmanna- höfn. Annað þeirra á sér dálítið sérstaka sögu. Var það í eign þýsks greifa, sem síðan var eltur af Gestapo. Segir aftan á mynd- inni að afhenda beri honum mál- verkið er stríðinu lýkur. Ekki vissi Guðmundur ná- kvæmlega hversu mörg númer yrðu boðin upp á mánudag, en taldi þau líklegast verða í kring- um 70. Taldi hann að kaupendur að Kjarvalsmálverkunum myndi vart skorta. Hins vegar myndi kaupverðið ráðast mjög af því hvaða aðilar mættu á uppboðið. Rætt um stjórnkerfi: Harðar deilur vinstri manna í borgarstjórn IIAKDAR deilur urðu á millí fulltrúa vinstri meirihlutaflokkanna í borgar stjórn Reykjavíkur á fundi hennar fimmtudaginn 4. rnars, þegar til um ra-ðu voru hugmyndir um brcytingar á stjórnkerfi borgarinnar og störf svo- kallaðrar stjórnkerfisnefndar, sem lögð var niður 1. mars sl. Deildu vinstri menn jafnt um efni tillagna sem störf nefndarinnar og lyktirnar á starfi hennar. Adda Ilára Sigfúsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagði, að Alþýðuflokkur- inn hefði týnst í þokubakka og menningartengsl við hann slitnað. Eiríkur Tómasson, Framsóknar- flokki, formaður stjórnkerfisnefnd- ar, sagðist hafa lagt nefndina niður, þegar ítrekað reyndist ófært að ná fulltrúa Alþýðuflokksins á fund í henni. Sigurður E. Guðmundsson, Alþýðuflokki, sagði að Framsóknar- flokkurinn hefði fyrirvaralaust og af tilefnislausu lagt niður nefndina og notið til þess stuðnings Alþýðu- bandalagsins. Adda Bára tók undir þau orð Eiríks, að fulltrúi Alþýðu- flokksins, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, hefði aldrei getað sótt fundi. Sjöfn sagðist muna tvö skipti, þar sem Frá afhendingu heiðurslauna Brunabótafélags íslands í gær, alþjóðlegu meistararnir eru frá vinstri: Jón L. Árnason, Haukur Angantýsson, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson. (Ljósm. RAX). Skákmenn fá heiðurslaun I GÆK efndu forráðamenn Kruna- bótafélags Islands til blaðamanna- fundar í því skyni að veita skák- mönnunum Hauki Angantýssyni, Helga Olafssyni, Jóni L. Árnasyni og Margeiri Péturssyni heiðurs- laun félagsins á árinu 1982. Launaveiting þessi siglir í kjölfar samþykktar stjórnar BÍ um að minnast 65 ára afmælis félagsins með því að stofna svo- kallað stöðugildi, sem ráðið er í samkvæmt ákveðnum reglum. Megintilgangur þessa stöðugild- is er sá að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verk- efnum á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnu- lífs. Þó koma þau verkefni ein til greina sem kostuð eru af ein- staklingi sjálfum. Að þessu sinni var ekki ráð- rúm til umsókna um heiðurslaun BÍ árið 1982, en í reglum um heiðurslaun þessi er þess getið að stjórn BÍ velji þann einstakl- ing, sem þau hlýtur, eftir um- sóknum samkvæmt auglýsingu. Ákvað því stjórnin að veita áð- urnefndum skákmönnum heið- urslaunin á þessu ári, hverjum 3 mánuði í senn. Eru þau veitt til að auðvelda þeim þátttöku í skákmótum erlendis, en undir þeim kostnaði verða þeir að standa sjálfir. í ræðu Inga R. Helgasonar, forstjóra BÍ, kom m.a. fram að fordæmi væru fyrir styrkveit- ingu sem þessari, þar sem Tryggingamiðstöðin hefði á stór- afmæli sínu látið fé af hendi rakna til styrktar Slysavarnafé- lagsins fyrir nokkrum árum. Stjórn BÍ vildi þó fara aðra leið og var því komist að samkomu- lagi um áðurnefnt stöðugildi. Ennfremur sagði Ingi að líta mætti á launaveitinguna þessum fjórum skákmönnum til handa, sem allir hafa unnið til alþjóð- legs meistaratitils í skák, sem viðurkenningu á störfum þeirra á sviði skáklistar og jafnframt hvatningu til enn frekari afreka í framtíðinni. Það kom fram á fundinum að umsóknir um heiðurslaun skulu hafa borist stjórn BÍ fyrir 1. ökt. hvert ár. í umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því er umsækjandi hyggst sinna. Auk þess ber umsækjanda að veita aðrar þær upplýsingar sem stjórn BI telur nauðsynlegar. ekki var fundarfært vegna fjarveru Öddu Báru. Sigurður E. Guðmunds- son taldi framkomu framsóknar- manna í þessu máli „eitt alvarleg- asta brot á meirihlutasamstarfinu til þessa“. Þegar viðfangsefni stjórnkerfis- nefndar voru rædd kom einnig fram ágreiningur milli vinstri flokkanna. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði tillög- ur Alþýðubandalagsins miða að því Flateyri: Húsmæður mótmæla mjólkurleysi MORGUNBLADINU hefiir borist und irskriftalisti frá um 100 húsmæðrum á Flateyri, þar sem þær krefjast úrlausn- ar á því ófremdarástandi sem ríki í mjólkurmálum á staðnum. Segir þar að síðastliðnar vikur hafi mjólk og mjólkurafurðir ekki komið nema með 6—7 daga millibili og dagstimpill mjólkurinnar aldrei verið nema tvo daga fram í tímann. Þar að auki hefur magnið verið það lítið að mjólkin selst upp um leið og hún kemur. Að lokum benda þær á að sjaldan hafi jafn mörg börn verið á Flateyri og núna, og því augljós nauðsyn þess að mjólk og mjólkurafurðir standi þeim til boða. að „treysta völd flokkseigenda og flokksrekenda", á Norðurlöndum væri talið, að kerfi eins og Alþýðu- bandalagið vill héldi „klíkum og ætt- um við völd jafnvel í meira en 100 ár í einum bæ, sem ég hef heyrt um“, sagði Sjöfn. Eiríkur Tómasson sagði, að tillögur Alþýðubandalagsins mið- uðu að því, að borgarstjórar yrðu 7 í Reykjavík. Hann kallaði tillögu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur um skóla- ráð við alla grunnskóla borgarinnar „endemis tillögu". I lok þessara umræðna var greitt atkvæði um það, hvort vísa ætti til- lögum þeim, sem fram komu í stjórnkerfisnefnd, til afgreiðslu þeirrar borgarstjórnar, sem kjörin verður í maí nk. Sjöfn Sigurbjörns- dóttir flutti tillögu um þetta efni í borgarráði og naut hún þar stuðn- ings sjálfstæðismanna. Borgarstjórn staðfesti samþykkt borgarráðs með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna og al- þýðuflokksmanna gegn'6 atkvæðum alþýðubandalagsmanna og fram- sóknarmanna. Fjórir þættir um Emile Zola í STAÐ sænsku framhaldsþáttanna, sem sjónvarpið lauk sýningum á síð- asta miðvikudag, koma fjórir þættir um franska rithöfundinn Emile Zola næstu miðvikudaga. Að sögn Tage Ammendrup er hver þessara þátta 90 mínútna langur og greina þeir á sannsögulegan hátt frá lífi og starfi rithöfundarins. Sameiginlegt próf- kjör í Kópavogi SAMEIGINLEGT prófkjör stjórn- málafiokkanna í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna fer fram í dag. Kosið verður í einni kjördeild í Kársnesskóla og tveimur kjördeild- um í Víghólaskóla. Kosið verður aðeins þennan eina dag og er kjörfundur opinn frá klukkan 10 til klukkan 22. Kosn- ingarétt hafa allir bæjarbúar, sem verða 18 ára á þessu ári og eldri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.